Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 37
36 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 37 STOFNAÐ 1918 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haligrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRUMVARP TIL NÝRRA NAFNA- LAGA FRUMVARP að nýjum nafnalögum liggur nú fyrir Al- þingi og er þar gert ráð fyrir róttækum breytingum á þeirri mannanafnahefð, sem ríkt hefur í landinu um aldir og á sér enga hliðstæðu meðal germanskra þjóða. Ýmsir af þekktustu menningarfrömuðum landsins, svo og íslenzk málnefnd, hafa andmælt tilteknum þáttum frum- varpsins og óskað eftir endurskoðun á þeim og þar með frestun á afgreiðslu málsins í þingsölum. Gagnrýnin hefur fyrst og fremst beinzt að eiginnöfnum og millinöfnum. í greinargerð frumvarpsins kemur fram, að heimilt verður að nota eiginnöfn eins og Skjarpur og Skunnar, sem eru merkingarlausar stafarunur, svo og gælunöfn eins og Frissi, Bíbí og Gudda. Þá beinist gagn- rýnin ekki síður að lögheimilun á millinöfnum, sem eru í raun nýr flokkur ættarnafna til viðbótar þeim, sem nú eru leyfð. Andmælendur telja þessi nýju millinöfn í full- komnu ósamræmi við íslenzka nafnahefð. Stuðningsmenn frumvarpsins leggja áherzlu á, að sem mest frelsi riki við ákvörðun mannanafna. Að sjálfsögðu er mikilvægt, að sem víðtækast frelsi ríki á flestum svið- um, en frelsi er ekki það sama og ringulreið. I hönd fara nú einhveijir annasömustu starfsdagar Al- þingis og að venju mun ekki gefast tími til að afgreiða mörg mikilvæg framfaramál þjóðarinnar. Er þá nokkur ástæða fyrir þingmenn að afgreiða nýju nafnalögin í vor? Hafa þingmenn ekki mörgum brýnni verkefnum að sinna fyrir sumarleyfi sitt? Er nokkur goðgá að fresta af- greiðslu nafnalaganna, svo tóm gefist til að endurskoða þau ákvæði, sem mestur styrr stendur um. íslenzk nafna- hefð er mikilvægur þáttur í mótun íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðernis. Nýjum nafnalögum er væntanlega ætl- að að standa til nokkurrar framtíðar, en frestur, sem fæst til að ígrunda frumvarpið, líður sem örskot í lífi þjóð- ar. SUMARDAGURINN FYRSTI UMARDAGURINN fyrsti er séríslenzkur hátíðisdagur. Heiti hans er bókfest þegar í Grágás og Jónsbók og fleiri fornum heimildum. Hann er og einn af ellefu löggiltum fánadögum íslenzka lýðveldisins, samkvæmt forsetatil- skipun Sveins Björnssonar frá árinu 1944. I Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir: „Þótt heim- ildir séu fámálar er líklegt að íslendingar hafi alltaf hald- ið til dagsins í mat og drykk eftir efnum og ástæðum. Sumargjafir eru þekktar frá 16. öld og eru miklu eldri en jólagjafir. Ekki var unnið nema nauðsynjastörf eða táknræn sumarstörf, og hafa börn nýtt daginn til leikja. Víða var messað á sumardaginn fyrsta til miðrar 18. ald- ar...“ Sumardagurinn fyrsti merkti ekki endilega að þá væri komin „betri tíð með blóm í haga“, heldur að þá hæfist sumarmisseri. Hann var engu að síður boðberi bjargræðis og gróanda í umhverfi og þjóðlífi, lykta hins langa, kalda og myrka vetrar. Það var með öðrum orðum hnattstaða landsins og bjargræðisvegir fólksins til sjávar og sveita, sem svo ríkulega voru háðir árferði og veðurfari, sem settu hið séríslenzka svipmót á daginn. Hann var því í raun og sann þjóðhátíð fólksins í landinu gegn um aldirnar. Það fer vel á því að halda tryggð við þennan sérís- Ienzka