Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verulegur bati í afkomu Yinnslustöðvarinnar fyrstu 6 mánuði reikningsársins Hagnaður af reglulegri starfsemi 80 milljónir Söluhagnaður aflaheimilda 125 milljónir HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar á fyrstu sex mánuðum yfirstandandi reikningsárs nam 214,7 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starf- semi á sama tíma nam röskum 80 milljónum króna. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið gerir 6 mánaða milliuppgjör, í samræmi við kröfur Verðbréfaþings, og því er ekki til samanburður við sama tímabil í fyrra. A síðastliðnu rekstrarári, sem stendur frá 1. sept. til 31. ágúst nam tap Vinnslustöðvarinnar hins vegar rúmum 90 milljónum króna. Að sögn Sighvats Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvar- innar, er þetta þó merki um mun betri afkomu hjá fyrirtækinu. Þá eigi það mjög góða mánuði inni því mars og apríl séu því yfirleitt mjög hagstæðir. Þá sé efnahagsreikning- ur fyrirtækisins mjög bólginn þar sem birgðastaða við lok tímabilsins hafí verið mjög há, enda ljúki tíma- bilinu í miðri loðnuvertíð. Að sama skapi hækki þetta skammtímaskuldir fyrirtækisins. „Reksturinn hefur gengið betur á þessu ári en á því síðasta og útlitið er mjög gott. Það sem hefur verið okkar vandamál, eins og annarra, er að bolfiskvinnslan er mjög slæm og dregur talsvert úr árangri fyrir- tækisins. Við erum hins vegar að vinna að því að snúa því á betri veg,“ segir Sighvatur. Hluti hagnaðar fyrstu sex mán- aða ársins skýrist af hlutdeild í hagnaði sölusamtaka og 125 millj- óna króna hagnaði af sölu aflaheim- ilda. Sá söluhagnaður er að sögn Sighvats tilkominn vegna þeirra breytinga sem fyrirtækið hefur ver- ið að gera á samsetningu aflaheim- ilda sinna að undanfömu. Þær breytingar hafi falið í sér aukna áherslu á loðnu og síld, frá því sem áður var, en feli ekki í sér skérðingu á aflahlutdeild fyrirtækisins. Sighvatur segir að nú sé unnið að því að auka vinnslu í neytenda- pakkningar og hafi sú yinna skilað talsverðum árangri. Á fyrstu 6 mánuðum reikningsársins hafi verð- mæti hefðbundinnar bolfísksfryst- ingar numið 150 milljónum en verð- mæti neytendapakkninganna 170 milljónum króna. „Við erum að vinna núna sífellt meira í neytendapakkningar en áður og munum í haust sameina deildim- ar sem hafa verið með hefðbundna bolfiskvinnslu og neytendapakkn- ingar í eina deild. Þá munum við draga enn meira úr hefðbundnu vinnslunni og færa hana yfir í neyt- Vinnslustöðin Úr reikningum 1. sept. 1995 til 29. feb. 1996 Rekstrarreikningur 1995 Rekstrartekjur milljónirkr. 1.638 Rekstrargjöld 1.329 Rekstrarhagn. fyrir afskriftir 309 Afskriftir 136 Haqnaöurf. fjármagnst. (gjöld) 173 Fjármagnstekjur (gjöld) (93L Haqnaðuraf reulul.starfsemi 81 Hlutdeild í hagnaöi sölusamt. 10 Söluhagnaður af aflaheimildum 125 Hagnaður 215 Efnahagsreikningur I Elanir: I Veltufjármunir 1.456 Fastafjármunir 3.036 Eignir samtals 4.49 L I Skuldir oa eiaiO 16: \ Skammtímaskuldir 1.780 Langtímaskuldir 2.124 Skuldir samtals 3.904 Eiqlðfé 5PZ- Sjóðstreymi Veltufé 175; Eiginfjárhlutfall JZB3L endapakkningar, því þar liggur vaxtarbroddurinn hjá okkur og þannig getum við snúið afkomu í bolfiski til hins betra,“ segir Sig- hvatur. Góðar horfur á síðari hluta ársins Á tímabilinu hagnaðist Vinnslu- stöðin um 10,5 milljónir króna á framvirkum gjaldmiðlasamningum, en eins og kunnugt er var hluti taps