Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU * U tvegsmannafélag Reykjavíkur mótmælir frumvarpi Forseti íslands í Japan Stærra gat fyrir smábáta ÚTVEGSMANNAFÉLAG Reylcja- víkur hefur sent frá sér ályktun þar sem samkomulagi sjávarútvegsráð- herra við Landssamband smábáta- eigenda um veiðar krókabáta er harðlega mótmælt. í ályktuninni og heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í gær er vakin athygli á að allt bendi til að krókabátar veiði í ár og á næstu árum miklu meira en frumvarp sjávarútvegsráðherra mælir fyrir um. Fiskistofa áætlar að afli króka- báta í ár verði um 30 þúsund tonn, en lögin um stjórn fiskveiða gera ráð fyrir að afli krókabáta verði 21.500 tonn. Útvegsmannaféiag Reykjavíkur bendir á að þessi um- framafli komi til með að hafa í för með sér áframhaldandi skerðingu á leyfilegum heildarafla þorsks á næsta fiskveiðiári og þar með á þorskveiðikvóta til annarra útgerða. „Samkomulagið, í þeim búningi sem það er nú, sýnir að stjómvöld treysta sér ekki til að taka á þessum vanda, sem þau vita þó að er til staðar, heldur ætla þau að ýta hon- um á undan sér allt til ársins 1998. Þá verður afleiðingin sú að stjóm- völdum mætir enn meiri vandi, þar sem þá má búast við að sá hluti krókaleyfisflotans, sem lítið hefur verið nýttur til atvinnuveiða til þessa og er í raun eingöngu notað- ur í tómstundum, verði gerður út af meiri sóknarþunga þar sem allir sóknardagar verði nýttir á besta tíma ársins. í dag em 400 bátar af 677 iítt notaðir en gætu orðið öflugur sóknarfloti. Það er krafa Útvegsmannafélags Reykjavíkur að þingmenn Reykja- víkur taki með ábyrgum hætti á þessu ófremdarástandi og beiti sér fyrir því að stjómvöld hætti að mismuna aðilum innan sömu at- vinnugreinar eins og stjómvöld hafa ítrekað gert á undanfömum árum.“ Gætir misskilnings í frumvarpinu „Okkur fínnst gæta misskilnings í frumvarpinu," segir Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður. „Við teljum að þeir sem koma að þessu máli skilji ekki alveg hvað muni gerast með frumvarpinu. Þegar við vorum búnir að athuga þetta vel töldum við nauðsynlegt að upplýsa fólk um hvað er í frumvarpinu, ekki síst félaga okkar hringinn í kringum landið." Hann segir að viðbrögðin við auglýsingunni í Morgunblaðinu hafí verið þau að menn hafí ekki trúað að þetta væri rétt. Það eigi jafnt við um trillukarla, útgerðarmenn og stjómmálamenn. „Það má kannski segja að þetta kom mér mjög á óvart þegar ég fór að fara yfír þetta sjálfur," segir hánn. „Það sem kemur mönnum á óvart er hversu mikill ónýttur sóknar- kraftur er í þessum smábátum. Við vissum ekki að það væru yfir 300 smábátar sem hefðu lítið sem ekk- ert veitt. Við vitum að það verður að leysa vanda smábáta sem em til í dag, en við teljum það ábyrgðar- laust að búa til nýjan flota sem verður vandamál eftir tvö ár. Við teljum að þingmenn viti ekki af þessu." Guðmundur segist alltaf hafa talið að allir eigi að vera jafnir fyr- ir lögum. Ef einhver sé búinn að veiða meira en hann eigi að geta veitt verði að stoppa hann af, hvort sem hann eigi stóran eða lítinn bát. Þess vegna sé ekki hægt að hafa gat áfram á smábátakerfinu. „Það er verið að búa til stærra gat,“ segir hann. „Sóknardögum smábáta er skipt upp eftir tímabili á þessu ári, en á næsta ári mega þeir bara veiða þegar þeir vilja og það þýðir að þeir munu veiða á besta tíma. Þann- ig að það er aðeins hægt að leysa þetta vandamál með einu móti, - að loka gatinu. Við ætlum okkur að hitta þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúa og reyna að skýra út okkar málstað. Gagnrýni okkar beinist ekki að