Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Opið í dag
kl. 13-17
á Laugaveginum
10% sumarafsl.
aöeins í dag
Nýjar vörur frá:
KOOKAI
HELENA HART
STICKY FINGERS
CLAUDE ZANA
MORGAN
MOD ECRAN
CLASS 22
TARK
ANGE
r MODELLI
FRANKY
Dömudeild, s. 511 1717
*
Arið 1975 kvað Hæstiréttur Islands upp dóm í fóstureyðingarmáli sem vakti mikla
athygli. Um þetta mál var margt rætt og ritað. Sigrún Arnbjamardóttir fékk ekki
fóstureyðingu árið 1964, þrátt fyrir að leyfi til þess hefði verið veitt.
Guðlaugsdóttur hvemig lífsferill hennar hefur
mótast af þessari ákvörðun yfírvalda og hinni
erfiðu baráttu við að koma hinum vanheila
dreng til þess þroska sem auðið var.
heilsulítil og atvinnulaus, aðeins
rösklega fimmtug að aldri.
Hún er lítil kona og fíngerð með
stór, brún augu sem fyllast auðveld-
lega af tárum þegar hún fer að
segja frá sársaukafyllstu atburðum
lífs síns, fæðingu hins vanheila
drengs og dauða eiginmannsins sem
barðist við heilaæxli árum saman.
Við sitjum saman inni í stofu, innan
um blóm, þurrkuð og í pottum og
ótal styttur og myndir - hinn bleiki
undirtónn sem ræður þarna ríkjum
hefur ákveðið, kvenlegt varnar-
leysi. En það er ekki allt sem sýn-
ist, Sigrún Arnbjarnardóttir hefur
sýnt og sannað að henni er ekki
fisjað saman, hún hefur barist og
oft unnið sigra - þótt höggin hafí
líka verið stór og þung.
„Ég er fædd á Selfossi og ólst
þar upp,“ segir Sigrún. „Foreldrar
mínir kynntust í Vestmannaeyjum,
voru þar bæði kennarar, en fluttu
á Selfoss nokkru áður en ég fædd-
ist. Talið var ólíklegt að þau gætu
eignast barn, en ég varð til og var
dregin með töngum inn í þennan
heim þann 9. september árið 1942,
ekki til að bjarga mér, heldur lífi
móður minnar sem þá hafði legið á
sæng í nær þijár vikur. Fleiri börn
eignuðust foreldrar mínir ekki.
Ég átti sérstæða æsku og fékk
gott og strangt uppeldi hjá foreldr-
um mínum, sem höfðu lesið uppeld-
is- og sálarfræði og vissu upp á hár
hvernig átti að ala upp einkabam
án þess að spilla því með eftirlæti.
Ég þótti laglegt og þægt barn, var
skýr eftir aldri og sýndi snemma
áhuga fyrir músik, ég var ekki
nema sex ára þegar ég fyrst las
upp ljóð 17. júní, klædd í upphlut.
Foreldrar mínir vildu hlúa að tón-
listaráhuga mínum og keyptu gam-
alt orgel, sjálf varð ég að safna
mér fyrir píanói. Það gerði ég með-
*
Eg- fann sárt til alls
þess sem við hjónin
höfðum farið á mis
við í hjónabandinu
vegna erfiðleikanna
með Ásgeir þegar.
maðurinn minn
greindist með
heilaæxli.
al annars með því að spila á sam-
komum hjá trúarsöfnuði einum,
sem borgaði vel fyrir. Hljóðfæra-
leikurinn jók aðsóknina að samkom-
unum og smám saman hækkaði í
píanósjóðnum.
Eftir að ég fæddist fór faðir minn
Morgunblaðið/Kristinn
að stunda verslunarrekstur en móð-
ir mín hætti að kenna og annaðist
heimilið, eins og þá var siður. For-
eldrar mínir áttu við vanheilsu að
stríða frá því ég var um það bil 7
ára. Ég lærði því snemma að taka
ábyrgð á mínum tilfinningum og
leysa sjálf minn vanda. Gæfa mín
var að faðir minn vildi búa nálægt
foreldrum sínum og byggði hús fyr-
ir okkur við hliðina á gamla bænum
á jörðinni Selfossi,„óðali feðranna",
eins og ég hef stundum kallað það.
