Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Viðræður við Katalóníuflokkinn á Spáni Skref í átt að slj órnarmyndun Madrid. Reuter. ÞJOÐARFLOKKURINN á Spáni hefur tekið fyrsta skrefið í átt að myndun nýrrar ríkisstjórnar með samkomulagi við' flokk Katalóna, Convergencia i Unio (CiU), um skiptingu sæta í þingnefndum. Joaquim Molins, talsmaður CiU, sagði að Þjóðarflokkurinn hefði fallist á að CiU og Baskneski þjóð- ernisflokkurinn fengju sæti í þing- nefndunum gegn því að formenn nefndanna og forsetar þingdeild- anna kæmu úr Þjóðarflokknum. Samningamaður Þjóðarflokks- ins, Rodrigo Rato, sagði að sam- komulagið greiddi fyrir viðræðum um nánari samvinnu við CiU með það að markmiði að mynda ríkis- stjórn undir forsæti José Maria Aznars, leiðtoga Þjóðarflokksins. Flokkurinn fékk flesta þingmenn kjörna í kosningunum 3. mars en náði þó ekki meirihluta og þarf því að reiða sig1 á stuðning CiU til að geta myndað stjórn. Molins sagði að samkomulagið væri upphafíð að miklu lengri við- ræðum. Lengi hefur verið grunnt á því góða með flokkunum en Molins sagði samskipti þeirra hafa batnað til muna eftir fund Aznars með Jordi Pujol, leiðtoga CiU, um helgina. Reuter Sænska þingið samþykkir Persson Stokkhólmi. Reuter. GÖRAN Persson hlaut fulltingi sænska þingsins í gær til að stýra nýrri ríkisstjóm Jafnaðarmanna- flokksins. Hlaut hann 178 at- kvæði, enginn greiddi mótatkvæði en 154 þingmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Persson hlaut atkvæði jafnaðar- manna og þingmanna Vinstri- flokksins, arftaka kommúnista- flokksins. Þingmenn stjórnarand- stöðuflokkanna sátu hjá en Per- Ola Eriksson, leiðtogi Miðflokks- ins, sagði til greina koma að eiga samstarf við stjóm jafnaðar- manna, svo sem verið hefur í mörg- um málum að undanförnu. Persson er fyrsti fjármálaráð- herra Jafnaðarmannaflokksins sem stígur beint í stól forsætisráð- herra. Hann er kunnur fyrir að- haldssemi í ríkisfjármálum og hafa sparnaðarráðstafanir hans í ríkis- fjármálum frá því jafnaðarmenn komust til valda í september 1994 mælst vel fyrir á fjármálamarkaði. Persson vann sinn fyrsta sigur á flokksþingi um síðustu helgi er hann lýsti einarðri andstöðu við frekari velferðarstyrki ef það þýddi auknar lántökur ríkisins eða aukin fjárlagahalla. Yfírlýsingin varð til þess að auka tiltrú fjármálamarkaða á efna- hagsstefnu nýju stjómarinnar og hefur það endurspeglast á verð- bréfamarkaði. Búist er við að Persson, sem er 46 ára, tilkynni um nýskipan sænsku stjórnarinnar í dag, föstu- dag. Kjörtímabil hennar rennur út í september að ári. Mona Sahlin, fyrrverandi að- stoðarforsætisráðherra, tók sér frí í gær frá þingstörfum og er búist við að hún verði fjarverandi allt að þijár vikur. Hefur hún tekið nærri sér þá miklu fjölmiðlaat- hygli sem ummæli hennar á flokks- þinginu um helgina hlutu. Þar sagði hún að hún hefði verið miklu betri kostur sem flokksformaður en Persson og líklega hefði hún átt meiri möguleika innan flokks- ins ef hún hefði verið um 20 kílóum þyngri og gengið með bindi um hálsinn. Vínsafn Stalíns ÞESSI georgíski kjallarameistari heldur hér á flösku úr einkavín- safni Jósefs heitins Stalíns en það var flutt til Tbilisi í Georgíu, ætt- lands hans, árið 1956. Þar gleymd- ist það öllum þar til það fannst nú nýlega. Eru fiöskumar 450, aðallega georgísk vín en einnig frönsk og spænsk. Akveðið hefur verið að koma þeim fyrir á safni. Geðheilir geta séð ofsiónir London. Reuter. v HOLLENSKIR læknar segja í grein í læknatímaritinu Lancet að geðheilt fólk sé oft haldið ofskynj- unum en þori ekki að segja frá þeim af ótta við að verða talið geðveikt. Læknarnir segja að rannsókn þeirra bendi til þess að Charles Bonnet-heilkennin, sem einkenn- ast af flóknum ofsjónum geðheils fólks, séu algeng meðal gamals fólks með slæma sjón. Rannsóknin náði til 505 sjónskertra manna og 63 sögðust hafa verið haldnir of- skynjunum. 