Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BREF » FORSETAKJOR
Forsetaefni
að mínu skapi
Frá Jóhönnu E. Sveinsdóttur.
AÐ UNDANFÖRNU hef ég hug-
leitt hvemig komið sé fyrir íslensku
þjóðinni í dag. Þjóðlífið einkennist
af neikvæðum fréttum, hneykslis-
málin hrannast upp og fjölmiðlar
og fólk veltir sér upp úr ástandinu.
„Höfum við gengið til góðs, götuna
fram eftir veg“? Ég leyfi mér að
efast um það. Þjóðin er hnípin og
lágkúran hefur tekið völdin í þjóðlíf-
inu.
Forsetakosningar eru framundan
og ég velti því fyrir mér hvernig
leiðtoga þjóðin muni velja í ljósi
þeirra aðstæðna sem ríkja í dag.
Aldrei fyrr hefur verið meiri þörf
fyrir jákvæð og uppbyggjandi gildi
í þjóðfélaginu - gildi sem skipta
máli og gætu leitt þjóðina götuna
fram eftir veg út úr skugga villu
og neikvæðni. En svo margir hafa
verið orðaðir við framboð að fólk
virðist jafnvel hafa ruglast í ríminu
í þessum efnum einnig.
Einn mann þekki ég sem hefur
alla þá kosti til að bera sem prýða
þurfa forseta íslands - sameining-
artákn þjóðarinnar. Hann er gáfað-
ur og glæsilegur á velli, á gáfaða
,og glæsilega konu - en hefur til
margra ára lítið haldið persónu
sinni á lofti í fjölmiðlafári nútím-
ans. Þessi maður er dr. Njörður P.
Njarðvík. Kona hans er frú Bera
Þórisdóttir enskukennari.
Njörður hefur stundað fræðistörf
til margra ára og er nú prófessor
í íslenskum fræðum við Háskóla
íslands. Hann stundaði nám í
Þýskalandi og Svíþjóð og hefur
dvalist við fræðistörf í ýmsum lönd-
um þ.á m. í Englandi og Frakk-
jandi. Sem kennari hefur hann leit-
ast við að laða það besta fram í
hverjum nemanda og brýnt þá til
sjálfsaga og sjálfsgagnrýni. Slíkt
er gott veganesti út í lífið.
Njörður talar fjögur tungumál;
ensku, sænsku, þýsku og frönsku.
Hann er víðlesinn, víðförull og síð-
ast en ekki síst víðsýnn. Hver sá
sem hefur lesið pistla þá sem hann
hefur skrifað í Morgunblaðið árum
saman gerir sér grein fyrir að þar
fer saman hátt siðferðislegt mat,
gagnrýnin hugsun en um fram allt
virðing fýrir því sem skiptir máli í
lífinu.
Njörður leggur mikla áherslu á
framgang íslenskrar tungu og
menningar. Jafnrétti á öllum svið-
um er honum hugleikið, ekki síst
hagur þeirra sem hallar á í lífinu.
Hann hefur til margra ára beitt sér
fyrir mannúðarmálum og uppbygg-
ingu einstaklingsins þannig að hon-
um megi famast vel á lífsleiðinni.
Njörður hefur unnið störf sín í
kyrrþey til margra ára og því undr-
ast margir að hann skuli vera orðað-
ur við hugsanlegt framboð til emb-
ættis forseta Íslands. En ástæðuna
fyrir því þekkja þeir sem nú vinna
að því að skora á hann til fram-
boðs. Hann er fæddur leiðtogi og
hefur alla þá kosti til að bera sem
geta sameinað þjóðina á umbrota-
tímum. Hann mun halda áfram því
góða starfi, sem frú Vigdís Finn-
bogadóttir hefur unnið landi okkar
á valdatíma sínum, og bera merki
íslands hátt undir einkunnarorðun-
um mannúð, menning og jafnrétti.
Finnst þér, lesandi minn, ekki
að við ættum að veita slíkum manni
stuðning okkar?
JÓHANNA E.
SVEINSDÓTTIR,
Garðastræti 11.
Skemmdarverk á
Miðbæjarskólanum
Fyrirspurn til Guðrúnar Pétursdóttur
forsetaframbjóðanda
Frá Ingvari Garðarssyni:
Á SÍNUM tíma vaktir þú athygli
vegna skeleggrar baráttu þinnar
gegn byggingu Ráðhúss Reykjavík-
ur við Tjömina og byggingu húss
rHæstaréttar við Arnarhól. Ef ég
man rétt voru verndunarsjónarmið
ein meginástæða andstöðu þinnar.
Nú hefur meirihluti R-listans í
borgarstjóm Reykjavíkur boðað
eyðileggingu á Miðbæjarskólanum,
einu elsta og merkasta skólahúsi
Reykvíkinga. Þetta hús hefur lítið
breyst frá því það var byggt og þar
hefur alla tíð verið skólahald. Ætlun
R-listans er að breyta þessari merku
byggingu í skrifstofuhúsnæði.
