Morgunblaðið - 24.04.1996, Side 18

Morgunblaðið - 24.04.1996, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftirmál ítölsku kosninganna snúast um stj órnarmy ndun og sigur „góðmennskunnaru Hveijir töpuðu og hverjir unnu? Róm. Morgunblaðið. AF HVERJU sigraði Romano Prodi og Ólífubandalagið og af hveiju tapaði hægri vængurinn spyrja ítalskir fjölmiðlar í kjölfar þingkosninganna á sunnudag. Athyglin beinist að baráttuaðferð Prodis, andstæðingarnir höfðu „góðmennsku" hans að háði og spotti í upphafi, einnig djörfu en töpuðu tafli Gianfranco Finis, leið- toga nýfasista. En þótt Prodi hafi unnið kosningarnar, bíður hans nú enn erfiðara verkefni, sem er að mynda stjórn án gömlu kerfis- karlanna. Og þótt Lamberto Dini forsætisráðherra hafi skipað sér undir merki Ólífuhreyfingarinnar hefur hann augastað á miðflokk- unum og hugsanlegu samstarfi á hægrivængnum. Góðmennskan sigraði í upphafi kosningabaráttunnar máttu Prodi og félagar þola að vera púaðir niður af flokksmönn- um Silvio Berlusconis og Finis og fúkyrðum rigndi yfir þá. í staðinn fyrir að láta hart mæta hörðu, hélt Prodi fast í að svara ekki í sömu mynt, heldur með rökum, líka þegar hæðst var að góð- mennsku hans. A sunnudaginn verðlaunuðu kjósendur svo Ólífu- hreyfinguna fyrir ábyrga efna- hagsstefnu og tal um bætt skóla- kerfí og átak í atvinnumálum ungs fólks á Suður-Ítalíu, þar sem at- vinnuleysi er allt að 30 prósentum. Tveggja prósenta fylgisaukn- ing Þjóðarbandalags Finis var langt frá vonum hans. Andstaða Finis kom i veg fyrir að Ales- sandro Maccanico myndaði þjóð- stjórn í febrúar til að breyta kosn- ingafyrirkomulagi ög fleiru. Fini vonaðist til að nýfasistaflokkur hans yrði stærri en flokkur Ber- lusconis og hann yrði þá leiðtogi hægrivængsins. Fini egndi því Berlusconi til að ganga til kosn- inga og vægi flokks hans hrakti Berlusconi líka lengra til hægri. Þessu tafli tapaði Fini á sunnu- daginn og Berlusconi fór einnig illa út úr þessu upphlaupi. Margir sjá Fini nú í öðru ljósi, því slag- orð hans voru léttvæg_ gagnvart málefnalegri umræðu Ólífuhreyf- ingarinnar. í umræðuþætti í fyrrakvöld ráðlagði Prodi honum Reuter ROMANO Prodi, sem senni- lega verður næsti forsætis- ráðherra Ítalíu, á blaða- mannafundi í Róm í gær. Hann sagði á fundinum að sigur Ólífuhreyfingarinnar í kosningunum á sunnudag hefði verið nægilega stór til að tryggja næstu stjórn í sessi út komandi kjörtímabil. að losa sig við öfgaöflin í flokkn- um, eins og hann hefur leitast við, en spumingin er hvað þá verð- ur eftir. í prósentum talið er Fini sigurvegari, en stjórnmálalega stendur hann í jaðrinum í stað þess að sitja í ráðherrastóli í stjórn Maccanicos. Glíma Prodis við kerfiskarlana Prodi fékk kjósendur með sér í fyrstu umferð, en sú næsta er stjórnarmyndun og í henni kemur í ljós hvort honum tekst að mynda stjórn án gömlu kerfiskarlanna. Gangi það ekki missir tal hans um nýja tíma marks, en takist honum að mynda trúverðuga stjórn með hæfum mönnum hefur hann stigið fyrstu skrefin í áttina að traustari stjórn en ítalir hafa áður þekkt. Dini gekk til liðs við Ólífuhreyf- inguna, en hann talar stöðugt um samstarf á mið- og hægrivængn- um, svo óljóst er hversu dyggur liðsmaður Ólífuhreyfingarinnar hann verður, þótt hann muni vís- ast sitja í næstu stjórn, sem bygg- ir á efnahagsstefnu hans. Hvenær sem næstu kosningar verða freist- ar hans sennilega að stofna evr- ópskan hægriflokk. Reuter Díana sætir gagnrýni Hryllingur blóðvalla Kambódíu skráður Tonle Bati, Kambódíu. The Daily Telegraph. ENN eru að koma fram nýjar vís- bendingar um ódæðisverkin, sem Rauðu khmerarnir frömdu á blóðvöll- um Kambódíu í nafni maóisma fyrir tveimur áratugum. Innfæddir hafa vitað hvar fiöldagrafimar er að finna, en nú vinna sérfræðingar að því að skrá þær og safna gögnum til að nota í ákæru á hendur Pol Pot, leið- toga Rauðu khmeranna. Milli 10og20 þúsund fjöldagrafir „Fyrst héldum við að um nokkur hundruð grafir væri að ræða, svo nokkur þúsund, en nú teljum við að þær séu á milli tíu og tuttugu þús- und,“ sagði