Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Sæplast reisir verksmidju í útlöndum fyrir lok ársins Tilgangurinn er að flytja sig nær fjarlægum mörkuðum SÆPLAST hf. á Dalvík hefur und- anfarið átt í viðræðum við erlendan aðila um hugsanlegt samstarf og hafa þær nú leitt til þess að stofnun félags um rekstur hverfisteypuverk- smiðju er á næsta leiti. Þetta kemur fram í nýútkomnu fréttabréfi Sæ- plasts. Kristján Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri segir þar að upplýst verði innan tveggja mánaða hver samstarfsaðilinn er og í hvaða landi verksmiðjan verði reist. Stefnt sé að því að hún verði komin í gagnið fyrir lok þessa árs. Útflutningur fyr- irtækisins hefur vaxið ár frá ári og JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að fyrsti viðræðu- fundur fulltrúa eigenda Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. og fulltrúa Samheija, verði haldinn fyrir helgi, líklega á morgun, föstudag. Hann segir það hins vegar sína skoðun að fulltrúar Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna geti ekki orðið beinir aðilar að þeim viðræðum. Ekki lokað á SH Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær óskaði Jón Ingvason, stjórnar- formaður SH, eftir því í bréfí til bæjar- stjóra að eiga viðræður við bæjar- stjóm og ofangreindra aðila, um með hvaða hætti sölu hlutabréfa bæjarins í ÚA verði hagað, þannig að tekið verði tillit til fyrirliggjandi skuldbind- inga og að hagsmunum hluthafa og félagsins verði best gætt. RÁÐSTEFNA um matvælaiðnað í Eyjafirði verður haldin á Hótel KEA á Akureyri föstudaginn 3. maí næst- komandi, en þátttökutilkynningar þurfa að berast Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar fyrir 27. apríl næst- komandi. Fjórtán fyrirlesarar munu flytja erindi á ráðstefnunni sem skiptist í Qóra meginþætti. Fyrst verður fjallað um stöðu matvælaiðnaðar, m.a. neysluþróun og markað, sóknarfæri, forsvarsmenn þess vita til þess að víða um heim er góður markaður fyrir þær vörur sem Sæplast fram- leiðir. „Þetta er hins vegar spuming um aðgengi að fjarlægustu mörkuð- um, flutningskostnað, toliamál og fleira. Þann vanda allan yfirstígum við best með því að setja upp aðra verksmiðju sem næst þessum mörkuðum,“ segir Kristján. Hann segir samkeppnisstöðu fé- „Fulltrúar SH er með þessu bréfi að minna á sig og það er ekkert óeðlilegt við það, enda hefur fyrir- tækið mikilla hagsmuna að gæta. SH hefur lýst yfír vilja sínum á að fá tækifæri til jafns við aðra að kaupa hlutabréf bæjarins í ÚA ef og þegar þau verða seld. Það er ekki verið að útiloka þann möguleika þótt fyrir- tækið komi ekki að þessum viðræð- um við Samheija." Jakob segir að þótt erindi Sam- heija sé tvíþætt verði það rætt í einu lagi. Það snýr annars vegar að mögu- leika á sameiningu Útgerðarfélags- ins og þriggja dótturfyrirtækja Sam- heija, þ.e. Strýtu hf. Oddeyrar hf. og Söltunarfélags Dalvíkur hf., og hins vegar um hugsanleg kaup Sam- heija á hluta af hlutaíjáreign bæjar- ins í ÚA. virðisauka i fullvinnslu. Þá verður fjallað um Eyjafjörð sem matvæla- svæði, m.a. um skipuiagsmál og stefnumörkun gagnvart matvælaiðn- aði sem og möguleika matvælaiðnað- ar sem stóriðju Eyfírðinga. í þriðja lagi verður fjallað um erlenda íjárfest- ingu í matvælaiðnaði og markaðsmál og loks um framleiðsluumhverfi og úrræði