fyrirtækisins á síðasta reikningsári skýrður með 76 milljóna tapi vegna slíkra samninga. Hluti þeirra er enn í gildi og því virðist útkoma þeirra ætla að verða heldur skárri fyrir fyrirtækið en á horfðist. Sighvatur segir að það sem eftir lifi rekstrarársins líti þokkalega út. Félagið hafi fest kaup á nýju skipi til nóta- og togveiða og mun nýting fiskimjölsverksmiðjunnar batna til muna við þessi kaup, að hans sögn. Þá muni kaupin einnig lengja veiðitímabilið í loðnufrystingu vegna möguleikans á því að kæla hráefn- ið, en skipið er búið fullkomnum kælitönkum. Sighvatur segir að ein- hveijar eignir verði seldar til þess að mæta þessari fjárfestingu. End- anleg ákvörðun hafí þó ekki verið tekin um hvaða eignir verði seldar, en þó hafí verið ákveðið að selja Sighvat Bjarnason VE. Tilboð um þjónustusamnmg um rekstur leikskóla Segja spamað borgarinnar 80 milljónir á 3 ámm FYRIRTÆKIÐ Leikráð ehf. á Ak- ureyri hefur sent fyrirspurn til borgaryfirvalda um hvort áhugi sé fyrir að gera þjónustusamning um rekstur nokkurra stærstu leikskóla borgarinnar. Að sögn Siguijóns Haraldssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins má spara um 80 millj- ónir í rekstri á þremur árum. Rekst- ur mötuneyta verður boðinn út enda óeðlilegt að borgin reki um 60 lítil mötuneyti þegar aðrir aðilar geta boðið mat á hagstæðu verði. Tilboð- ið var lagt fram í borgarráði, sem vísaði erindinu til stjómar Dagvist- ar bama. Ávinningur borgarinnar er sagð- ur verða minni fjárframlög til við- komandi leikskóla, aukin og ódýrari þjónusta og aukin krafa um mælan- legan árangur í þjónustu. Samning- urinn skili hærri launum til starfs- manna, sveigjanlegum vinnutíma og meiri starfsánægju. Ávinningur neytenda yrði aukin og ódýrari þjónusta, sveigjanlegur vistunar- tími og að opið yrði allt árið. Kostnaður á barn 300 þús. Siguijón sagðist hafa sent borg- arstjóra upplýsingar byggðar á Ár- bók sveitarfélaga, en þar kemur fram að kostnaður við hvert pláss á nokkrum leikskólum borgarinnar er 300 þúsund krónur á ári, en miðað við landið allt er kostnaður við hvert barn 232 þúsund fyrir hvert pláss á ári. Miðað er við að þjónustusamningurinn nái til leik- skóla þar sem em minnst 40 heils- dagspláss. Skólar sem rúmast innan þeirra marka eru Stakkaborg, Ösp, Völvuborg, Múlaborg, Garðaborg, Laufásborg, Hagaborg, Dyngju- borg og Hamraborg. Launakostnaður 60-70% „Stærsti kostnaðurinn er launa- kostnaður eða 60-70%,“ sagði Sig- uijón. „Annar stór kostnaður er mötuneyti. Við höfum hugsað okkur að bjóða út þann rekstur, þannig að foreldrar geta valið um hvort þeir vilja kaupa fæði eða hvort þeir vilja útbúa nesti sjálfir með bömun- um þannig að þessi kostnaður verði sem minnstur fyrir foreldra. Vand- inn við fæðiskostnað er að foreldrar eiga að greiða hann á kostnaðar- verði, en reynslan er sú að foreldr- ar greiða yfirleitt minna. Kostnaður er hærri auk þess sem í samningum við starfsmenn er gert ráð fyrir að þeir fái frítt fæði. Þar á meðal eru starfsmenn mötuneyta, en þeir nýt- ast ekki til annarra starfa en þar á leikskólanum og er kostnaður vegna þeirra því hlutfallslega hærri. Hjá Reykjavíkurborg hefur nýtingin verið um 4 börn á hvem starfsmann að meðaltali. Miðað við jafna ald- ursdreifingu ætti nýtingin að vera 6,5 börn á hvern starfsmann. Yfir- leitt eru eldri börnin fleiri á þessum leikskólum þannig að nýtingin ætti því að vera heldur betri. Við munum taka þessi mál og innra skipulag föstum tökum.