Heimili afa og ömmu var merkilegt
á margan hátt, þar kynnntist ég
margslungnu mannlífi sem auðgaði
anda minn.
Mér hafði alltaf gengið vel að
læra. Þegar ég komst á unglingsár
óskuðu foreldrar mínir sterklega
eftir því að ég gerðist kennari.
Hefði ég látið að þeirri ósk þeirra
væri ég kannski ekki atvinnulaus í
dag. Það greip ming hins vegar
Með ást
o g þolin-
mæði
Sigrún rekur hér á eftir í samtali við Guðrúnu
Ihæstaréttardóminum var ríkið
sýknað af kröfum foreldra
drengs, sem fæddist vanheill
vegna þess að Sigrún móðir
hans smitaðist af rauðum hundum
snemma á meðgöngunni, hún fékk
ekki fóstureyðingu þrátt fyrir að
landlæknir hefði gefið út leyfi til
aðgerðarinnar. Foreldrunum höfðu
verið dæmdar bætur i undirrétti.
Skömmu síðar birti Morgunblaðið
grein eftir Sigrúnu Arnbjarnardótt-
ur. Þar segir m.a. „Ég var aðeins
21 árs að aldri þegar ábyrgir þegn-
ar þjóðfélagsins ætluðu mér það
hlutverk að ganga með og fæða
barn sem að öllum líkindum yrði
vanheilt. Sá réttur sem lögin og í
samræmi við þau viðeigandi yfir-
völd höfðu eftir langa mæðu veitt
hafði að ástæðulausu verið tekinn
af mér.“ Það var þáverandi yfír-
læknir fæðingardeildar Landspítal-
ans sem neitaði að framkvæma
fóstureyðinguna á þeim forsendum
að konan væri of langt gengin
með. Fæðingardagur barnsins síðar
sýndi að svo hafði ekki verið. „Það
var mér styrkur á hinum erfiða
meðgöngutíma mínum að þjóðfé-
lagið myndi taka vel á móti barni
mínu, hversu vanheilt sem það yrði
. .. þjóðfélagið hafði tekið þá
ákvörðun að ég skyldi ala þetta
barn, eftir að ég hafði sjálf afsalað
mér því.“ Sú var að mati Sigrúnar
ekki raunin: „Sú virðing er þjóðfé-
lagið hafði borið fyrir honum
ófæddum í móðurlífi var ekki fyrir
hendi," segir Sigrún í grein sinni.
í Vísi þann 11. mars 1975 birtist
viðtal við Sigrúnu. Þar segir hún
m.a. „Þjóðfélagið þyrfti að gera
stórátak til aðstoðar slíkum börnum
og heimilum þeirra. M.a. væri það
hjálp að fá fólk , sem gæti farið inn
á heimilin og liðsinnt, svo að for-
eldrarnir gætu vikið sér frá, þótt
ekki væri nema einstaka sinnum."
Sigrún segir ennfremur í viðtalinu
að þetta hafi verið stöðug barátta
með sigrum og ósigrum en mestu
erfiðleikarnir væru framundan,
„þegar gelgjuskeiðið byijar og
drengurinn okkar verður fullorð-
inn“.
Dregin með töngum
inn í þennan heim
Nú er gelgjuskeiðið fyrir margt
löngu yfirstaðið hjá syni Sigrúnar.
Hann verður 32 ára gamall í haust
og vinnur á vernduðum vinnustað
og hefur komist til meiri þroska en
trúlegt hefði þótt árið 1975. Þetta
hefur kostað móður hans „blóð,
svita og tár“. Sjálf er Sigrún fyrir
mörgum árum orðin ekkja, er