Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Veggmyndir Kjarvals í Landsbanka íslands
Lífið er
saltfiskur
í LISTASAFNI íslands verður
opnuð sýningin Lífíð er saltfískur
fímmtudagskvöldið 25. apríl.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra mun opna sýninguna form-
lega. Á sýningunni eru frumdrög
Jóhannesar Kjarval að veggmynd-
um sem hann málaði á gangi ann-
arrar hæðar í húsi Landsbankans
í Reykjavík á árunum 1924-25.
Efni myndanna er sjósókn og físk-
verkun. Veggmyndirnar í Lands-
bankanum eru meðal fyrstu verka
sinnar tegundar á íslandi og er
ein þeirra, Saltfískstöflun, af
mörgum talin vera eitt af öndveg-
isverkum íslenskrar myndlistar.
Tilefni sýningarinnar er að fyrir
tæpum tveimur árum fundust 10
stórar teikningar á lofti gamla
Stýrimannaskólans í Reykjavík.
Af þeim voru sex teikningar af
fískverkafólki sem tengjast vegg-
myndunum í Landsbankanum og
auk þess ein teikning af sjómanni
við stýri. Á sýningunni í Listasafni
íslands verður auk stóru teikning-
anna hægt að sjá eftirmyndir
Landsbankamyndanna í fullri
stærð ásamt frumdrögum, ljós-
myndum og öðrum heimildum.
Þannig geta sýningargestir fengið
að fylgja eftir vinnu listamannsins
frá frumdrögum til fullmótaðs
verks. Einnig verða sýndar mynd-
ir frá fjórða áratugnum er Kjarval
tók aftur til við myndefnið um
stúlkuna og saltfiskinn.
Með stóru múrmálverkunum af
íslenskum sjómönnum og físk-
verkafólki í Landsbankanum má
segja að brotið sé blað í sögu
myndlistar á íslandi, því myndefni
tengt sjávarútvegi hafði ekki unn-
ið sér verðugan sess í íslenskri list
ef frá eru taldar skútumyndir
Kjarvals sjálfs frá þeim tíma sem
hann var ungur sjómaður. Kjarval
sá lífsbjörgina í saltfísknum og ein
myndanna, Saltfískstöflun, óum-
deilanleg þungamiðja veggmynd-
anna í Landsbankanum, er á sinn
hátt óður til íslenskra fískverka-
kvenna og tákn um breytta tíma.
■ V
Ljósmynd/Viktor Smári
Sýningin er unnin í samvinnu við
Landsbanka íslands í tilefni af 110
ára afmæli bankans. Gefín verður
út myndskreytt bók í tengslum við
sýninguna þar sem eru greinar
eftir Júlíönu Gottskálksdóttur,
Viktor Smára Sæmundsson og
Aðalstein Ingólfsson. Þar er fjallað
um veggmyndirnar almennt,
vinnuaðferðir Kjarvals og endur-
komu saltfískstefsins í list hans.
Sýningin verður í sal 3 á efri hæð
safnsins og lýkur 30. júní.
GÖNGUDAGUR
SEGLAGERÐARINNAR ÆGIS
LÉTT (ÞRIGGJA TÍMA) GÖNGUFERÐ, HEIÐMÖRK-BÚRFELL. FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA Á SUNNUDAGINN KEMUR, 28. APRÍL.
LAGT AF STAÐ FRÁ HELLATÚNI í HEIÐMÖRK KL. 13:00.
ÞÁTTTAKA ÓKEYPIS - GRILL OG SVALADRYKKIR.
LEIÐSÖGUMAÐUR VERÐUR ARITRAUSTIGUÐMUNDSSON.
BÚRFELL*. HELGAFELL
♦
'
GÖNGULEIÐ D
- *
GJÁARÉTT
ITÁ|fcS* I* GÓtlCV S*
úflVISTARBÚNAÐÚR
9
VÍEILSSTADIR
GARÐABÆR
ARI TRAUSTI VERÐUR í
VERSLUN OKKAR
FÖSTUDAGINN 26. APRÍL OG
LAUGARDAGINN 27. APRÍL
TIL AÐ GEFA GÖNGUFÓLKI
GÓÐ RÁÐ OG UPPLÝSINGAR.
