Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Urmull samsæriskenninga settur fram um örlög uppreisnarleiðtoga Myrti rússneski herinn Dúdajev í hefndarskyni? Moskvu, London. Reuter. ANDSTÆÐINGAR Dzokhars Dúdajevs, leiðtoga uppreisnar- manna Tsjetsjena, eru ekki sann- færðir um að hann sé allur þótt útför hans hafi farið fram í gær. Dúdajev, sem var fyrrverandi her- foringi í sovéska flughernum og meistari í karate, var lykilmaður í baráttu Tsjetsjena fyrir sjálfstæði og bar að miklu leyti ábyrgð á nið- urlægingu Rússa í átökunum um Tsjetsjníju, sem staðið hafa í 16 mánuði. Sagt er að rússnesk sprengiflaug hafi hæft Dúdajev þar sem hann stóð á akri og talaði í gervihnattasíma á sunnudag. Hér verður litið á samsæriskenningarn- ar, sem settar hafa verið fram um örlög Tsjetsjena-leiðtogans. Mikii óvissa ríkti um hríð í Moskvu og Tsjetsjníju um það hvort Dúdajev væri allur, en í gær gaf Shamil Basajev, einn helsti foringi uppreisnarmanna, út tilkynningu um andlát Dúdajevs á sjónvarpsrás uppreisnarmanna og sagði að Zelmikhan Jandarbíjev, sem ráða- menn í Moskvu telja harðlínumann, hefði verið kjörinn nýr leiðtogi upp- reisnarmanna. Fréttastofan Itar-Tass greindi frá því í gær að Dúdajev hefði ver- ið borinn til grafar í þorpi í suður- hluta Tsjetsjníju og hefði Jand- arbíjev verið viðstaddur útförina. Enn er mörgum spurningum ósvarað varðandi andlát Dúdajevs, sem var 52 ára, og ekki ljóst hvers vegna eða jafnvel hvort hann var ráðinn af dögum. Stuðningsmenn Dúdajevs segja að hann hafi látið lífið í sprengju- árás, sem sennilega hafi verið gerð úr þyrlum, þar sem hann stóð á akri nærri þorpinu Gekhi-Chu, skammt frá Grosní, á sunnudags- kvöld. Hann hafi verið að ræða við sáttasemjara í deilu Rússa og Tsjetsjena í gervihnattasíma þegar hann lést. Hver var þáttur rússneska hersins? Vjatsjeslav Tíkomírov, yfirmað- ur rússneska heraflans í Tsjetsjníju, þvertók hins vegar fyrir það síðdegis í gær að liðsmenn sínir hefðu staðið að árás- um á þessu svæði. „Ríkishersveitir áttu engan þátt í dauða Dzhokhars Dúdajevs," sagði Tí- komírov í samtali við Itar-Tass. Fréttastofan hafði ekki fyrr greint frá þessum ummælum en hún hafði eftir ónefnd- um embættismanni í rússneska innanríkis- ráðuneytinu að herinn hefði gert árás á Gek- hi-Chu á sunnudag til að hefna tuga rúss- neskra hermanna, sem féllu í launsátri uppreisnarmanna í síðustu viku. Dúdajev hefði verið meðal fórnarlambanna í þessari hefnd. Yfirlýsing hins ónafngreinda embættismanns gefur í skyn að ekki hafi verið ætlunin að ráða Dúdajev af dögum. Að sögn ráðu- neytisins létu 200 uppreisnarmenn lífíð í árásunum á sunnudag. Þeir sem aðhyllast þá kenningu að andlát Dúdajevs hafi verið tilvilj- un benda á að rússnesk yfirvöld hafi vitað um ferðir hans og dvalar- staði mest allt stríðið (hann hafi til dæmis oft hitt blaðamenn) án þess að gera tilraun til að ráða hann af dögum. Ástæðan fyrir því að ekki var gerð alvara úr hótunum um að ná eða drepa Dúdajev (fyrr en nú, ef það er raunin) hefur verið nokkur ráðgáta. Ein tilgáta er sú að herinn vilji ekki að stríðinu í Tsjetsjníju ljúki og vildi því ekki veikja forystu uppreisnarmanna. Einnig hefur því verið haldið fram að Dúdajev hafi hótað að fletta ofan af ólögleg- um viðskiptum, sem rússneski herinn hefur staðið fyrir, ef skert yrði hár á höfði hans. Dúdajev sagði eitt sinn að hann geymdi sönn- unargögn í svissnesku bankahólfi. Samsæriskenningar hafa einnig verið settar fram. Sumir telja að Dúdajev hafi verið ráð- inn vísvitandi af dög- um og verið geti að tekist hafí að miða út hvar hann var staddur út frá gervihnattasíma hans. Talið er víst að rússneski herinn búi yfir tækninni til að gera slíka árás og