Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR . Skammar þing- ÞAÐ verður ekki hjá því komist að setja kúabjöllur á hæstvirta svo t maður viti hvar hjörðin heldur sig þegar kalla þarf til þings . . . Greiði bætur vegua hálkuslyss HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær eig- endur verslunarinnar Blómavals til að greiða 54 ára konu, sem fót- brotnaði við fall á hálli gangstétt utan við verslunina í nóvember 1989, rúmlega 1,9 milljónir króna í bætur með vöxtum frá árinu 1989. Konunni skrikaði fótur á leið út úr versluninni með þeim afleiðing- um að hún ökklabrotnaði og hlaut áverka á hné. Varanleg örorka hennar eftir slysið var metin 20% auk tímabundinnar 100% örorku í 5 mánuði. Konan taldi að slysið yrði rakið til mikillar og varhugaverðrar hálku við dyr verslunarinnar, sem mynd- ast hafí vegna misfellu í hellulögn. Af hálfu Blómavals var því hald- ið fram að slysið yrði rakið til óhappatilviljunar og vangæslu kon- unnar sjálfar. Ekkert bendi til að meiri hálka hafi myndast við versl- unina en annars staðar á umferðar- leiðum og hafi verslunin ekki frekar en konan getað varast tæran hálku- blett á stéttinni, sem verið hafi auð við dyr verslunarinnar. Hæstiréttur taldi að Blómaval bæri bótaábyrgð á slysinu með vís- an til þeirra forsendna héraðsdóm- ara að slysið verði rakið til van- rækslu starfsfólks verslunarinnar á að sandbera stéttina eða bera á hana íseyðandi efni. Fimm stórar bílasýningar FIMM stórar bílasýningar verða um helgina í Reykjavík. Toyota kynnir árgerðir 1996 af Toyota á fjölskylduhátíð í Perlunni á laugardag og sunnudag. Á sama tíma verður sérstök Chrysler sýning á vegum Jöfurs á Nýbýlavegi, þar á meðal verður sýndur nýr Voyager fjölnotabíll og flaggskipið í fólksbíl- alínunni, New Yorker. Hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum verður frum- kynning á nýjum Renault Mégane sem leysir Renault 19 af hólmi. Hjá Ingvari Helgasyni verður kynntur nýr Subaru Impreza aldrifsbíll. Hekla hf. frumkynnir Mitsubishi Lancer sem er gjörbreyttur bíll. Það verður opið frá kl. 12-16 hjá Brimborg á laugardag. Einnig verð- ur opið á laugardag hjá Suzuki bíl- um, Ræsi hf., Honda og Bílheimum. HVÍTI flekkurinn á móts við Lýsi hf. á Eiðisgranda var ekki til mik- illar prýði í góða veðrinu á mið- vikudag. Af honum er hins vegar ekki önnur mengun en leiðinleg sjónmengun að sögn Baldurs Hjaltasonar, framkvæmdastjóra Lýsis. Hann segir að flekkurinn mynd- ist við afsýringu á lýsi yfir hávetr- arvertíðina frá febrúar fram í apríl. „Við fjarlægjum súr í lýsinu með því að blanda sóda saman við lýsið og við hlöndunina myndast þessi náttúrulega sápa. Sápunni er hleypt út í sjó og því miður erum Sjónmeng- un á sól- skinsdegi við svo óheppin að frárennsliskerf- ið okkar nær ekki lengra út,“ sagði Baldur og tók fram að ekki fylgdi annars konar mengun sápunni en slæm sjónmengun og vonir stæðu til að sá vandi leystist þegar frá- Morgunblaðið/Árni Sæbcrg rennsliskerfi verksmiðjunnar yrði tengt skolpræsakerfi borgarinnar. Þá blandist sápan öðru og færi lengra út. Baldur sagði að misjafnt væri hversu oft þyrfti að afsýra lýsi og hleypa sápunni út í sjó en að jafnaði á bilinu einu sinni til tvisv- ar sinnum í viku á vetrarvertíð- inni. Fiekkurinn hyrfi einum til tveimur klukkustundum eftir að hætt væri að afsýra. Hjá Hollustuvernd fékkst staðfest- ing á því að hvíti flekkurinn bryti ekki í bága við samþykktir um umhverfisvernd. Mannréttindamál Islendingar geta látið að sér kveða N ICHOLAS Howen, lögfræðingur hjá Amnesty Internati- onaþ segir smáríki á borð við Island geta gegnt mikil- vægu hlutverki í tengslum við mannréttindamál. „Þið eruð lítið, sjálfstætt ríki sem leggur mikla áherslu á frelsi. Þið getið því starfað jafnt með hinum Norðurlanda- þjóðunum að mannréttinda- baráttu sem ein og sér.