Morgunblaðið - 24.04.1996, Side 31

Morgunblaðið - 24.04.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1996 31 og fjölskyldur, ég og fjölskylda mín sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Mig langar með þessum fáu orð- um að þakka þér allt það góða sem þú hefur látið streyma til mín og minna. Vertu ávallt guði falinn. Ég sakna þín sárt. Þín frænka, Sigrún Edda. Sumarið 1957 var húsið Goð- heimar 21 steypt upp og gert fok- helt. í því eru fjórar íbúðir. Þær voru flestar fullgerðar árið 1958 og flutt í þær. Það sem einkennt hefur þetta hús er, að sömu eigend- ur hafa verið að öllum íbúðunum frá upphafi og fram á þennan dag með tveimur undantekningum: Alexander og fjölskylda keypti sína íbúð 1962 og flutti þá í hana, og fyrir u.þ.b. fjórum árum seldi ekkja íbúð sina og kaus að flytja í íbúð fyrir aldraða, en þá var maður hennar látinn fyrir nokkrum árum. Maður kemst ekki hjá því að velta fyrir sér ástæðunum fyrir þessari löngu sambúð í húsinu. Þær eru að mati undirritaðs m.a. þessar: Fólkið var allt ákveðið í því að gera skyldu sína í einu og öllu, sýna eðlilega tillitssemi, ganga vel og hljóðlega um, leggja fram pen- inga og vinnuframlag eftir þörfum, svo að allt liti þokkalega út. Alex- ander lét ekki sinn hlut eftir liggja í þessu efni frekar en öðrum. Und- irritaður átti mjög góða og ánægjulega samvinnu við Alex- ander í sambandi við rekstur fast- eignarinnar. Með fjölskyldum okkar Alex- anders tókust strax góð kynni og studdi margt að því. Eg fékk góð- ar upplýsingar um störf hans, áður en hann kom til Reykjavíkur og fýlgdist með störfum hans eftir komu hans til Reykjavíkur. Aðal- störf hans voru verslunarstörf hjá Kaupfélagi Rangæipga á Hvols- velli og síðar hjá Byggingavöru- deild SÍS, eftir komu hans til Reykjavíkur. Þessi störf innti hann af hendi af meðfæddum dugnaði og með einstakri lipurð, enda taldi hann störf sín í þágu þessara aðila öðrum þræði hugsjónastörf. Jafn- framt störfum sínum hjá Kaupfé- lagi Rangæinga rak Alexander búskap í Djúpadal og bjó þar. í kynnum okkar kom greinilega í ljós hjá honum mikil velþóknun á lífi og starfí bóndans. Hann naut í ríkum mæli að dvelja í frístundum sínum í sumarbústað þeirra hjóna við Þingvallavatn og skreppa til veiða í hinni kæru Eystri-Rangá, sem rennur rétt við hlaðvarpann í Djúpadal. Á þessum stöðum lifði hann sæludaga í faðmi fjölskyldu sinnar. Fjölskyldur okkar skiptust á heimsóknum í sumarbústaði okk- ar, enda stutt á milli. Það var ávallt mjög ánægjulegt að hitta Alexander, hvort heldur sem var á fömum vegi eða á fal- legu heimili þeirra hjóna. Hann var alltaf glaður og reifur. Þótt hann væri í raun alvörumaður, fór svo sannarlega ekki fram hjá honum skoplega hliðin á lífinu og tilver- unni. Marga góða söguna fékk ég hjá honum á þessum 33 árum. Þeim verður að sleppa hér. Morg- unblaðið vill ekki langar minning- argreinar. Við vomm ekki sam- mála í stjórnmálum. Af því hlutust margvísleg orðaskipti, en ávallt í gamansömum tón. Hvor hélt með sínum. Oft urðum við þó sammála eftir nokkrar orðahnippingar. Alexander þekkti mjög margt fólk og var afar vinsæll. Vegna starfa sinna kynntist hann mörg- um, og svo var hann mjög félags- lyndur og mannglöggur. Ekki verður Alexanders minnst, án þess að getið sé konu hans, Guðrúnar Helgadóttur. Þau giftust 1942. Hjónaband þeirra var eins gott og hægt er að hugsa sér best. Vegna veikinda beggja hafa þau þurft að vera hvort öðru stoð og stytta, og hafa þau svo sannarlega verið það. Heimili þeirra var fallegt og umfram allt hlýlegt. Alexander og Guðrún eignuðust tvö mann- vænleg börn, Gunnar og Hafdísi, sem bæði eru fyrir löngu gift og