hátíðisdag, sem máski teíur til „frændsemi" við sólar- og vorhátíðir Evrópuþjóða fyrr á tíð. Það fer einnig vel á því að sumardagurinn fyrsti verði hátíð fjölskyldna og bamanna, sem eru vorið í sérhverju þjóðfélagi. Það fer loks vel á því að tengja þennan dag því gróðurvernd- ar-, land- og skógræktarátaki, sem svo mikilvægt er að sinna af stórhug og myndarskap næstu ár og áratugi. Samhliða því að standa vörð um auðlindir hafsins, sem gera landið byggilegt, verðum við að vemda gróðurlend- ið, sem lengi hefur átt í vök að veijast, eftir því sem í mannlegu valdi stendur. Nánar er fjallað um það efni í sérblaði Morgunblaðsins í dag, „Skógrækt og umhverfis- vernd“. Morgunblaðið árnar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars! Endurskoðun laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins Lokunarleiðin verður skoðuð til hlítar í sumar Formaður nefndar, sem vinnur að endurskoð- un laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, segir að nefndin muni í sumar skoða vand- lega þann kost að loka sjóðnum. Forystumenn samtaka opinberra starfsmanna útiloka ekki * að þessi leið verði farin. Egili Olafsson skoð- aði vanda opinbera lífeyrissjóðakerfísins og leiðir út úr vandanum. Iaunahækkanir, en 102 milljörðum króna ef miðað er við 3% ávöxtun. Til frádráttar þessum upphæðum átti lífeyrissjóðurinn rúmlega 22 milljarða eign í árslok 1995. Sjóður- inn á því aðeins eignir fyrir 20-24% af skuldbindingum sínum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að rík- ið greiði þessar skuldbindingar sínar með útgáfu skuldabréfs, sem það mun væntanlega greiða af á næstu 50 árum um leið og sjóðsfélagar taka út sinn lífeyri. Upphæð þessa skuldabréfs verður 80-100 milljarðar eftir því hvaða vexti það ber. Lögin um LSR endurskoðuð STEINGRÍMUR Ari Arason, aðstoðarmaður íjármála- ráðherra, segir að í sumar muni nefnd, sem vinnur að endurskoðun Iaga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, skoða kosti þess að Ioka sjóðnum. Verði þessi leið farin verður myndað nýtt lífeyrískerfi fyrir nýráðna ríkis- starfsmenn, en núverandi starfs- menn verða áfram i gamla kerfinu kjósi þeir það. Steingrímur Ari segir að fjármálaráðuneytið vilji frekar gera breytingar á LSR en að Ioka sjóðnum. Fyrirliggjandi drög að frumvarpi um breytingar á LSR þýða að árlegar iðgjaldagreiðslur ríkisins til sjóðsins hækka um 2-2,5 millj- arða. Vandi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins er sá að iðgjöld, sem laun- þegar og atvinnurekendur greiða til sjóðsins, duga ekki fyrir réttindum. Ástæðan er þríþætt. I fyrsta lagi eru iðgjöld til sjóðsins aðeins greidd af dagvinnulaunum, en ekki af heildar- launum eins og hjá almennu lífeyris- sjóðunum. í öðru lagi veitir hann sjóðsfélögum talsvert meiri réttindi en almennu sjóðirnir og í þriðja lagi hefur ávöxtun sjóðsins á eign sinni Iengst af verið léleg og verri en hjá öðrum sjóðum. Ávöxtun sjóðsins hef- ur reyndar farið batnandi á síðustu árum. Rikið niðurgreiðir uppbætur á lífeyri Rúmlega 20 þúsund einstaklingar greiða nú iðgjald í LSR, en alls hafa um 46 þúsund einstaklingar áunnið sér rétt til lífeyris úr sjóðnum. Auk ríkisins greiða tæplega 200 launa- greiðendur til sjóðsins fyrir starfs- menn sína. Meðal þeirra eru 50 sveit- arfélög, 12 stéttarfélög og samtök þeirra, Iíknarfélög og sjálfseignar- stofnanir. Opinberir starfsmenn