Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR + Guðjón Stein- grímsson, raf- virkjameistari, var fæddur 2. desem- ber 1917 á Eyrar- bakka. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar Guðjóns . I voru Steingrímur Gunnarsson, öku- i- kennari, f. 2.8. 1895, d. 4.9. 1966, og Þuríður Guð- jónsdóttir, liúsmóð- ir, f. 12.7. 1896, d. 12.11. 1960. Þau voru bæði frá Eyrarbakka. Systkini Guðjóns: Jórunn, Gunnhildur, Guðni (lést í barnæsku), Asdís, Áslaug og Margrét. Guðjón kvæntist Guðnýju Magnúsdóttur. Þau slitu samvistum. Þeirra börn eru: Magnús, f. 5.11. 1945, raf- virkjameistari í Borgarnesi, börn hans eru Þorsteinn Orri, Gunnhildur Inga, Þórarinn Tengdafaðir minn, Guðjón Stein- ~^rímsson, er látinn 78 ára að aldri. Guðjón átti við vanheilsu að stríða í rúmt ár en fram að því var hann í fullu fjöri og stundaði sína vinnu sem yfirmaður á rafmagnsverk- stæði verktakafyrirtækisins Pihl & son í Kaupmannahöfn, en hjá því sama fyrirtæki vann hann í rúm 40 ár. Hann hafði það oft á orði að hann ætlaði að vinna fram á síðasta ævidag og það munaði ekki miklu að það rætfist. Starfið var Guðjóni afar mikils virði, hann helg- Reynir og Guðjón. Steingrímur, f. 2.4. 1948, kerfisfræðing- ur, maki Katrín Guð- mannsdóttir, ritari, þeirra dóttir Olga. Sigriður, f. 22.2. 1956, myndlistar- maður, hennar sonur Arnaldur, og Ingólf- ur, f. 1.6. 1959, tón- listarmaður, maki Jónína E. Hauksdótt- ir, hjúkrunarfræð- ingur, þeirra synir Steingrímur Gauti og drengur fæddur 16. apríl sl. Guðjón átti fyrir soninn Hilmar, f. 27.1. 1941, tækniteikn- ara, maki Jóhanna Thorsteins- son, forstöðumaður. Synir Hilm- ars frá fyrra hjónabandi eru Pétur Sævald, Axel Viðar og Snorri Freyr. Barnabörnin eru orðin sjö. Sambýliskona Guðjóns í nokkur ár í Danmörku var Birg- it Wein, tannlæknir, og eignuðust þau soninn Kjartan, f. 4.5. 1969, aði fyrirtækinu krafta sína og bar hag þess fyrir bijósti sem væri það hans eigið. Forstjóra fyrirtækisins, Soren Langvad, mat hann mikils og virti og reyndist hann og fjöl- skylda hans honum góðir vinir. Þegar Guðjón hóf störf hjá fyrir- tækinu var virkjun fallvatna að hefjast fyrir alvöru, svo hann dvald- ist langdvölum úti á landi við hinar ýmsu virkjanir, s.s Sogsvirkjanir (írafoss), Grímsárvirkjun, Efrafall (Steingrímsstöð) og svo við hafnar- gerð í Þorlákshöfn. Hann fór einnig rafvirkja í Danmörku. Guðjón flutti með foreldrum sínum frá Eyrarbakka til Reykjavíkur 1928 og hóf nám í rafvirkjun hjá Bræðrunum Ormsson, Eiríki Ormssyni rafvirkjameistara árið 1937. Að loknu námi stofn- aði hann fyrirtækið Segul, ásamt Vilbergi Guðmundssyni og Magnúsi Hannessyni. Guðjón seldi sinn hlut í Segli og hóf störf hjá danska verktakafyrir- tækinu Pihl & son 1952 þar sem hann starfaði allt til síðasta hluta ársins 1994. Fyrst var hann við störf hér á íslandi við Sogsvirkjanir (Irafoss), Gríms- árvirkjun, Efrafall (Steingríms- stöð) og Þorlákshöfn. Hann flutti til Danmerkur árið 1960 og hélt áfram störfum há Pihl & son í Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur unnið sem yfir- maður rafmagnsverkstæðis fyr- irtækisins. Guðjón hefur unnið á vegum fyrirtækisins í ýmsum löndum, s.s. Danmörku, Græn- landi og Færeyjum. Kveðjuat- höfn fór fram í Kaupmannahöfn fóstudaginn 19. apríl sl. Útför Guðjóns fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 26. apríl og hefst athöfnin klukkan 15. víða um heim á vegum fyrirtækisins og vann m.a. í Danmörku, á Græn- landi, Færeyjum og Afríku. Guðjón ólst upp við gott atlæti hjá foreldrum sínum. Hann var fæddur á Eyrarbakka og ólst þar upp fyrstu 11 ár ævinnar, en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur á Vesturgötuna. Hann bar ætíð sterkar taugar til Bakkans og taldi sig Eyrbekking og reyndi að koma því við að skreppa þangað þegar hann kom til landsins. Guðjón var mjög myndarlegur maður, dökkur á brún og brá svo sumir líktu hon- um við frægan Hollywood-leikara. Enda hefur þurft mikið til að ganga í augun á einni glæsilegustu stúlku bæjarins, sem er tengdamamma, Guðný Magnúsdóttir, dóttir Magn- úsar Gíslasonar sýslumanns og síð- ar skrifstofustjóra í íjármálaráðu- neytinu og Sigríðar Jónsdóttur mik- illar merkis- og heiðurskonu. Þau Guðjón og Guðný bjuggu á Berg- staðastræti 65, í húsi foreldra Guðnýjar og eignuðust fjögur mannvænleg börn. En örlögin hög- uðu því svo að þau slitu samvistum og skildu og þá flutti Guðjón til Danmerkur og hefur búið þar frá því um 1960. Þó nokkuð langt væri á milli okkar voru samskiptin mikil. Við hjónin og Olga dóttir okkar eydd- um mörgum sumarleyfum hjá „afa í Danmörku", sem bjó í fallegu húsi með ægistórum garði og átt- um þar saman margar sælustundir í yndislegu umhverfi. Guðjón var góður heim að sækja, enda var gestkvæmt á Folemarksvej. Hjá honum dvaldi um lengri og skemmri tíma fólk á öllum aldri hvort heldur sem var fjölskyldan, vandamenn eða vinir sem komu til Hafnar. Guðjón var ungur í anda og umgekkst ungt fólk sem jafn- ingja enda dágóður hópur ungs fólks sem naut gestrisni hans. Ekki má gleyma öllum ferðunum út á flugvöll sem hann fór til að sækja og kveðja landana. Við ferðuðumst heilmikið, ókum um Danmörku þvera og endilanga. Síðustu tvo áratugina átti ísland hug Guðjóns og var hann mjög duglegur að koma heim í sumar- og jólaleyfum og dvaldi þá lengst af á heimili okkar. Guðjón var mér nánast sem annar faðir og var óspar á hlý orð í minn garð. Það fór mjög vel á með okkur og áttum við marg- ar notalegar stundir saman. Það var gaman að rabba við Guðjón, hann var orðheppinn og gat verið hnyttinn og skemmtilegur. Síðustu árin blandaðist danskan örlítið inn í málið og mörg orð og setningar frá honum eru orðin fleyg í fjöl- skyldunni. Guðjón var einstakt snyrtimenni og afar næmur á ýmis smáatriði, það fór ekkert fram hjá honum sem tengdist klæðaburði og snyrtimennsku. Maður gat alveg treyst því að vera „í lagi“ ef Guðjón lagði blessun sína yfir það, því hann lét mann heyra það ef svo var ekki. Tengdapabbi var það sem kallað er „alt muligmand“, svo laghentur að orð fór af og einn af þeim sem gat lagað allt frá fíiiustu þráðum til stórvirkra tækja. Allt sem hann gerði var unnið af natni og lagni. Með virðingu og söknuði kveð ég tengdaföður minn og þakka góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matth. Jochumsson) Katrín Guðmannsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON I | I Sparisjóður Hafnarfjarðar óskar Haukum til hamingju með íslandsmeistaratitil kvennaliðs þeirra í handknattleik. SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR Bakhjarl hafnfirskra íþróttamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.