Kröfur nútímans til skrifstofuhalds
þýða einfaldlega eyðileggingu Mið-
bæjarskólans.
Mig langar til að heyra um af-
stöðu þína til þessa fyrirhugaða
skemmdarverks Reykjavíkurlistans
og hvort þú hafir í hyggju að beita
þér með svipuðum hætti og þú hef-
ur áður gert.
INGVAR GARÐARSSON,
Skipasundi 13, Reykjavík.
- kjarni málsins!
ÍDAG
SKAK
Umsjón Margrir
I’ctursson
Svartur leikur og vinnur
STAÐAN kom upp í seinni
skák tölvuforritsins Ferret
og stórmeistarans Aleksei
Shirovs (2.690) í skák-
klúbbi Internetsins, ICC.
Shirov hafði svart og átti
leik:
Tölvan gerði sig seka um
hálfgerð ' byijendamistök
þegar hún lét svart fá tví-
peð á f-línunni, því þá opn-
aðist fyrir sóknarfæri hans
eftir g línunni.
25. — Rg4+! 26. hxg4 —
Bxg4 27. Khl - Hh6+ 28.
Rh2 - Hg5 29. Rdf3 -
Hgh5 30. g3 - Bxg3+ 31.
Dxf3 - Hxh2+ 32. Kgl -
fxg3 33. Bg2 - Hxg2+!
34. Dxg2 — gxf2+ 35.
Hxf2 — Hg6 og nú loksins
gaf Ferret.
„Ég tefldi hreina
anti-tölvuskák, sem
á ekkert skylt við
venjulega skák“
sagði Shirov við fé-
•laga í ICC að skák-
unum loknum. Ein-
vígi Kasparovs við
„Djúpbláa" vakti
heimsathygli um
daginn. Tölvu- og
skákáhugamenn
spyija sig nú hvers
vegna Kasparov hafi
ekki farið að beita
anti-tölvustílnum fyrr en
hann tryggði sér sigur í lok-
in. Tap hans í fyrstu skák-
inni kom því til ieiðar að
einvígið komst á forsíður
heimsblaða og væntanlega
er nýtt einvígi að ári gull-
tryggt, með himinháum
verðlaunum.
Deildakeppni Skáksam-
bands íslands, 1-4. deild,
lýkur um helgina í Garða-
skóla í Garðabæ. Teflt er
í kvöld frá kl. 20, og kl.
10 og 17 á morgun, laug-
ardag. Hundruð skák-
meistara frá öllu landinu
taka þátt.
Með morgunkaffinu
ÞÚ ert í fínu formi miðað við 65 ára gamlan mann.
Synd að þú skulir bara vera fertugur.
ÉG er sammála því að
maðurinn þinn þurfi á
aðstoð að halda, en þvi
miður erum við ekki enn
farnir að græða nýjan
heila í fólk.
HVAÐ meinarðu með að
segja að þú þurfir að
slappa af eftir erfiðan
dag? Þú ert ekki enn far-
inn í vinnuna.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Áhugaverð
umfjöllun
„MIG langar til að þakka
umsjónarmönnum ungl-
ingaþáttarins Ó fyrir
áhugaverða og skemmti-
lega umfjöllun um þá
ímynd kynjanna sem
birtist okkur í auglýsing-
um og fjölmiðlum. Sér-
staklega fannst mér um-
fjöllunin um kvenímynd-
ina skemmtilega fram
sett og hvatti hún tii
umhugsunar.
Einnig fannst mér
koma vel fram í hring-
borðsumræðunni hversu
unga fólkið er miklu með-
vitaðra heldur þeir viðmæ-
lendur sem eldri voru, en
mér virtust þeir vera
gegnsýrðir af ríkjandi við-
horfum. Spennandi verður
að sjá fleiri áhugaverð
þjóðfélagsumræðuefni í
þessum þætti frá sjónar-
hóli unga fólksins."
Hildur Svavarsdóttir.
Tapað/fundið
Demantshringur
tapaðist
DEMANTSHRINGUR
tapaðist á Grand Café á
Klapparstíg sl. laugar-
dagskvöld. Eigandi sakn-
ar hringsins mjög sárt af
persónulegum ástæðum.
Skilvís finnandi vinsam-
legast hafi samband við
Kolbrúnu í síma 569-1290
eða 557-3155 eftir kl. 17.
Leðurveski
tapaðist
LITIÐ, svart leðurveski
með tveimur greiðslu-
kortum (debet-
kort/VISA) og færslu-
bók tapaðist þriðjudag-
inn 19. mars sl. Veskið
tapaðist sennilega í
Kópavogi (göngubraut)
eða í vesturbæ (Hofsval-
lagötu). Skilvís finnandi
er góðfúslega beðinn að
hafa samband í síma
551-2105.