þeim trillubátum sem fyrir eru í dag heldur stjómvöldum sem eru að búa til vandamál." Samráðsnefnd Islendinga og Rússa um Reykjaneshrygg Reynt að koma í veg fyrir deilur HUGMYNDIR hafa komið upp um að íslendingar og Rússar setji á fót samráðsnefnd þar sem reynt yrði að koma í veg fyrir deilur milli rússneskra og íslenskra skipa á Reykjaneshiygg. Þetta kemur í framhaldi af ný- legum atburði þegar rússneski togarinn Uhle Semyon Laps- henkov MB 0014 sleit veiðarfærin aftan úr Baldvin Þorsteinssyni EA 10. „Það er allra hagur að komið verði í veg_ fyrir svona deilur," segir Helgi Ágústsson, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins. „Það er álit skipstjómarmanna okkar að það hafí verið brotnar alþjóðleg- ar siglingareglur og í þessu tilfelli hafí Rússar átt sök á því. Hann segir að utanríkisráðu- neytið hafí sett sig í samband við rússneska sendiráðið vegna sjó- prófa sem hafi farið fram í þessu máli fyrir Héraðsdómi Norður- lands eystra 19. apríl og boðið þeim að eiga þar fulitrúa. Þeir hafi ekki haft tök á því enda hafi fyrirvari verið skammur. „Við ræddum það, rússneski sendiherrann og ég, að það væri slæmt að svona kvartanir kæmu fram og Rússamir vilja fyrir sitt leyti koma í veg fyrir að svona árekstrar komi upp,“ segir Helgi. „Það er ákvörðun með mér og sendiherranum að við höfum sam- ráðsnefnd íslendinga og Rússa og komum saman og ræðum þessi mál.“ Góð hugmynd Helgi segir að LÍÚ hafi tekið heilshugar undir þetta. Það sé þeirra álit að ef það mætti vera til þess að bæta samskiptin á miðun- um sé það mjög gott. Hann segist gera ráð fyrir að varið verði í þetta í næstu viku. Þama verði fulitrúar frá dómsmála-, sjávarútvegs- og utanríkisráðuneytinu. „Þetta verð- ur enginn dómstóll, en eitthvað verður að gera til að koma í veg fyrir þessa árekstra," segir hann. „Það hefur komið fram hug- mynd um að stofna samstarfs- nefnd sem gæti reynt að finna friðsamlega lausn deilumála," seg- ir Júríj Retsetov, sendiherra Rúss- lands. „Þetta er mjög góð hug- mynd vegna þess að þessi deilu- mál eru hvorki í þágu íslendinga né Rússa. En hvernig á að fram- fylgja henni hef ég ekki raunhæf- ar hugmyndir um.“ Hann segir að engar viðræður séu í gangi í augnablikinu, en það sé mjög æskilegt að hafa nefnd embættismanna sem gæti komið í veg fyrir árekstra af þessu tagi í framtíðinni. „Það er mikilvægt að spilla ekki samskiptum þjóðanna vegna þess að Rússar hafa mjög gott sam- starf við íslendinga í samtarfi við síldarkvóta og báðir aðilar reyndu að leysa Smugumálið á viðunandi hátt,“ segir hann. „Þess vegna skiptir mestu máli að halda áfram á friðsamlegri braut samstarfs,“ bætir hann við. Glæsilegt úrval af sófasettum og hornsófum í leðri eða í áklæði. NatuzÆÍ flicdetti H Saiotti Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 5812275, 568 5375 Gagnrýndi rýran hlut kvenna Tókíó. Reuter. VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, gerði athugasemd við hlut kvenna í japönskum stjómmálum er hún ræddi við fréttamenn í Tókíó á miðvikudag. Vigdís Finnbogadóttir, sem er í vikulangri heimsókn í Japan, var spurð á fundi með fréttamönnum hvort hún hefði einhver ráð að gefa Ryutaro Hashimoto forsætis- ráðherra og ríkisstjóm hans en í henni sitja 21 ráðherra þar af aðeins ein kona. „Ég er hingað komin einkum og sér í Iagi til að ræða um lýðræði, en lýðræði verð- ur aldrei að veruleika ef konur fá ekki að koma nálægt ákvörðun- um,“ sagði forseti Islands. „Og það er trúa mín að það yrði til góðs fyrir heimsbyggðina ef fleiri konur ættu sæti í ríkisstjórn,“ bætti hún við. Forseti íslands er í Japan m.a. til