Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Af draumadísum o g prinsum
RAGNHEIÐUR Axel og Silja _ Hauksdóttir í kvikmyndinni
Draumadísum eftir Asdísi Thoroddsen.
KVIKMYNPIR
Stjörnubíó
DRAUMADÍSIR ★ ★ Vi
Leikstjóm og handrit: Asdís Thor-
oddsen. Framleiðandi: Martin Schlut-
er. Kvikmyndataka: Halldór Gunn-
arsson. Hljóðupptaka: Sigurður Hr.
Sigurðsson. Leikmynd: Þorvaldur
Böðvar Jónsson. Leikmunir: Guðjón
Sigmundsson. Búningar: María Vai-
les. Förðun: Dóra Takefusa. Klipp-
ing: Valdís Óskarsdóttir. Hljóð-
vinnsla: Ingvar Lundberg Jónsson
og Steingrímur Eyfjörð Guðmunds-
son. Tónlist: Einar A. Melax. Fram-
leiðendur: Gjóla, Islenska kvik-
myndasamsteypan hf., Ma.ja.de.
Fihnproduktion og þýsku sjónvarps-
stöðvamar ZDF og ARTE. Aðalhlut-
verk: Sijja Hauksdóttir, Ragnheiður
Axel, Baltasar Kormákur, Margrét
Ákadóttir, Bergþóra Aradóttir,
Ragnhildur Rúriksdóttir og Magnús
Ólafsson.
SÖGUSVIÐ nýjustu kvikmynd-
ar Ásdísar Thoroddsen, gaman-
myndarinnar Draumadísa sem
frumsýnd var í Stjörnubíói í gær-
kvöldi, er Reykjavík nútímans í
kulda og trekki hins íslenska vetr-
ar. Tvær vinkonur um tvítugt,
Steinunn og Styija, láta sig
dreyma um hinn fullkomna karl-
mann þar sem þær ganga um
hjarnið í kolniðamyrkri en eins og
önnur þeirra segir og kannski rétti-
lega er „djöfull erfitt að hitta á þá
í þessari eyðimörk".
Sá efnilegasti er heildsali með
allt niður um sig í rekstrinum og
samvisku sem varla er hægt að
segja að sé flekklaus. En hann er
fjallmyndarlegur og í honum hafa
draumadísirnar fundið drauma-
prinsinn. Hann heitir Gunnar og
er einn með öllu. Hann á nýjan
jeppa og hús og bissness og far-
sima og hann getur gert þær að
stjörnum með nýju auglýsingaher-
ferðinni. í draumaheimi stelpnanna
er ilmur allt sem þarf og Gunnar
ilmar vel af leðri, vindlum og viskí.
Þannig lifa draumadísirnar í
heimi sem byggist talsvert meira
á amerískum glansfyrirmyndum
en íslenskum skammdegisveru-
leika. Þegar þær vakna verða sömu
frosthörkurnar en þær hafa
kannski vitkast eitthvað. Verum
þó ekki of dómhörð. Eftir allt þá
„eru þeir sjaldgæfari, skárri gæj-
arnir“, eins og önnur þeirra bendir
á.
Fyrri mynd Ásdísar, Ingaló, var
í stíl þjóðfélagslegs raunsæis og
því nokkuð ólík þessari í frásagnar-
hætti en hún fjallaði líka um stúlku
sem dreymdi um eitthvað betra í
lífinu. Ingaló kom úr sjávarþorpi
og þekkti rætur sínar kannski of
vel; hún vildi burt. Draumadísirnar
í þessari gráglettnu gamanmynd
eru Reykjavíkurdætur nútímans,
rótlausar „gellur“ sem leita fyrir-
mynda í einhveijum óhöndlanleg-
um gerviheimi. Þær vita í raun
ekki hvað þær vilja eða hvetjar þær
eru en eltast við draumóra og eru
tilbúnar að ganga ansi langt til
að ná þeim. Asdís, sem bæði skrif-
ar handritið og leikstýrir, hefur
gert úr brölti þeirra ágæta gaman-
mynd með alvarlegum undirtóni.
