Morgunblaðið - 24.04.1996, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996
ERLENT
MORGUNBLA.ÐIÐ
Vill bein
Titos
heim
FRANJO Tudjman, forseti
Króatíu, vill að jarðneskar leif-
ar Josips Broz Titos, fyrrum
kommúnistaleiðtoga Júgóslav-
íu, verði flutt frá Belgrad til
Króatíu en Tito var Króati.
Hann lést 1980. Tudjman sagði
ennfremur í tímaritsviðtali að
sama væri að segja um bein
fasistaleiðtogans Ante Pavelic
er var handbendi þýskra nas-
ista og réð ríkjum í Króatíu á
stríðsárunum. Hersveitir hans,
Ustasha, myrtu hundruð þús-
unda Serba.
Hætta notkun
jarðspreng-na
BRETAR sögðust í gær myndu
eyða tafarlaust öllum jarð-
sprengjum sem þeir ættu.
Sögðust þeir einnig myndu
leggja baráttunni fyrir alþjóða-
banni við notkun slíkra vopna
lið.
45 Kúrdar
felldir
TYRKNESKAR hersveitir
felldu 45 uppreisnarmenn
Kúrda í bardaga í suðaustur-
hluta Tyrklands í gærmorgun.
Féllu fjórir hermenn og lög-
reglumaður. Alls hafa 176
skæruliðar Kúrda fallið í sókn
tyrkneska hersins gegn Kúrd-
um sem hófst 5. apríl.
Tudor svipt-
ur þinghelgi
RUMENSKA þingið hefur svipt
þjóðernissinnann Vadim Tudor
þinghelgi. Á hann yfir höfði sér
lögsókn fyrir að dreifa óhróðri
um Ion Iliescu forseta og Virg-
il Magureanu yfirmann leyni-
þjónustunnar. Tudor er andvíg-
ur gyðingum og fyrrverandi
hirðskáld einræðisherrans Nic-
oiae Ceausescu.
Pol Pot spáð
dauða
NORODOM Sihanouk, kon-
ungur Kambódíu, sagði í gær
við upphaf opinberrar heim-
sóknar í
Frakklandi
að Pol Pot,
leiðtogi
Rauðra
khmera, ætti
líklega stutt
eftir ólifað.
„Pol Pot er
sjúkur. Hann er hálfsjötugur
og á ekki mörg ár eftir,“ sagði
Sihanouk. Sagði hann um Pol
Pot, að hann væri „okkar ívan
grimmi, okkar Stalín. Ég óska
engum dauða en ef malaría
yrði honum að aldurtila væri
það mjög gott,“ sagði Sihanouk
og kvaðst telja, að Rauðu
khmerarnir hyrfu um leið.
Eldsvoði við
Tsjernobýl
FIMM sveitaþorp í grennd við
Tsjernobýl-kjarnorkuverið í
Úkraínu eyðiiögðust í miklum
eldsvoða í gær er fólk, sem flutt
var burt á sínum tíma vegna
kjarnorkuslyssins 1986, var í
heimsókn hjá ættingjum. Eng-
inn fórst en reykur og ryk frá
eldinum olli því að mæiar sýndu
mikla aukningu á geislun. Jarð-
vegur er enn mjög mengaður
á svæðinu.
Pol Pot
Ný skoðanakönnun í Rússlandi sýnir óvæntar sviptingar
Moskvu. Reuter.
Jeltsín með
forystuna í
fyrsta sínn
FYLGI við Borís Jeltsín, forseta
Rússlands, vegna forsetakosning-
anna í júní mælist nú í fyrsta sinn
meira en helsta keppinautar hans,
Gennadí Zjúganovs, leiðtoga
kommúnista. Kemur þetta fram í
könnun, sem bandaríska sjón-
varpsstöðin CNN og Moskvublaðið
Moscow Times, sem gefið er út á
ensku, stóðu að og birtu í gær.
Könnunin náði til 1.200 manns
og fékk Jeltsín stuðning 20,7% en
Zjúganov 19,8%. Hefur fylgi við
forsetann aukist um sex prósentu-
stig á einum mánuði en um tæpt
prósentustig við Zjúganov. Skoð-
anakannanir í Rússlandi hafa að
vísu ekki þótt mjög áreiðanlegar
en aðrar kannanir sýna einnig, að
Jeltsín hefur verið að styrkja stöðu
sína.
Stuðningsmenn
Zjúganovs komnir fram
„Zjúganov er líklega búinn að
ná til allra sinna stuðningsmanna
og á því lítið eftir í pokahorninu,"
sagði Vladímír Andreyenkov, yfir-
maður CESSI, stofnunar, sem ann-
aðist könnunina og vinnur að sam-
anburðarrannsóknum í þjóðfélags-
fræðum. Moscow Times sagði
einnig, að von væri á annarri könn-
un, sem sýndi meira fylgi við Jelts-
ín en Zjúganov.
Staða annarra frambjóðenda í
CESSI-könnuninni var óbreytt.
