Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 19
LISTIR
MYND eftir Gerði
Gerður
í Umbru
„VORIÐ kemur í Gallerí Úmbru
á sumardaginn fyrsta. Gerður
Guðmundsdóttir textíllistakona
býður gestum upp á ellefu við-
stöður á göngu um salinn. í hverri
mynd birta fuglar himins og jarð-
ar komu vorsins,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Úmbru.
Verkin eru öll unnin á þessu
ári á bómull. Efnið er gegnlitað,
en síðan er notuð blönduð tækni,
einkum silkiþrykkstækni. Hver
litur er þrykktur sérstaklega á
myndflötinn og fuglarnir þrykktir
á efnið í allt að sjö lögum.
Gerður nam í Myndlistaskólan-
um í Reykjavík 1983-84 og út-
skrifaðist úr textíldeild Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
1991.
Þessi fyrsta einkasýning Gerð-
ar verður opnuð í dag, sumardag-
inn fyrsta kl. 16 og stendur til
kl. 18. Sýningartími: þriðjudagur
til laugardags kl. 13-18 og sunhu-
daga kl. 14-18. Henni lýkur 15.
maí.
Stuttmyndin Albaníu-Lára eftir Margréti Rún Guðmundsdóttur
Ur drauma-
heimi í gallharð-
an veruleikann
STUTTMYNDIN Albaníu-Lára eftir
Margréti Rún Guðmundsdóttur verð-
ur frumsýnd í Háskólabíói í dag.
Myndin er gerð eftir handriti Margr-
étar Rúnar sem vann til fyrstu verð-
láuna í samevrópskri handritasam-
keppni, First-Image-Europe, sem
haldin var í París um þemað „flótta-
menn í Evrópu“ en myndin hefur
auk þess verið sýnd á fjölda alþjóð-
legra kvikmyndahátíða og hlotið
nokkur verðlaun.
Myndin fjallar um níu ára al-
banska telpu, Láru, sem býr ásamt
fjölskyldu sinni á hæli fyrir pólitíska
flóttamenn í Þýskalandi. Á hælinu,
sem er til húsa í gömlum herbúðum,
er þröng á þingi. Þar er samankom-
ið fólk af flestöllu þjóðerni, mest
einstæðir karlmenn og margir heldur
slæmir á taugum. Til að losna við
áhrifin frá þessu óþægilega um-
hverfí teiknar Lára litla myndir sem
hún hverfur síðan inn í: Hún er fal-
leg ævintýraprinsessa og leikur sér
innan um káta vini sína eða skraut-
lega klædd tré, hún vinnur úr fortíð
sinni og flóttanum til Þýskalands.
Lára lætur sig dreyma fagra drauma
um framtíðina, drauma sem verða
fegurri og fegurri. Skyndilega er hún
hrifsuð út úr þessum draumaheimi
og inn í gallharðan raunveruleikan.
Ætlaði ekki að gera
þessa mynd
Albaníu-Lára er lokamynd Mar-
grétar Rúnar í kvikmyndaskólanum
Hocschule fur Fernsehen und Film
í Miinchen. Margrét segir að myndin
hafi orðið til fyrir eins konar tilvilj-
un. „Ég ætlaði í raun aldrei að gera
þessa mynd. Ég hafði skrifað hand-
rit að langri mynd um svipað efni
en það gekk erfiðlega að fá styrki
til framleiðslu á henni í Þýskalandi.
Sennilega var það vegna þess að
ákveðnir þættir þess handrits
minntu á Hitler. Ég ákvað því að
taka þátt í handritasamkeppninni í
París og skrifaði handrit að stutt-
mynd á einni viku. Ég bjóst auðvitað
ekki við því að vinna eftir svo stutt-
an undirbúningstíma en það varð
samt úr. Eftir þessa viðurkenningu
fóru styrkirnir að streyma inn.“
Til Albaníu
Margrét Rún segir að til þess að
fara ekki með neina vitleysu um
Albani í myndinni hafi hún ásamt
samstarfsmönnum sínum farið til
Albaníu og kynnt sér land og þjóð.
„Maður hafði auðvitað heyrt miklar
hörmungarsögur af ástandinu í land-
inu en það var hins vegar ýmislegt
sem kom okkur á óvart þegar þang-
að var komið. Við fórum með miklar
matarbirgðir með okkur því við héld-
um kannski að við myndum eiga í
erfiðleikum með að fá mat. En ann-
að kom í ljós; Albanir eru svo gest-
risnir að við höfðum ekki undan að
sækja matarboð, fimm eða sex á
dag. Var ágengnin jafnvel svo mikil
að við þurftum að beita hörku til
að afþakka sum boðin. En auðvitað
urðum við líka vör við mikla fátækt
og skildum það mætavel að fólkið
vildi reyna að koma sér úr landi.“
Auk Albaníu-Láru verður stutt-
myndin La Haine frumsýnd í Há-
skólabíói í dag. Myndin er eftir 25
ára gamlan franskan kvikmynda-
gerðarmann, Mathieu Kassóvitz að
nafni, og hefur hlotið frönsku kvik-
myndaverðlaunin sem kennd eru við
Cesar.