Hjól fannst
STELPUHJÓL með 24
tommu dekkjum fannst á
horninu á Lokastíg og
Baldursgötu í janúar sl.
Uppl. í síma 552-1373.
Gæludýr
Kisu vantar
heimili
AF SÉRSTÖKUM
ástæðum vantar kisuna
okkar nýtt heimili. Hún
er blíð og góð, bröndótt,
ársgömul læða. Hún er
eyrnamerkt og hefur far-
ið í ófijósemisaðgerð.
Uppl. í síma 555-4184.
Kanína fannst
á dagheimili
STÓR og vel alin kanína,
grábrún að lit, fannst á
dagheimilinu Brákar-
borg við Skipasund á
mánudaginn var. Uppl. í
síma 588-8334.
HÉR stendur að ég eigi
að nudda þig einu sinni á
dag, en ég sé að einhver
annar en yfirlæknirinn
hefur skrifað undir þetta.
Ast er ...
að minnast þess er þið
horfðuð sarnan á
sólina setjast.
TM Rog. U.S. Pal Ofl — all nghta roserved
(c) 1996 Loa Angoíe* Time* Syndeata
Víkveiji skrifar...
HVAÐ kostar að gefa barninu
sínu bíl í afmælisgjöf á 17
ára afmælinu, þegar það fær bíl-
próf? Þessari spurningu velti Valdi-
mar Benediktsson fyrir sér í tilefni
reyklausa dagsins, sem var í gær.
Hann hóf útreikninga og niður-
stöðurnar voru þessar:
Foreldri ákveður við fæðingu
barns síns, að neita sér um að
reykja og ákveður að leggja til
hliðar andvirði eins vindlingapakka
á dag, sem kostar krónur 267. Það
fer fjórum sinnum á ári með and-
virði 90 pakka og leggur inn á
banka. Síðan er gert ráð fyrir að
ávöxtunin sé 6% á ári. Innlegg
ársfjórðungslega er 24.040 krónur.
Og hver er svo staðan á reikn-
ingnum eftir 17 ár, þegar barnið
fær réttindi til þess að aka bíl?
Höfuðstólsinnstæðan er þá orðin
1.634.040 krónur og vextir á tíma-
bilinu nema 1.138.796 krónum.
Samtals eru þá inni á reikningnum
2.772.838 krónur.
Fyrir þessa fjárhæð er unnt að
kaupa dágóðan bíl. Sem dæmi má
taka Volvo 850 GLE með „met-
alic“-lakki, vetrarhjólbörðum,
mottum á gólfi, útvarpi og segul-
bandi: Bíllinn kostar frá umboðinu
í dag 2.718.000 krónur. Eftir eru
þá af inneigninni 54.838 krónur,
sem unglingurinn getur fengið til
þess að kaupa eldsneyti fyrir.
xxx
ETTA dæmi sýnir að það þarf
í sjálfu sér ekki miklar upp-
hæðir til þess að ná talsverðum
höfuðstól í sparnaði. Sígarettu-
pakkinn er kannski ekki svo ýkja
dýr, þegar menn kaupa hann, en
græddur er geymdur eyrir í þessu
sem öðru og eflaust má líka segja
margt um hollustuna, sem því fylg-
ir að sleppa honum á hveijum degi
í 17 ár.
xxx
NÚ, EN svo má iíka hugsa
sér, að foreldrar safni þessum
fjármunum til þess að mynda sjóð
til styrktar börnunum í langskóla-
námi. Það er ekki amalegt fyrir
ungan karl eða konu að fá slíka
upphæð til framfærslu á meðan
stundað er langskólanám, t.d. eft-
ir stúdentspróf, í stað þess að
þurfa að sækja framfærslueyrinn
í Lánasjóð íslenzkra námsmanna,
þar sem lánskjörin hafa farið sí-
fellt versnandi ár frá ári, enda
hafa menn haft á orði, að þar
hafi hér áður fyrr verið fremur
um gjöf að ræða en að lántakend-
ur hafi þurft að endurgreiða verð-
mæti lánsfjárins að fullu til baka.
En miðað við versnandi lánskjör
hjá LÍN, ætti að vera enn ríkari
ástæða fyrir foreldra að hugsa
fyrir námskostnaði barna sinna í
framtíðinni en áður var. Það er
ekkert gaman fyrir langskóla-
genginn einstakling að koma stór-
skuldugur frá námi og þurfa þar
með að eyða öllum beztu starfsár-
unum í að endurgreiða náms-
kostnaðinn - geta jafnvel ekki fjár-
fest í þaki yfir höfuðið vegna
þungrar greiðslubyrði námslána.
Því er það kannski ekki ýkja mik-
il fórn fyrir foreldrana að leggja
til hliðar 267 krónur á dag, sem
stuðlað gæti að betri heilsu for-
eldranna og betri fjárhag barn-
anna, þegar þeir koma til liðs við
þjóðfélagið sem fullgildir þátttak-
endur í atvinnulífinu.