greiða í LSR 4% iðgjald af Iaunum sínum og hið opinbera greiðir 6% iðgjald til viðbót- ar. Eingöngu er greitt af grunnlaun- um eins og áður segir. Þessar greiðsl- ur duga engan veginn fyrir lífeyris- réttindum. Það sem á vantar, þegar tekið hefur verið tillit til ávöxtunar sjóðsins á eign sinni, greiðir launa- greiðandinn, ríkið eða aðrir þeir sem greiða í sjóðinn. Hægt er að hugsa sér mann, sem við starfslok á rétt á 70 þúsund króna lífeyri á mánuði. Lífeyrissjóðurinn greiðir 50 þúsund, en launagreiðandinn 20 þúsund til viðbótar. Það sem gerir stöðu LSR verri en ella er að reglur sjóðsins gera ráð fyrir að hluti ávöxtunar sjóðsins af skuldabréfaeign sinni sé notaður til að lækka uppbætur launagreiðanda á lífeyri. Vextir af eign sjóðsins eru þannig notaðir til að lækka greiðslur launagreiðanda mannsins, sem áður var nefndur, og þarf hann því aðeins að greiða 15 þúsund í uppbót. Þetta þýðir t.d. að ríkið er að greiða niður iðgjaldagreiðsiur fyrir sveitarfélög, sjálfseignarstofnanir og aðra sem greiða í LSR. í nýútkominni ársskýrslu LSR er bent á að afar brýnt sé að breyta þessari reglu, en það er aðeins hægt að gera með lagabreytingu. Þetta hafi leitt til þess að staða sjóðsins varð 712 milljónum króna verri árið 1995 en hún hefði annars verið. Reglan, sem sett var árið 1980, hafi valdið því að staða sjóðsins sé um 7,3 milljörðum verri en ef þessi regla hefði aldrei verið sett. Iðgjaldagreiðslur ríkisins hækka um tvo milljarða Tilflutningur grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga leiðir til þess að afar brýnt er að ábyrgð hvers vinnuveit- anda á Iífeyrisskuldbindingum starfsmanna sinna verði skýr, en ábyrgðin er alls ekki nægilega skýr í dag. Algengt er t.d. að kennarar kenni á starfsævi sinni við marga skóla. Áður skipti þetta LSR ekki svo miklu máli því ríkið greiddi Iaun kennara við alla grunnskóla. Eftir tilflutninginn munu kennarar flytjast á milli vinnuveitenda um leið og þeir flytja sig á milli skóla. Eina leiðin til að leysa þetta vandamál er að hver launagreiðandi greiði strax til LSR ið- í mörg ár hafa ríkisstjómir á ís- Iandi haft það á stefnuskrá sinni að endurskoða lögin um Lífeyrissjóð starfmanna ríkisins og raunar einnig að setja lög um starfsemi almennu lífeyrissjóðanna. Fram að þessu hef- ur öllum ríkisstjórnum mistekist þetta ætlunarverk. Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra hefur haft for- ystu um að láta semja frumvarp um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Áformað hafði verið að leggja það fram á Alþingi í vor, en af því verð- ur ekki. Með frumvarpinu eru gerðar til- lögur um margvíslegar breytingar á reglum sjóðsins. Gert er ráð fyrir að áunninn lífeyrisréttur sjóðsfélaga verði reiknaður yfir í stig líkt og er hjá öðrum Iífeyrissjóðum. Frá gildis- töku laganna munu lífeyrisgreiðslur síðan hækka í samræmi við breyting- ar á vísitölu neysluverðs, en í dag eru lífeyrisgreiðslur miðaðar við laun eftirmanns í starfi. Þetta þýðir að í stað viðmiðunar við laun eftirmanns verður Iífeyrir miðaður við hlutfall af meðallaunum starfsmanns á starfsævinni. Þessi eftirmannsregla hefur oft verið gagnrýnd. Vegna breytinga á starfsemi ríkisins er ekki alltaf aug- ljóst við hvaða upphæð á að miða við greiðslu lífeyris. Verra er þó að reglan veldur mismunun milli manna. Hægt er að taka dæmi af tveimur lögreglumönnum