Morgunblaðið - 24.04.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 24.04.1996, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996.. ......... ......... FRÉTTIR Bandaríski læknirinn Stanton Perry er sérfræðingur í hjartasjúkdómum barna Vongóður um árangur Bandaríski læknirínn Stanton Peny segíst í samtali við Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur vera vongóður um að hægt verði að laga hjartagalla Marínar litlu Hafsteinsdóttur. * Perry nam læknisfræði á Islandi, og notar tækifæríð meðan hann er hér til að heim- sækjasonsinn, semstundarlæknisnámíHÍ. „ÉG ER ánægður með árangurinn af aðgerðunum á Marín og nokkuð vongóður um að hægt verði að laga hjartagallann. Hins vegar treysti ég mér ekki til að segja fyrir um hvað hún á eftir að fara í margar aðgerð- ir enda fer aðgerðafjöldinn töluvert eftir því hvernig hver aðgerð fyrir sig gengur. Eftir hveija aðgerð erum við skrefi nær því að vita hvað að- gerðirnar verða margar,“ sagði Stanton Perry, sérfræðingur í hjartasjúkdómum barna við Chil- dren’s Hospital í Boston, eftir að hafa gert lungnaslagæðarþræðingu á Marín Hafsteinsdóttur, eins árs barni frá Eskifirði, á mánudag. Stanton Perry talar ágæta ís- lensku enda var hann búsettur hér á landi í átta ár. Hann er fæddur í Kansas-fylki í Bandaríkjunum og flutti til íslands með þáverandi ís- lenskri eiginkonu sinni árið 1972. Að Ioknu námi í læknadeild Háskóla íslands, starfaði Stanton kandidats- árið í Reykjavík og árið eftir var hann heimilislæknir á ísafirði. Eftir árið á ísafirði var ferðinni svo heitið til Bandaríkjanna og stundaði Stanton sérnám í barna- lækningum í St. Louis í þijú ár og sérnám í barnahjartalækningum á Children’s Hospital í Boston jafn- lengi. Færir þekkingii hingað Stanton starfar á sersviði sínu við Children’s Hospital. Á námsárunum á sjúkrahúsinu kynntist hann Hróðmari Helgasyni sérfræðingi í hjartasjúkdómum bama á Landspít- alanum. Samband Stantons og Hróðmars rofnaði ekki eftir námið því Stanton hefur verið viljugur til að framkvæma hjartaaðgerðir hér á landi. „Um leið og ég geri gagn vonast ég til að geta fært meiri þekkingu hingað. Að minnsta kosti varð raun- in sú eftir að ég notaði vír í fímm hjartaaðgerðum hér fyrir einu og hálfu ári síðan. Frá þeim tíma hefur Hróðmar framkvæmt 20 slíkar að- gerðir sjálfur. Hróðmar er mjög fær læknir og árangurinn af þeim hjarta- aðgerðum sem hægt hefur verið að gera hér er góður,“ segir hann. Stanton tekur fram að því til við- bötar hafí hann persónulegar ástæð- ur fyrir því að sækjast eftir að kom- ast til íslands. „Mér gefst með því tækifæri til að hitta eldri son minn, sem er á 4. ári í læknisfræði við HI, en tvö yngri barna minna eru búsett í Bandaríkjunum.” Stanton lýkur miklu lofsorði á ís- lenska lækna. „íslenskir læknar verða að leita út fyrir landsteinana eftir sérþekkingu vegna fámennisins hér. Yfirleitt fara þeir á mjög góð sjúkrahús og verða mikils metnir. Ástæðan fyrir því að Marín var send í fyrri aðgerðina til Boston er því ekki að læknamir hérna séu ekki nógu góðir heldur er einfaldlega ekki hægt að búast við því að lækn- ar hafí sérþekkingu til að takast á við jafn sjaldgæf tilfelli. Hjartagallar á borð við hjartagalla Marínar koma t.d. upp u.