Morgunblaðið - 22.03.1996, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FJOLMIÐLUN
Kirch lykilmað-
ur í ráðagerð
Murdochs
París. Reuter.
ÞÝZKI f]öliniðlajöfurinn Leo Kirch
virðist geta orðið lykilmaður í tilraun-
um Ástralíumannsins Ruperts
Murdochs til að láta að sér kveða á
sviði stafræns áskriftarsjónvarps í
Evrópu í samvinnu við aðra.
Stafrænt gervihnatta- og áskrift-
arsjónvarp getur orðið meiriháttar
skemmtiiðnaður áður en langt um
Iíður og uppspretta gífurlegra aug-
lýsingatekna. Því hafa Canal Plus í
Frakklandi og Havas og Bertelsmann
í Þýzkalandi gengið til samvinnu á
þessu sviði.
Brezka gervihnattarsjónvarpið
BSkyB, sem News Corp. fyrirtæki
Murdochs á 40% í auk Pearson Plc
í Bretlandi og Chargeurs í Frakk-
landi, hafa skýrt frá fyrirhuguðum
kaupum á 25% hlut í þýzka áskrift-
arsjónvarpinu Premiere fyrir 270
milljónir dollara.
Kirch Gruppe Bæveijans Leos
Kirchs á 25% í Premiere, en afstaða
hans er óljós.
Keppni um afruglara
BSkyB, Canal PIus, Havas og
Bertelsmann hafa komið á fóti evr-
BREZKA blaðaútgáfan Telegraph
PIc hermir að hagnaður fyrirtækisins
hafi minnkað um 21% á sama tíma
og dagblaðapappír hafi hækkað í
verði og afleiðingar verðstríðs hafi
sagt til sín.
Hagnaður af útgáfu Daily Tele-
graph og systurblaðsins Sunday Te-
legraph 1995 minnkaði í 35.5 millj-
ónir punda úr 45.0 milljónum 1994.
Arðgreiðsla 1995 var óbreytt, eða
13 pens á hlutabréf. Verð hlutabréfa
í Telegraph lækkaði um 16 pens í
463 við fréttina.
Kanadíski fjölmiðlajöfurinn
Conrad Black, stjórnarformaður
Telegraph-fyrirtækisins, kvaðst
bjartsýnn á framtíðarhorfur eftir
„mjög erfitt ár“, því að blaðið hefði
sigrazt á öllum erfiðleikum og stæði
betur að vígi en fyrr.
„Þótt við höfum átt í hörðustu sam-
ópsku bandalagi til að þróa stafrænt
gervihnattarsjónvarp með því að nota
SECA afruglara, en Kirch er að koma
á fót eigin bandalagi, sem byggist á
notkun annars afruglara, svokölluðu
“D-boxi“.
Canal Plus og Bertelsmann eiga
einnig hlut í Premiere.
Stafrænt sjónvarp tryggir meiri
myndgæði og fleiri rásir ásamt
möguleikum á gagnvirku sjónvarpi
og útsendingum á kvikmyndum á
ólíkum tímum þannig að áhorfendur
eiga að geta valið um hvenær þeir
horfa á viðkomandi efni.
keppni síðan við fluttumst úr Fleet
Street... hefur blaðið haldið forskoti
sínu á flesta keppinauta sína,“ sagði
Black í yfirlýsingu.
Fyrirtækið segir að pappírskostn-
aður hafi verið 50% hærri á síðasta
ársfjórðungi 1995 en á sama tíma
1994. Alls hækkaði pappírskostnaður
um 12 milljónir punda á árinu í heild.
Vegna mikils kostnaðar samfara
þessu keppast evrópskir fjölmiðlar
um að treysta stöðu sína í von um
samvinnu við þá aðila, sem bjóða upp
á vinsælasta afruglarann, enda er
talið ólíklegt að tveimur afruglurum
verði komið upp á hveiju heimili.
Lykilhlutverk Kirchs
Fréttir BSkyB um aðild að Prem-
iere hafa verið dregnar í efa og hvað
sem því líður er ekki fullljóst með
hvaða skilyrðum Kirch mun sam-
þykkja aðildina.
Sérfræðingur Morgan Stanley í
Þessi kostnaður jókst á sama tíma
og enn stóð yfir verðstríð, sem blöð
Ruperts Murdoehs höfðu komið af
stað 1993.