61 gekkst undir geð- rannsókn og 60 þeirra reyndust heilir á geðsmunum og virtust vera með CB-heilkennin. Langflestir sögðust ekki hafa sagt læknum frá ofskynjununum af ótta við að þeir yrðu taldir geð- veikir. Nokkrir sögðust sjá ofsjón- ir allt að tvisvar á dag. Fólkið sagðist m.a. hafa séð verur sem svifu um, dreka, fólk með stór blóm á höfði og ljómandi engla. Öfl innan Evrópusambandsins treysta ekki Norðmönnum Hóta áfram kvótum á laxinnfhitning Ósló. Morgunblaðið. EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur ekki Fullyrt var að Norðmenn stunduðu gefíst upp í baráttunni gegn offram- boði á norskum laxi og samkvæmt heimildum Aftenposten er fram- kvæmdastjómin nú að undirbúa enn eina tilraun til að setja kvóta á inn- flutning frá Noregi. Norðmenn og Evrópusambandið ræddu samstarf á sviði sjávarútvegs- mála á fundi hjá Evrópuþinginu á miðvikudagskvöld. Howat Russel, fulltrúi fram- kvæmdastjómarinnar, greindi þar frá því að á fundi sameiginlegu EES- nefndarinnar í næstu viku yrðu Norð- menn beðnir um að taka upp samráð á grundvelli 113. greinar EES-samn- ingsins. Þetta þýðir í raun að fram- kvæmdastjómin er að íhuga frekari takmarkanir á norskum laxútflutn- ingi til Evrópusambandsins. Alls flytja Norðmenn út laxafurðir fyrir um 70 milljarða íslenskra króna á ári hveiju og fara 60-70% af út- flutningnum til ESB-ríkja. Evrópuþingmenn og fulltrúar evr- ópskra hagsmunasamtaka hafa kraf- ist þess að kvótar verði settir á inn- fluttan norskan lax þar sem offram- leiðsla á laxi í Noregi hefur leitt til verðhruns á mörkuðum. Á síðasta ári nam framleiðsla Norðmanna á eldislaxi 249 þúsund tonnum og ber mörgum heimildar- mönnum blaðsins saman um að reynt +++++ EVRÓPA^ verði að koma böndum á innflutning frá Noregi. Talsmaður framkvæmdastjórnar- innar sagði einungis að það væri jafnt lagalega sem pólitískt flókið. „Það hafa hins vegar borist kröfur af þessu tagi frá írlandi og að sjálf- sögðu veltum við máiinu fyrir okk- ur,“ sagði hann. Einar Bull, sendiherra Noregs í Brussel, vísaði því á bug á fundinum að hægt væri að beita 113. greininni í þessu sambandi þar sem viðskipti með sjávarafurðir væru ekki hluti af EES-samninggium. Reyndu Norð- menn að lægja öldur á fundinum en bálreiðir fulltrúar sjávarútvegsins í írlandi og Skotlandi nutu fulls stuðn- ings fulltrúa í sjávarútvegsnefnd þingsins. Dearmuid Mulcahy, fulltrúi írska atvinnulífsins, sagði að vegna undirboða Norðmanna myndu tekjur Ira af laxi dragast saman um 30% á þessu ári. Tvö þúsund störf á fá- tækum strandsvæðum væru í hættu vegna þessa. undirboð á Evrópumarkaði og að lax- útflutningur þeirra væri að gera út af við sjávarútveg í Evrópu. Tilraun- ir Bulls og sjávarútvegsfulltrúans Torbens Foss til að vísa slíkum stað- hæfíngum á bug virtust ekki árang- ursríkar. Hafði það engin áhrif á þingmennina að Foss bað um sann- anir fyrir meintum niðurgreiðslum Norðmanna. „Á meðan við niður- greiðum ekki vöruna eigum við sam- kvæmt EES fullan rétt á að auka sölu okkar. Við munum hins vegar grípa til aðgerða til að koma jafn- vægi á verð,“ sagði Foss. Afstaða Bonino Emma Bonino, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn- inni, var mjög gagnrýnin á fundi með Jan Henry T. Olsen, sjávarút- vegsráðherra Noregs í síðasta mán- uði. Eftir að embættismenn fram- kvæmdastjórnarinnar hafa yfirfarið aðgerðir Norðmanna virðist niður- staðan sú að menn treysta ekki á að þær muni bera árangur. Bonino hefur upp á síðkastið ítrek- ið lýst því yfír að hún myndi gjarnan vilja að eitthvert aðildarríki færi formlega fram á að gripið yrði til aðgerða gegn norskum undirboðum. Framkvæmdastjórnin getur ekki gripið til aðgerða upp á eigin spýtur. Reuter UEFA gagnrýnir dóm í Bosman-málinu FULLTJtÚAR Evrópska knatt- spyrnusambandsins, UEFA, gagnrýndu nýlega ákvörðun Evrópudómstólsins í svoköll- uðu „Bosman-máli“ harðlega er þeir mættu á fund hjá Evr- ópuþinginu í Brussel í gær. Samkvæmt úrskurðinum er ekki hægt að takmarka fjölda leikmanna frá öðrum Evrópu- ríkjum hjá knattspyrnuliðum á Evrópska efnahagssvæðinu. í úrskurðinum var einnig fjallað um félagaskipti ósamnings- bundna leikmanna. A mynd- inni má sjá Gerhard Aigner, framkvæmdastjóra UEFA, ávarpa þingnefnd en hann sagði úrskurðinn mjög óréttl- átan. Ekki væri gert ráð fyrir neinu aðlögunartímabili, gam- algrónar íþróttahefðir væru virtar að vettugi, þjóðleg upp- bygging íþrótta væri rifin nið- ur, framtíð knattspyrnusam- banda og landsliða einstakra rílqa stefnt í hættu. Karl van Miert, sem fer með samkeppn- ismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, vísaði gagnrýni Aigners á bug og sagði hana óréttláta og ranga. Við hlið Aigners situr Gordon Taylor, formaður Samtaka atvinnuleikmanna í knatt- spyrnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.