Morgunblaðið - 24.04.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 24.04.1996, Síða 1
74 SÍÐUR B/C/D/E 93. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Fangaverðir í gíslingu FANGAR gerðu í gær uppreisn í fangelsi nálægt Buenos Aires og tóku níu verði í gíslingu. Þeir saka fangaverði um að hafa drepið fimm fanga og skaðbrennt fimm- tíu til viðbótar með því að hella >;fir þá bensíni og kveikja í þeim. A myndinni hóta fangar að kasta einum gíslanna, sem ey liggjandi, af þaki fangelsisins. Óvissa um hvort Dúdajev hafi fallið Moskvu. Rpntpr. Moskvu. Reuter. ÓVISSA var í gær um hvort Dzhokhar Dúdajev, leiðtogi aðskiln- aðarsinna í Tsjetsjníju, væri lífs eða liðinn. Óstaðfestar fregnir frá Tsjetsjníju hermdu að Dúdajev hefði beðið bana í flugskeytaárás en síðar var staðhæft að hann væri enn á lífi. Fréttastofan Tass sagði að „stjórn" aðskilnaðarsinna hefði gef- ið út yfírlýsingu þess efnis að Dúdajev hefði fallið í flugskeyta- árás aðfaranótt mánudags nálægt þorpinu Gekhi-Chu, um 30 km suð- vestur af Grosní. Hann hefði verið að tala í farsíma við milligöngu- mann í Tsjetsjníju-deilunni þegar árásin var gerð. Lýst hefði verið yfir þjóðarsorg meðal Tsjetsjena í þijá daga og Dúdajev yrði jarðsett- ur í þorþinu Shalazhi í dag. „Dúdajev hefur verið drepinn, enginn vafi leikur á því,“ sagði Khozh-Akhmed Yerikhanov, sem fór fyrir tsjetsjenskri samninga- Dzhokhar Dúdajev nefnd í viðræð- um við rúss- neska ráðamenn í fyrra. Hann kvaðst sjálfur hafa séð lík Dúdajevs. Fréttastofan Interfax hafði hins vegar eftir Sainudi Khas- anov, sem var sagður einkaritari Dúdajevs, að hann væri enn á lífi og héldi áfram störfum sínum. Skiptar skoðanir um áhrifin Rússnesk yfirvöld sögðust ekki geta staðfest að Dúdajev hefði fall- ið. Hann hefur verið í felum í suður- hluta Tsjetsjníju í rúmt ár og oft hafa liðið margar vikur milli þess sem hann hefur sést opinberlega eða í sjónvarpi Tsjetsjena. Skiptar skoðanir eru um hvort dauði Dúdajevs myndi styrkja stöðu Borís Jeltsíns Rússlandsforseta. Ýmsir telja að ef Dúdajev reynist hafa fallið geti það veikt tsjetsj- enska aðskilnaðarsinna, valdið harðri valdabaráttu á meðal þeirra og aukið líkurnar á endurkjöri Jelts- íns í forsetakosningunum í júní. Aðrir telja að hafi Dúdajev fallið geti það haft þveröfug áhrif fyrir forsetann, torveldað samningavið- ræður um frið og skapað hættu á mannskæðum hefndaraðgerðum af hálfu Tsjetsjena. Dúdajev var hershöfðingi í flug- her Sovétríkjanna og lýsti yfir sjálf- stæði Tsjetsjníju eftir að hann komst til valda í héraðinu 1991. Jeltsín sendi hersveitir inn í Tsjetsj- níju í desember 1994 til að kveða niður uppreisnina og síðan hafa átök í héraðinu kostað 30.000 manns lífið. Reuter Sumri fagnað í Hamborg ÞJÓÐVERJAR hafa fagnað sumri síðustu daga eftir einn lengsta og harðasta vetur í norðurhluta Þýskalands í manna minnum. Á myndinni eru börn að leik í veðurblíðunni við bakka Saxelfar nálægt hafnarsafninu í Hamborg. Um 26 stiga hiti hefur verið í borg- inni og víðar í Þýskalandi síð- ustu daga. I Kaupmannahöfn komst hitinn í 23 stig. Assad sniðgeng- ur Christ- opher Týrus, Damaskus, Moskvu, Genf. Reuter. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem er á ferð um Mið-Austurlönd til að reyna að binda enda á átökin í suðurhluta Líbanons, hélt í gær frá Damaskus án þess að hitta Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur mikil- vægu hlutverki að gegna í friðar- umleitunum ráðherrans. Átökin milli ísraela og Hizbollah-skæruliða í suðurhluta Líbanons og norður- hluta ísraels héldu áfram í gær. Nicholas Burns, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að Christopher hefði verið tjáð að Assad væri „vant við látinn". Sýrlenskur embættismaður sagði að Assad hefði þurft að taka á móti Benazir Bhutto, leiðtoga Pak- istans. Gert er ráð fyrir að Christ- opher haldi aftur til Damaskus í dag til viðræðna við Assad. Rússar gagnrýna Christopher Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússa, gagnrýndi Christopher í gær fyrir skort á samstarfsvilja. Prímakov sagði þegar hann kom í gær frá Mið-Austurlöndum, þar sem hann hitti utanríkisráðherra Ítalíu og Frakklands, að greinilegt væri að Bandaríkjamenn vildu fara sínu fram afskiptalaust. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í Genf samþykkti með 50 atkvæðum af 53 ályktun þar sem árásir Israela á borgara í Líbanon eru harmaðar. Tveir sátu hjá, en Bandaríkjamenn greiddu einir at- kvæði gegn ályktuninni. Átök milli lögreglu og heittrúarmanna í Egyptalandi Meintir morðingjar falla Assiut. Reuter. SEX manns, þar af Ijórir lögreglu- menn, féllu í gær í Suður-Egypta- landi þegar hundruð lögreglumanna börðust við nokkra menn, sem eru grunaðir um að hafa staðið að morðunum á 18 grískum ferða- mönnum í Kaíró í vikunni sem leið. Menn, sem taldir eru vera félag- ar í íslömsku öfgasamtökunum Gama, skutu til bana fjóra lögreglu- menn áður en tveir þeirra féllu fyr- ir lögreglunni. Tveir til fjórir félag- ar þeirra komust undan. Egypska lögreglan telur, að mennirnir hafi myrt grísku ferða- mennina 18 fyrir utan Europa-hót- elið í Kaíró. Gama-samtökin vilja koma á íslömsku rétttrúnaðarríki og reyna að grafa undan stjórnvöld- um með því að eyðileggja ferðaþjón- ustuna. Morðin í Kaíró mistök Gama hefur lýst morðunum í Kairó á hendur sér en skýrði jafn- framt frá því, að þau hefðu verið mistök. Tilgangurinn hefði verið að ráðast á ísraelska ferðamenn, sem oft gista á Europa-hótelinu, vegna árása ísraelshers á Líbanon. Sam- tökin sögðust hins vegar mundu herða róðurinn gegn egypsku stjórninni með fleiri ofbeldisverkum á næstunni. Töluvert hefur verið um afpant- anir á hótelum í Egyptalandi í kjöl- far morðanna á grísku ferðamönn- unum en þó minna en óttast var í fyrstu. Prodi vongóður um stjórn í maí Róm. Reuter. ROMANO Prodi, forsætisráð- herraefni Ólífubandalagsins, samsteypu vinstri- og mið- flokka á Italíu, kvaðst í gær vonast til þess að geta mynd- að nýja stjórn sem tæki til starfa í maí og yrði við völd í fimm ár. „Þingið kemur saman 9. maí og nokkrum dögum síðar gætum við fengið nýja stjórn," sagði Prodi á fundi með fréttamönnum í Róm. Samkvæmt stjórnarskrá landsins geta viðræður um stjórnarmyndun ekki hafist formlega fyrr en þingið kem- ur saman til að kjósa forseta þingdeildanna tveggja. Vill Dini í stjórnina Hingað til hefur tekið rúm- an mánuð að mynda nýjar stjórnir eftir þingkosningar á Ítalíu. Það tók Silvio Berlusc- oni sex vikur að mynda stjórn hægri- og miðflokka sem fóru með sigur af hólmi í kosning- unum 1994. Prodi kvaðst ennfremur vona að Lamberto Dini, frá- farandi forsætisráðherra, yrði í nýju stjórninni, hugsan- lega sem utanríkisráðherra. ■ Hveijir töpuðu?/18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.