Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
H
„Desi varð strax ein af okkur“
Nánari uppiýsingar
á skrifstofu AFS
á íslandi,
Laugavegi 26,
3. hæð,
sími 552 5450.
Jón Gunnarsson og Soffía Sveinsdóttir ásamt syninum Viktori og Désirée frá Þýskalandi:
„Desi varð strax ein af okkur. Fólk talar um að það geti ekki hýst skiptinema vegna tímaleysis en
auðvitað er ekki ætlast til að fjölskyldan hafi ofan af fyrir krökkunum daginn út og inn.
Unga fólkið er í skólanum megnið afdeginum, eignast sína vini og hefur yfirleitt nóg að gera.
Við óskum eftir
fjölskyldum fyrir
skiptinema á
aldrinum 16-19 ára,
frá miðjum ágúst '96
til júní '97 eða hálft
þetta tímabil.
Okkur hefur fundist ákaflega
iærdómsríkt að hafa ungling
á heimilinu og það verður
mikill söknuður á báða bóga
þegar Desi heldur heim isumar. “
Alþjóðleg fræðsla og samskipti
AÐSENDAR GREIIMAR
Gjald fyrir
sjónvarpsrásir
SKORTUR er á
sjónvarpsrásum á
höfuðborgarsvæðinu,
eins og fram hefur
komið í fréttum. Sjón-
varpsstöðvar bítast
um rásirnar og út-
varpsréttamefnd
fleygir þeim á milli
eftir reglum sem aldr-
ei verða réttlátar og
engan gera ánægðan.
í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins 21.
apríi er réttilega bent
á lausn málsins, sem
er að taka gjald fyrir
þá takmörkuðu auð-
lind sem þessar sjónvarpsrásir eru.
Uppboð á sjónvarpsrásum er hins
vegar einskis vert ef það reynist
ekki til hagsbóta fyrir áhorfendur.
Ljóst er að ef ríkið tekur gjald
fyrir afnot af sjónvarpsrásum,
verður minna fjármagn eftir hjá
sjónvarpsstöðvunum til að bera
fram sómasamlegt
efni. Þetta gæti endað
með því að ein sjón-
varpsstöð borgaði
hæsta verðið fyrir
sjónvarpsrásirnar, en
vegna gjaldsins gæti
hún aðeins boðið ódý-
rasta og lélegasta
sjónvarpsefni sem fá-
anlegt væri.
Á hinn bóginn er
hægt að haga gjald-
tökunni þannig að hún
hvetji til framleiðslu
og útsendinga á inn-
lendu sjónvarpsefni.
Þannig væri komið til
móts við markmið útvarpslaga og
væntingar áhorfenda. Kannanir
sýna að innlent sjónvarpsefni er
vinsælt. En það er dýrt í fram-
leiðslu og því ekki jafnalgengt og
skyldi.
Þessi gjaldtaka gæti farið þann-
ig fram að sjónvarpsstöð legði inn-
Ólafur
Hauksson
cTVIars
ogVenus
t svefnherberginu
‘Bók sem eflir utmð og
rómantík í samböndum
Gray leiðir okkur uni landamzeri ásiar no -Sctrrx.,
- Sigmundur Ernir Rúnarsson
&
______________vflxruR
■■■■■■^■■■■■^■^■H Fyrir fólk
Gefðu þér
og þínum
gleðilegt
sumar!
^ JOHN GRAY BÓK ^
metsölu
bók eftir John Gray
I mefsölubókinni um jólin
Karlar eru frá Mars,
Konur eru frá Venus fjallaði
dr. |ohn Gray um leiðir til að
bæta samskipti og styrkja
sambönd.
I þessari nýju bók Mars og
Venus í svefnherberginu
beinir dr. Gra>' sjónum að
unaðssemdum ástalífsins.
Hann leggur áherslu á trúnað,
virðingu og ást.
„Það er einstök upplifun að lesa bók eftir karlmann,
sem af næmni ogvirðingu lýsir viðhorfum kvenna."
Sólveig Eiríksdóttir, í Grænum kosti
„Unaðsríkt kynlíf er guðsgjöf til þeirra sem af
heilindum byggja upp ástrfkt samband...
- þú átt það skilið."
séra Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur
„Gray leiðir okkur um landamæri ástar og ástríðu,
svo unun er af... Það gustar af bókinni...
kostur hennar felst í hreinskilni...“
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sjónvarpsstöð, segir Ól-
afur Hauksson, gæti
lagt innlent efni fram
sem greiðslu.
lent efni fram sem greiðslu. Vænt-
anlega mundi slíkt leiða til aukinn-
ar framleiðslu á innlendu sjón-
varpsefni, þar sem stöðvarnar
mundu eðli málsins samkvæmt
frekar vilja leggja þessa fjármuni
í dagskrárgerð en ríkiskassann.
Mikilvægt er að allar hinar eftir-
sóttu sjónvarpsrásir á höfuðborg-
arsvæðinu verði boðnar upp með
þessum hætti. Þar með taldar eru
VHF-rásirnar sem Ríkissjónvarp-
ið, Stöð 2 og Sýn hafa nú einar
til umráða. Þetta eru í raun verð-
mætustu rásirnar, því öll heimili
hafa loftnet sem ná útsendingum
þeirra.
Ríkissjónvarpið er í góðri að-
stöðu til að halda hlut sínum í
þessum rásum, því þar er mesta
innlenda dagskrárgerðin. Uppboð
á þessum rásum kynni í „versta"
falli að leiða til þess að ríkissjón-
varpið þyrfti að auka innlenda
dagskrárgerð sína á kostnað ein-
hvers annars.
Það væri fullkomlega réttlætan-
legt að mismuna sjónvarpsefni
þannig eftir þjóðerni þess. Þetta
er menningarpólítísk ákvörðun og
í fullu samræmi við markmið út-
varpslaga um að efla tungu og
menningu þjóðarinnar.
Erlent sjónvarpsefni mundi ekki
hverfa af skjánum. Það yrði áfram
í meirihluta. Hins vegar er hugsan-
legt að framboð hins erlenda efnis
minnkaði eitthvað. Hugsanlega
yrði meira rusl á boðstólum. En
ef einhver vill borga fyrir að horfa
á rusl, þá er það einkamál viðkom-
andi einstaklings.
Höfundur er blaðamaður og
starfar við almannatengsl.
Stretsbuxur kr. 2.900
Konubuxur kr. 1.490
Mikife úrval af
allskonar buxum
Opið á laugardögum
4
C
€
G
c
i
c
Q
i
<
(
(
(
I
I
I
I
I
I
I
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433.