Umbótasinninn Grígorí Javlínskí
er í þriðja sæti með 6,5% og öfga-
maðurinn Vladímír Zhírínovskí í
því fjórða með 4,8%. Síðan komu
hershöfðinginn Alexander Lebed
með 4,7%, augnlæknirinn Svjat-
oslav Fjodorov með 3,2% og Míkha-
íl Gorþatsjov, fyrrverandi forseti
Sovétríkjanna, með innan við eitt
prósent.
Zjúganov bar sig vel í gær þrátt
fyrir skoðanakönnunina og sagði,
að bætti kommúnistaflokkurinn og
stuðningsflokkar hans nokkru við
sig frá því í kosningunum í desem-
ber, þá myndi hann ekki aðeins
sigra í forsetakosningunum, heldur
strax í fyrstu umferð.
Bandalag Fjodorovs,
Javlínskís og Lebeds?
22,5% höfðu ekki tekið afstöðu
en það hlutfall var 28,2% fyrir
mánuði. 8% ætluðu ekki að kjósa
og 3% vildu engan frambjóðend-
anna. Tekið er fram, að könnunin
hafi verið gerð 10. til 20. apríl eða
áður en tsjetsjenskir skæruliðar
sátu fyrir og felldu nokkra tugi
rússneskra hermanna. Sá atburður
gæti hafa breytt einhverju um nið-
urstöðuna.
Fjodorov sagði í gær, að hann
byggist við, að hann, Javlínskí og
Lebed sneru bökum saman gegn
þeim Jeltsín og Zjúganov. „Við
erum sammála um, að sá okkar,
sem nýtur mests fylgis mánuði
fyrir kosningar, verði frambjóðandi
bandalagsins,“ sagði Fjodorov,
sem stundum hefur lýst sjálfum
sér sem rússnesku útgáfunni af
Ross Perot í forsetakosningunum
í Bandaríkjunum 1992.
Hin sameiginlega utanríkis- og öryggismalastefna ESB
Frakkar vændir um frum-
hlaup og skort á samráði
TILRAUNIR Frakka til að koma á
vopnahléi í átökum Israela og Hiz-
boliah-skæruliða í Líbanon þykja
enn eitt áfallið fyrir Evrópusam-
bandið og kenninguna um sameig-
inlega utanríkis- og öryggismála-
stefnu aðildaríkjanna.
Skipulagsleysið þótti koma í.ljós
með sérlega vandræðalegum hætti
þegar sendimenn Frakka annars
vegar og Evrópusambandsins hins
vegar voru á ferð í sömu höfuðborg-
um Mið-Austurlanda _ til að reyna
að stilla til friðar. í eitt skiptið
munaði minnstu að fulltrúarnir hitt-
ust í Beirút í Líbanon.
Símtal látið duga
Að sögn vikublaðsins The
European liggur fyrir samþykkt
ESB þess efnis að Mið-Austurlönd
teljist eitt þeirra svæða þar sem
aðildarríkjum beri að hafa samráð
á sviði utanríkismála. Það varð að
engu þegar Jacques Chirac Frakk-
landsforseti ákvað að senda Hervé
de Charette utanríkisráðherra í frið-
arför er ísraeiar tóku að hefna flug-
skeytaárása skæruliða í Suður-
Líbanon. Frakklandsforseti lét
nægja að skýra utanríkisráðherra
Ítalíu, Susanna Agnelli, frá þesari
ákvörðun sinni í símtali en forsæti
í ráðherraráðinu er á hendi ítala
nú um stundir.
Sóiarhring eftir að de Charette
hélt af stað ákvað Evrópusamband-
ið að senda af stað þriggja manna
nefnd með þátttöku háttsettra emb-
ættismanna frá Spáni, írlandi og
Ítalíu. Nefndarmenn héldu til Beirút
en dagskrá þeirra var allt önnur
en sú sem skipulögð hafði verið
fyrir franska utanríkisráðherrann.
Reiðiviðbrögð
Chiracs?
Þótt reynt hafi verið að gera sem
ínnst úr þessum skorti á samráði
ESB og Frakka ríkir viða reiði út
í þá síðarnefndu fyrir að hafa
hundsað allar viðteknar'reglur sam-
bandsins varðandi sameiginlegu
utanríkis- og öryggismálastefnuna.
Sendimenn hjá sambandinu halda
því fram að Frakkar hafi brugðist
ókvæða við árásum ísraela vegna
þess að aðeins viku áður hafði
Chirac forseti lýst yfir því að virða
béeri fullveldi Líbana á líbönsku
landsvæði. Frakkar hafi aukinheid-
ur misreiknað stöðuna herfilega,
talið að vopnahlé væri í vændum
sem þeir gætu eignað sér heiðurinn
af.
Aðrir heimildarmenn haida því
fram að Frakkar hafi stutt þá
ákvörðun ESB að senda þriggja
manna sendinefnd til Mið-Áustur-
landa á fundi í Brussel 15. þessa
mánaðar.