Hún er skemmtilega vetrarleg og
kaldranaleg og um leið einnig hlý-
leg og persónuleg og prýðisvel leik-
in, sérstaklega af Silju Hauksdótt-
ur, er fer með .veigamesta hlut-
verkið sem Steina. Hér ríkja kven-
hormónarnir og ætti myndin að
höfða sérstaklega til kvenþjóðar-
innar þótt ekki sé hún endilega
kvennamynd í ströngustu merk-
ingu.
Draumadísir er „vafasöm" gam-
anmynd eins og leikstjórinn kýs
að kalla hana því í henni er líka
alvarleiki og af henni má draga
lærdóm um það sem kallað er eftir-
sókn eftir vindi og vanrækslu og
lífsleiða. Því Ásdís kemur inná
marga aðra hluti en draumabrölt
stelpnanna. Þær hafa engin tengsl
við umhverfi sitt, söguna og land-
ið, og' höfundurinn setur upp and-
stæður við hið draumórakennda líf
þeirra með nöturlegu sambandi
drykkfelldrar móður Steinu og litlu
systur hennar. Þar er ljúfsár ís-
lenskur raunveruleiki á ferðum.
Þeirra í millum er þjóðskáldið Jón-
as Hallgrímsson í hávegum hafður
og honum jafnvel beitt á kvartsára
nágranna blokkarinnar. Litla stelp-
an er í nánum tengslum við hið
yfirnáttúrulega úti í Viðey, sem
stendur fyrir einskonar skjól frá
borgarfirringunni. Þar býr sagan
og huldufólkið. Hægt er að líta á
persónur myndarinnar sem fulltrúa
hins nýja og hins gamla íslands
og að því leyti minnir hún á verk
Friðriks Þórs Friðrikssonar. Ásdís
bregður fyrir sig töfraraunsæi með
inngripi huldufólksins en eins og
hún hefur sjálf sagt þá er allt leyfi-
legt í þessari mynd undir einhvers-
konar raunsæishjúp. Það sem er
náttúrulegt verður ónáttúrulegt og
öfugt. Þegar t.d. Steina og Gunnar
hittast í fyrsta sinn á dyraþrepun-
um hjá honum kveður við hávær
fuglasöngur þótt engir fuglar séu
í grennd.
Ásdísi hefur tekist í flestum til-
vikum að vinna vel með leikurun-
um við persónusköpunina. Silja
Hauksdóttir er sérstaklega góð
sem Steina og gerir persónunni
slík skil að vekur aðdáun. Það er
eins og myndavélin sé hvergi til
staðar. Hún gefur sannfærandi og
eðlilega lýsingu á stelpu sem flýr
frá drykkjuheimili á vit draumór-
anna þar til hún missir það litla
haldreipi sem hún hefur í lífinu.
Ragnheiður Axel er einnig góð sem
vinkona hennar, Styija, stelpa af
sama meiði en á einhvern hátt
veraldarvanari og hyggnari. Balt-
asar Kormákur verður svolítið,
passívur innan um kvennagaldur-
inn og persóna hans er óskýrust
frá hendi höfundarins. Gunnar er
ráðgáta, hvorki illmenni né góð-
menni en týndur einhverstaðar þar
á milli. í honum býr skítlegt eðli
en samt er hann ekki skíthæll og
sagan í kringum heildsalabrölt
hans er veikasti hluti myndarinn-
ar. Margrét Ákadóttir fer sérlega
vel með hlutverk móðurinnar
drykkfelldu. Hún er tragíkómískur
félagsmálavandi sem vanrækir
yngri dóttur sína; atriðið þegar hún
hrynur blindfull í eldhúsgólfið með
Móðurást Jónasar á vörum segir
allt sem segja þarf um þessa konu.
Hið barnslega sakleysi kristallast
í leik Bergþóru.Aradóttur í hlut-
verki Guggu, litlu dóttur hennar,
sem Bergþóra leikur mjög vel.
