Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Veggmyndir Kjarvals í Landsbanka íslands Lífið er saltfiskur í LISTASAFNI íslands verður opnuð sýningin Lífíð er saltfískur fímmtudagskvöldið 25. apríl. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra mun opna sýninguna form- lega. Á sýningunni eru frumdrög Jóhannesar Kjarval að veggmynd- um sem hann málaði á gangi ann- arrar hæðar í húsi Landsbankans í Reykjavík á árunum 1924-25. Efni myndanna er sjósókn og físk- verkun. Veggmyndirnar í Lands- bankanum eru meðal fyrstu verka sinnar tegundar á íslandi og er ein þeirra, Saltfískstöflun, af mörgum talin vera eitt af öndveg- isverkum íslenskrar myndlistar. Tilefni sýningarinnar er að fyrir tæpum tveimur árum fundust 10 stórar teikningar á lofti gamla Stýrimannaskólans í Reykjavík. Af þeim voru sex teikningar af fískverkafólki sem tengjast vegg- myndunum í Landsbankanum og auk þess ein teikning af sjómanni við stýri. Á sýningunni í Listasafni íslands verður auk stóru teikning- anna hægt að sjá eftirmyndir Landsbankamyndanna í fullri stærð ásamt frumdrögum, ljós- myndum og öðrum heimildum. Þannig geta sýningargestir fengið að fylgja eftir vinnu listamannsins frá frumdrögum til fullmótaðs verks. Einnig verða sýndar mynd- ir frá fjórða áratugnum er Kjarval tók aftur til við myndefnið um stúlkuna og saltfiskinn. Með stóru múrmálverkunum af íslenskum sjómönnum og físk- verkafólki í Landsbankanum má segja að brotið sé blað í sögu myndlistar á íslandi, því myndefni tengt sjávarútvegi hafði ekki unn- ið sér verðugan sess í íslenskri list ef frá eru taldar skútumyndir Kjarvals sjálfs frá þeim tíma sem hann var ungur sjómaður. Kjarval sá lífsbjörgina í saltfísknum og ein myndanna, Saltfískstöflun, óum- deilanleg þungamiðja veggmynd- anna í Landsbankanum, er á sinn hátt óður til íslenskra fískverka- kvenna og tákn um breytta tíma. ■ V Ljósmynd/Viktor Smári Sýningin er unnin í samvinnu við Landsbanka íslands í tilefni af 110 ára afmæli bankans. Gefín verður út myndskreytt bók í tengslum við sýninguna þar sem eru greinar eftir Júlíönu Gottskálksdóttur, Viktor Smára Sæmundsson og Aðalstein Ingólfsson. Þar er fjallað um veggmyndirnar almennt, vinnuaðferðir Kjarvals og endur- komu saltfískstefsins í list hans. Sýningin verður í sal 3 á efri hæð safnsins og lýkur 30. júní. GÖNGUDAGUR SEGLAGERÐARINNAR ÆGIS LÉTT (ÞRIGGJA TÍMA) GÖNGUFERÐ, HEIÐMÖRK-BÚRFELL. FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á SUNNUDAGINN KEMUR, 28. APRÍL. LAGT AF STAÐ FRÁ HELLATÚNI í HEIÐMÖRK KL. 13:00. ÞÁTTTAKA ÓKEYPIS - GRILL OG SVALADRYKKIR. LEIÐSÖGUMAÐUR VERÐUR ARITRAUSTIGUÐMUNDSSON. BÚRFELL*. HELGAFELL ♦ ' GÖNGULEIÐ D - * GJÁARÉTT ITÁ|fcS* I* GÓtlCV S* úflVISTARBÚNAÐÚR 9 VÍEILSSTADIR GARÐABÆR ARI TRAUSTI VERÐUR í VERSLUN OKKAR FÖSTUDAGINN 26. APRÍL OG LAUGARDAGINN 27. APRÍL TIL AÐ GEFA GÖNGUFÓLKI GÓÐ RÁÐ OG UPPLÝSINGAR. STÁFIFSFÓLK í VERSLUN veitir GÖNGUFÓLKIFAGLEGA AÐSTOÐ VIÐ VAL Á HENTUGUM GÖNGUÚTBÚNAÐI. í TILEFNI GÖNGUDAGS VERÐUR SEGLAGERÐIN MEÐ SÉRSTÖK TILBOÐ Á GÖNGUSKÓM OG O'^omon 15% AFSLÁTT Á ÚTIVISTAR- FATNAÐI26. OG 27. APRÍL. Gleðilegt sumar! SEQLAGERÐIN Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5 I I 2200 I i I m. I m I m I m I i w I i m I m I i m I m I *• I m I ** I m I i i i *■ I m I i i : •* I i m I í i i i 1 m. I Morgunblaðið/Ámi Sæberg TON SMIÐURINN Hermes á æfingu. Sumartónleikar fyrir börn Tónsmiðurinn Hermes í Gerðubergi TÓN SMIÐURINN Hermes mætir til leiks í Gerðubergi á sumardag- inn fyrsta 25. apríl. Fyrir um ári gekkst Gerðuberg fyrir nokkrum klassískum tónleikum fyrir börn. Á þeim leiddi tónsmiðurinn Her- mes börnin um undraveröld tón- anna og opnaði eyru þeirra fyrir fjölbreyttum hljóðheimi. Á efnis- skrá voru klassískar og nýjar tón- smíðar. Meðal gesta Hermesar má nefna Þorstein Gauta Sigurðs- son píanóleikara og Atla Heimi Sveinsson tónskáld auk fjölda yngri hljóðfæraleikara. I gervi Hermesar er Guðni Franzson klarinettuleikari. Sérstakur gest- ur Hermesar á þessum tónleikum verður gítarsnillingurinn Einar Krislján Einarsson. Á því ári sem liðið er hefur Hermes komið víða fram, leikið fyrir skólabörn viða um land auk þess að sjá um tónlistarflutning með íslensku jólasveinunum í Þjóðminjasfaninu. Nú er Hermes aftur á heimavelli í Gerðubergi og leikur á tónleikum fyrir börn allt frá þriggja ára aldri. Á efnis- skrá verður frumstæð tónlist og þjóðleg frá ólíkum heimshornum og tengsl hennar við klassíska tónlist skoðuð. Hermes leikur á frumstætt ástralskt hljóðfæri, „didjeridu", suðurameriskar flautur, afrisk ásláttarhljóðfæri, kinverskar pípur, skjaldbökuskel og hefðbundin klassisk hljóðfæri. Tónleikarnir á sumardaginn fyrsta hefjast kl. 15 að lokinni skrúðgöngu og fjölskyldu- skemmtun við Fellahelli. Að tón- leikunum loknum gefst börnum kostur á að skoða hljóðfærin og einnig verður boðið upp á aðstöðu til að teikna og lita. Kaffiterían í Gerðubergi verður opin til klukkan 18. SLÖKKVILIÐSKÓRINN heldur tónleika í Gerðubergi á laugardag. Slökkviliðskórinn í Gerðubergi SLÖKKVILIÐSKÓRINN heldur Tvísöngur: Kári Friðriksson og Þor- tónleika í Gerðubergi á laugardag bergur Skagfjörð Jósepsson. Stjórn- kl. 15. Einsöngvari á tónleikunum andi Kári Friðriksson og undirleik- er Þorbergur Skagfjörð Jósepsson. ari Jónas Sen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.