Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 13
LANDIÐ
Sænskir nemar
heimsækja
Hallormsstað
Egilsstöðum - Hallormsstaðaskóli
tók nýverið á móti 5 sænskum nem-
endum og tveimur kennurum í
heimsókn. Nemendurnir eru úr
skóla frá Taaby í útjaðri Stokk-
hólms.
Undanfari heimsóknarinnar er sá
að tveir kennarar komu austur s.l.
október og var unnið að sameigin-
legu þemaverkefni skólanna
tveggja. Krakkamir skiptust síðan
á myndum og persónulegum upplýs-
ingum. Allir nemendur í verkefninu
sömdu ljóð um sama efni, íslensku
krakkamir skiluðu á íslensku og
dönsku en sænsku börnin skiluðu á
sænsku og ensku. Ljóðin vom hljóð-
rituð og send á milli til hlustunar.
Eftir þessi samskipti fóm kenn-
ararnir að vinna fleiri verkefni um
ísland með sínum nemendum og
komu svo í heimsókn núna. Sam-
skiptin hafa mest farið fram í gegn-
um tölvu, póst og fax.
Jón Guðmundsson kennari í Hall-
ormsstaðaskóla sagði það sið í skól-
anum að fara í ferðalag annað hvert
ár og þá væri farið til útlanda.
Lögð væri áhersla á að komast í
samskipti við skóla á Norðulöndun-
um, þannig að skólaferðalagið nýtt-
ist sem fræðslu- og menningarferð
auk þess sem að vera skemmtiferð.
Jón sagði nemendur Hallormsstaða-
skóla hafa átt samskipti við og
hafa heimsótt skóla í Greve í Dan-
mörku og Bergen í Noregi og að
heimsóknir þessar hafi mikið gildi
fyrir krakkana og gefi þeim sýn inn
í aðra menningu.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
SÆNSKIR nemendur ásamt kennurum sínum tveimur og kennurum Hallormsstaðaskóla, þeim
Kristínu Björk Gunnarsdóttur og Sif Vígþórsdóttur.
Morgunblaðið/Egill Egilsson
Kaffisala á
vordegi
Flateyri - Að Holti í Önundar-
firði var haldin kaffisala til
styrktar ferð nokkurra ung-
menna á svæðismót seinna í sum-
ar. Það er ekki annað hægt að
segja en að menn streymdu víða
að úr nálægum sveitum með ung-
viði sem margt hvert fékk sína
fyrstu upplifun af að sitja á hest-
baki. Jafnvel Isafjarðarlögreglan
stóðst ekki freistinguna að kíkja
á kaffihlaðborðið og „kaloríu-
mæla“ í leiðinni.
♦ ♦ ♦-----
Innrás úr
Borgarfirði
Borgarnesi - Á annað hundrað
listamenn úr Borgarfirði, Mýrum og
Borgarnesi munu koma fram á
skemmtikvöldi á Hótel íslandi annað
kvöld, föstudagskvöldið 26. apríl.
Að sögn Kristjáns Snorrasonar,
bankastjóra og tónlistarmanns, í
Borgarnesi, sem er einn af aðal-
hvatamönnum þessa viðburðar,
munu um 130 listamenn troða upp
á þessari skemmtun. Meðal tónlist-
aratriða má nefna Karlakórinn Söng-
bræður, Samkór Mýramanna,
Kvennakórinn Freyju, og Kirkjukór
Borgamess. Þá mun Bjartmar Hann-
esson ekki flytja vegamál, heldur
gamanmál að sínum hætti. Veislu-
stjóri verður Ómar Ragnarsson.
Kveðst Kristján Snorrason sjálfur
vera einn af meðlimum hljómsveitar-
innar Upplyftingar sem leikur fyrir
dansi. En í þeirri hljómsveit leikur
einnig Haukur Ingibergsson, fyrrver-
andi skólastjóri Samvinnuskólans á
Bifröst. Gestasöngvari með hljóm-
sveitinni verður alþingismaðurinn
Magnús Stefánsson.
Berum saman nokkrar gerðir 4ra dyra fólksbíla af millistærð:
TEGUND MAZDA323 Toyota Corolla NissanAlmera MMC Lancer Suzuki Baleno OpelAstra
LENGD 434,5 427.0 432.0 429.5 419.5 424.0
BREIDD 169.5 168.5 169.0 169.0 169.0 169.6
260.5 246.5 253.5 250.0 248.0 251.7
(Öll mál eru í cm. og fengin úr bæklingum bifreiðaumboðanna).
Hjólhaf segir mikið um lengd farþegarýmis og fótarými.
Eins og sést er MAZDA 323 stærstur þessara bíla.
Um gæðin þarf ekki að fjölyrða, en komdu, mátaðu og taktu í MAZDA 323,
því stuttur reynsluakstur segir meira en mörg orð!
MAZDA 323 sedan LXi kostar nú aðeins kr. 1.346.ooo.
OPIÐ FRÁ KL. 9-18, IAUGARDAGA 12-16
SKÚIAGÖTU 59 - SÍMI 561 9550
óbilandi traust!