að taka þátt í ráðstefnu um hlutverk kvenna í framtíðinni. Hashimoto forsætisráðherra nýtur vinsælda meðal kvenkyns kjósenda en kvennahópar ýmsir eystra hafa gagnrýnt hann fyrir rýran hlut kvenna í æðstu stöðum í samfélaginu. Þau embætti sem fallið hafa í hlut kvenna þykja ekki sérlega mikilvæg og hefur Hashimoto verið vændur um sams konar sýndarmennsku á þeim vett- vangi Og forverar hans í embætti. Atvinnuleysi í Þýskalandi Viðræður um nýja stefnu í strand Bonn. Reuter. SAMTÖK atvinnurekenda og laun- þega í Þýskalandi kenndu í gær hvor- ir öðrum um að viðræður við ríkis- stjóm Helmuts Kohl kanslara um nýja atvinnustefnu til aldamóta fóru út um þúfur í fyrradag. Viðræðumar höfðu það að mark- miði að ná samstöðu um að draga úr kostnaði fyrirtækja og helminga atvinnuleysi árið 2000 frá því sem nú er. Jafnframt vildi ríkisstjórnin gera breytingar á velferðarkerfinu. Hagfræðingar sögðu, að viðræðu- slitin staðfestu hve ákveðin stjórn Kohls væri í að draga úr ríkisútgjöld- um svo Þjóðveijar uppfylltu á næsta ári skilyrði fyrir aðild að Myntbanda- lagi Evrópusambandsins (EMU). Til þess þarf stjórnin að ná tökum á ríkissjóðshalla og skera útgjöid niður á næsta ári um 50 milljarða marka, jafnvirði 2.200 milljarða króna. Mistakist það uppfylla Þjóð- veijar ekki skilyrði fyrir þátttöku í sameiginlegum gjaldmiðli ESB. Dieter Sehulte, leiðtogi þýska al- þýðusambandsins (DGB), sagðist reiður í gær yfír því hvernig farið héfði með viðraeðumar. Ekki ein ein- asta mínúta hefði verið notuð til að ræða um leiðir til að draga úr at- vinnuleysi. Atlaga að „bjórsiglingum“ Helsinki. Morgunblaðið. ÞING Finnlands samþykkti á þriðjudag lagabreytingu sem ætlað er að binda enda á svo- kallaðar „bjórsiglingar" milli Helsinki og Tallinn. Frá byrjun næsta mánaðar verður bannað að flytja inn toll- fijálst áfengi til Finnlands ef ferðamenn hafa dvalist erlendis skemur en í 20 klukkustundir. Verslunarsiglingar til Eistlands hafa staðið í 12 klukkustundir, með fjögurra stunda viðdvöl í Tallinn. Með inngöngu Finna í Evr- ópusambandið fyrir rúmu ári varð leyfilegt að flytja inn 15 lítra af sterkum bjór úr hverri ferð. Lágt verðlag í Eistlandi olli því að innkaupaferðir tU landsins hafa notið mikilla vin- sælda meðal Finna. Skipafélög telja að þessum ferðum eigi eftir að fækka vegna lagabreyt- ingarinnar, sem dragi þannig úr viðskiptum kaupmanna í Tallinn. Stjórnvöld í Finnlandi rökstyðja breytinguna með því að áfengisneysla Finna hafi aukist verulega þótt sala áfeng- isverslunar ríkisins hafi minnk- að á sama tima. Talið er að minnkandi tekjur ríkisins af áfengissölu hafi ráðið úrslitum í málinu, þótt stjórnvöld hafi gert mest úr heUbrigðisrökun- um. r Áhrifarík heilsuefni Bio-Qinon Q10 eykur orku og uthald BBIo-Qinon Bio-Biloba skerpir athygli og einbeitingarhæfni Bio-Selen Zink er áhrifaríkt alhliða andoxunarheilsuefni BIO-CAROTEN BIO-CHRÓM BIO-CALCIUM BIO-GLANDÍN-25 BÍO-SELEN UMB, SIMI 557 6610 Finnar við- urkenna Júgóslavíu Helsinki. Morgunblaðið. FINNAR hafa viðurkennt sambands- lýðveldið Júgóslavíu, þ.e. ríki Serbíu og Svartqallalands, sem eitt af þeim sjálfstæðu ríkjum sem hafa komið í stað gömlu Júgóslavíu. Þessi ákvörð- un var tekin á mánudag, tveimur vikum eftir að Júgóslavía viður- kenndi sjálfstæði Makedoníu. Finnar hafa nú viðurkennt öll rík- in fímm, sem heyrðu áður undir gömlu Júgóslavíu. í tilkynningu frá fínnska utanríkisráðuneytinu segir að samskipti Finna við þessi ríki eigi eftir að ráðast af því hvort frið- arsamningunum í Bosníu verður framfylgt með eðlilegum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.