hafa eignast afkomendur. Þessi fjölskylda er sérstaklega samhent og farsæl. Þarna eru engin tilbúin vandamál. Afkomendurnir voru Guðrúnu og Alexander mjög kærir. Við vinkonu mína, Guðrúnu, vil ég segja þetta: Þú hefur misst mikið, af því þú áttir mikið. Þú átt því margar og góðar minning- ar. Hugsaðu um þær. Örlögin fær enginn flúið. Þeir eru margir, sem þurfa að taka sömu örlögum og þú nú eða jafnvel miklu verri. Við trúum því bæði, að látinn lifir og er meira að segja nálægur stuttu eftir brottförina. Við trúum einnig á endurfundi. Er þetta ekki huggun harmi gegn? Ég mun sakna Alex- anders allan þann tíma, sem ég á eftir að vera í Goðheimum 21. Þar er svo margt sem minnir mig á hann. Hann var einn af hreinhjart- aðri og betri mönnum, sem ég hef kynnst á langri ævi. Árni Stefánsson. Það er margs að minnast þegar Alexander Sigursteinsson er kvaddur. Minningar frá Djúpadal þar sem Eystri-Rangá liðast við túnfótinn. Minningar frá heim- sóknum í vistleg heimkynni Alexar og konu hans Guðrúnar Helgadótt- ur í Goðheimum 21. Heimili Alexar og Gunnu stóð opið gestum og gangandi á þessum tveimur stöð- um alla þeirra búskapartíð. Og nú stöndum við eftir og söknum Aiex- ar, sem veitti gleði til samferða- mannanna af gnægð hjartans. Svifinn er svanur af engi. Sá hafði fjölskyldu lengi skýlt undir skjólgóðum væng. Á veginn til hæðanna venti, hjá vötnunum eilífu lenti, hvar þreyttum er þægileg sæng. Gott var hann gjaman að finna, gestum hann kunni að sinna og hlýju í hjartanu bar. Var glaður á góðvina fundum. Gætinn á aivömstundum. Höfðingi hvar sem hann var. r Hér er nú skarð fýrir skildi. Skaparinn söknuðinn mildi öllum, sem elskuðu hann, okkur, sem götuna göngum, greitt eða hægt eftir föngum og dáðum þann drengskaparmann. (Bj.H.) Já, það er margs að minnast og margt að þakka. Fagran júnímorgun er stefnan, sem oftar, tekin á Þingvöll. Það stendur til að heimsækja Alex og Gunnu í sumarbústaðinn. Á leið- inni upp með Ingólfsfjalli og upp Grímsnes er hugurinn fullur að- dáunar á fegurð náttúrunnar. Þeg- ar komið er í sumarhúsabyggðina sunnan við Miðfell má sjá að fáni blaktir á verönd við gulan sumar- bústað. Alex er búinn að flagga. Þau standa saman á veröndinni og veifa þegar ekið er í hlað. Gest- um er fagnað opnum örmum. Aspimar eru vaxnar langt upp fyrir víðihekkið. Þær spjara sig, þær ilma, enda hefur verið hlúð að þeim. Grasbletturinn við húsið er rennisléttur og rótin þétt. Þessi blettur hefur verið notaður vel. Á hann máttu allir stíga. Bömin léku sér þar eins og þau vildu. Það var engin hætta á því að Alex kæmi að skamma þau, því enginn var börnum betri en hann. Því meiri gleði og hlátur, því ánægðari var Alex, því hann var maður lífsins og gleðinnar. Hann var mjög lið- tækur í eldhúsi og léttstígur þegar hann var að bera kræsingarnar á borðið með Gunnu. Þau unnu sam- an og þar var ekki skorið við nögl. Loginn flökti í kamínunni og á henni var heitt vatn í stórum potti. Lágt suð kamínunnar skapaði notalega stemmningu. Úr stofu- glugganum sást út á Þingvallavatn og reykirnir á Nesjavöllum liðuðust upp í loftið handan vatnsins. Það var spjallað og hlegið. Nóttin var björt. Þetta var sumarparadísin hjá Alex og Gunnu. Enginn bjóst við því síðastliðið haust, að Alex væri að loka bú- staðnum þeirra í síðasta sinn. En svona er lífið. Vorið er að koma og gróðurinn við sumarbústaðinn á Þingvöllum fer að taka við sér í vorregni og sól. Alex hefði farið að hugsa til hreyfings upp í bústað, en stefn- unni var breytt. Khalil Gibran segir í Spá- manninum: „Hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið.“ Og var ekki á nýliðnum páskum talað um upprisusól frelsarans? Við gætum ekki óskað Alex öllu betra hlut- skiptis en þess, að mamma hans stæði með opinn faðminn í sólskin- inu og tæki á móti honum, eins og þegar hann var lítill drengur í Vestmannaeyjum forðum daga. Hann ætti það skilið. Bjarni og Margrét. Við áttum því láni að fagna að hafa Alexander og frú Guðrúnu fyrir granna síðustu fjögur árin. Nú er Alexander horfinn yfír móð- una miklu. Við viljum segja þetta um hann: Hann var hógvær maður og hjartahlýr. Hann var umburðar- lyndur og virti börnum okkar ævin- lega allt til besta vegar. Svo var hann spaugsamur og glaðsinna en æðrulaus þegar á móti blés. í fari hans fundum við margt fagurt og ýmislegt til eftirbreytni. Þess vegna erum við þakklát fyrir að hafa kynnst honum og stofnað til vinfengis við hann og ágæta eigin- konu hans, Guðrúnu. Megi Guð blessa hana og styrkja og megi ættingjar hans una sér við minninguna um grandvaran og góðan mann. Guðbrandur Gíslason, Halla Magnúsdóttír. Það er komið vor, sólin hækkar á lofti, fuglamir syngja og páska- liljurnar í garðinum eru sprungnar út. En skyndilega dimmir á ný er Guðrún hringir og segir að Alex- ander sé dáinn. Við drúpum höfði og verðum enn einu sinni að horf- ast í augu við hve skammt bilið er milli lífs og dauða. Það eru ekki margir dagar síðan að Alexander bankaði á eldhúsgluggann til þess að kasta kveðju á mannskapinn á sinn hlýja og glaða hátt og ósjálf- rátt lítum við út um gluggann og bíðum eftir áð fá að sjá brosið hans ljúfa einu sinni enn. Við kynntumst Alexander og Guðrúnu fyrir meira en þrjátíu árum er þau fluttu í Goðheimana og er skemmst frá því að segja að þar hófst vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Hafa þau hjón deilt með okkur gleði og raun í öll þessi ár og er vart hægt að hugsa sér betri og sannari vini. Alltaf var Alexander tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda og var hugulsemi þeirra hjóna og umhyggja fyrir fjölskyldu okkar einstök. Hjónaband Guðrún- ar og Alexanders var mjög farsælt og var unun að því að fylgjast með hve annt þeim var hvoru um annað og um fjölskyldu sína. Í kringum þau ríkti alltaf glaðværð og eru þær ófáar ánægjustundimar sem við höfum átt saman hér í Goð- heimum 21. Nú er Alexander horfinn á braut og eftir sitjum við og yljum okkur við minningarnar. Við biðjum Guð að geyma hann og styrkja Guðrúnu og alla aðstandendur hans. Guð blessi minningu góðs og einlægs vinar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Knútur Þorsteinsson og fjölskylda. ARNKELL ÞÓRÓLFSSON + Arnkell Þór- ólfsson fæddist á Sílalæk í Aðaldal 28. september 1920. Hann andaðist á heimili sínu Hraun- koti II í Aðaldal 15. apríl sl. Foreldrar hans voru Þórólfur, f. 20.4. 1892, d. 15.1. 1969, bóndi á Sílalæk og Hraun- koti í Aðaldal Jón- asson bónda á Hraunkoti Þor- grímssonar og Friðriku Sigríðar Eyjólfsdóttur, og k.h. Ingibjörg Jakobína, f. 28.11.1896, d. 29.9. 1950, Andrésdóttir bónda á Sílalæk Jónassonar og Elínar Sigurveigar Jónasdóttur. Þór- ólfur og Ingibjörg bjuggu á Sílalæk frá 1920 til 1926 að þau fluttu í Hraunkot og bjuggu þar til 1950 að Arnkell tók við búskapnum. Systkini Arnkels eru Elín, f. 1921, húsfrú á Husavík, gift Karli Ingólfssyni, fyrrum bif- reiðastóra, hún á 2 börn. Jón- as, f. 1924, fyrrum bóndi á Syðri-Leikskálaá í Kinn, kvæntur Svanhvíti Ingvars- dóttur, þau eiga 4 börn. Stein- ar, f. 1930, verkamaður á Ak- ureyri, kvæntur Halldóru Vil- helmsdóttur, þau eiga 6 börn. Friðrika, f. 1933, húsfrú á Böð- varsnesi í Fnjóskadal, gift Kristjáni Valdi- marssyni bónda, hún á 5 börn. Helga, f. 1939, húsfrú á Akureyri, gift Indr- iða Úlfssyni rithöf- undi og fyrrverandi skólasljóra, þau eiga 2 börn. Arnkell kvæntist 11. nóvember 1950 eftirlifandi konu sinni Hólmfríði Jónsdóttur, f. 5.1. 