Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.04.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rökkurkórinn. Tónleikar Rökkur- kórsins í Miðgarði RÖKKURKÓRINN í Skagafirði hélt sína árlegu vortónleika nú fyrir skemmstu. Flutti kórinn þrettán lög, flest eftir skagfírska höfunda og voru sex laganna í frumflutningi í Skagafírði. Einsöngvarar með kómum voru þau Sigurlaug Maronsdóttir, Björn Sveinsson og Hjalti Jóhannsson, en Hallfríður Hafsteinsdóttir og Ragnar Magnússon sungu tvísöng. Stjórn- andi kórsins sagði að vorstarfið hefði hafist með fjómm tónleikum austan Tröllaskaga, tveim í Eyjafirði og tveim í Þingeyjarsýslu, og nú í apríl á Siglufirði og í Ketilási svo og væri framundan kóramót á Blöndu- ósi þar sem Rökkurkórinn tæki þátt ásamt þrem húnvetnskum kómm. Farin yrði söngferð um Vestur- iand og sungið á þremur stöðum, föstudaginn 26. apríl kl. 21. að Breiðabliki á Snæfellsnesi, í Stykk- ishólmskirkju kl. 16 daginn eftir og um kvöldið yrði síðan endað í Dala- búð með söngskemmtun og dansleik. í maí yrði kóramót í Miðgarði í tengslum við Sæluviku Skagfirð- inga, en þar kom fram Karlakór Reykjavíkur, Karlakórinn Heimir, Söngfélagið Drangey og Rökkurkór- inn, en vetrarstarfinu lyki síðan með síðari hluta upptöku á geisladisk, sem kórinn mun væntanlega senda frá sér á haustdögum, sagði Þórey Helgadóttir. Vortónleikar RARIK- og Lögreglukóranna RARIK-kórinn og Lögreglukórinn Á dagskrá em bæði innlend og halda sameiginlega tónleika í kvöld erlend lög. Er þetta lok starfsársins í Fella- og Hólakirkju kl. 20. hjá RARIK-kórnum en Lögreglu- Stjómendur eru Violeta Smid og kórinn er á leið utan á kóramót. Guðlaugur Viktorsson. Undirleikari Allir velkomnir og aðgangur er er Pavel Smid. ókeypis. Fyrirmæli dagsins EFTIR DAN GRAHAM Húseigandi kaupi sér örk af tvíspeglandi filmu (mylar) sem sett er á glugga til að veijast sólarljósi og augum vegfarenda að degi til Filman skal sett á stofugluggann. í sterku sólarljósi er fílman gagnsæ innanfrá en eins og spegill utanhúss. Þegar dimmt er yfir og á bilinu frá sólarlagi til rökkurs verður sýn í báðar áttir eins, speglandi og gagnsæ í senn, þannig að svipir fólks og hluta innanhúss og utanhúss sjást í sama mund. Síbreytilegur styrkur ljóssins veldur stöðugum víxlum gagnsæis og speglunar. • Fyrirmælasýning í siimvinnu við Kjarvalsstaði og Dagsijós ÞÝSKI brúðuleikhúsmaðurinn Brend Ogrodnik verður með tvær brúðuleiksýningar í Möguleikhúsinu sumardaginn fyrsta. Brúðuleik- sýningar í Möguleik- húsinu ÞÝSKI brúðuleikhúsmaðurinn Brend Ogrodnik verður með tvær brúðuleiksýningar í Möguleikhús- inu við Hlemm sumardaginn fyrsta. Fyrri sýningin er barnasýn- ing sem heitir Brúður, tónlist og hið óvænta. I kynningu segir: „I sýningunni eru sagðar nokkrar stuttar sögur og til þess beitt ýmsum tegundum leikbrúða og mismunandi leikstíl auk þess sem tónlist skipar stóran sess í sýning- unni. Áhorfendur aðstoða við að kalla fram rigningu og sólskin, spjalla við gamla leikbrúðuafann Kalla, sjá hvernig stór lirfa breyt- ist í enn stærra fiðrildi, anda sem birtist og dansar, kynnast því