Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HALLDÓR Bergsteinsson við tölvuna heima hjá sér í Bakkafirði. Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Halldór einn í bekk og 275 km í skólann Bakkafirði. Morgunblaðið. HALLDÓR Bergsteinsson er ný- orðinn 16 ára gamall og er í 10. bekk eins og jafnaldrar hans. En það sem gerir nám hans frábrugð- ið námi jafnaldranna er að hann notar tölvu og er einn í bekk, í fjamámi. Halldór er einu ári leng- ur heima en jafnaldrar hans hér á staðnum, því á Bakkafirði er enginn 10. bekkur. Fréttaritari leit til hans eitt síð- degi til að forvitnast um námið og spurði hvernig honum líkaði það. „Mér líkar þetta námsform ágætlega. Það besta við svona nám er að ég ræð mér alveg sjálf- ur, hvenær ég fer á fætur, hvenær ég byrja að læra og hvenær ég hætti daglega. Helsti gallinn er að það vantar jafnaldra sem væru í samskonar námi upp á félags- skapinn. Eg er ekki í leikfimi en ég stunda körfubolta og er með lyftingabekk heima. Námið hjá mér gengur þannig fyrir sig að mér er sett fyrir af kennurunum í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri viku fram í tím- ann. Ég læri eitt fag í einu og klára það og svo næsta þar til ég er búinn að Iæra það sem mér var sett fyrir í vikunni. Ég vinn öll verkefnin á tölvuna og sendi þau svo frá minni tölvu með módemi til Akureyrar á tölvu þar sem kennararnir fara yfir þau.“ Þarf mikinn sjálfsaga Halldór segir að námið gangi ágætlega. „Mér finnst að ég þurfi að læra meira eftir áramót en fyrir, en það getur verið að mér vinnist ekki eins vel nú og fyrir áramót. Það þarf nefnilega mik- inn sjálfsaga fyrir svona nám.“ „Foreldrar mínir, Halldóra Haf- dís og Bergsteinn, vildu að ég yrði lengur heima og börðust fyrir því að þetta væri hægt,“ sagði Halldór aðspurður um það hvers vegna hann hefði valið þessa leið. „Þau nutu aðstoðar Valbjargar Jóns- dóttur, skólastjóra Grunnskóla Skeggjastaðahrepps, og Hauks Ágústssonar, Verkmenntaskóla Akureyrar. I þetta verkefni fékkst styrkur frá ríkinu. Að þessi skóli varð fyrir valinu er að tilstuðlan Hauks Ágústssonar á Akureyri." Langanes Melrakka' pr slétta Húsavík Vopnafjörður Reykjahlið Morgunblaðið/Kristján VALGERÐUR Ósk Björnsdóttir kennari við Gagnfræðaskóla Akur- eyrar setur Halldóri fyrir í gegnum tölvuna. Grimsey Kennarinn á Akureyri en nemandinn á Bakkafiröi Kopasl Öxar- Raufarböfn Bakkafloi Bakkafjörður Uttekt gerð á öllum bakarí- um með tilliti til hreinlætis HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykjavíkur mun á næstunni gera úttekt á öllum bakaríum í höfuð- borginni með tilliti til hreinlætis, og er það hluti af kröfum sem gerðar verða til allra matvælafyr- irtækja um að koma upp innra eftirliti. Þau áttu að vera búin að koma á þessu eftirliti fyrir 14. desember sl., samkvæmt evrópskum kröfum þar að lútandi, en talsverður misbrestur varð á fram- kvæmdinni, að sögn Odds Rúnars Hjartarsonar forstöðumanns Heilbrigðiseftirlitsins. Könnunin tekur til 600-700 fyrirtækja sem framleiða, framreiða, flytja inn eða dreifa mat- vælum, að sögn Odds Rúnars. Hann segir áætl- anir gera ráð fyrir að þessu verkefni ljúki fyrir árslok, en þó megi búast við að dráttur verði hjá einhverjum fyrirtækjum. Löngu tímabært eftirlit „Matvælaframleiðsla í löndum ESB og EES lúta þessum kröfum og íslensk fyrirtæki hefðu átt að vera búin að koma á innra eftirliti af sama tagi fyrir löngu. Fyrirtækin þurfa að koma á þessum gæðakröfum til að framleiða mun ör- uggari vöru en nú er hægt að tryggja, enda Ástand þrifa í Samsölu- bakaríi var afleitt hefur öll matvælaframleiðsla gjörbreyst á sein- ustu árum með tilkomu vélvæðingar. Við gerum mismunandi kröfur eftir stærð fyrirtækja, en þeim ber að hafa eftirlit með hráefninu, kæl- ingu, öllum þrifum og eins að matvælin mengist ekki við framleiðslu eða framreiðslu," segir hann. Oddur Rúnar kveðst telja að hægt hefði verið að koma í veg fyrir salmonellamengun í Samsölu- bakaríi. hefði þetta innra eftirlit verið komið á fót. Ekkert er vitað um upptök salmonellasýking- ar í ijómabollum frá