“ Gert er ráð fyrir samið verði til reynslu í þijú ár og að Reykjavíkur- borg greiði á fyrsta ári 80% af því framlagi sem greitt er í dag. Á öðru ári greiði botgin 70% og 60% á því þriðja. Morgunblaðið/Birgir Valsson SLASAÐI sjómaðurinn sóttur um borð í Gnúp GK. Morgunblaðið/Halldór Nellett OLÍU dælt úr birgðaskipi í rússneskan togara. Eftirlit á Reykja- neshrygg VARÐSKIPIÐ Ægir er nýkomið úr eftirlitsferð á Reykjanes- hrygg. Varðskipið fylgdist með togaraflotanum og stuggaði við nokkrum erlendum togurum, sem fóru inn fyrir landhelgislínuna. I gær voru um 60 togarar þarna á veiðum. Meðal annars fóru varðskips- menn um borð í rússneskan tog- ara til að skoða veiðarfæri og vinnslu og var vel tekið á móti þeim. Olíuskip kom á miðin og ’ Morgunblaðið/Birgir Valsson VARÐSKIPSMENN fóru um borð í rússneskan togara og fengu þar góðar móttökur. dældi olíu um borð I togarana. Áður cn varðskipið hélt heim af miðunum var farið um borð í Gnúp, GK 77, til að sækja slasað- an sjómann og færa til lands. Slysið varð þegar togarinn missti troll en þá klemmdist maðurinn illaáhendi. Island í orkunefnd innan SÞ TIL greina kemur að ísland sækist eftir sæti í nefnd Efna- hags- og félagsmálaráðs Sam- einuðu þjóðanna um nýja og endurnýjanlega orkugjafa. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra sagði á Alþingi á þriðjudag að við hæfi væri að ísland léti til sín taka innan SÞ í orkumálum og þátttaka í nefndinni gæti haft mikla þýðingu í tengslum við hug- myndir um ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um þessi mál árið 2001. Halldór sagði að með samn- ingi SÞ um loftslagsbreyting- ar hefðu aðildarrlki skuld- bundið sig til að draga úr út- blæstri ýmissa lofttegunda og hefði íslenska ríkisstjórnin nýléga skilað inn skýrslu vegna þessa. Meðal þeirra aðgerða sem aðrar þjóðir hygðust grípa til væri sérstak- ur skattur á eldsneyti. „Sú þróun á eftir að auka eftirspurn eftir endurnýjan- legum orkugjöfum, vatnsafli og jarðhita og bæta sam- keppnisstöðu Islands í fram- tlðinni," sagði Halldór. Biskup hefur póstlagt svarbréf HR. ÓLAFUR Skúlason, bisk- up íslands, hefur sent Presta- félagi íslands svarbréf vegna niðurstöðu stjórnar félagsins í framhaldi af áliti siðanefndar þess. Siðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að biskup hefði brotið alvarlega af sér gagn- vart hinu kirkjulega embætti með því að bera út opinberar upplýsingar um fund sóknar- prests og skjólstæðings vegna persónulegra hagsmuna. í framhaldi af því óskaði stjórn PÍ eftir því í bréfi til embætt- is biskups íslands og kirkju- málaráðherra að embætti biskups kæmi að umfjöllun málsins og ætti hlut í lúkningu þess. Hr. Ólafur sendi Geir Wa- age, formanni prestafélagsins, svarbréf í pósti í gærmorgun. Hann vildi ekkert láta uppi um efni bréfsins. Boðið til æfingar á Islandi ÍSLENSK stjómvöld hafa ákveðið að bjóða til æfingar á íslandi á næsta ári innan ramma Friðarsamstarfs Atl- antshafsbandalagsins við ríki Mið- og Austur-Evrópu. A æfingunni verður lögð áhersla á viðbúnað við náttúruhamför- um. Þetta kom fram í skýrslu sem Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra flutti Alþingi á þriðjudag. Sagði Halldór mikilvægt að Friðarsamstarf- ið yrði eflt á komandi árum og eðlilegt væri að ísland tæki virkan þátt i því starfi og legði þar sitt af mörkum til öryggis í álfunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.