hvernig brúður eru búnar til og margt fleira. Rétt er að taka fram að í sýningunni talar Bemd við bömin á íslensku. Seinni sýningin heitir Næturljóð og er fyrir fullorðna. Hún saman- stendur af fjölda ljóðrænna mynda og stemmninga þar sem fallegar brúður og ýmsar ógleymanlegar persónur lifna við. Auk þess að sljóma brúðunum sér Bemd Ogrodnick um allan hljóðfæraleik í sýningunni, m.a. spilar hanná flautu og stjómar dansandi brúðu samtímis. Næturljóð er sýning sem byggir nær eingöngu á látbragði. Berat Ogrodnik bjó hér á landi um tíma og vakti þá athygli fyrir brúðuleikhús sitt. Undanfarin ár hefur hann starfrækt eigið brúðu- leikhús í New York. Auk þess að halda Master Class-námskeið um öll Bandarikin hefur Ogrodnik tekið þátt í fjölda leiklistarhátíða og mun á þessu ári meðal annars taka þátt í National Childrens Festival í Ottova í Kanada og al- þjóðlegri leikbrúðuhátíð í New York. í brúðuleikhúsinu tvinnar hann saman tónlist, myndlist og hand- verk og skapar þannig heillandi heim með leikbrúðum og tónlist." Sýningarnar í Möguleikhúsinu á fimmtudaginn verða sem hér seg- ir: Brúður tónlist og hið óvænta er sýnd kl. 14 og Næturljóð kl. 20.30. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna Verk eftir Mozart í Neskirkju SINFÓNÍUHUÓMSVEIT áhuga- manna heldur tónleika í Neskirkju sumardaginn fyrsta kl. 20.30. Stjóm- endur á tónleikunum eru Ingvar Jónsson og Oliver Kentish, einsöngv- ari er Sólrún Bragadóttir og einleik- ari á píanó Þórarinn Stefánsson. Efnisskráin er öll sótt í smiðju til Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Flutt verða forleikur að óperunni „Cosi fan tutte“, tvær aríur úr sömu óperu og ein úr Brúðkaupi Figarós, píanókonsert nr. 23 í A-dúr, KV 488 og sinfónía nr. 25 í g-moll, KV 183. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð haustið 1990. Hún er SKAGFIRSKA söngsveitin skipuð fólki sem stundar hljóðfæra- leik í frístundum, auk nokkurra tón- listarkennara og nemenda. Hljóm- sveitin heldur tónleika að jafnaði þrisvar á ári. Að þessu sinni leika rúmlega þrjátíu manns með sveit- inni. Ingvar Jónasson var einn af stofnendum sveitarinnar og hefur hann verið aðalstjómandi hennar frá upphafi. Oliver Kentish hefur stjórn- að henni á nokkmm tónleikum. Að þessu sinni hefur sveitin auk þess fengið til liðs við sig hjónin Sólrúnu Bragadóttur og Þórarinn Stefánsson. Aðgangseyrir er kr. 1.000, frítt fyrir böm og eldri borgara. Skagfirska söngsveitin í Langholts- kirkju SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík heldur sína árlegu vor- tónleika í Langholtskirkju á sum- ardaginn fyrsta kl. 17 og síðan verða tónleikarnir endurteknir Iaugardaginn 27. apríl kl. 17. Einsöngvarar á tónleikunum verða þau Elín Ósk Óskarsdóttir og Þorgeir J. Andrésson. Vilhelm- ína Ólafsdóttir leikur undir á píanó og trompetleikari er Gunn- ar Björn Bjarnason. Stjórnandi er Björgvin Þ. Valdimarsson. Verkefnaval á tónleikunum er fjölbreytt og verður byijað á lög- um við ljóð eftir skáld eins og Jónas Hallgrímsson og Bjaraa Þorsteinsson. FEGURÐ REY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.