Stríðið fjaraði út á síðari árshelm-
ingi þannig að hægt var að hækka
verð Daily Telegraph um fimm pens
eintakið í júlí og aftur um fimm pens
í nóvember í 40 pens.
London vill ekki fullyrða að Kirch
muni hefja samningaviðræður við
Murdoch og bendir á Nethold í Suð-
ur-Afríku hafi þegar gert bar.dalag
við Kirch á Italíu og muni ugglalist
fylgjast vel með framvindunni.
Nethold er fyrirtæki í eigu fésýslu-
mannsins Johanns Ruperts og á hlut
í áskriftarsjónvarpinu Telepiu á Ítal-
íu ásamt Kirch og Silvio Berlusconi.
Enn einn aðili, sem lætur stafrænt
sjónvarp í Evrópu til sín taka, er CLT
sjónvarpið í Luxemborg, sem lengi
vel stóð vel að vígi. RTL rásir þess
njóta mikilla vinsælda, meðal hlut-
hafa eru Groupe Bruxelles Lambert
í Belgíu og Havas og það hefur einn-
ig átt í viðræðum við Murdoch.
Michel Delloye úr stjórn CLT hef-
ur tjáð fjármáiablaðinu Les Echos
að „skilnaður" CLT og Havas sé „á
dagskrá.“
En talsmaður Havas sagði að fyr-
irtækið hefði ekki í hyggju að láta
af hendi 20,5% hlut sinn í CLT.
I Brússel sagði Karel van Miert,
sem fer með samkeppnismál í fram-
kvæmdastjórn ESB, að hann mundi
setja sig vandlega inn í þessi mál.
Daily Telegraph er sem fyrr sölu-
hæsta „vandaða blaðið í Bretlandi.
Blaðið seldist í 1.052.000 eintaka
á síðari árshelmingi 1995, en skæð-
asti keppinauturinn, The Times, í
tæplega 700.000 eintökum.
Sunday Telegraph seldist í
670.000 eintökum að jafnaði á sama
tíma og er ekkert sunnudagsblað í
eins örum vexti að sögn fyrirtækis-
ins.
Fyrirtækið hagnaðist um 7.5 millj-
ónir punda þegar það seldi hlut sinn
í sjónvarpsfyrirtækinu Carlton
Communications Plc.
Uppsagnir vegna samdráttar í
rekstri og fleira hafði hins vegar 7.9
milljóna punda útgjöld í för með sér.
Með er talinn kostnaður vegna þess
að 750 störf voru lögð niður í kana-
díska dótturfyrirtækinu Southam
Inc.
Fólk
• JÓHANN Ingí Árnason, 26 ára
fjölmiðlafræðingur, hefur verið ráð-
inn ritstjóri Skinfaxa, sem er tíma-
rit Ungmennafélags íslands. Jó-
hann Ingi tók við
blaðinu af Jó-
hönnu Sigþórs-
dóttur, sem lét
af störfum á síð-
asta ári.
Jóhann er
uppalinn í Vést-
mannaeyjum
og hóf störf við
blaðamennsku
aðeins 13 ára gamall þegar hann
skrifaði fyrst íþróttafréttir fyrir
Fylki í Vestmannaeyjum. Fráþeim
degi hefur blaðaútgáfa átt hug hans
allan og eftir að hann lauk BA-
prófí í fjölmiðlafræði frá Northeast
Missouri State University í
Bandaríkjunum flutti hann til
Reykjavíkur þar sem hann býr
núna.
Fyrsta tölublað Skinfaxa á þessu
ári hefur nú litið dagsins ljós og
meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við
Ragnheiði Stephensen og
Guðnýju Gunnsteinsdóttur, leik-
menn Sljörnunnar, knattspyrnu-
mennina Helga Björgvinsson og
Átla Helgason. I blaðinu er einnig
fjallað um umhverfísmál, steranotk-
un í íþróttum og tilraun til heims-
mets á Þingeyri svo eitthvað sé
nefnt.
Ritsljóra-
skipti í
Danmörkii
HANS Dam hefur ákveðið að hætta
sem aðalritstjóri Berlingske Tidende.
Hann tekur 1. maí við af Bent A.
Koch sem aðalritstjóri og fram-
kvæmdastjóri Fyns Stiftstidende í
Oðinsvéum. Bent A. Koch hefur
gegnt þessu starfi í 14 ár.
