Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR SKRIFUM mínum um máiefni Reykhola- hrepps í Mbl. 14. og 16. febr. svaraði Sveinn Guðmundsson á Mið- húsum í sama blaði 2. mars. - r Um svipað leyti og "mér bárust i hendur skrif Sveins barst mér í innansveitarsímtali sú viðurkenning að grein- ar mínar hefðu verið betur upplýsandi en flest það sem áður var fram komið um þessi mál. Að svo hafi verið er grein Sveins mér enn frekari sönnun. Þar er í engu reynt að hrekja staðreyndir, sem ég lagði fram, þó svo að greinar- höfundur iáti skoðanir mínar fara í taugar sér. Þar með þykist ég hafa fengið ómakslaunin greidd. Ekkert gekk mér annað til en að upplýsa um'málið og reifa frá mínum bæjar- dyrum séð og taldi þörf á. Ég endur- tek: Villandi upplýsingar voru fram komnar, ósanngjarnar gagnvart þeim sem fyrir urðu. Athygli mína vekur hve náskyld grein Sveins er grein Magnúsar, (sem ég nefndi í fyrri skrifum) bæði um stílbragð og málsmeðferð. Það er hreint sem einn maður hugsi. „Krókódílatárin" mín hrynja bara og streyma af lotningu fyrir svo fögru nágrannasamlyndi. M.a. er þar stöguð upp klausan um vanþakklátu skjólstæðingana sem baknaga velgjörðarmanninn. Ókunnugleiki minn gerir mig ófæran til að ræða það. Einnig er í grein- arlok eitthvað fjasað um fram- ' kvæmdir í hreppnum, hluta af þeim sem taldar voru upp í grein Magnúsar, en ekki þó þær af þeim, sem ég fjallaðþum og er að vonum. í grein- inni eru mér gerðar upp meiningar með rang- færslu á orðum mínum. Þetta eru að vísu al- geng brögð í pexíþrótt- um, en mér ný hlið á Sveini. Maður bara yngist upp við svo strákslega glímu. Ekki er mér þó óhugnaðar- laust að deila við Svein. Hann er vís til að fíkta við bæði „valminnis“- og „útstrikunartakk- ana“ á mér. Auk þess hefi ég van- máttarkennd gagnvart öldnum bændum, sem gerast svo tölvaðir í hugsun. Eitt er það þó í grein Sveins, sem mér finnst ómaksins vert að ræða nánar. Það er „hinn algeri skiln- ingsskortur" minn á lýðræði. Víst er rökræðu og yfirvegunar þörf. Þar Gagnrýnishlutverk, segir Jóhannes Geir Gíslason, hefur hverogeinn. af skiptist fólk í flokka um ákveðin mál. Lýðræði hlýtur það að kallast ef hægt er að skipta um með kosn- ingum, stjórnendur eða stefnu. Um „gagnrýnishlutverk minnihluta" sem nefnt er í grein Sveins vil ég segja þetta: Gagnrýnishlutverk hefur hver og einn samkvæmt sinni skoðun og sannfæringu. Það er voðalegt hiut- skipti hreppsnefndarmanns að vera teymdur af flokksdyggð í einstökum málum án eigin skoðunar eða þekk- ingar. Það eitt að hafa verið kosinn af lista án bundinnar stefnu, á ekki að klafabinda fólk og færir því ekki þekkingu á hveiju því máli sem upp á borð hreppsnefndar kemur. Ég fellst ekki nú frekar en fyrr á þá skoðun Sveins að þá sé hreppsnefnd- in best ef henni ráði tæptstandandi meirihluti. Slík staða gefur fólki minna svigrúm til eigin stefnu af eigin skoðunum. Hættan af að flokksdyggðin og höfðingjafylgið verði málefninu sterkara er alltaf fyrir hendi. Siík staða hefur mörgum rithöfundinum orðið að yrkisefni, bæði á harmrænan hatt og sem skop. Samvinna er betri. Arangur af mál- um verður oft í öfugu hlutfalli við orkuna sem fer í vopnaskak. Þó löngu sé að baki sú tíð