Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 25
ÓLAFUR Benendikt Guðbjartsson
Islenskum
listamanni veitt
verðlaun í Flórens
NÝLEGA var íslenskum listamanni,
Ólafi Benedikt Guðbjartssyni, veittur
verðlaunabikar fyrir framlag sitt á
listaráðstefnunni í Flórens. Lista-
maðurinn, , var einnig gerður að
meðlimi „Accademia Degli Etruschi",
sem veitti verðlaunin. Stíll sá er lista-
maðurinn hefur skapað sér þótti at-
hyglisverður fyrir margbreytileika
og táknræna merkinu sína.
Ólafur Benedikt útskrifaðist úr
málaradeild MHÍ 1988 og sótti fram-
haldsnám i Kína og Frakklandi.
Hann tók þátt í samsýningu í
Reykjavík í fyrra og hefur síðan sýnt
verk sín í tveimur samsýningum á
Ítalíu.
Ólafur hefur bæði sýnt heima og
erlendis síðan 1991 og hefur búið
undanfarin ár í París, þar sem hann
vinnur að myndsköpun sinni.
------» ♦ ♦-------
Sýningu Erlu
að ljúka í Lista-
setrinu
SÍÐASTI sýningardagur Erlu Sig-
urðardóttur í Listasetrinu Kirkju-
hvoli Akranesi verður laugardaginn
27. apríl næstkomandi. Lokað er á
sunnudag.
Erla sýnir 29 vatnslitamyndir
ásamt frummyndum úr barnabókinni
„Veislan í barnavagninum" eftir
Herdísi Egilsdóttur, en þær hlutu
Islensku barnabókaverðlaunin 1995
fyrir þá bók.
Listasetrið er opið virka daga frá
kl. 16-18 og frá kl. 15-18 um helgar.
KRISTJÁN Jónsson opnar myndlist-
arsýningu á sumardaginn fyrsta í
Gallerí Sólon íslandus. Þetta er önn-
ur einkasýning hans en hann nam
meðal annars við málara- og grafík-
deild myndlistarskólans La Escola
Massana í Barcelona frá 1989-1993.
. Á sýningunni eru 15 verk sem eru
unnin í ár og á síðasta ári með bland-
aðri tækni.
í kynningu segir: „í verkunum birt-
ast sjónarhom úr íslensku umhverfí;
jafnt borgarlandslag með þekkjanleg-
um fyrirmyndum sem óhlutbundin
náttúruform. Einnig er skrift áber-
andi í myndum listamannsins og nær
áhorfandinn ákveðinni heildarmynd
af sýningunni þegar samhengi mynd-
efnis og skriftar er skoðað. Myndirn-
ar vann Kristján sérstaklega með
sýningarsal Sólons í huga.“
Sýningin er opin á venjulegum
opnunartíma Sólon íslandus og henni
lýkur 12. maí.
KRISTJÁN Jónsson opnar
myndlistarsýningu á Sóloni í
dag, sumardaginn fyrsta.
Kristján sýnir
málverk
á Sóloni
sumar
Ræktun afskorinna blóma á íslandi þykir mjög
frambærileg og jafnast hiklaust á við það sem
best gerist í heiminum.
í blómaverslunum á íslandi starfar þaulreynt og
menntað blómaskreytingarfólk sem ávallt leggur
fagmennsku og metnað í vinnu sína.
...Látið blómin tala
Blómaverslanirnar
- fagmennska ífyrirrúmi
L ÍSLENSK
^IYGARÐYRKJA
- okkar allra vcgna!
Skínandi djúp
HJÖRTUR Marteinsson sýnir verk
sín í sýningarsalnum Við hamarinn
í Hafnarfirði. Sýninguna kallar hann
Fjöregg fiska og hugmyndin að
henni kviknaði við lestur Icthy-
ographia Islandica eða Fiskafræði
íslands eftir Jón Ólafsson frá
Grunnavík (1705 - 1779). Þetta er
fyrsta myndlistarsýning Hjartar og
jafnvel sú síðasta líka, en hann er
við MA nám í bókmenntum við Há-
skóla íslands.
Fyrsta verkið sem sést þegar
komið er inn í salinn eru fiskar á
hörðum flatkökum en fiskar koma,
eins og nafn sýningarinnar gefur til
kynna, fyrir í öllum verkunum.
Hjörtur segir tímann vera ríkjandi
í verkunum og bogin form vísi til
líðandi tíma. Hann sagði að verkin
væru í raun minnismerki um hinn
óþekkta fisk og í þeim sé hann að
kallast á við Fiskafræði Jóns í
Grunnavík. „Þetta er ein allsheijar
djúp pæling. Jón var mjög sérstakur
og leit sínum eigin augum á náttúru-
vísindin og umhverfi sitt og þekk-
ingin í Fiskafræðinni verður merk-
ingarlaus ef hún er borin saman við
nútíma náttúruvísindi. Hann gerði
líka pínulítið geggjaða orðabók,"
sagði Hjörtur.
Hann segir ljós hafa runnið upp
fyrir honum þegar hann kynntist
möguleikum flísalíms í myndsköpun.
Hann segir þögn hafdjúpanna vera
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HJÖRTUR Marteinsson.
heillandi en segist ekki hafa
skyggnst þar um nema í huganum.
Hjörtur er að vinna lokaritgerð í
bókmenntafræðinni og fjallar hún
um sonnettuformið og hefur sú vinna
hans komið við sögu
í gerð myndverk-
anna eins og t.d. í
verkinu Skínandi
djúp sem er einskon-
ar myndræn ensk
sonnetta að hans
sögn.
Titlar verkanna
eru sumir langir og
oft litlar húmorískar
örsögur. Hann hefur
einnig gefið nýlega
út sína fyrstu ljóða-
bók og er hún til
sölu á sýningunni.
Hann er sannfærður
um ágæti hennar.
„Þetta er besta Ijóðabók sem komið
hefur út hér á landi síðustu 7-8
ár,“ sagði hann.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 28.
apríl.