Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 25 ÓLAFUR Benendikt Guðbjartsson Islenskum listamanni veitt verðlaun í Flórens NÝLEGA var íslenskum listamanni, Ólafi Benedikt Guðbjartssyni, veittur verðlaunabikar fyrir framlag sitt á listaráðstefnunni í Flórens. Lista- maðurinn, , var einnig gerður að meðlimi „Accademia Degli Etruschi", sem veitti verðlaunin. Stíll sá er lista- maðurinn hefur skapað sér þótti at- hyglisverður fyrir margbreytileika og táknræna merkinu sína. Ólafur Benedikt útskrifaðist úr málaradeild MHÍ 1988 og sótti fram- haldsnám i Kína og Frakklandi. Hann tók þátt í samsýningu í Reykjavík í fyrra og hefur síðan sýnt verk sín í tveimur samsýningum á Ítalíu. Ólafur hefur bæði sýnt heima og erlendis síðan 1991 og hefur búið undanfarin ár í París, þar sem hann vinnur að myndsköpun sinni. ------» ♦ ♦------- Sýningu Erlu að ljúka í Lista- setrinu SÍÐASTI sýningardagur Erlu Sig- urðardóttur í Listasetrinu Kirkju- hvoli Akranesi verður laugardaginn 27. apríl næstkomandi. Lokað er á sunnudag. Erla sýnir 29 vatnslitamyndir ásamt frummyndum úr barnabókinni „Veislan í barnavagninum" eftir Herdísi Egilsdóttur, en þær hlutu Islensku barnabókaverðlaunin 1995 fyrir þá bók. Listasetrið er opið virka daga frá kl. 16-18 og frá kl. 15-18 um helgar. KRISTJÁN Jónsson opnar myndlist- arsýningu á sumardaginn fyrsta í Gallerí Sólon íslandus. Þetta er önn- ur einkasýning hans en hann nam meðal annars við málara- og grafík- deild myndlistarskólans La Escola Massana í Barcelona frá 1989-1993. . Á sýningunni eru 15 verk sem eru unnin í ár og á síðasta ári með bland- aðri tækni. í kynningu segir: „í verkunum birt- ast sjónarhom úr íslensku umhverfí; jafnt borgarlandslag með þekkjanleg- um fyrirmyndum sem óhlutbundin náttúruform. Einnig er skrift áber- andi í myndum listamannsins og nær áhorfandinn ákveðinni heildarmynd af sýningunni þegar samhengi mynd- efnis og skriftar er skoðað. Myndirn- ar vann Kristján sérstaklega með sýningarsal Sólons í huga.“ Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma Sólon íslandus og henni lýkur 12. maí. KRISTJÁN Jónsson opnar myndlistarsýningu á Sóloni í dag, sumardaginn fyrsta. Kristján sýnir málverk á Sóloni sumar Ræktun afskorinna blóma á íslandi þykir mjög frambærileg og jafnast hiklaust á við það sem best gerist í heiminum. í blómaverslunum á íslandi starfar þaulreynt og menntað blómaskreytingarfólk sem ávallt leggur fagmennsku og metnað í vinnu sína. ...Látið blómin tala Blómaverslanirnar - fagmennska ífyrirrúmi L ÍSLENSK ^IYGARÐYRKJA - okkar allra vcgna! Skínandi djúp HJÖRTUR Marteinsson sýnir verk sín í sýningarsalnum Við hamarinn í Hafnarfirði. Sýninguna kallar hann Fjöregg fiska og hugmyndin að henni kviknaði við lestur Icthy- ographia Islandica eða Fiskafræði íslands eftir Jón Ólafsson frá Grunnavík (1705 - 1779). Þetta er fyrsta myndlistarsýning Hjartar og jafnvel sú síðasta líka, en hann er við MA nám í bókmenntum við Há- skóla íslands. Fyrsta verkið sem sést þegar komið er inn í salinn eru fiskar á hörðum flatkökum en fiskar koma, eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna, fyrir í öllum verkunum. Hjörtur segir tímann vera ríkjandi í verkunum og bogin form vísi til líðandi tíma. Hann sagði að verkin væru í raun minnismerki um hinn óþekkta fisk og í þeim sé hann að kallast á við Fiskafræði Jóns í Grunnavík. „Þetta er ein allsheijar djúp pæling. Jón var mjög sérstakur og leit sínum eigin augum á náttúru- vísindin og umhverfi sitt og þekk- ingin í Fiskafræðinni verður merk- ingarlaus ef hún er borin saman við nútíma náttúruvísindi. Hann gerði líka pínulítið geggjaða orðabók," sagði Hjörtur. Hann segir ljós hafa runnið upp fyrir honum þegar hann kynntist möguleikum flísalíms í myndsköpun. Hann segir þögn hafdjúpanna vera Morgunblaðið/Jón Svavarsson HJÖRTUR Marteinsson. heillandi en segist ekki hafa skyggnst þar um nema í huganum. Hjörtur er að vinna lokaritgerð í bókmenntafræðinni og fjallar hún um sonnettuformið og hefur sú vinna hans komið við sögu í gerð myndverk- anna eins og t.d. í verkinu Skínandi djúp sem er einskon- ar myndræn ensk sonnetta að hans sögn. Titlar verkanna eru sumir langir og oft litlar húmorískar örsögur. Hann hefur einnig gefið nýlega út sína fyrstu ljóða- bók og er hún til sölu á sýningunni. Hann er sannfærður um ágæti hennar. „Þetta er besta Ijóðabók sem komið hefur út hér á landi síðustu 7-8 ár,“ sagði hann. Sýningunni lýkur sunnudaginn 28. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.