þetta væri jafnvel besta leiðin til að ná honum. Ef rétt er að hann hafi verið að ræða við Rússa þegar árás- in var gerð hefði verið hægur vandi að miða út stöðu hans. Herinn hafði bylgjulengdina á símanum og síma- númerið. Tim Ripley, sem stundar rannsóknir við Lancaster-háskóla, sagði að bylgjur frá gervihnatta- síma færu beint út í geiminn og hvorki Ijarlægðir né fjöll hindruðu miðun þeirra. Helsti vandinn væri að meta upplýsingarnar og koma þeim til skila til árásarliðsins. Að- gerð af þessu tagi þyrfti að skip- leggja fyrirfram. I dagblaðinu Nezavisimaja Gaz- eta sagði að það væri „öldungis augljóst" að Rússar hefðu myrt Dúdajev að yfirlögðu ráði til þess að greiða fyrir viðræðum við hóf- samari undirsáta hans. Því til stuðnings er bent á að Dúdajev hafi síðast á laugardag ítrekað að hann myndi ekki fallast á tillögu Borís Jeltsíns forseta um viðræður fyrr en rússneskir her- menn hefðu verið kvaddir brott frá Tsjetsjníju. Myrtur gegn vilja Jeltsíns? Aðrir fréttaskýrendur töldu ekki útilokað að Dúdajev hefði verið myrtur þvert gegn vilja Jeltsíns og stjórnar hans. Þeirra tilgáta er að harðlínumenn í hernum, sem staðið hafa fyrir áframhaldandi árásum á uppreisnarmenn í trássi við skipan- ir Jeltsíns, hafi verið að verki. For- setanum er ákaflega umhugað um að lægja öldurnar fyrir forseta- kosningarnar í júní. Enn aðrir leiða getum að því að Dúdajev hafi verið fórnarlamb inn- byrðis átaka aðskilnaðarsinna, þótt flestir þeir, sem til þekkja, telji það ólíklegt vegna vinsælda hans. Þá eru þeir, sem neita að trúa að hann sé dáinn og grafinn. „Ég mun ekki trúa að Dúdajev sé látinn fyrr en líkið hefur verið grafið upp og réttarlæknir staðfestir það,“ sagði Viktor Iljúkín, formaður ör- yggisnefndar rússneska þingsins, og Iagði fram sína samsæriskenn- ingu. „Hann gæti hafa tilkynnt að hann væri dauður til að þyrla ryki í augu manna. Þetta gæti verið leið til að koma í veg fyrir friðarvið- ræður. Það gæti einnig verið að Dúdajev hafi gert sér grein fyrir því að hernaðarsigur er útilokaður og flúið Tsjetsjníju til að leita hæl- is erlendis.“ Eldvarnir í Dusseldorf í óiagi YFIRVÖLD í Þýskalandi skýrðu frá því í gær, að reglur um eldvarnir hefðu verið þver- brotnar í flughöfninni í Dús- seldorf en 16 manns létu lífið þegar eldur varð laus þar fyrr í mánuðinum. Meðal annars hefði eldfimt efni verið notað í falskt loft í biðsölum. Gorbatsjov sleginn MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrr- verandi forseti Sovétríkjanna og frambjóðandi í forsetakosn- ingunum í Rússlandi, var sleginn í andlitið þegar hann var á kosninga- ferðalagi í borginni Omsk í Síber: íu í gær. í yfirlýsingu frá Gorbatsjov- stofnuninni var atvikinu lýst sem „banatilræði" en rúss- neskar fréttastofur sögðu, að svo hefði ekki verið. Oánægja í Paraguay LINO Oviedo hershöfðingi og yfirmaður hersins í Paraguay ákvað í gær að láta undan ríkisstjórninni, sem hafði ákveðið, að hann yrði varnar- málaráðherra en léti um leið af stöðu forseta herráðsins. Áður hafði hann neitað því og búið um sig í herbúðum. Þús- undir manna þustu út á götur til að lýsa yfir stuðningi við forsetann í þessari deilu en er fréttist, að Oviedo yrði varnar- málaráðherra þrátt fyrir það, sem á undan var gengið, kall- aði fólkið forsetann hugleys- ingja. Reuter ZELIMKHAN Jandarbíjev, nýr leiðtogi Tsjetsjena. KÝR með riðu. Bretar vonast eftir afnámi kiötbanns , n *J idon, Brussel. JOHN Major forsætisráðherra Bret- lands og Douglas Hogg landbúnað- arráðherra telja líklegt, að Evrópu- sambandið (ESB) aflétti útflutn- ingsbanni á bresku nautakjöti og það gæti jafnvel orðið í næstu viku. Verði hins vegar ekki af því myndu Bretar íhuga gagnráðstafanir. Hogg