Margrét Rún Guðmundsdóttir
Burtfararprófstónleikar
í Ytri-Njarðvíkurkirkju
í DAG sumardaginn
fyrsta mun Andrés
Bjömsson trompetnem-
andi við Tónlistarskólann
í Keflavík halda tónleika
í Ytri-Njarðvíkurkirkju
og hefjast þeir kl. 17.00.
Með Andrési leikur
Krystina Cortes á píanó.
Tónleikamir era liður í
burtfararprófi Andrésar
frá skólanum en áður lék
Andrés
Björnsson
skólanum í Keflavík
árið 1985 þá 10 ára
gamall. Kennarar hans
í upphafi voru Björn R.
Einarsson og Jónas
Dagbjartsson en síð-
ustu árin hafa kennarar
Andrésar verið Karen
Sturlaugsson og Ásgeir
Steingrímsson.
Andrés hefur leikið
með ýmsum hljómsveit-
Andrés einleik með Sinfóníu- um innan skólans og utan s.s.
hljómsveit íslands á tónleikum Lúðrasveit, Léttsveit og Jass-
hennar í Keflavík þann 21. mars hljómsveitum Tónlistarskólans í
síðastliðinn. Keflavík auk þess sem hann
Efnisskráin er fjölbreytt og hefur leikið með Lúðrasveitinni
samanstendur af Andante et Svaninum, Stórsveit Reykjavík-
Allegro eftir Ropartz, tveimur ur og Sinfóníuhljómsveit Æsk-
köflum úr trompetkonsert eftir unnar.
Haydn, Sónötu eftir Hindermith Aðgangur að tónleikunum er
og írskri þjóðlagatónlist. ókeypis og öllum heimill á meðan
Andrés hóf nám í Tónlistar- húsrúm leyfir.
Mikil og
falleg söngrödd
TONLIST
Gcrðarsafni
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Kristín Sædal Sigtryggsdóttir
sópransöngkona og Hrefna Unnur
Eggertsdóttir píanóleikari fluttu
íslensk söngverk og Sígaunaljóðin
eftir Dvorák. Þriðjudagurinn 23.
apríl, 1996.
FYRSTA lag tónleikanna var
Draumalandið, eftir Sigfús Einars-
son qg á eftir fylgdu tvö lög_ eftir
Pál ísólfsson, Söknuður og í dag
skein sól, er Kristín söng mjög vel.
Hún hefur mikla og fallega rödd, sem
hún beitir af töluverðri kunnáttu.
í Sígaunaljóðunum, eftir Anton
Dvorák naut sín vel mikil rödd henn-
ar, þó best sungna lagið væri Rings
ist der Wald, sem er þýðasta lagið í
þessum frábæra lagaflokki. Píanó-
leikur Hrefnu var góður en á köflum
nokkuð sterkur, sérstaklega í kraft-
mestu lögunum, en Kristín hefur það
mikla rödd, að í heild var styrkleika
jafnvægið nokkuð gott.
Eftir hlé vora sungin eingöngu
íslensk sönglög og fyrst Siesta eftir
Magnús Á. Ámason, myndlistar-
mann en samdi nokkur lög við kvæði
eftir Stein Steinarr, sem hafa verið
gefin út á þrykk fyrir mörgum árum.
Laglínan í Siesta er einföld en undir-
spilið var sérlega skemmtilega unnið.
Það fór vel á að syngja eitt laga
Magnúsar en tónleikagestir voru
umkringdir af myndverkum eftir
konu hans, Barböra Ámason. Ekki
veit undirritaður til þess að lög
Magnúsar hafí verið flutt á tónleikum
og mættu söngvarar athuga söngv-
erk þessa sérstæða og gáfaða lista-
manns.
Þijú lög eftir Jórunni Viðar, Söngl-
að á göngu, Mamma ætlar að sofna
og Við Kínafljót, voru öll vel flutt
en best þó það fallega lag Jórunnar, !
Mamma ætlar að sofna. Vöggukvæð-
ið eftir Emi! Thoroddsen var best
sungna lag tónleikanna, aldeilis fal-
lega túlkað og mótaða af listakonun-
um báðum.