fyrirtækja í matvæíafram- leiðslu þar sem m.a verður komið inn á tengsl atvinnulífs og menntunar. lagsins gagnvart nálægustu mörk- uðunum ágæta á Dalvík og ekkert betri þó fyrirtækið væri í rekstri á meginlandi Evrópu, en fyrst og fremst sé verið að hugsa um að bæta stöðuna gagnvart þessum fjar- lægu mörkuðum með því að reisa verksmiðju erlendis. í verksmiðjunni verða framleidd samskonar ker og framleidd eru í verksmiðju Sæplasts á Dalvík. Leitað hefur verið tilboða MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur heimilað Verkmenntaskólanum á Akureyri að hefja kennslu til 4. stigs vélstjómarréttinda og brautskrá þar með vélfræðinga. Kennsla hefst næsta haust og fyrstu vélfræðing- arnir útskrifaðir á næsta ári. Um 150 nemendur hafa útskrifast á ýmsum stigum vélstjómamáms á ári hér á landi en fram kom á fundi í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem námið var kynnt að talið er að þörf sé fyrir um 300 menntaða vélfræðinga árlega til að tryggt sé að allar stöður um borð í íslenskum fískiskipum séu mannaðar réttinda- mönnum. Haustið 1991 á 25 ára afmæli samfelldrar vélstjómarkennslu á Akureyri barst skriflegt leyfí þáver- andi menntamálaráðherra þess efnis að VMA mætti útskrifa vélstjómar- nema með 4. stigs réttindi. Leyfíð var þó skilyrt því að kennslubúnaður i vélar og tæki sem til rekstrarins þarf. Kerin notuð í kjötvinnslu í fréttabréfínu kemur einnig fram að samið hafí verið um sölu á rúm- lega eitt þúsund endurvinnanlegum kemm til Danmerkur og er það einn stærsti útflutningssamningur sem fyrirtækið hefur gert. Kerin verða notuð í matvælaiðnaði, ekki síst í kjötvinnslu, en forsvarsmenn fyrir- tækisins hafa bent á að kerin séu ekki eingöngu bundin við sjávarút- veginn heldur eigi fullt erindi inn á öll svið matvælaiðnaðar. uppfyllti það sem telja mætti viðun- andi. Verkmenntaskólinn hefur smám saman verið að viða að sér tækjum til kennslunnar og er nú áætlað að bæta þurfí við nýjum tækj- um vegna þessa náms að andvirði um 5 milljónir króna. Þá er gert ráð fyrir að kennurum fjölgi lítillega vegna þess. Nefnd tók út tækjakost skólans og benti á þau tæki sem talið er að vanti til að ljúka megi kennslu á 4. stigi frá skólanum. Búið er að taka ákvörðun um að afla þessara tækja á þessu og næsta ári og hefja kennslu 2. annar á 4. stigi næsta haust og fyrstu nemendur með 4. stig útskrif- ist vorið 1997. Nokkur undanfarin ár hefur fyrsta önn á 4. stigi verið kennd við skólann, en nemendur ver- ið áhugasamir um að ljúka náminu þaðan, enda margir þeirra fjölskyldu- menn sem sjá sér ekki fært að flytja búferlum til að ljúka náminu. Björgólfur ráðinn tíma- bundið Á FUNDI stjórnar Útgerð- arfélags Akureyringa hf. í gær var ákveðið að Björgólfur Jóhannsson, fjármálastjóri félgsins muni gegna stöðu framkvæmdastjóra þar til annað verður ákveðið. Jafn- framt var ákveðið að Jón Þórðarson, stjórnarformaður muni tímabundið sinna sér- stökum verkefnum fyrir fé- lagið. Kirkjuhátíð barna í Þing- eyjarpróf- astdæmi SAMEIGINLEG hátíð barna- starfs kirkjunnar í Þingeyjar- prófastsdæmi verður haldin næsta sunnudag, 28. apríl. Hún verður í Laufáspresta- kalli og hefst kl. 14 með sam- veru í Svalbarðskirkju á Sval- barðsströnd. Síðan verður haldið til Grenivíkur þar sem boðið verður upp á veitingar og brugðjð á leik í nýja