“ Eitt helsta baráttumál mannréttindasamtakanna Amnesty International þessa stundina er staða mannrétt- indamála í Kína. Howen seg- ir að ákveðið hafi verið að hefja Kínaherferð sökum þess að ástandið í landinu færi versnandi. Pyntingar væru algengar og allt að tvö þúsund einstaklingar væru teknir af lífi árlega en það væri meiri fjöldi en í öllum öðrum ríkj- um veraldar samanlagt. „Kínverj- ar nota aftökur til að reyna að vinna bug á félagslegum vanda- málum en það gengur ekki upp. Þá eru þúsundir manna í fangelsi fyrir að segja skoðanir sínar opin- berlega. Fyrst er felldur dómur og síðan haldin réttarhöld. Um- heimurinn getur ekki litið framhjá þessum mannréttindabrotum er snerta þriðjung mannkyns. Kín- verjar vilja nú opna sig gagnvart umheiminum en þeir verða þá jafnframt að standa skil á gjörðum sínum alþjóðlega." Howen segir það vandamál að flest vestræn ríki, ísland ekki síð- ur en önnur, vilji auka viðskipti sín við Kína og séu því treg til að gagnrýna stöðu mannréttinda- mála þar. „Við erum hins vegar þeirrar skoðunar að mannrétt- indamál og viðskiptamál eigi sam- leið. Kaupsýslumenn vilja stöðug- leika þar sem að þeir stunda við- skipti. Ef hægt er að túlka hegn- ingarlög að vild í landinu er mjög líklegt að það sama geti gerst varðandi lög er snúa að fyrir- tækjarekstri. Til lengri tíma litið er það því hagur fyrirtækjanna er stunda viðskipti við Kína að mannréttindamálin séu í lagi.“ Sem dæmi um einstök mann- réttindabrot nefndi Howen að munkur í Tíbet hefði setið nítján ár í fangelsi fyrir það eitt að þýða mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna. Aðrir Tíbetbúar væru í fangelsi fyrir að veifa fána Tíbet. „Við tökum ekki afstöðu til sjálfstæðisbaráttu Tíbetbúa. Þarna er hins vegar verið að brjóta gríindvaliarmannréttindi. Við- brögð heimsins hafa hins vegar verið takmörkuð.“ Hann telur mjög mikilvægt að á sex vikna fundi Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna, er hófst í Genf á mánu- dag, verði samþykkt ályktun þar sem mann- réttindabrot í Kína eru fordæmd og að Sam- einuðu þjóðirnar sendi . eftirlitsmenn til að fylgjast með ástandi mannrétt- indamála. „Það sem við óttumst mest er að svo virðist sem Evrópu- sambandið sé að missa móðinn í þessu máli og ekki víst að það rnuni styðja ályktunina. Ástæðan eru viðskiptahagsmunir og stórir viðskiptasamningar, ei nýlega hafa verið undirritaðir. Þetta telj- um við óviðunandi. Á fundi mann- réttindanefndarinnar á síðasta ári féll sambærileg ályktun með ein- ungis eins atkvæðis mun og von- um við að nú muni dæmið snúast við. Ályktun af þessu tagi myndi senda mjög sterk skilaboð til Kín- Nicholas Howen ►_ Nicholas Howen er fæddur í Ástralíu árið 1960 og lögfræð- ingur að mennt, sérhæfður í alþjóðalögum. Howen hefur starfað fyrir mannréttindasam- tökin Amnesty International undanfarin fimm ár og er yfir- maður lagaskrifstofu samtak- anna. Vinnur hann mikið að málarekstri fyrir hönd Amn- esty hjá Sameinuðu þjóðunum. Áður en hann hóf störf hjá Amnesty starfaði hann í Asíu í fimm ár. Howen er kvæntur og tveggja barna faðir. Óttumst að ESB missi móðinn vetja um afstöðu umheimsins. Það að þegja er líka að taka afstöðu." Viðkvæmir fyrir gagnrýni Þegar Howen var spurður hvort fyrri viðbrögð Kínveija við utan- aðkomandi gagnrýni bentu ekki til að þeir myndu ekki láta ályktun af þessu tagi hafa mikil áhrif á sig sagði hann að Kínverjar hefðu barist mjög hart gegn ályktuninni á vettvangi SÞ. „Samþykkt álykt- unarinnar myndi sýna þeim fram á að viðskiptaaðilar þeirra hefðu áhyggjur af ástandinu. Ein og sér hefur ályktunin kannski ekki mik- il áhrif. Þess eru hins vegar dæmi um að gagnrýni að utan hafi hreyft við Kínveijum." Skýrsla Amnesty International um ástandið í Kína var kynnt í Bangkok í síðustu viku og skömmu fyrir fundinn voru tveir fulltrúar Ámnesty handteknir af lögreglu en sleppt skömmu síðar. Réð hrein tilviljun því að forseti Amnesty var ekki á meðal hinna handteknu. „Þetta var mjög óheppilegt atvik en sýnir kannski vel fram á þann mikla þrýsting sem Kínveijar beita nágrannarík- in. Flesti ríki í suðausturhluta _________ Asíu vilja breytingar í Kína en þau eru hins vegar hikandi við að greina frá afstöðu sinni opinberlega." ... En hvaða hlutverki getur ísland gegnt í þessu sambandi? „Við myndum helst vilja sjá íslendinga greina frá þvi opinberlega í Genf að þeir hafi áhyggjur af ástandinu í Kína og hvetja önnur ríki til að sam- þykkja ályktunina. Þetta geta ís lendingar gert sem óháð ríki.“ Hann sagði að athyglisvert yrði að fylgjast með þeim Norðurlönd um er nú væru aðilar að Evrópu sambandinu, hvort þau myndu halda sjálfstæði sínu eða þurfa að sameinast um lægsta sameigin- lega samnefnarann í mannrétt- indamálum með hinum ESB-ríkj- unum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.