Dam er fimmtugur að aldri og
hefur verið aðalritstjóri á Berlingske
í 13 ár. Við starfi hans tekur Anne
E. Jensen. Hún er 44 ára gömul og
hefur síðustu ár verið framkvæmda-
stjóri hjá danska vinnuveitendasam-
bandinu.
Hagur Berlingske Tidende hefur
Iagast verulega frá árinu 1982 er
nýtt fjármagn frá fyrirtækjum á
öðrum sviðum atvinnulífsins kom til
sögunnar og tryggði útgáfu þessa
fomfræga dagblaðs. Nú eiga Carls-
berg, A.P. Möller og Ðen Danske
Bank um 45% af hlutabréfum í Beri-
ingske Tidende. Upplag blaðsins á
þessum árum hefur aukist úr 116
þúsund eintökum árið 1982 í 158
þúsund eintök nú og blaðsíðufjöldinn
daglega hefur tvöfaldast á tímabil-
inu.
Greinar fals-
aðar í Mont-
realblaði
Montreal. Reuter.
BLAÐIÐ Le Devoir í Montreal rann-
sakar „skemmdarverk" á tveimur
greinum, sem var breytt á þann veg
að þær báru vott um kynþáttahroka
og dónaskap þegar þær birtust í blað-
inu.
Blaðið baðst afsökunar á því á
forsíðu að einhver hefði átt við text-
ann og falsað hann „án vitundar
okkar og þrátt fyrir árvekni okkar.“
í kafla úr bók eftir fyrrum rektor
háskóla Quebecs í Montreal í blaðinu
var skotið inn orðunum „hvíta og
franska" fyrir framan orðið Quebec,
þar sem talað var í sáttfúsum tón
um innflytjendur í fylkinu, sem hafa
verið gagnrýndir fyrir deigan stuðn-
ing við sjálfstæðishreyfingu frönsku-
mælandi manna.
I annarri grein hafði ruddalegu
orðbragði verið skotið inn í grein um
matreiðsiu.
Talsmaður Le Devoir segir að
reynt sé að fá úr því skorið hvort
starfsmenn blaðsins eða utanaðkom-
andi fólk hafi breytt greinunum.
Blaðajöfur í netheimi
Thomson lávarður snýr sér að
sérritaútgáfu
KENNETH Thomson, lávarður af
Fleet, er auðugasti maður Kanada
og eru eignir hans metnar á þijá
milljarða bandaríkjadala. En hann
lítur út fyrir að vera bankagjald-
keri og á það til að safna forða af
hamborgarabrauði
þegar það fæst á út-
söluverði að sögn ævi-
söguhöfundar hans.
Því vekur athygli að
hann hefur keypt
bókaforlag, sem gefur
út sérrit um lögfræði-
leg efni, West Publish-
ing, fyrir 3,4 milljarða
dollara, hæsta verð
sem greitt hefur verið
fyrir forlag af slíku
tagi.
Er þetta djarfasta
tiltæki Thomsons í
þeirri viðleitni hans að
umbreyta miklu blaða-
stórveldi sínu í takt
við nýja öld rafrænna
upplýsinga. Á undan-
fömum árum hefur
Thomson selt 56
kanadísk og bandarísk blöð og alla
eignaraðild sína að brezkum blöðum
fyrir einn milljarð bandaríkjadala.
Þetta undanhald hefur óneitanlega
þótt merkilegt, þar sem í hlut á
maður sem hlaut aðalstign vegna
mikilvægs hlutverks í brezka blaða-
heiminum á árum áður.
Sérmarkaðir
Thomson, sem er 72 ára, hefur
í vaxandi mæli snúið sér að raf-
rænni útgáfustarfsemi með því að
næla sér í fyrirtæki, sem veita lækn-
um, iögfræðingum og öðrum sér-
menntuðum hópum nákvæmar upp-
lýsingar um tilteknar sérgreinar.
Thomson: Áður einn
helzti útgefandi
brezkra blaða horfír
fram á veg.