Samsölubakaríi sem á ann- að hundrað manns sýktust af í seinasta mán- uði, en Heilbrigðiseftirlitið mun taka áfram sýni af eggjamassa í leit að sýkingu. „Þetta er nánast eins og að finna nál í hey- stakki, en við munum engu að síður halda áfram að reyna," segir Oddur Rúnar. Heilbrigðisfulltrúar gerðu úttekt á vinnuferli og ástandi hreinlætis í Samsölubakaríi í byijun þessa mánaðar og skiluðu greinargerð í kjölfar- ið. Þar kemur m.a. fram að „ástand þrifa var afleitt. Bakaríið var óþrifið Einfaldast er að lýsa ástandinu þannig að bak- aríið hafi verið óþrifíð. Við skoðun kom í ljós að gólf, veggir, vinnsluborð, hrærivélar og ílát voru illa þrifín, eða jafnvel óþrifín. Leifar og afgangar af brauði og hráefni til baksturs lágu í óreiðu um allt bakaríið," segir í greinargerð fulltrúanna. Þeir segja verkstjóra hjá bakaríinu hafa viður- kennt að fyrirkomulag þrifa hefði verið í ólestri í nokkurn tíma og engin hreinlætisáætlun væri fyrir hendi. „Við skoðun á vinnuferlinum kom í ijós að deig var hrært í sömu vél og ijóminn var þeyttur í, án þess að fullnægjandi þrif væru framkvæmd. Hér er um að ræða ákjósanlegar aðstæður fyrir krossmengun frá smituðum eggj- um yfír í ijóma.“ í kjölfarið voru gerðar kröfur um úrbætur í níu liðum til fyrirtækisins. Oddur Rúnar kveðst gera ráð fyrir að þetta verði í síðasta skipti sem Samsölubakarí „verði tekið í rúminu. Eg held að þeir séu búnir að fá skellinn," segir hann. Sóknar- nefnd sýkn- uð af kröfu um lögfræði- kostnað HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær sóknarnefnd Digranessóknar af kröfum 25 sóknarbarna að nefndin greiddi lögfræðikostn- að sem íbúarnir höfðu af því að andæfa fyrirhugaðri bygg- ingu sóknarkirkju á Víghóli. Sóknarnefndin hafði í hér- aðsdómi verið dæmd til að gi'eiða 764 þúsund krónur. í dómi Hæstaréttar, segir að af gögnum málsins verði ráðið að andstaða fólksins gegn kirkjubyggingu á Víghóli hafi að verulegu leyti komið til vegna grenndarsjónarmiða. „Lögin gera ekki ráð fyrir því að aðrir en sóknarnefnd efni til kostnað- ar sem söfnuðurinn á að bera. Verði kostnaður stefndu greidd- ur er um að ræða verulegan og sérstakan hluta rekstrarkostn- aðar, sem ekki var samþykktur af stofnunum sóknarinnar, áður en til hans var efnt,“ segir í dómi Hæstaréttar. Tillaga um að greiða fólkinu lögfræðikostnað hafði verið samþykkt á aðalsafnaðarfundi en hennar hafði ekki verið get- ið í fundarboði vegna fundar- ins. „Stefndu urðu sjálfír veru- legur hluti fundarmanna sem samþykktu tillöguna," segir í dómi Hæstaréttar. Úrskuröað í dag SÉRA Bolli Gústafsson vígslu- biskup mun í dag kveða upp úrskurð í Langholtskirkjudeii- unni. Hann hefur kallað séra Flóka Kristinsson sóknarprest í Langholtskirkju og Jón Stefáns- son organista á sinn fund eftir hádegið, þar sem hann ætlar að kynna þeim niðurstöðu sína. Hálfur mánuður er liðinn síð- an séra Bolla var falið biskups- vald til að úrskurða í þeim hörðu deilum sem verið hafa í Lang- holtskirkjusöfnuði. Rúmir þrír máuðir eru hins vegar liðnir síðan upp úr sauð í samskiptum sóknarprests og organista í kirkjunni. Sina brennd á tveimur stööum SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út tvívegis á miðvikudag vegna sinubruna og slökkvilið Hafnarfjarðar hefur líka verið kallað út vegna sinubruna. Var eldur borinn í sinu í Foss- vogi og Víðidal en að sögn slökkviliðs var um minniháttar bruna að ræða. Fyrir sunnan Vallarbarð í Hafnarfírði var kveiktur sinu- eldur á miðvikudag en lögregla slökkti sjálf í eldinum. Sinan var blavft og logaði lítið í henni. Lögreglan segir að sinueldar séu óvenju snemma á ferðinni enda óvenjuleg tíð. Nýr formaður framleiðsluráðs ÞÓRÓLFUR Sveinsson, bóndi á Feijubakka II í Borgarfírði, var í gær kjörinn formaður fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Fráfarandi formaður, Haukur Halldórsson, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Þórólfur Sveinsson hefur ver- ið varaformaður framleiðsluráðs frá 1987. Hann fékk 10 at- kvæði af 14 í formannskjörinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.