að menn gerðu út um sinn ágreining með eggvopnum, má af sögu allra tíma læra. Sturlungaöldin dró á eftir sér mikla og varanlega lífskjarahnignun á íslandi. Forustumenn notuðu þá flesta verkfæra menn í baráttuna sín á miili. Á tíma krossferðanna þegar höfðingjar færðu vígvöllin út- fyrir næstu sóknir, er sagt að við friðinn sem þá varð heimafyrir hafi lífskjörin blómstrað. Þessu fornu dæmi eru sígild. Ég nefndi í fyrra skrifi tvær ástæður þess að fólk vildi vera í sveitarstjórn, þ.e. ábyrgðar- hneigð og framavon. (Notaði að vísu önnur orð, sem fóru fyrir bijóstið á svarritara og þá trúlega fleirum.) Nefna má fleiri ástæður t.d. skylm- ingagleðina, sem ljósast birtist mér á fundinum eftirminnilega 1. apríl 1990, þegar andspyrna, að frum- > kvæði Sveins, varð til á undan stefn- unni. En við Sveinn erum ekki þeir „bógar“ í héraði, að brestur verði af þó við gömnum hvor öðrum með smápústrum. Höfundur er bóndi og fyrrum hreppsnefndarmaður. Róstukveðja til Sveins á Miðhúsum Jóhannes Geir Gíslason Maður segir ekki nei við foreldra sína! Er ekki tímabært, segir Sesselja Guð- mundsdóttir, að setja lög sem takmarka eða banna ábyrgð eigna- lausra barna. í DV mánudaginn 19. febrúar var svo- hljóðandi fyrirsögn: Ósiðlegt að lokka börn- in með peningagjöfum. í greininni gagnrýnir Gunnlaugur Sig- mundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, banka og kortafyr- irtæki fyrir siðleysi. Ungt fólk fær gylliboð í formi styrkja eða af- sláttar ef það tekur kreditkort með a.m.k. 400 þúsund króna ábyrgð foreldra sinna. Félagsmálaráðu- neytið, ásamt bönkum og innheimtufyrirtækjum, hafa ný- verið sett á stofn ráðgjafarstofu til hjálpar fólki í greiðsluerfiðleikum og nokkur lagafrumvörp eru í und- irbúningi varðandi greiðslukorta- viðskipti, innheimtustarfsemi o.fl. þessu skylt. Nokkur umræða hefur verið í gangi um fyrrgreind mál en lítið sem ekkert hefur verið talað um þau tilvik þegar eignalausir ungl- ingar gerast ábyrgðaraðilar for- eldra eða foreldris. í þeim málum er siðleysi flestra bankanna hreint ótrúlegt. Hér kemur dæmi: Árið 1991 keypti litíð bankaútibú í nágrenni Reykjavíkur 405 þúsund króna víxil af „viðskiptavini“ sínum. Þessi „viðskiptavinur" bankans var þá í miklum vanskilum vítt og breitt um suðvesturhornið og hafði verið um árabil. Maðurinn varð gjald- þrota 2-3 árum eftir Sölu víxilsins og lepur nú dauðann úr skel á öllum sviðum. Skoðum nú víxilinn aðeins nánar. Hann er útgefinn af „viðskipta- vininum“ og greiðand- inn er tvítugur einka- sonur mannsins, þ.e. fæddur árið 1971. Aldrei stóð til að sonurinn borgaði víxil- inn enda var hann að- eins að gera föður sín- um greiða í þeirri von að honum tækist að koma undir sig fótun- um á ný. „Maður segir ekki nei við foreldra sína þegar þeir eiga í vandræðum.“ Vegna þess hve útibússtjórinn þekkti „sinn mann“ vel mætti ætla að hann krefðist ábekinga á víxilinn en svo var ekki. „Viðskiptavinurinn" og sonur hans nutu sem sagt trausts bankans þrátt fyrir að vera báðir algerlega eignalausir og faðirinn stórskuldugur vanskilamaður þar að auki. Útibússtjórinn keypti sem sagt víxilinn seni fór síðan í van- skil og innheimtu. Nú standa málin þannig að 'ungi maðurinn verður gerður gjaldþrota vegna víxilsins, sem er kominn í tæplega milljón krónur með vöxtum o.