Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Samstarf sjávarútvegs og iðnaðar hefur styrkt 30 verkefni Víðtæk kynning á sýningum og alnetinu SAMSTARFSVETTVANGUR sjáv- arútvegs og iðnaðar er yfírskrift verkefnis sem miðar að því að auka vinnsluvirði í sjávarútvegi og efla tækniþróun fyrir útgerð og fisk- vinnslu. Að verkefninu standa sjáv- arútvegs-, iðnaðar- og menntamála- ráðuneyti, LÍÚ, Samtök iðnaðarins og Samtök fiskvinnslustöðva. „Samstarfsvettvangurinn hefur fengið 20 milljónir á ári til rekstrar og stuðnings við verkefni sem sam- ræmast settum markmiðum," segir Helgi Geirharðsson, verkefnisstjóri. Hann segir að annars vegar hafi þijátíu verkefnum verið veittur stuðningur á tveimur árum. Það séu Qárhæðir frá 300 þúsundum upp í IV2 milljón. Jafnframt hafi vettvang- urinn aðstoðað við frekari fjármögn- un þessara sömu verkefna. í ein- staka tilvikum hafi verið um ráðgjöf varðandi skilgreiningu verkefna að ræða. Útgáfa kynningarmöppu „Hinsvegar tókum við eftir því að þeir aðilar sem við vorum að styðja stóðu höllum fæti í markaðs- setningu, þannig að við ýttum af stað verkefni sem ætlað er að styðja við bakið á þeim hvað það varðar,“ segir hann. „Það verkefni hefur verið að þró- ast í eitt og hálft ár. Fyrstu skrefin felast í útgáfu kynningarmöppu fyr- ir íslensk fyrirtæki sem veita þjón- ustu eða framleiða búnað fyrir sjáv- arútveg, hvort heldur er fyrir inn- lendan eða erlendan markað. Við lít- um svo á að stuðningur við markaðs- setningu hjá þessum aðilum sé besta leiðin til þess að styrkja starfsemi þeirra þannig að þeir geti komið undir sig fótunum og þróað frekari lausnir fyrir sjávarútveg." Sjávarútvegssýning í Boston Helgi segir að búið sé að gefa út kynningarmöppu og koma sömu upplýsingum inn á alnetið. Sam- starfsvettvangurinn hafi síðan tekið þátt í sjávarútvegssýningu í Boston í vikunni sem leið til að kanna grund- völl fyrir frekari þjónustu á þessu sviði fyrir fyrirtækin. Hún fælist í að taka á móti fyrirspurnum og miðla upplýsingum um þær lausnir, sem í boði eru á íslandi, og jafnvel fleiru. „Núna erum við að vinna að við- skiptaáætlun fyrir framhald verk- efnisins sem felst í því hvort grund- völlur sé fyrir starfsemi sjálfstæðrar einingar af þessum toga,“ segir Helgi. „Viðbrögð á sýningunni gefa vísbendingu um að þessi starfsemi sé réttlætanleg, en jafnframt gefa þau til kynna að starfsemin þurfi að vera mjög fastmótuð og vel skil- greind." Kostnaður um 11 milljónir Helgi segir að þetta sé orðið nokk- uð stórt verkefni. Með allri vinnu, prentun, uppsetningu á alneti, hönn- un og þátttöku í tveimur sjávarút- vegssýningum losi kostnaðurinn ell- efu milljónir. Fjármögnunin komi að nokkru leyti frá fyrirtækjum sem séu í möppunni eða um 40%. Afgangur- inn felist í beinum styrkjum frá Sam- starfsvettvangnum, Iðnlánasjóði og Útrás, sem sé verkefni á vegum utanríkisráðuneytisins. „Allir þessir styrkir eru skilgreindir til eflingar markaðssetningar frá íslandi," ERLENT SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Sérútgáfa Suburnesin Miðvikudaginn 27. mars nk. mun sérblaðið Úr verinu fjalla sérstaklega um sjávarútveg á Suðurnesjum sem farið hefur vaxandi síðastliðin ár. Þar verður m.a. litið á landaðan afla í helstu verstöðvum Suðurnesja síðustu 10 árin, þróun og fjölgun fiskvinnslustöðva, fullvinnslu sjávaraflans o.fl. Auk þess verður umfjöllun um stærsta fiskmarkað landsins, Fiskmarkað Suðurnesja, útflutning á ferskum fiski, nýjungar í fiskumbúðum, viðtöl o.