Morgunblaðið - 22.03.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 22.03.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996 19 BM Vallá Ríkissjóður gefur út 11 milljarða króna skuldabréf erlendis á sléttum Libor-vöxtum kaupir hellugerð Pípugerð- arinnar BM VALLÁ hefur fest kaup á hellu- og steinaframleiðslu Pípugerðar- innar hf. að Sævarhöfða 12 í Reykjavík. Pípugerðin mun hér eft- ir einbeita starfsseminni að fram- leiðslu á holræsaefni, að því er fram kemur í frétt frá Pípugerðinni. Pípugerðin hefur frá 1994, þegar það keypti röradeild Rekstrarfé- lagsins Hrauns hf. í Garðabæ sem áður var röradeild Óss hf, rekið tvær starfsstöðvar — aðra að Sæv- arhöfða í Reykjavík en hina í Suður- hrauni í Garðabær. I fréttinni kem- ur fram að þar sem öll framleiðsla Pípugerðarinnar á rörum hafi verið flutt að Suðurhrauni 2 í Garðabæ, hafi fyrirtækið staðið frammi fyrir því að einungis framleiðsla á hellum og steinum yrði eftir í starfsstöð- inni að Sævarhöfða. Þess vegna hafi það verið mat stjórnenda og eigenda Pípugerðarinnar að í kjöl- far þessarar breytingar væri hag- kvæmast að selja helludeildina og einbeita sér að framleiðslu holræsa- efnis sem sé uppstaðan í rekstri fyrirtækisins. Pípugerðin hf. er 50 ára gamalt fyrirtæki og hefur frá upphafi fram- leitt holræsaefni úr steini og gagn- stéttarhellur og stein frá 1984. ----> » « Flugleiðir kaupa Lot- us Notes FLUGLEIÐIR hafa gert samning við Nýheija um nýtt póst- og skjala- vistunarkerfi fyrir allar skrifstofur félagsins hér heima og erlendis. Fyrir valinu varð Lotus Notes Mail, en þessi hugbúnaður hefur verið leiðandi í hópvinnukerfum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Nýheija. Gert er ráð fyrir að uppsetningu búnaðarins verði lokið fyrir lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að allir starfsmenn félagsins, sem á annað borð starfa við tölvu, hafi aðgang að nýja kerfinu. M.a. er gert ráð fyrir því að settir verði upp 15 Notes-þjónar (póststöðvar) víðs vegar um heim. Meðal helstu nýjunga sem Notes búnaðurinn býður nú upp á er sam- tenging við cc.'Mail tölvupóstskerf- ið, sem er í notkun hjá fjölmörgum fyrirtækjum. Þá er einnig opnað fyrir möguleika á alnetstengingu án atbeina TCP/IP tengingar og er vefrápari innbyggður í kerfið. Að auki er skilgreining notanda hin sama fyrir Notes, Notes-póst og alnetið. Nýherji Radiostofan selur viðurkendan öryggisbúnað vottaðan samkvæmt Evrópustöðlum <s> NÝHERJI RADIOSTOFAN Bestu lánskjör tíl þessa RIKISSJÓÐUR gaf í gær út skulda- bréf á alþjóðlegum markaði að fjár- hæð 250 milljónir þýskra marka eða sem svarar til um 11 milljarða króna. Bréfin bera breytilega vexti sem eru sléttir Libor-vextir í þýskum mörkum án álags. Þessir vextir voru í gær tæplega 3,4% og eru það hagstæðari kjör en áður hafa sést í markaðsút- gáfu ríkissjóðs erlendis. Þóknun banka er 0,175% af lánsfjárhæð. Umsjón með útgáfunni hefur Citi- bank í London og auk þess standa að útgáfunni nokkur alþjóðleg fjár- málafyrirtæki, JP Morgan, Merril Lynch, HSBC og Nomura ásamt nokkrum þýskum bönkum þ.á m. Westdeutche Landesbank, Deutche Bank og Commerzbank. „Þessi lánskjör vekja sérstaka at- hygli því hér er verið að gefa út bréf á sléttum Libor-vöxtum sem ríkis- sjóður hefur til þessa ekki náð í markaðsútgáfu," sagði Ólafur ísleifsson, framkvæmdastjóri al- þjóðasviðs Seðlabankans, í samtali við Morgunblaðið. „Þessi hagstæðu lánskjör má rekja til ýmissa þátta þ.á.m. nýlegrar hækkunar á lánshæf- ismati íslands, tímasetningar útgáf- unnar og hagstæðra markaðsskil- yrða. Með þessari markaðsútgáfu er fengin ný viðmiðun um lánskjör ís- lenska ríkisins á alþjóðlegum mark- aði og væntanlega munu aðrir ís- lenskir lántakendur njóta góðs af þessu í kjölfarið." Aðspurður um hversu mikil breyt- ing hefði orðið á lánskjörunum sagði Ólafur að með þessu væri staðfest breyting á lánskjörum á bilinu 10 til 15 punktar eða sem svarar 0,10- 0,15%. „Með þessari útgáfu hefur hækkunin á iánshæfismati banda- ríska matsfyrirtækisins Standard & Poor’s og bætt lánskjör landsins verið staðfest á alþjóðlegum mark- aði.“ Ólafur sagði að portúgalska ríkið hefði boðið út bréf í síðustu viku að fjárhæð 1,5 milljarðarþýskramarka. Portúgal hefði lánshæfiseinkunn í hærri flokki en ísland eða AA- og nyti auk þess aðildar sinnar að Evr- ópusambandinu. „Kjör ríkissjóðs eru mjög nálægt kjörum Portúgals.“ Jfiiitiyyy: sjúfivufpsapjuld 'sls&lgaE Itlaiii að fioríu ú sjúmarpið núú1: ffiyfidburid í iöJ'juifiii. pú nnú ur S'íafuinni ú sjúf i'jufpayluyyufiufu jit-iiiit h-n'ir auyif uj áiifil ú púm ^mg! Jf jfiúyyy i sjújiyarpaspjald ‘sls&lgSE jtlaiii að fjurfu ú sjámarpiö aöú :: jfjyfjdúíjrjd í lul'Juruii. Pú nnúur a'íarúifuji ú sjúr j'rurpayluyyuf juijj iÍKÍtiii riufur ariyirjfj áiirif ú uúru Ofgjorvi: Tiftíðni: 75 megarið Vínnsluminni: 8 Mb Skjáminni: 1 Mb DRAM Harðdiskur: 800 Mb Geisladrif: Apple CD600Í (fjórhraða) Hátalarar: Innbyggðirtvíóma hátalarar Skjár: Sambyggður Apple 15" MultíScan Diskadrif: 3,5" les Mac og Pc -diska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Prentana 16.000 kr! Fjjarstynng til að skipta um sjónuarpsrásir og StyleWriter 1200 iög i geisladrifinu Apple-umboðið Kostaði áður með þessum búnaði: 210.000 kr. stgr. Skipbolti 21 • Sími 511 5111 Heimasíöati: bttp-.llwww. apple. is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.