sagði á þriðjudag eftir fund með Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í framkvæmda- stjórn ESB, að sér skildist, að land- búnaðarráðherrar ESB myndu á tveggja daga fundi sínum í Lúxem- borg á mánudag lýsa stuðningi við að kjötbanninu yrði aflétt. Fischler hafði öllu meiri fyrirvara á sér.en Hogg. Áfundinum.er.gert.... ráð fyrir að skoðuð verði rækileg áætlun frá Bretum um það hvernig þeir hyggjast útrýma kúariðu. Santer rekur á eftir Bretum Jacques Santer, formaður fram- kvæmdastjórnar ESB, hvatti Breta í gær, til að ljúka gerð slíkrar áætl- unar fyrir fundinn þannig að ráð- herraráðið gæti tekið endanlega afstöðu í byijun maí. Bretar eru sagðir íhuga gagnráð- stafanir aflétti ESB ekki útflutn- ingsbanninu. Malcolm Rifkind utan- ríkisráðherra lagði þó áherslu á það að leitað yrði pólitískra lausna en ekki. efiit til viðskiptastríðs. m Sameiginleg tillaga Svía og Finna á ríkjaráðstefnu Geta ESB til friðar- gæslu verði aukin Helsinki. Morgunblaðið. FINNAR og Svíar hyggjast leggja fram sameiginlega tillögu á ríkja- ráðstefnu Evrópusambandsins um að sambandinu verði gert kleift að grípa til hernaðaraðgerða til að gæta friðar eða hafa stjórn á kreppuástandi í öryggismálum. Rík- in tvö vilja að Vestur-Evrópusam- bandið, VES, sjái um framkvæmd slíkra aðgerða. Tillagan hefur verið í undirbún- ingi undanfarnar vikur. Um síðustu helgi birtu utanríkisráðherrar Finn- lands og Svíþjóðar, Taija Halonen og Lena Hjelm-Wallén, nær sam- hljóða blaðagreinar, þar sem færð eru rök fyrir því að VES eigi að geta gripið til hernaðaraðgerða til að gæta friðar í Evrópu eða lægja öldurnar í óvissuástandi. Stofnsáttmála breytt Hin sameiginlega tillaga gerir ráð fyrir breytingum á tveimur greinum stofnsáttmála ESB. Ann- ars vegar leggja Finnar og Svíar til að kveðið verði á um að hin sam- eiginlega utanríkis- og öryggis- málastefna sambandsins taki til friðargæslu, kreppustjórnunar, björgunaraðgerða og hernaðarað- gerða í þágu mannúðarsjónarmiða. Hins vegar er lagt til að kveðið verði á um að ESB geti gefið VES fyrirmæli um framkvæmd slíkra aðgerða. Rúsínan í pylsuendanum er sú, að Finnar og Svíar gera ráð fyrir að öll aðildarríki ESB geti tekið þátt í að ákveða hernaðaraðgerðir af þessu tagi og að hrinda þeim í framkvæmd. Með þessu móti gætu löndin tvö tekið þátt í t.d. friðar- gæsluaðgerðum á vegum VES án þess að bijóta þá grundvallarreglu sína að ganga ekki í hernaðar- bandalög. Finnland og Svíþjóð eiga einungis áheyrnaraðild að VES, enda geta aðeins fullgild aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, fengið fulla aðild, ,r, Tillagan felur þannig ekki í sér að ESB taki upp sameiginlegar varnir yfirráðasvæðis aðildaríkj- anna og hún útilokar ekki heldur að VES taki sjálfstæðar ákvarðanir án atbeina ESB. Finnskir viðmæl- endur Morgunblaðsins telja tillög- una sannkallað Kólumbusaregg, þar sem hún geri ESB kleift að auka vægi sitt á alþjóðavettvangi og styrkja sameiginlegu utanríkis- og öryggismálastefnuna án þess að það komi hlutlausu ESB-ríkjunum í vandræði. Um leið geta Finnland og Svíþjóð boðist til að miðla öðruin af hinni miklu reynslu sinni af frið- argæslu á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Anneli Taina, varnarmálaráð- herra Finnlands, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í Hels- inki í gær að Finnar vildu leika stórt hlutverk í öryggismálum Evr- ópu. „Við viljum leggja okkar af mörkum í kreppustjórnun og friðar- gæslu,“ segir Taina. Hún segjr Finna styðja tilraunir til að styrkja samstarf ESB í örygg- ismálum og segist ekki útiloka að taka eigi upp atkvæðagreiðslur um utanríkismál í ráðherraráði ESB..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.