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til klukkan 12.00 mánudaginn 25. mars. Dóra Gubný Sigurbardóttir og Agnes Arnardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. kfarni nálilmt Reuter MENENDEZ-bræðurnir, Erik til vinstri, Lyle til hægri. Urskurður kviðdóms í Los Angeles Menendez-bræður sekir um morð Los Angeles. Reuter. KVIÐDÓMUR í Los Angeles úr- skurðaði á miðvikudag að bræðum- ir Erik og Lyle Menendez væru sekir um morð og samsæri en þeir urðu foreldrum sínum að bana árið 1989. Svo gæti farið að þeir yrðu dæmdir til dauða. Sjálfir segjast bræðurnir hafa verið misnotaðir kynferðislega af föður sínum og hafi þeir skotið for- eldrana í sjálfsvöm af ótta við að verða sjálfir myrtir til að þagga niður hneykslið. Ákæruvaldið telur að bræðurnir hafí eingöngu ætlað sér að ná í arfínn en fjölskyldan átti um 14 milljónir dollara, tæpan milljarð króna. Erik er 25 ára, Lyle 28 ára og sækjendur fullyrtu að þeir væm ekkert annað en spilltir og gráðug- ir ríkra manna synir. Kviðdómurinn kemur saman á mánudag til að fjalla um fleiri at- riði í málinu. Verði dauðadómur niðurstaðan mun verða beitt ban- vænni lyfjasprautu en til greina kemur að bræðurnir hljóti lífstíðar- fangelsi. Menningarbarátta franskra stjórnvalda Fram til orrustu gegn enskuslettum París. The Daily Telegraph. FRANSKA stjórnin hyggst beita sér í auknum mæli fyrir því að hlítt verði svonefndum Toubon-lögum frá 1994 um að eingöngu skuli notuð franska í öllum opinberum skjölum, auglýsingum og fjölmiðlun. Philippe Douste-Blazy menningarmálaráðherra sagði í vikunni að sett yrði á lagg- irnar eftirlitsnefnd í þessu skyni undir forystu rithöfundarins Yves Berger. Upphaflega bönnuðu Toubon-lögin öllum að sletta erlendum orðum og hugtökum í Frakklandi. Stjórnarskrárdómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að svo víðtækt bann væri andstætt ákvæðum stjórnar- skrár um tjáningarfrelsi. Lögunum er beint gegn erlendum orðum en ráðamenn hafa fyrst og fremst áhyggjur af breskum og bandarískum áhrifum og blendings- orðum, slík orð og hugtök eru oft nefnd „franglais" (enska nefnist anglais á frönsku). Ætlunin er að búa til lista yfir æskileg frönsk orð sem nota beri í staðinn fyrir algengar slettur. Samráð við hagsmunaaðila Illa hefur gengið að fá Frakka til að fara að tilmælum hreintungu- manna fram til þessa. Sem dæmi má nefna að ákveðið var að Alþjóða- viðræður um tolla og viðskiptamál, er um allan heim voru nefndar GATT, áttu samkvæmt tilskipun frá 1987 að heita Agetac á frönsku - orð sem varla nokkur maður hefur notað. í viðskiptaensku er orðið „futures“ notað í tengslum við ákveðna tegund verðbréfaviðskipta en opinbera heitið í Frakklandi átti að vera „contrat a terme d’instru- ment fínancier". Douste-Blazy hyggst nú sjá til þess að búin verði til í samráði við hagsmunaaðila í viðskiptaheiminum nothæf frönsk orð í stað hinna er- lendu, einkum á sviði „efnahags- mála, fjármála, vísinda og tækni auk lögfræði". Fagmenn munu varpa ■* fram uppástungum og franska akademían hafa síðasta orðið. Tölvunotendur geta fylgst með starfínu á alnetinu (Intemetinu) og túlkar geta því samstundis byrjað að nota orðin þegar þau eru búin að fá opinberan gæðastimpil. Bent var á að Douste-Blazy hefði kinnroðalaust notað orðið Internet en ekki er vitað hvort fundið verður franskt orð yfir tölvunetið. Reykti sig í hel Peking. Reuter. 19 ÁRA Kínverji reykti 100 síg- arettur í einni lotu nýlega og vann þar með veðmál við vin sinn en uppátækið kostaði hann lífið. Þegar táningurinn hafði tæmt fimmta pakkann varð hann skyndilega náfölur og hneig nið- ur. Læknir úrskurðaði að hann hefði látist af völdum „hjarta- áfalls vegna óhóflegrar inntöku sígarettureyks og alvarlegrar nikótíneitrunar". Táningnum og vini hans hafði leiðst í vinnunni og þeir ákváðu að sá sem hætti fyrr að reykja greiddi fyrir allttóbakið. Vinur- inn gafst upp eftir 40 sígarettur en táningurinn hélt áfram að reykja, hvattur af fólki sem fylgdist með tiltækinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.