Ragnhildur Rúriksdóttir leikur
prýðilega hinn ákveðna bókhaldara
fyrirtækisins sem vill eitthvað
meira. Og loks fer Magnús Ólafs-
son frábærlega með enn eitt smá-
hlutverk sitt. Fjöldi annarra leikara
fer með minni hlutverk.
Halldór Gunnarsson fangar
skemmtilega vetrarumhverfið sem
ýtir undir hinn tilfinningalega
kulda í Draumadísum. Það er eins
og ekki sé pláss fyrir hlýjar tilfinn-
* ingar í þessu harðbýla landi. Þó
er eins og myndin sé full dimm á
köflum. Tónlist Einars Melax hefði
mátt ýta betur undir kómíkina.
Draumadísir kemur inn í,óskars-
myndaflóð kvikmyndahúsanna
þegar hver stórmyndin á fætur
annarri er frumsýnd. Hún á skilið
að henni sé veitt athygli. Ásdís kýs
að lesa upp persónur og leikendur
í lokin í stað þess að renna nöfnum
þeirra yfir tjaldið. Það er einmitt
lýsandi fyrir þessa einlægu og
nánu, persónulegu mynd.
Arnaldur Indriðason
TILBOÐSDAGAR Á
MAX KULDAGÖLLUM
TILVALDIR TIL
FERMINGARGJAFA
OG í PÁSKAFERÐIRNAR.
SKEIFUNNI I 5. S: 568 5222
PÓSTSENDUM
PÓLAR-
VÉLSLEÐAGALLINN
- Einn með" öllu".
kr:29.990-(áður 37.364-)
MAX KULDAGALLAR
í fullorðins- og barnastærðum
Meiri djass á Alftanesi
TRÍÓ Bjöms Thoroddsen og Egill
Ólafsson spila á sunnudagskvöld kl.
21 í samkomusal íþróttahúss Bessa-
staðahrepps. Þar munu þeir spila
efni af nýrri geislaplötu, Híf opp.
Dagskráin er á vegum menningar-
og listafélagsins Dægradvalar.
í kynningu segir: „Tríó Björns
Thoroddsen hefur starfað und-
anfarin þijú ár og helst tekið á tón-
list sem stunduð er flokkuð undir
djass, og ef ekki, þá hefur trióið
haft lag á að sveifla saklausustu
laglínum í blágeimi takts og trega.
í upphafi var ætlunin að tríóið flytti
Héraævintýri í
Norræna húsinu
SEX finnskar teiknimyndir verða
sýndar á sunnudag í Norræna húsinu
kl. 14.
Þar segir frá héranum sem er
alltaf að gabba aðra. Hann lendir
oft í vandræðum, en alltaf bjargar
hann sér með klókindum. Að auki
verða sýndar teiknimyndirnar „Sum-
ardagur Kalla kaninu" og „Hérinn
og frostið".
Myndirnar eru með finnsku tali
og eru ætlaðar ungum börnum.
tónlist Björns og að vettvangur trí-
ósins væri samkomur djassáhuga-
manna. Fljótlega spurðist fagnaðar-
erindi tríósins út um borg og bæ,
samkomurnar urðu fjölbreytilegri
og við það tók efnisskráin á sig
margvíslegar myndir".
Björn Thoroddsen gítarleikari
hóf að leika á gítar 13 ára að aldri.
Hann hefur gefið út fimm plötur
undir eigin nafni, ásamt því að
hafa leikið með fjölda íslenskra og
erlendra tónlistarmanna.
Egill Ólafsson söngvari sótti ung-
ur gítar og píanótíma. Þrettán ára
gamall var hann farinn að spila
með hljómsveitum og nokkrum
misserum síðar stundaði hann nám
við Tónlistarskólann í Reykjavík í
söng og tónfræðum. Einn kennara
hans þar, Engel Lund, hafði mikil
áhrif á drenginn og kenndi honum
meðal annars að meta gildi þjóð-
legrar tónlistar.