þ.b. einu sinni á 10 ára fresti hér á landi. Við í Boston fáum hins vegar um 50 slík tilfelli til okk- ar á hveiju ári enda koma til okkar erfiðustu tilfellin, ekki aðeins í Bandaríkjunum, heldur alls staðar að úr heiminum," segir hann og tek- ur fram að Children’s Hospital sé einn sérhæfðasti spítali í heiminum á þessu sviði. • Stanton segist t.d. aðeins fram- kvæma hjartaþræðingar á sjúkra- húsinu. Aðrar aðgerðir séu á sér- sviði annarra. Stanton sagði að starfsaðstæður lækna á íslandi og í Bandaríkjunum væru ekki svo ólíkar. „Ég hugsa að vinnutíminn sé mjög svipaður. Hins vegar býst ég við að launin séu Morgunblaðið/Árni Sæberg Stanton Perry hærri í Bandaríkjunum. Þau fara þó mikið eftir því í hveiju Iæknirinn er. Mín laun eru t.a.m. lægri en margra af því að ég er barnalæknir og af því að ég vinn á háskólasjúkrahúsi en er ekki með eigin stofu," sagði hann. Stanton tók fram að heilbrigðis- kerfið væri auðvitað mjög ólíkt í Bandaríkjunum og íslandi. „íslend- ingar hafa mjög gott heilbrigðis- og menntakerfi. Olíkt Bandaríkjunum hafa allir hérna aðgang að góðu heilbrigðiskerfi og afleiðingin af því er t.a.m. að hér uppgötvast oft í móðurkviði ef eitthvað-er að barn- inu,“ segir hann. Afar flókinn hjartagalli Hjartagalli Marínar er afar flók- inn að því er kemur fram í samtali við Stanton. „Hjartagalli Marínar var einn af fyrstu flóknu hjartagöll- unum til að uppgötvast. Hann var uppgötvaður af Frakkanum Fallot og heitir eftir honum, Fallot Tetra- logy. Þessi tegund af hjartagalla skiptist svo í nokkur afbrigði. Þau einföldustu er hægt að laga með einni skurðaðgerð á barni á aldrin- um 6 mánaða til eins árs. Flóknari afbrigði eins og hjartagalli Marínar eru hins vegar mun erfiðari viður- eignar," sagði hann og tók fram að erfitt væri að segja til um hvað Marín /þyrfti að gangast undir margar hjartaþræðingar og aðgerð- ir. Hann sagði að meðfæddur hjarta- galli Marínar fælist í því að ekki væri eðlileg tenging milli hjarta og lungna. „Tenging þarna á milli var gerð í Boston í nóvember. Núna var hins vegar framkvæmd hjartaþræð- ing á lungnaslagæð. Tilgangurinn með aðgerðinni er að víkka æðarnar til að þær geti flutt meira blóð til lungnanna og kemur árangurinn m.a. fram í því að Marín verður ekki jafn blá og áður. Aðgerðin fólst í því að við þræddum æðarnar, blés- um þær út, og komum fyrir fínu neti inni í þeim til að koma í veg fyrir að þær féllu aftur. Með þessu er stigið eitt skref nær settu marki því að þegar lungnaæðarnar eru orðnar nógu víðar verður hægt að loka gati á milli afturhólfanna," sagði hann, en ýmist eru gerðar skurðaðgerðir eða hjartaþræðingar til að víkka æðar. Stanton sagðist nokkuð vongóður um að hægt yrði að laga hjartagalla Marínar en tók um leið fram að hún yrði seint algjörlega laus við hann enda hefði verið grædd í hana æð frá hægra afturhólfi hjartans út í lungnaæðina og sú æð stækkaði ekki með henni heldur þyrfti að skipta um hana tvisvar til þrisvar á ævi Marínar, t.d. þegar hún yrði 10 ára og 16 ára. Stanton sneri aftur til Boston í gær eftir þriggja daga dvöl hér á landi. V estfj aðargöng Lokuð fyrir umferð 15. maí Ísafirði. Morgunblaðið. JARÐGÖNGUNUM undir Breiða- dals- og Botnsheiðar verður lokað fyrir allri umferð 15. maí nk., en þá hefjast lokaframkvæmdir við göngin, sem kosta munu um 200 milljónir króna og á að verða lokið fyrir lok september. Að sögn Björns A. Harðarsonar, verkfræðings hjá Vegagerðinni, er búið að setja upp hluta af því ör- yggiskerfí sem verður í jarð- göngunum. Morgunblaðið/Róbert Stefnumót dýrs og manns MEÐ hækkandi só! leggja margir leið sína í Húsdýragarðinn í Laugardal til að borgarbörnin fái að kynnast dýrunum. ísak Ernir Róbertsson starði á kýrnar eins og naut á nývirki og hefði eflaust ekki verið rótt án dyggilegs stuðnings móður sinn- ar, Hönnu Maríu Ásgrímsdóttur. Kýrin á þessu stefnumóti heitir Una. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á Alþingi Stækkun ESB styrkir öryggi og velmegun UTANRÍKISRÁÐHERRA segir að íslendingar hljóti að styðja viðleitni til að stækka Evrópusambandið og hugsanlega inngöngu nýrra aðildar- ríkja í Suður-, Mið- og Austur-Evr- ópu, enda muni það hafa áhrif á stöðu íslands í Evrópu framtíðarinnar. Stækkun ESB sé í rökréttu sam- hengi við sögulega þróun sambands- ins og hljóti að stuðla enn frekar að friði og velmegun, öryggi og stöðug- leika í álfunni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra flutti Alþingi í gær skýrslu um utanríkismál og sagði þar að aðild að ESB hefði ekki verið útilokuð af hálfu íslands, en af henni gæti aldr- ei orðið án þess að mikilvægustu hagsmunir þjóðarinnar væru tryggð- ir, ekki síst á sviði sjávarútvegsmála. „Engar vísbendingar hafa komið fram um að ásættanleg lausn sé hugsanleg og meðan svo er eru aðil- arviðræður tilgangslausar. Afstaða ríkisstjórnarinnar er því óbreytt," sagði Halldór. Hann lagði áherslu á að íslending- ar yrðu að halda EES-samningnum stöðugt á lofti gagnvart ráðamönn- um innan Evrópusambandsins og hlytu jafnframt að fylgjast vel með þróun mála innan sambandsins. Eft- irleiðis yrðu haldnir mánaðarlegir upplýsingafundir framkvæmdastjór- ar ESB með fulltrúum EFTA-ríkj- anna á meðan ríkjaráðstefna Evrópu- sambandsins stendur yfír. í máli Halldórs kom einnig fram að myntsamruni Evrópusambandsins myndi valda straumhvörfum í evr- ópskum efnahagsmálum, og að frumkvæði íslands hefði nú verið ákveðið að Efnahagsnefnd EFTA ræði ýtarlega áhrif sameiginlegrar myntar á efnahags- og viðskipta- umhverfi EFTA-ríkjanna. Einnig sagði Halldór að ísland hefði gerst aðili að yfirlýsingum og málflutningi Evrópusambandsins um utanríkispólitísk mál á alþjóðavett- vangi. Hugur stefnir að aðild Hjörleifur Guttormsson Alþýðu- bandalagi sagði margt í skýrslu utan- ríkisráðherra benda til þess að hugur hans stefni til þess að ísland geti innan ekki langs tíma orðið aðili að ESB. Hjörleifur sagðist vera alveg ós- ammála þessu markmiði og vakti athygli á að hjá Davíð Oddssyni for- sætisráðherra, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 14. apríl, hefði kveð- ið við allt annan tón þar sem forsæt- isráðherra hefði komið fram með mjög mikla gagnrýni á samrunaferli ESB og ramma andstöðu gegn þeirri hugsun, að ísland gerist þar þátttak- andi. Vísbendingar í pósti Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðu- flokki sagði stefnu utanríkisráðherra í Evrópumálum rúmast í því, að eng- ar vísbendingar hefðu borist í pósti um að viðunandi lausn væri hugsan- leg á sviði sjávarútvegsmála. Hann sagði að ríkisstjómin léti hjá líða að rannsaka kosti og galla á ESB-aðild en það væri sérstök þörf á því að rökstyðja þá afstöðu að ísland væri eina Evrópuríkið utan ESB sem segði að aðild að samband- inu væri ekki á dagskrá. Jóhanna Sigurðardóttir Þjóðvaka sagði að í skýrslu utanríkisráðherra virtist^ örla á nýjum tóni, varðandi aðild íslands að ESB. Þetta væri ný nálgun í málinu, önnur en komið hefði fram hjá forsætisráðherra. Það hlyti að þjóna hagsmunum þjóðarinn- ar að fylgjast vel með þróuninni, til dæmis eftir ríkjaráðstefnuna, og menn yrðu að vera reiðubúnir að endurmeta stöðuna hveiju sinni. Vill reyna umsókn Fram kom hjá Þórunni Sveinbjarn- ardóttir, varaþingmanni Kvennalista, að hún væri meðmælt því að ísland léti á reyna í aðildaviðræðum við ESB hvaða kjör bjóðast við aðild, og að þessu leyti væri hún ósammála stefnu Kvennalistans. Þórunn sagði að utanríkisráðherra hefði í skýrslunni slegið úr og í um samskipti íslands og Evrópusam- bandsins. I einu orðinu hefði verið látið að því liggja að hagsmunir ís- lendinga væru best tryggðir með því að vera samstíga ESB á sem flestum sviðum, og í hinu væri jafnharðan dregið úr. Geir H. Haarde Sjálfstæðisflokki sagði að Evrópuþjóðir litu á stækkun hvorutveggja ESB og NATO sem öryggismál og væru því náskyld mál- efni. íslendingar yrðu að leggja sitt lóð á vogarskálamar til að greiða fyrir því að þjóðir Mið- og Austur-Evr- ópu geti fengið þær óskir uppfyHtar að fá aðild að þessum samtökum. I I I I I I I I f I I f If í i ( ( ( ( '( ( ( '( (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.