STÁFIFSFÓLK í VERSLUN veitir
GÖNGUFÓLKIFAGLEGA AÐSTOÐ VIÐ
VAL Á HENTUGUM GÖNGUÚTBÚNAÐI.
í TILEFNI GÖNGUDAGS VERÐUR
SEGLAGERÐIN MEÐ SÉRSTÖK
TILBOÐ Á GÖNGUSKÓM OG
O'^omon 15% AFSLÁTT Á ÚTIVISTAR-
FATNAÐI26. OG 27. APRÍL.
Gleðilegt sumar!
SEQLAGERÐIN
Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5 I I 2200
I
i
I
m.
I
m
I
m
I
m
I
i
w
I
i
m
I
m
I
i
m
I
m
I
*•
I
m
I
**
I
m
I
i
i
i
*■
I
m
I
i
i
: •*
I
i
m
I
í
i
i
i
1
m.
I
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
TON SMIÐURINN Hermes á æfingu.
Sumartónleikar fyrir börn
Tónsmiðurinn Hermes
í Gerðubergi
TÓN SMIÐURINN Hermes mætir
til leiks í Gerðubergi á sumardag-
inn fyrsta 25. apríl. Fyrir um ári
gekkst Gerðuberg fyrir nokkrum
klassískum tónleikum fyrir börn.
Á þeim leiddi tónsmiðurinn Her-
mes börnin um undraveröld tón-
anna og opnaði eyru þeirra fyrir
fjölbreyttum hljóðheimi. Á efnis-
skrá voru klassískar og nýjar tón-
smíðar. Meðal gesta Hermesar
má nefna Þorstein Gauta Sigurðs-
son píanóleikara og Atla Heimi
Sveinsson tónskáld auk fjölda
yngri hljóðfæraleikara. I gervi
Hermesar er Guðni Franzson
klarinettuleikari. Sérstakur gest-
ur Hermesar á þessum tónleikum
verður gítarsnillingurinn Einar
Krislján Einarsson.
Á því ári sem liðið er hefur
Hermes komið víða fram, leikið
fyrir skólabörn viða um land auk
þess að sjá um tónlistarflutning
með íslensku jólasveinunum í
Þjóðminjasfaninu. Nú er Hermes
aftur á heimavelli í Gerðubergi
og leikur á tónleikum fyrir börn
allt frá þriggja ára aldri. Á efnis-
skrá verður frumstæð tónlist og
þjóðleg frá ólíkum heimshornum
og tengsl hennar við klassíska
tónlist skoðuð. Hermes leikur á
frumstætt ástralskt hljóðfæri,
„didjeridu", suðurameriskar
flautur, afrisk ásláttarhljóðfæri,
kinverskar pípur, skjaldbökuskel
og hefðbundin klassisk hljóðfæri.
Tónleikarnir á sumardaginn
fyrsta hefjast kl. 15 að lokinni
skrúðgöngu og fjölskyldu-
skemmtun við Fellahelli. Að tón-
leikunum loknum gefst börnum
kostur á að skoða hljóðfærin og
einnig verður boðið upp á aðstöðu
til að teikna og lita. Kaffiterían
í Gerðubergi verður opin til
klukkan 18.
SLÖKKVILIÐSKÓRINN heldur tónleika í Gerðubergi á laugardag.
Slökkviliðskórinn í Gerðubergi
SLÖKKVILIÐSKÓRINN heldur Tvísöngur: Kári Friðriksson og Þor-
tónleika í Gerðubergi á laugardag bergur Skagfjörð Jósepsson. Stjórn-
kl. 15. Einsöngvari á tónleikunum andi Kári Friðriksson og undirleik-
er Þorbergur Skagfjörð Jósepsson. ari Jónas Sen.