Ásgeir Óskarsson trommuleikari
byijaði ungur að leika með hljóin-
sveitum. Hann gaf nýlega út geisla-
plötu undir eigin nafni.
Gunnar Hrafnsson kontrabassa-
leikari hefur verið virkur í íslensku
tónlistarlífi og leikið með fjölda ís-
lenskra og erlendra tónlistarmanna.
Grafíksýn-
ing fram-
lengd
SÝNING á steinþrykki eftir
danska listamannin Sven
Havsteen-Mikkelsen í anddyri
Norræna hússins verður fram-
lengd til 31. mars.
Á sýningunni eru meðal ann-
ars rayndir, sem hann gerði
1965, þegar hann ferðaðist um
ísland ásamt danska rithöfund-
inum Martin A. Hansen. Af-
rakstur ferðarinnar var ferða-
sagan Rejse paa Island, sem
Sven Havsteen-Mikkelsen
myndskreytti.
Arkitektasýningu frestað
Til stóð að sýning á tillögum
arkitekta um hönnun á sendi-
ráðum Norðurlanda í Berlín
yrði opnuð í anddyri Norræna
hússins, föstudaginn 22. mars
en því hefur verið frestað til
miðvikudagsins 3. apríl.
Tillögurnar hafa verið sýnd-
ar að undanförnu í Kaup-
mannahöfn og koma síðar til
landsins en áætlað var.
Samkór
Oddakirkju
SAMKÓR Oddakírkju heldur
tónleika í kvöld kl. 21 í Njálsbúð.
Eftirtalið tónlistarfólk kemur
fram. Kórsöngur: Samkór
Oddakirkju. Einsöngur: Ásta
Begga Ólafsdóttir sppransöng-
kona og Magnús Ástvaldsson
bassasöngvari. Dúett: Sigurður
Sigmundsson tenórsöngvari og
Magnús Ástvaldsson bassa-
söngvari; Ásta Begga Ólafs-
dóttir sópransöngkona og Gísli
Sveinsson tenórsöngvari. Tvö-
faldur kvartett: Gísli Sveinsson
tenórsöngvari, Hákon Guð-
mundsson tenórsöngvari, Kjart-
an Magnússon tenórsöngvari
og Sigurður Sigmundsson te-
nórsöngvari; Jens Sigurðsson
bassasöngvari, Jón Ólafsson
bassasöngvari, Magnús Ást-
valdsson bassasöngvari og Þor-
steinn Markússon bassasöngv-
ari.
Stjórnandi á tónleikunum er
Halldór Óskarsson, aðgangs-
eyrir er 1000 kr.
Norræn
heimilisiðn-
aðarsýning
SÝNING á norrænum heimil-
ísiðnaði í sýningarsölum Nor-
ræna hússins stendur nú yfir.
Náttúran er þema sýningarinn-
ar og hráefnið í mununum er
úr sjó og af landi, úr mó og
mold, haga sem skógi, af dýr-
um og einnig eru efni end-
urnýtt. Handverksfólk frá öll-
um Norðurlöndum á verk á
sýningunni, þar á meðal tólf
íslenskir þátttakendur.
Sýningin er á vegum Heim-
ilisiðnaðarfélags Islands, hún
er farandsýning, kemur frá
Finnlandi og fer héðan til Dan-
merkur.
Sýningin verður opin alla
daga kl. 14-19, fimmtudaga til
ki. 21, allt til páska. Síðasti
sýningardagur er 6. apríl.
Aðangangur að sýningunni
er 200 kr., ellilífeyrisþegar
borga 100 kr.
Sýningu Ein-
ars að ljúka
SÝNINGU Einars Marinós
Magnússonar í Stöðlakoti við
Bókhlöðustíg lýkur nú á sunnu-
dag. Einar sýnir skúlptúrverk
unnin úr járni, stáli, kopar og
gleri
Stöðlakot er opið daglega frá
kl. 14-18.