Craig Etcheson, sem stjórnar rannsókninni á þjóðarmorð- inu í Kambódíu á vegum Yale- háskóla í Bandaríkjunum. Nýlegar rannsóknir benda til þess að Rauðu khmerarnir hafi myrt 1,5 milljónir manna og fómarlömb þeirra séu enn fleiri þegar þeir, sem sultu í hel og létust af sjúkdómum, er tald- ir með. Búddamusterið Wat Sophy Kok- kork, skammt frá Tonle Bati-vatni, er um klukkutíma akstur suður af Phnom Penh. Þar hefur fundist blóð- völlur þar sem nokkur hundruð og jafnvel nokkur þúsund fórnarlömb ógnarstjórnarinnar liggja grafín, en ofanjarðar eru kýr á beit og börn að leik. Musterið er 30 m hátt og var því breytt í fangelsi khmeranna, sem bönnuðu búddisma og myrtu munka rétt eins og alla þá, sem höfðu há- skólamenntun, höfðu gengið í herinn, orðið fyrir „erlendum áhrifum" eða gengu með gleraugu, sem þótti bera því vitni að „hættulegur hugsuður" væri á ferð. í hofinu voru „óvinir byltingarinn- ar“ hlekkjaðir á höndum og fótum og látnir dúsa þar allan sólarhring- inn. Það var ekki fyrr en fangarnir þóttu hafa játað til fulls eftir harka- legar pyntingar að þeir voru dregnir út með bundið fyrir augu, Iátnir kijúpa við grafir, sem þeir höfðu grafið, og myrtir með höfuðhöggi þannig að þeir féllu í grafirnar. Á yfirráðasvæði „slátrarans“ Tonli Bati var á yfirráðasvæði eins illræmdasta herforingja Rauðu khmeranna, Tas Moks, sem kallaður var „slátrarinn". Hann er enn á lífi og berst í frumskóginum líkt og margir þeirra, sem bera ábyrgð á fjöldamorðunum. Mok er 72 ára gamall og er þriðji valdamesti maðurinn í liði khmer- anna. Hann stjórnar norðurhluta Anlong Veng. Pol Pot og aðrir gaml- ir khmerar fela sig í frumskóginum meðfram landamærum Tælands. BRESKU æsifregnablöðin beindu spjótum að Díönu prinsessu í gær fyrir að hafa fylgst með þriggja stunda hjartaskurðaðgerð, sem læknirinn Magdi Yacoub annaðist á sjö ára dreng frá Kamerún á Harefield-sjúkrahúsinu í fyrra- dag. Var hún m.a. sökuð um að hafa gengið einum of langt í aug- lýsingamennsku og umhyggju- semi væru takmörk sett. Blaðið Daily Mirror sagði hana þjást af hegðunarvandamáli og hún væri haldin þráhyggju gagn- vart alnæmissjúklingum og dauð- vona fólki. Díana sagði áhuga sinn á því að fylgjast sjálf með aðgerðinni stafa af væntum- þykkju í garð barna. Díana kvaðst oft hafa fylgst með læknisaðgerðum, í síðustu viku hefði hún t.d. verið viðstödd er brjóst var numið brott með skurðaðgerð á sjúkrahúsi. Ástæða gagnrýninnar á Díönu er talin sú, að SKY-sjónvarps- stöðin tók myndir af henni og ræddi við hana í skurðstofu Yacoubs. García Márquez hafnar kröfu mann- ræningja Vill ekki verða forseti Bogota. Reuter. NOBELSSKÁLDIÐ Gabriel Garc- ía Márquez hafnaði á mánudags- kvöld kröfu mannræningja, sem eru með bróður Cesars Gaviria, fyrrverandi forseta Kólumbíu, í haldi, um að skáldið settist í for- setastól. Gæti Márques með því tryggt lausn gíslsins. Mannræningj- arnir kalla sig „Reisn fyrir Kól- umbíu“ og settu kröfu sína fram í orðsendingu um helgina. Þeir rændu Juan Car- los Gaviria 2. apríl til að knýja Ernesto Samper forseta til afsagn- ar. Yrði „versti forsetinn" García Márquez, höfundur bók- arinnar „Hundrað ára einsemd", hafnaði kröfunni án umhugsunar og kvaðst meðal annars telja að hann yrði „versti forseti" í sögu Kólumbíu. í opinberri yfirlýsingu Gareía Márquez sagði einnig að „enginn með snefil af viti tæki minnstu ákvörðun undir þrýstingi mann- ræningja“. Svo vill til að næsta bók skálds- ins, sem kemur út í maí, er heim- ildarit og fjallar um mannrán í Kólumbíu þar sem tíðni glæpa er einna mest í heiminum. „Reisn fyrir Kólumbíu" krafðist þess í síðustu viku að Cesar Gavir- ia, sem nú veitir Samtökum Amer- íkuríkja (OAS) forystu, segði af sér og sneri aftur til Kólumbíu til að bola Samper frá völdum. Gavir- ia hafnaði þeirri kröfu. Samper er undir miklum þrýst- ingi vegna ásakana um að hann hafi þegið milljónir dollara frá kókaínbarónum Kólumbíu og not- að féð til að fjármagna kosninga- baráttu sína árið 1994. García Márquez

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.