þ.h. á þessum 4 árum sem liðin eru frá gjalddaga. Á þessum tíma var sonurinn í námi, að sjálfsögðu eignalaus, og bjó með föður sínum. Þessi víxill var ekki eina plaggið sem faðirinn hafði fengið soninn til þess að skrifa upp á því i öðrum banka á svæðinu var einnar milljón króna skuldabréf í vanskilum þar sem sonurinn var sjálfskuldarábyrgðaraðili og hafði undirskrifað það bréf aðeins 18 ára. Umrætt bréf yar reyndar veð- skuldabréf á 5. veðrétti í lélegu húsi enda kom á daginn þegar bankinn seldi húsið að eignin dugði ekki fyrir veðskuldum. í fyrstu var gengið á soninn með greiðslur en á endanum viðurkenndi bankinn að þarna hefði hann farið út fyrir öll siðferðismörk með kaup á skulda- bréfinu, dró kröfuna á soninn til baka og tók sjálfur á sig skellinn. Umræddur banki á hrós skilið fyrir þessa ákvörðun enda mjög virtur í sínu byggðarlagi. Fleiri ábyrgðir vegna föðurins voru á þessum tíma skráðar á unga manninn og hann hefur nú greitt um 300 þúsund af þeim. Eftir stend- ur víxillinn og væntanlegt gjaldþrot þvi sonurinn á ENGA möguleika á því að borga þessa milljón. Hver er ábyrgð útibússtjórans (var reyndar tekinn úr starfi þarna og fluttur annað) á þessum víxli? Ber bankinn í raun enga ábyrgð? Getur foreldri eða foreldrar virki- lega misnotað barn sitt á þennan hátt með vitund banka eða annarra lánastofnana? Er ekki orðið tíma- bært að setja lög sem takmarka eða banna ábyrgð eignalausra barna á skuldum foreldra sinna og öfugt? Höfundur er fiskeldismaður. Sesselja Guðmundsdóttir Seinni hluti deildakeppninnar um helgina SKÁK Garðaskóli, G a r ð a b æ: DEILDAKEPPNI SKÁK- SAMBANDS ÍSLANDS Seinni hluti, 22.-23. mars 1996. 5. umferð í kvöld kl. 20,6. um- ferð laugardaginn 23. mars kl. 10 árdegis og 7. og síðasta um- ferðin.sama dag kl. 17. Hraðskák- mót Islands 1996 fer fram í Garðaskóla kl. 14, sunnudag. TAFLFÉLAG Reykjavíkur hefur eins og hálfs vinnings forskot fyrir þrjár síðustu um- ferðirnar og á eftir að mæta auðveldari andstæðingum en helstu keppinautarnir. Í kvöld teflir TR við Skákfélag Akur- eyrar. Þess má vænta að sjö til átta stórmeistarar tefli á mótinu. Heyrst hefur að TR muni styrkja sveit sína ennþá meira með leynivopni, sem er Stuart Conquest, enski stór- meistarinn. Fyrir hefur TR titil- hafana Jón L. Árnason, Karl Þorsteins, Helga Áss Grétars- son og Þröst Þórhallsson. Mjög harðrar keppni er að vænta í öllum deildunum fjór- um. Hátt á þriðja hundrað skákmenn frá öllu landinu munu etja saman kappi í Garðaskóla í Garðabæ um helg- ina. Við skulum rifja upp stöð- una í keppninni: 1. deild: 1. Taflfélag Reykjavíkur, A-sv., 22 v. 2. Taflfélag Garðabæjar 20 'A v. 3. Skákfélag Akureyrar, A-sv., 20 v. 4. Taflfélag Reykjavíkur, B-sv., 17'A v. 5. Taflfélag Kópavogs 16 v. 6. Taflfélagið Hellir 15 v. 7. Skákfélag Hafnarfjarðar 9'A v. 8. Skákfélag Akureyrar, B-sv., 7 v. 2. deild: 1. Skáksamb. Vestfj., A-sv., 16'A v. 2. Ungmennasamb. Eyjafj., A-sv., 16 v. 3. Taflfélag Kópavogs, B-sv., 12 V* v. 4. Taflfélag Reykjavíkur, C-sv., 12 v. 5. -6. Taflfélag Akraness, A-sv., 11 v. 5.