Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 5 FRÉTTIR Bæjarráð Hafnarfj ar ðar Deilt um ráöningu Jóhanns INGVAR Viktorsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar hefur kynnt drög að samningi við Verkfræðiþjón- ustu Jóhanns G. Bergþórssonar ehf., um eftirlit með framkvæmd- um í Miðbæ. Á fundi þæjarráðs voru lagðar fram bókanir vegna samningsins. í bókun minnihluta bæjarráðs, þeirra Lúðvíks Geirssonar og Magnúsar Gunnarssonar, kemur fram að ekki sé eðlilegt né viðeig- andi að kjörinn bæjarfulltrúi sé ráðinn af bæjarstjóra í eftirlits- hlutverk vegna Miðbæjarfram- kvæmda. Jafnframt er vísað til fyrri bókana um sama efni frá síðasta fundi bæjarráðs. í bókun Tryggva Harðarsonar fulltrúa meirihlutans í bæjarráði segir að meginreglan hjá bænum hafi verið að kjörnir bæjarfulltrúar og nefndarmenn gegni ekki laun- uðum verkefnum á vegum bæjar- ins. Frá því hafi hins vegar verið gerðar undantekningar þegar sér- þekking aðila í einstökum tilvikum hafi þótt nýtast vel, líkt og þegar bæjarfulltrúa Lúðvíki Geirssyni hafi verið heimilað að hafa með höndum útgáfu bæklings fyrir Hafnarfjarðarhöfn á meðan hann sat í hafnarstjórn. í annarri bókun minnihlutans segir að framganga meirihlutans í Miðbæjarmálinu hafi verið um margt einstök og að síðustu ákvarðanir um ráðningu eftirlits- manns bæjarsjóðs úr eigin hópi væru í beinu samræmi við það sem á undan væri gengið. „Aumkunarverð afstaða“ í bókun Ellerts Borgars Þor- valdssonar, fulltrúa meirihluta, kemur fram að með tilliti til þess um hvað málið fjalli, og til um- fangs þess, sé afstaða bæjarráðs- manna, þeirra Lúðvíks og Magn- úsar, aumkunarverð og gefi ekki tilefni til svara. I þriðju bókun minnihlutans segir að bókun Ellerts Borgars lýsi svo ekki verði um villst þeim vandræðagangi sem meirihlutinn sé í varðandi framkvæmdir í Miðbæ. -----♦ ♦ ♦---- Frumvarp á Alþingi Fyrirtæki verði styrkt til manna- ráðninga LAGT er til í lagafrumvarpi á Alþingi að atvinnurekendur sem hafa 10 eða fleiri launþega í vinnu, fái rétt á endurgreiðslu af trygg- ingagjaldi og ábyrgðargjaldi ef þeir ráða atvinnulausa einstak- linga í vinnu. Rannveig Guðmundsdóttir og fjórir aðrir þingmenn Alþýðu- flokks leggja frumvarpið fram. Er gert ráð fyrir að endurgreiðslan nemi 30 þúsund krónum fyrir hvern starfsmann sem ráðinn er og lögin gildi í rúmt ár, eða til ágústloka á næsta ári. Markmið frumvarpsins er að hvetja fyrirtæki með ráðningar- styrkjum til að bæta við sig .fólki og draga þannig úr atvinnuleysi. Chrysler bílasýning um helgina ChryslerStratusglæsivagninn, bill arsins 1995 í Bandaríkjunum, einn sá fallegasti á götunum Chrysler New Yorker. Flaggskipið frá Chrysler. Amerískur eðalvagn eins og þeir gerast bestir. Verðlaunabflarnir frá Chrysler ö Það er alveg Ijóst hvers vegna Chrysler bílarnir hafa sópað til sín verðlaunum undanfarið. Þegar þú skoðar Chiysler bílana sérðu það sem gagnrýnendur hafa séð: Fallega hönnun, frumleika, afburða aksturseiginleika, hámarks öryggi og umfram allt, gæði. Komdu á sýninguna um helgina og þú sannfærist. Dodge Ram. Konungur pallbilanna með moguleika a 6 cyl., 8 cyl. og 10 cyl. vélum. JeepGrand Cherokee. Jeppi ársins 1996. Ný útfærsla: Turbo Diesel með Intercooler. Chrysler Voyager fjölnotabíllinn, bíll ársins 1996 I Bandaríkjunum. Bíll fyrir alla fjölskylduna. Jeep Cherokee. Kraftmikill jeppi, frábærir aksturseiginleikar, frábært verð. Chrysler gerir kröfur Sérstakur syningarbfll: Nybylavegur 2 Sími: 554 2600 Opnunartimi 12 -17 laugardag og sunnudag Dodge Stealth R/T Turbo 4X4. Magnaður sportbíll. V6, 3 lítra, 24 ventla vél með tvöfaldri túrbínu. Fjórhjóladrifinn og 320 hestöfl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.