Aukin sérhæfing Skipting á umsvifum Thompson
Þegar Thomson hefur gengið frá
kaupum sínum á West-útgáfunni
verður sala rita um slík efni rúm-
lega helmingur heildarsölu hans og
70% rekstrarhagnaðar hans mun
stafa af sölu slíkra rita. Árið 1996
er áætlað að hagnaður
Thomsons af um 7
milljarða dollara sölu
hafí numið 450 millj-
ónum dollara. „Til-
gangur fyrirtækisins,"
segir W. Michael
Brown forstjóri, „er
að verða fremsti út-
gefandi slíkra upplýs-
inga í heiminum."
Þessi stefna virðist
hafa gefíð góða raun.
Flest blaðaútgáfu-
fyrirtæki bjóða tölvu-
útgáfu af blöðum sín-
um, en hafa lítið hagn-
azt af því. Thomson
einbeitir sér að sér-
hæfðum markaði og
menntaðir viðskipta-
vinir hans eru tilbúnir
að greiða hátt verð
fyrir upplýsingar hans. „Fá önnur
fyrirtæki hafa gert sér eins góða
grein fyrir þvf hvemig stórgræða
má á rafrænni útgáfustarfsemi,"
segir fjölmiðlafræðingur verðbréfa-
fyrirtækisins Lynch, Jones & Ryan
í New York.
Kaupin á West-forlaginu falla vel
að heildarstefnu Thomsons. Þótt
það fyrirtæki hafí gefið út dómskjöl
og aðrar frumheimildir síðan 1872
hefur eftirspum á upplýsingahrað-
brautintii á undanfómum þremur
árum gert að verkum að afkoma
forlagsins hefur aldrei verið eins
góð, að sögn Vance Oppermans
forstjóra. í fyrra nam hagnaður af
i— Daablöð ! 1995
1989 ' I ÁÆTLAÐ
Ferðamál
Sérhæfðar
upplýsingar
Alls: 7,7 milljarður dollara
827 milljóna dollara sölu 206 millj-
ónum dollara að hans sögn.
West vildi þó tryggja sér öruggan
bakhjarl til að hagnýta þá mögu-
leika sem fyrir hendi eru. Forlagið
var því boðið til sölu og „fyrirtæki
Thomson var bezti kosturinn" að
sögn Oppermans, sumpart vegna
þess að ein deild þess fæst við rann-
sóknir á frumheimildum, sem fyrir-
tæki eins og West selja.
Margir telja að 3,4 milljóna doll-
ara tilboð Thomsons hafi verið of
hátt. Það var rúmlega tvisvar sinn-
um hærra en 1,5 milljarða dollara
upphæð, sem ensk-hollenzka út-
gáfufyrirtækið Reed Elsevier Plc
greiddi fyrir keppinautinn Lex-
is/Nexis 1994, en Reed bendir á
að West sé helmingi arðbærara
fyrirtæki. Einnig auka kaupin hlut-
fall skulda af heildarfjármagni úr
37% í 55%. Vegna „áhættu sam-
fara svo háu hlutfalli" hefur mats-
fyrirtæki í Toronto lækkað mat á
lánshæfni Thomsons um þijá
flokka í A (lágan flokk). Viðskiptin
gætu valdið Thomson nokkrum
skammtímaerfiðleikum að sögn
sérfræðinga. Hann viðurkennir að
vaxtagreiðslur vegna kaupanna
muni draga úr hagnaði í ár. En
Thomson segir að með tímanum
muni „þessi viðskipti reynast mjög
vel“ að sögn aðalfjármálastjóra
hans.
Thomson, sem á 72% hlutabréfa
ásamt fjölskyldu sinni, hugsar aðal-
lega til lengri tíma og lætur Brown
um daglega stjórn. Blaðakóngurinn
telur ekki mikla möguleika blasa
við í venjulegri blaðaútgáfu. Hann
setur traust sitt á upplýsingahrað-
brautina.
Óútreiknanlegt svið
Stefnu hans fylgir nokkur
áhætta. Mun erfiðara er að reikna
út sérhæfða markaði og þar er
samkeppni harðari en á hefðbundn-
um vettvangi Thomsons, ferðaþjón-
ustu og dagblöðum. En Brown spá-
ir því að- heildarstefnan muni gera
Thomson kleift að auka hagnað
sinn um 11% á ári þannig að um
verði að ræða 10 milljarða dollara
fyrirtæki árið 2000. Öll blaðaforlög
mundu öfunda slíkan uppgang.
London. Reuter.
Hagnaður Tele-
graph-blaðanna
minni 1995