De Charette utanríkisráðherra
iét þessa gagnrýni sem vind um
eyru þjóta. För hans og sendinefnd-
arinnar rækjust engan veginn á og
væru á engan hátt til marks um
ráðleysi og skort á samræmingu á
þessu sviði innan ESB.
KÁKASUS-leiðtogarnir Edúard Shevardnadze (t.v.), Ivon Ter-Petrosjan og Haidar Aliev sjást
hér ásamt Susanna Agnelli, utanríkisráðherra Ítalíu, eftir að hafa undirritað samningana.
SAMSTARFSSAMNINGAR
þriggja Kákasus-ríkja og Evrópu-
sambandsins hafa verið undirrit-
aðir í Brussel.
Það voru þeir Edúard She-
vardnadze, forseti Georgíu, Le-
von Ter-Petrosjan, forseti Arme-
níu og Haidar Aliev, forseti Az-
erbajdzhan, sem undirrituðu
samningana fyrir hönd ríkis-
stjórna sinna.
I þeim er kveðið á um skipulag
samráðs á stjórnmálasviðinu, sem
ráðherrar munu fara með, hag-
stæðustu kjör í milliríkjaviðskipt-
um, menningarsamvinnu og ráð-
Samið við
Kákasus-ríki
stafanir til að vinna gegn glæpa-
starfsemi og ólöglegum fólks-
flutningum. Ennfremur er þar að
finna ákvæði um verndun eignar-
réttar og taka þau einnig til hug-
verka.
I samningunum er kveðið á um
reglur varðandi flutninga á vör-
um og fjármagni, starfsemi fyrir-
tækja og bankaviðskipti.
Kákasus-ríkin þrjú fá ýmsar
undanþágur á viðskiptasviðinu og
aðgang að tilteknum sjóðum Evr-
ópusambandsins. I samningunum
er að finna ákvæði þess efnis að
þeim megi segja upp verði brotið
gegn grunnreglum markaðsbú-
skapar og lýðræðislegrar sljórn-
skipunar.
Samningarnir voru undirritað-
ir á fundi utanríkisráðherra ESB.
Nú hafa flest fyrrum lýðveldi
Sovétríkjanna gert samstarfs-
samninga við ESB. Þjóðþing allra
15 aðildarríkja sambandsins
þurfa að staðfesta samningana.
Dregið verði
úr sjósókn
ílög-
sögu ESB
Brussel. Reuter.
DRAGA verður úr sókn fiskveiði-
flota Evrópusambandsins (ESB)
vegna alvarlegrar ofveiði, að sögn
fiskifræðinga. Verst er ástand
þorsk-, ýsu-, síldar- og makríls-
stofnanna í Norðursjónum en lagt
er til að sókn í þá verði minnkuð
um 40%.
„Fiskistofnar í lögsögu ESB eru
ofnýttir og draga verður stórlega
úr sókninni til þess að bæta ástand
þeirra," segir í skýrslu fiskifræð-
inga, sem lögð hefur verið fyrir
sjávarútvegsráðherra ESB.
Þar er lagt til að sókn verði
minnkuð í áföngum fremur en í
einu stökki og að tekið verði upp
kerfisbundið eftirlit með viðgangi
fiskistofna. Fyrir hópi fiskifræðing-
anna fer Hans Lassen hjá dönsku
hafrannsóknarstofnuninni.
Skýrsla fiskfræðinganna verður
höfð til hliðsjónar við útfærslu
fjórða áfanga áætlunar ESB um
að draga úr afkastagetu fiskiskipa-
flotans.
Talið er að breytingarnar verði
til þess að draga úr því að bátar
fleygi afla, tegundum sem komnar
eru fram úr kvóta.
Sveigjanlegra kvótakerfi
Sjávarútvegsráðherra ESB náðu
á mánudag samkomulagi um sveigj-
anlegra kvótakerfi, sem kemur til
framkvæmda í janúar á næsta ári.
í því felst, að sjómenn geta „fengið
að láni“ allt að 10% af kvóta næsta
árs fari þeir fram úr aflaheimildum.
Lánsaflann verða þeir að „endur-
greiða“ á næsta veiðiári.
Sömuleiðis verður hægt að flytja
ónýttan veiðikvóta einstakra ríkja
á einu ári fram til þess næsta í
stað þess að hann falli niður sam-
kvæmt núverandi kerfi.
Embættismaður hjá ESB sagði
að með nýja kvótakerfinu skapaðist
betra starfsumhverfi fyrir útgerðar-
menn og sjómenn. Tony Baldry
sjávarútvegsráðherra Breta sagði
breytingarnar litlu skipta breska
sjómenn sem fullnýttu þann kvóta
sem þeir hefðu. Svipað gilti annars
staðar innan ESB vegna takmark-
aðra veiðikvóta.
Nýja kvótakerfið stendur og fell-
ur með því að réttar aflatölur verði
gefnar upp. Til að það megi ná fram
að ganga var orðið við kröfu Breta
um að sérstöku eftirliti með fisk-
löndunum yrði komið á í öllum ríkj-
um ESB fyrir næstkomandi áramót.