íþrótta- húsinu. Áætlað er að þátttak- endur verði hátt í tvö hundruð talsins. Kaffihlað- borð í félags- heimilinu Hamri STRÁKARNIR í 9. og 10. flokki í körfuknattleiksdeild Þórs verða með kaffihlaðborð í félagsheimilinu Hamri í dag, sumardaginn fyrsta, frá kl. 14 til 17. Þeir taka þátt í borgar- móti Evrópu sem fram fer í Noregi og Danmörku í lok maí og eru að safna fé til að standa straum af kostnaði við ferðina, en allur ágóði af kaffisölunni rennur í ferðasjóðinn. Hörður Torfason á tónleikum HÖRÐUR Torfason kemur fram á tónleikum í Deiglunni á Akureyri annað kvöld, föstu- dagskvöldið 26. apríl kl. 21 og í sal Bókasafnsins á Húsa- vík sunnudagskvöldið 28. apríl kl. 21. Bæjarstjóri um fyrirhugaðar viðræður Samheija og eigenda ÚA SH ekki aðili að þeim viðræðum Morgunblaðið/Kristján NEMAR á 2. stigi í vélsljórnardeild Verkmenntaskólans á Akureyri við gamla Wichmann-vél úr Snæfellinu. Verkmenntaskólinn á Akureyri Heimilt að hefja kennslu á 4. stigi Ráðstefna um mat- vælaiðnað í Eyjafirði V.AImMi heilsuqæslustöðin A akurevri Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar! Heimahjúkrun Staða hjúkrunarfræðings við heimahjúkrun er laus til umsóknar. Um er að ræða fasta stöðu og einnig vegna sumarafleys- inga. Stöður sjúkraliða við heimahjúkrun er laus sem fyrst vegna sumarafleysinga. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Upplýsingar í síma 462 2311 daglega hjá deildarstjóra heimahjúkrunar kl. 12-13 og hjúkrunarforstjóra írá kl. 11-12. Leikskólakennari skrifar leikrit sem frumsýnt verður í vor AF forsetaframbjóðendum og fleira fólki er vinnuheiti á leik- verki eftir Bergljótu Hreinsdótt- ur, leikskólakennara og rithöf- und á Dalvík, en það verður frumsýnt í Ungó á Dalvík 4. maí næstkomandi. Þráinn Karlsson leikstýrir verkinu sem byggist bæði upp á söng og leik, en auk leikara tekur hljómsveit þátt í uppfærslunni. Það er því á milli 15 og 20 manns sem koma að þessu verkefni Leikfélags Dal- víkur. Bergljót er leikskólakennari að mennt og á skólaárunum í Fósturskólanum tók hún þátt í að skrifa og setja upp leikrit á árshátíðum. Fyrir síðustu jól kom út hennar fyrsta bók, Obladí- oblada, ári fyrr sendi hún frá sér smásagnasafnið Ormagull sem inniheldur 10 ævintýri og einnig Forseta- frambjóð- endur á ferð- inni á Dalvík hefur hún unnið efni, sögur og söngva á barnaspóluna Iris. Dalvík með augum aðkomumannsins „Það var heldur skammur fyrirvari á þessu, ætli sé nema um hálfur mánuður frá því ég var beðin að skrifa þetta verk,“ sagði Bergljót. „Þetta varð því að gerast mjög hratt og gekk upp sem betur fer.“ „í leikritinu segir af forsetaframbjóðanda sem Ieggur land undir fót til að kynna sig. Sögusviðið er Dalvík þar sem hann hittir fyrir ýmsar skrautlegar persónur úr bæjar- lífinu," sagði Bergljót, en hún flutti til Dalvíkur vorið 1994, „þannig að það er kannski svolít- ið gróft að fara að gera grín að fólki sem maður þekkir lítið, en ég reyndi að hafa leikritið þann- ig að enginn verði leiður.“ Leikritið byrjar á umræðum fólks sem er að spá í hver verði næsti forseti íslands, söguhetj- an í leikritinu er Hemmi Gunn sem fer til Dalvíkur og ætlar að kynna sig þar og lendir í ýmsum ævintýrum, en í verkinu er reynt að lýsa aðstæðum á Dalvík með augum aðkomu- mannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.