Betlikerlingin eftir Sigvalda Kald-
alóns er að því leiti til erfítt lag, að |
ekki má ofgera því í túlkun, því lag-
ið sjálft og textinn eru við mörk I
þess sem má gera. Bijósttónarnir í'
upphafi lagsins voru einum of harðir |
og hefðu mátt vera veikari, þ.e.
mýkri og gæddir samúð en ekki til
að túlka eitthvað ægilegt.
Eftir söngvin okkar, Sigfús Hall-
dórsson, fluttu þær stöllur Vorljóð I
mjög fallega og einnig Lindina eftir |
Eyþór Stefánsson og lauk tónleikun-
um með laginu Leitin, eftir Sigvalda I
Kaldalóns, sem eins og mörg laga |
Kaldalóns má ekki oftúlka.
Kristín Sædal Sigrtyggsdóttir er I
góð söngkona, hefur mikla og fallega
söngrödd, er vel ætti að þo'la miklu
erfiðari söngskrá. t.d. viðfangsefni I
úr óperubókmenntunum. Hrefna
Eggertsdóttir er góður píanóleikari
og gerði margt mjög vel í Dvorák
og sömuleiðis í íslensku lögunum,
sérstaklega í skemmtilegu píanóund-
irspili í lagi Magnúsar Á. Amarsonar.
Jón Ásgeirsson
1. Flokkur
Dagar: 31. maí - 6. júní
Aldur: 9 -11 ára (85-87)
Lengd: 6 dagar
Verð: kr. 12.900
5. Flokkur
Dagar: 1. júlí -10. júlí
Aldur: 12 - 13 ára (83-84)
Lengd: 9 dagar
Verð: kr. 18.900
9. Unglingaflokkur
Dagar: 6. ág. - 14. ág.
Aldur: 14 - 17 ára (79-82)
Lengd: 8 dagar
Verð: kr. 16.900
Unglingaflokkur er bæði
fyrir pilta og stúlkur
13. Karlaflokkur
Dagar: 5. sept. - 8. sept.
Aldur: 17-99ára
Lengd: 3 dagar
Verð: kr. 7.000
2. Flokkur
Dagar: 6. júní -13. júní
Aldur: 9-10 ára (86-87)
Lengd: 7 dagar
Verð: kr. 14.900
3. Flokkur
Dagar: 13. júní - 20. júní
Aldur: 10 -12 ára (84-86)
Lengd: 7 dagar
Verð: kr. 14.900
6. Flokkur
Dagar: 10. júlí -18. júlí
Aldur: 10 -12 ára (84-86)
Lengd: 8 dagar
Verð: kr. 16.900
10. Flokkur
Dagar: 14. ág. - 22. ág.
Aldur: 10 - 13 ára (83-86)
Lengd: 8 dagar
Verð: kr. 16.900
7. Flokkur
Dagar: 18. júlí- 25. júlí
Aldur: 10 -11 ára (85-86)
Lengd: 7 dagar
Verð: kr. 14.900
11. Iþróttaflokkur
Dagar: 22. ág. - 30. ág.
Aldur: 9 - 12 ára (84-87)
Lengd: 8 dagar
Verð: kr. 16.900
4. Flokkur
Dagar: 20. júní - 28. júní
Aldur: 11 -13 ára (83-85)
Lengd: 8 dagar
Verð: kr. 16.900
Kaffisala: í dag, sumardaginn fyrsta, verður kaffisala tll styrkt-
ar starfinu í Vatnaskógi frá kl. 14-18 í húsi KFUM og KFUK við
Holtaveg Þar verður hægt að skrá siq í flokka sumarsins.
Skráning: Skráð er í sumarbúðirnar í Vatnaskógi á virkum
dögum frá kl. 8-16 í húsi KFUM og KFUK vlð Holtaveg og í
símum 588-8899 og 588-1999. í daa. sumardaainn fvrsta.
verður tekið við skráninqum (síma 588-1999 frá kl. 10-18.
Skráningargjald er 3000 kr. og er óafturkræft en dregst frá
dvalargjaldi en rútugjald bætist við dvalargjald. Veittur er 10%
afsláttur fyrir systkini sem fara í sumarbúðir KFUM og KFUK.
8. Ævintýraflokkur
Dagar: 25. júlí -1. ág.
Aldur: 12 -14 ára (82-84)
Lengd: 7 dagar
Verð: kr. 14.900
12. Feðgahelgi
Dagar: 30. ág. -1. sept.
Aldur: 7 - 99 ára
Lengd: 2 dagar
Verð: kr. 4.100