1930, hún er dóttir Jóns Pálssonar, f. 1903, d.1990, bónda á Granastöðum II í Kinn og k.h. Bjargar Kristjánsdóttur, f. 1904, d. 1973. Börn Arnkels og Hólmfríðar eru: 1) Ingibjörg, f. 30.11.1950, hjúkrunarfræðingur á Húsa- vík, maður hennar var Tryggvi Ingason bóndi á Narfastöðum í Reykjadal og eignuðust þau 2 dætur. 2) Þórólfur, f. 14.2. 1952, d. 31.7. 1971, nemi á Hraunkoti II. 3) Jón, f. 2.12. 1955, rafvirki á Húsavík, kona hans er Gunnþórunn Þorgríms- dóttir húsfrú og verkakona, þau áttu 3 börn. 4) Olína. f. 5.5. 1957, húsfrú og bóndi á Hraunkoti II, maður hennar er Hermann Sigurðsson bóndi og trésmiður, þau eiga 3 börn. Útför Arnkels verður gerð frá Neskirkju í Aðaldal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ekki datt mér í hug í ágúst sl. þegar ég kom í Hraunkot að það yrði í síðasta skiptið sem ég sæi Amkel föðurbróður minn í þessu lífí. Hann var elstur í hópi sex systk- ina, ég held vel samhentum hópi, ég man ekki betur en samgangur þeirra á milli a.m.k. væri mikill og góður á mínum uppvaxtarárum. Mér hefur alltaf fundist að Addi væri kletturinn í hópnum, kannske vegna þess að hann tók við ætta- róðalinu, sem forfeður okkar hafa setið síðan á seinni hluta átjándu aldar, og faðir minn hafði sterkar taugar til síns æskuheimilis. Addi frændi var glaðvær og hressilegur og með skemmtilegri mönnum sem ég hef kynnst, hjálp- semi og verklagni voru honum í blóð borin og nautu margir góðs af því. Hann var félagslyndur og tók þátt í ýmsu félagslífi í Aðald- al, man ég eftir að hafa séð hann á leiksviði fyrir um það bil aldar- fjórðungi, þá hafði hann góða söngrödd og söng í kirkjukór Nes- kirkju og einnig í karlakómum Hreimi frá stofnun fyrir rúmum tuttugu árum. Þegar faðir minn veiktist haust- ið 1974 voru þær ófáar ferðirnar sem Addi kom vestur yfir Fljótið á milli 20 og 30 km leið á slæmum vegum, var hann þá að aðstoða við hlöðubyggingu og eitt og annað sem til féll, tel ég á engan hallað þó að ég segi að hjálp þeirra föður- bræðra minna hafí skarað fram úr annarri hjálp það haust, en oft hafa þeir tekið Syðri-Skálarheimil- inu handarvik bæði fyrr og síðar. Séifræðingar í Itlóniaskroý iíó öll la'kilæri blómaverkstæði I INNA*| Skólavörðustíg 12, á horni Berg'staðastrætis, sími19090 Þó nokkrar voru þær næturnar sem ég gisti í Hraunkoti á skólaár- um mínum, en aldrei munu þær hafa verið fleiri á einum vetri en veturinn 1974-75 þegar faðir minn lá á sjúkrahúsi í Reykjavík og móðir mín var þar yfir honum veturlangt, það var svo gott að vera hjá Ádda og Fríðu að mér fannst ég vera í hlýjum foreldra- húsum. Það hlýtur að hafa verið ein mesta gæfa Adda frænda þegar hann kvæntist Fríðu, þau voru svo samhent að þau voru eins og tveir eikarstofnar af sömu rótinni, þeirra vistlega og hlýja heimili ber hug þeirra og handa vitni. Og mun Addi ekki síður hafa átt þátt í góðu húshaldi, en hann er fyrsti karlmaðurinn sem ég sá koma nálægt húsverkum, og enn hef ég ekki séð þá marga af hans kynslóð vinna þau verk. Ræktarsemi fjölskyldunnar í Hraunkoti við sjúkan föður minn sl. tæp 22 ár, verður aldrei fullþökk- uð svo mikla ánægju sem hann hafði af heimsóknum bróður síns og mágkonu, og víst er um það að fjölskyldan á Syðri-Skál saknar vin- ar í stað við fráfall Amkels. Elsku Fríða, Inga, Jón, Ólína og fyölskyldur, ég sendi ykkur mín- ar dýpstu samúðarkveðjur og bið almættið að styrkja ykkur í sorg- inni. Sveinn Valdimar. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEfÐIR HÓTEL LÖFTLEIHIR 4 V t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.