-6. Taflfél. Vestmanriaeyja, A-sv., 11 v. 7. Taflfélag Reykjavíkur, D-sv., 10 v. 8. Skákfélag Akureyrar, C-sv., 7 v. 3. deild: 1. Taflfélag Hólmavíkur 16'A v. 2. Skákfélag Keflavíkur, A-sv., 16 v. 3. Ungmennasamb. A-Húnvetninga 15 v. 4... Skáksamband Austurlands 13 v. 5. Skákfélag Selfoss og nágrennis 11 v. 6. Taflfélag Reykjavíkur, G-sv., 10 v. 7. Taflfélagið Hellir, B-sv., 9 v. 8. Taflfélag Reykjavíkur, F-sv., 5'A v. Úrslitakeppni 4. deildar: Það eru B-sveit Taflfélags Garðabæjar, E-sveit Taflfélags Reykjavíkur, B-sveit Ung- ■ mennafelags Eyjafjarðar og B-sveit Skákfélags Keflavíkur sem keppa nú til úrslita um sæti í þriðju deild næsta vetur. Keppni grunnskóla í Reykjavík Sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík fór fram um síðustu helgi. 26 sveitir tóku þátt í keppninni. Tefldar voru 9 um- ferðir og umhugsunartíminn var 30 mínútur. Æfingaskóli Kennaraháskóla íslands, A-sveit, sigraði í keppn- Davíð Sveinn Bronstein Kristinsson inni, hlaut 29 vinninga, en Hóla- brekkuskóli, A-sveit, varð í 2. sæti með 27 'A vinning. Réttar- holtsskóli kom þar á eftir með 26 vinninga. Fyrir sigursveit Æfingaskól- ans tefldu Bragi Þorfinnsson (6'A v. af 9), Davíð Ólafur Ingi- marsson (8 v. af 9), Óttar Norð- fjörð (8 v. af 9), Bjarni Kolbeins- son (3 'A v. af 5) og' varamaður var Héðinn Björnsson (3 v. af 4). A-sveit Hólabrekkuskóla, sem lenti í öðru sæti, var skipuð Davíð Guðnasyni (5 v. af 9), Guðjóni Heiðari Valgarðssyni (8 'A v. af 9), Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur (6 v. af 9), Agli Guðmundssyni (7 v. af 8), og Sindra Bjarnasyni (1 v. af 1). Röð 20 efstu sveitanna varð þessi: 1. Æfingaskóli KHÍ, A-sveit, 29 v. 2. Hólabrekkuskóli, A-sveit, 27 'A v. 3. Réttarholtsskóli 26 v. 4. Hagaskóli 25 v. 5. Hólabrekkuskóli, B-sveit, 20'A v. 6. Hólabrekkuskóli, C-sveit, 19'A v. 7. Breiðholtsskóli, A-sveit, 19 v. 8. Breiðagerðisskóli 19 v. 9. Árbæjarskóli, A-sveit, 18'A v. 10. Grandaskóli 18 v. 11. Seljaskóli 18 v. 12. Ártúnsskóli, A-sveit, 18 v. 13. Melaskóli, A-sveit, 17 '/2 v. 14. Breiðholtsskóli, B-sveit, 17'A v. 15. Hlíðaskóli 17‘A v. 16. Rimaskóli, A-sveit, 17 v. 17. Álftamýrarskóli, A-sveit, 17 v. 18. Rimaskóli, C-sveit, 17 v. 19. Æfingaskóli KHÍ, B-sveit, 16'A v. 20. Vogaskóli 16 v. o.s.frv. Atkvöld Hellis Taflfélagið Hellir gekkst fyr- ir tveimur atkvöldum í mars. Á þessum mótum eru tefldar sex umferðir sama kvöld, fyrstu 3 umferðirnar eru hraðskákir, en hinar 3 síðari atskákir. Teflt er með Fischer-FIDE klukkum. Úrslit 4. mars: 1. Sveinn Kristinsson 5 'A v. ■ 2. -3. Gunnar Örn Haraldsson og Júl- íus Guðmundsson 4'A v. 4.-6. Baldur A. Kristinsson, Sigurður Áss Grétarsson og Gunnar Nikulás- son 4 v. o.s.frv. Sveinn Kristinsson varð sjö- tugur í fyrra, en á næsta kvöldi var sigurvegarinn þó ennþá eldri. Það var sjálfur Davíð Bronstein, 72 ára, rússneski stórmeistarinn og fyrrum áskorandi heimsmeistarans. Úrslit 11. mars: 1. Davíð Bronstein 5'A v. 2. Gunnar Björnsson 5 v. 3. Pétur Atli Lárusson 4 v. 4. Sigurður Áss Grétarsson 3'A v. 5. -8._Einar Kristinn Einarsson, Grét- ar Áss Sigurðsson, Kjartan Guð- mundsson og Andri Áss Grétarsson 3 v. Næsta atkvöld verður haldið 13. maí næstkomandi. Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.