Morgunblaðið - 22.03.1996, Side 5

Morgunblaðið - 22.03.1996, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 5 FRÉTTIR Bæjarráð Hafnarfj ar ðar Deilt um ráöningu Jóhanns INGVAR Viktorsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar hefur kynnt drög að samningi við Verkfræðiþjón- ustu Jóhanns G. Bergþórssonar ehf., um eftirlit með framkvæmd- um í Miðbæ. Á fundi þæjarráðs voru lagðar fram bókanir vegna samningsins. í bókun minnihluta bæjarráðs, þeirra Lúðvíks Geirssonar og Magnúsar Gunnarssonar, kemur fram að ekki sé eðlilegt né viðeig- andi að kjörinn bæjarfulltrúi sé ráðinn af bæjarstjóra í eftirlits- hlutverk vegna Miðbæjarfram- kvæmda. Jafnframt er vísað til fyrri bókana um sama efni frá síðasta fundi bæjarráðs. í bókun Tryggva Harðarsonar fulltrúa meirihlutans í bæjarráði segir að meginreglan hjá bænum hafi verið að kjörnir bæjarfulltrúar og nefndarmenn gegni ekki laun- uðum verkefnum á vegum bæjar- ins. Frá því hafi hins vegar verið gerðar undantekningar þegar sér- þekking aðila í einstökum tilvikum hafi þótt nýtast vel, líkt og þegar bæjarfulltrúa Lúðvíki Geirssyni hafi verið heimilað að hafa með höndum útgáfu bæklings fyrir Hafnarfjarðarhöfn á meðan hann sat í hafnarstjórn. í annarri bókun minnihlutans segir að framganga meirihlutans í Miðbæjarmálinu hafi verið um margt einstök og að síðustu ákvarðanir um ráðningu eftirlits- manns bæjarsjóðs úr eigin hópi væru í beinu samræmi við það sem á undan væri gengið. „Aumkunarverð afstaða“ í bókun Ellerts Borgars Þor- valdssonar, fulltrúa meirihluta, kemur fram að með tilliti til þess um hvað málið fjalli, og til um- fangs þess, sé afstaða bæjarráðs- manna, þeirra Lúðvíks og Magn- úsar, aumkunarverð og gefi ekki tilefni til svara. I þriðju bókun minnihlutans segir að bókun Ellerts Borgars lýsi svo ekki verði um villst þeim vandræðagangi sem meirihlutinn sé í varðandi framkvæmdir í Miðbæ. -----♦ ♦ ♦---- Frumvarp á Alþingi Fyrirtæki verði styrkt til manna- ráðninga LAGT er til í lagafrumvarpi á Alþingi að atvinnurekendur sem hafa 10 eða fleiri launþega í vinnu, fái rétt á endurgreiðslu af trygg- ingagjaldi og ábyrgðargjaldi ef þeir ráða atvinnulausa einstak- linga í vinnu. Rannveig Guðmundsdóttir og fjórir aðrir þingmenn Alþýðu- flokks leggja frumvarpið fram. Er gert ráð fyrir að endurgreiðslan nemi 30 þúsund krónum fyrir hvern starfsmann sem ráðinn er og lögin gildi í rúmt ár, eða til ágústloka á næsta ári. Markmið frumvarpsins er að hvetja fyrirtæki með ráðningar- styrkjum til að bæta við sig .fólki og draga þannig úr atvinnuleysi. Chrysler bílasýning um helgina ChryslerStratusglæsivagninn, bill arsins 1995 í Bandaríkjunum, einn sá fallegasti á götunum Chrysler New Yorker. Flaggskipið frá Chrysler. Amerískur eðalvagn eins og þeir gerast bestir. Verðlaunabflarnir frá Chrysler ö Það er alveg Ijóst hvers vegna Chrysler bílarnir hafa sópað til sín verðlaunum undanfarið. Þegar þú skoðar Chiysler bílana sérðu það sem gagnrýnendur hafa séð: Fallega hönnun, frumleika, afburða aksturseiginleika, hámarks öryggi og umfram allt, gæði. Komdu á sýninguna um helgina og þú sannfærist. Dodge Ram. Konungur pallbilanna með moguleika a 6 cyl., 8 cyl. og 10 cyl. vélum. JeepGrand Cherokee. Jeppi ársins 1996. Ný útfærsla: Turbo Diesel með Intercooler. Chrysler Voyager fjölnotabíllinn, bíll ársins 1996 I Bandaríkjunum. Bíll fyrir alla fjölskylduna. Jeep Cherokee. Kraftmikill jeppi, frábærir aksturseiginleikar, frábært verð. Chrysler gerir kröfur Sérstakur syningarbfll: Nybylavegur 2 Sími: 554 2600 Opnunartimi 12 -17 laugardag og sunnudag Dodge Stealth R/T Turbo 4X4. Magnaður sportbíll. V6, 3 lítra, 24 ventla vél með tvöfaldri túrbínu. Fjórhjóladrifinn og 320 hestöfl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.