sem starfa hlið við hlið alla starfsævina á sömu launum. Annar er skipaður varð- stjóri nokkrum árum áður en hann lætur af störfum. Hann fær hærri lífeyri þrátt fyrir að hann hafi greitt nánast sama iðgjald alla ævi og hinn sem ekki fékk stöðuhækkun. Núverandi lög gera ráð fyrir að sjóðsfélagar hætti að greiða í sjóðinn þegar þeir hafa greitt í hann í 32 ár eða þegar lífaldur + starfsaldur nær 95 árum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að þetta iðgjaldafrelsi verði afnumið, en það þýðir að Kennarar vilja frekar að val- kvæðaleiðin verði farin gjald sem dugar fyrir Iíf- eyrisgreiðslum starfs- manna sinna þegar þær koma til greiðslu. Þau drög að frumvarpi um _______________ LSR, sem samin hafa verið, gera einmitt ráð fyrir þessu. Breytingin mun leiða til þess, nái hún fram að ganga, að árlegar greiðslur ríkisins á iðgjöldum til LSR hækka um 2-2,5 milljarða. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir að ríkið og aðrir launagreiðendur sem greiða til sjóðsins greiði sjóðnum áfallnar skuldbindingar sinar. Hér er ekki um neina smáaura að ræða. Samkvæmt mati tryggingafræðings námu áfallnar skuldbindingar LSR í árslok 1995 123 milljörðum króna ef miðað er við 2% ávöxtun umfram iðgjaldagreiðslur þeirra sem náð hafa þessu marki auk- ast, en jafnframt eykst rétt- indaávinningur þeirra. Samkvæmt gildandi lög- um getur hver sjóðsfélagi hafið töku lífeyris við 65 ára aldur. Einnig á hann kost á að fá lífeyri samkvæmt 95 ára reglunni, þ.e. þeg- ar lífaldur hans + starfsaldur nær 95 árum. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 95 ára reglan verði afnumin og sjóðsfélagar geti hafið töku lífeyris við 65 ára aldur, en þó þannig að þeir geti flýtt eða seinkað töku lífeyr- is um allt að 5 ár. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir nokkrum breytingum á örorkulífeyri og makalifeyri. Opinberir starfs- menn njóta samkvæmt reglum LSR mun betri makalífeyrisréttinda en sjóðsfélagar í almennu lífeyrissjóð- unum. Órorkulífeyrisréttur opin- berra starfsmanna er hins vegar mun verri. Verkamaður, sem lamast vegna heilablóðfalls eftir 5 ára starfsaldur, fær örorkulífeyri eins og hann hafi greitt í lífeyrissjóðinn til 65 ára aldurs. Opinber starfsmaður með 5 ára starfsaldur, sem fær heila- blóðfall og lamast, fær hins vegar greiddan örorkulífeyri í samræmi við þau iðgjöld sem hann hefur greitt til sjóðsins í 5 ár. Steingrímur Ari sagði að þegar vinna hófst við endurskoðun laga um LSR hefði verið gengið út frá þeirri forsendu að áunninn lífeyrisréttur starfsmanna yrði ekki skertur. Tvennir útreikningar trygginga- fræðinga sýna að þetta markmið hefur ekki náðst við samningu frum- varpsins. Breytingamar þýða skerð- ingu á lífeyrisrétti. Steingrímur Ari sagði að tekið yrði tillit til þessara útreikninga og frumvarpinu breytt. Ekki væri hins vegar áformað að breyta meginþáttum þess. Forsend- ur, sem gefnar væru fyrir útreiking- unum, skiptu höfuðmáli varðandi niðurstöðuna. Ábendingar Sigurðar Snævarr, hagfræðings Þjóðhags- stofnunar, bentu til að sú forenda tryggingafræðinganna, um 1-1,5% kaupmáttaraukningu á ári, væri umdeilanleg. Kaupmáttarþróun á síðustu 20 árum sýndi ekki þessa niðurstöðu. Hefur svignim til breytinga verið takmarkað? Ákveðið hefur verið að drög að því frumvarpi sem nú liggur fyrir verði ekki lagt fram á Alþingi í vor eins og fjármálaráðherra áformaði. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók ákvörðun um þetta og lýsti því yfir á Alþingi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var meginástæðan fyrir þessari yfírlýsingu sú að fulltrú- ar kennara höfðu gert forystumönn- um ríkisstjórnarinnar alveg ljóst að ef lífeyrissjóðsfrumvarpið yrði ekki dregið til baka myndu þeir ekki taka þátt í frekari undirbúningi að flutn- ingi grunnskólans til sveitarfélag- anna. Forsætisráðherra mun hafa metið það svo að ríkisstjómin gæti ekki komið þessum tveimur málum, lífeyrissjóðsfrumvarpinu og flutningi grunnskólans, í gegn á sama tíma. Betra væri að fresta Iífeyrismálinu og gera tilraun til að vinna því meiri stuðning. Áður en kennarar féllust á að koma til starfa aftur í nefndum sem vinna að flutningi grunnskólans náðu þeir að þvinga fram yfirlýsingar frá forsætisráðherra um að lífeyrisrétt- indi opinberra starfsmanna yrðu ekki skert og þeir gætu haldið áfram að byggja ofan á réttindi sín. Orðrétt sagði forsætisráðherra að „það stæði ekki til að gera breytingar í Iífeyris- málum sem væru í ósátt við þá [kennara], sem myndi leiða til þess að núverandi starfsmenn væru svipt- ir réttindum, sem þeir mættu hafa væntingar um.“ Það sem hér er um að tefla er að kennarar vildu fá það tryggt að kennari, sem hefur verið kennari í 30 ár, fengi að halda áfram að byggja ofan á réttindi sín og gæti þannig vænst þess að geta nýtt sér 32 ára regluna og eða 95 ára regl- una. Með þessari yfirlýsingu telja forystumenn kennara þetta tryggt. En yfirlýsingin getur einnig þýtt að kennari, sem hóf að kenna í fyrra haust, getur haldið áfram að byggja ofan á réttindi sín næstu 30 ár þang- að til 32 ára reglan nær til hans. Þótt kennarar líti svo á að með þessari yfirlýsingu forsætisráðherra hafi þeir unnið mikinn sigur heyrist það. sjónarmið einnig úr röðum for- ystumanna opinberra starfsmanna að búið sé að þrengja svo svigrúm manna til að gera breytingar á LSR að erfitt geti reynst að gera yfirleitt nokkrar breytingar á sjóðnum. Hér verða menn að hafa í huga að marg- ir forystumanna opinberra starfs- manna vilja og telja nauðsynlegt að gera breytingar á LSR. Þeir vilja t.d. bæta örorkulífeyrisrétt opinberra starfsmanna. Rætt hefur verið um að gera það á þann hátt að selja ríkinu 95 ára regluna, m.ö.o. að í stað betri örorkulífeyris verði 95 ára reglan afnumin. Spurning er hvort að eftir jrfirlýsingu forsætisráðherra sé yfírleitt hægt að afnema 95 ára regluna nema þá að það þýði um leið svik við kennara. Það kemur væntanlega í hlut kennara að svara þessari spumingu. Segja má að með vissum hætti hafi þeim verið falið neitunarvald um breytingar á LSR, þ.e.a.s. ef yfirleitt á að standa við það loforð sem þeim var gefið. Áhugi á lokunarleiðinni Friðrik Sophusson hefur sagt að ef einstakir hagsmunahópar komi í veg fyrir eðlilegar breytingar á lög- um LSR væri ekki um annað að ræða en að loka sjóðnum og ráða nýja ríkisstarfsmenn á öðrum kjör- um. Hann sagði eftir yfirlýsingu for- sætisráðherra að menn væru að fær- ast nær þessari lausn. Það er hreint ekki útilokað að niðurstaðan verði að lokunarleiðin verði farin. Stein- grímur Ari Arason, að- stoðarmaður fjármála- ráðherra, sagði að í sum- ar yrði þessi leið skoðuð frá öllum hliðum. Fjár- málaráðuneytið væri hins vegar þeirrar skoð- unar að betra væri að laga núver- andi kerfi en að búa til tvö kerfi og reka það samhliða næstu 50-60 árin. í reynd eru ekki nema um tvær leiðir að ræða vilji menn gera breyt- ingar á LSR; að þreyta reglum sjóðs- ins eða að loka honum. Lokunarleið- in, sem sumir vilja kalla valkvæðu- leiðina, þýðir að sjóðurinn hættir að taka við nýjum sjóðsfélögum. Þeim verður vísaði í annan eða aðra sjóði. Þessi Ieið var farin í Vestmannaeyj- um þegar Lífeyrissjóði starfsmanna Vestmannaeyjabæjar var lokað í árs- Iok 1994. Þar sem lífeyrisréttur opin- berra starfsmanna er meiri en 10% iðgjald stendur undir má búast við að ríkið greiði iðgjald til viðbótar eða að laun þessara nýju starfsmanna verði hærri en hinna. Rætt hefur verið um að starfsmenn í gamla kerf- inu geti valið um í hvoru kerfinu þeir verða og þess vegna vilja menn kalla þessa leið valkvæðuleiðina. Þess má geta að Danir fóru valkvæðuleið- ina þegar þeir brejdtu lífeyriskerfi opinþerra starfsmanna þar í iandi. Opinberir starfsmenn vilja breytingar Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að opinberir starfsmenn hefðu ekki tekið neina afstöðu til þessara tveggja leiða. Þeir vildu að allar leiðir yrðu skoðaðar í sumar. Hann sagði að BSRB hefði margoft lýst því yfir að það vildi gera brejd- ingar á LSR. Ástæðan væri m.a. sú að BSRB væri þeirrar skoðunar að reglur LSR væru ekki að öllu leyti góðar. Það væri t.d. afar mikilvægt að bæta örorkulífeyrisrétt opinberra starfsmanna til samræmis því sem gerist hjá almennu lífeyrissjóðunum. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, sagði grundvallaratriði að áunninn lífeyrisréttur starfsmanna yrði ekki skertur. Ef ekki næðist samkomulag um breytingar á LSR án þess að þær leiddu til skerðingar væri ekki um annað að ræða en að fara valkvæðu- leiðina. Hann benti á að hann hefði ekkert umboð til að semja um að skerða réttindi manns, sem væri að komast á 95 ára regluna, til að bæta örorkulífeyrisrétt annarra starfsmanna. Ef vilji væri til þess að iðgjöld yrðu greidd af heildarlaun- um, í stað dagvinnulauna, væri best að slík breyting yrði gerð í valkvæðu- kerfí, þ.e. iðgjald yrði áfram greitt af föstum launum í gamla kerfinu, en af heildarlaunum í nýja kerfinu. Birgir Bjöm Sigurjónsson, hag- fræðingur BHM, sagðist gera sér vonir um að nú væru að skapast forsendur til að ná samkomulagi um breytingar á LSR. Hann sagði að allar breytingar á þessu sviði væru afar flóknar og viðkvæmar. Bæði fulltrúar ríkisins og opinberra starfs- manna væru sammála um að breyt- ingarnar yrðu að miða að því að líf- eyrisréttur opinberra starfsmanna yrði áfram jafnverðmætur. Vanda- málið væri að jafnvel smávægilegar breytingar á sjóðnum gætu leitt til þess að réttur ákveðinna einstakl- inga skertist á meðan réttur annarra ykist. Ef samkomulag næðist um breytingamar gætu samtök opin- berra starfsmanna átt í vissum erfið- leikum með að réttlæta breytingúna fyrir einstökum félagsmönnum sem teldu að sér vegið. Reynsla íslandsbanka og Vestmannaeyjabæjar Stjórnendur Iifeyrissjóðs starfs- manna ríkisins eru ekki einu aðilam- ir sem glímt hafa við að komast út úr ógöngum með sín lífeyrismál. Fróðlegt er að skoða tvö nærtæk dæmi. Annað er Iífeyrismál starfs- manna íslandsbanka og hitt lífeyris- mál starfsmanna Vestmannaeyja- bæjar. Við stofnun íslandsbanka hf. urðu talsverð átök milli Sambands ís- Ienskra bankamanna og bankans um hvernig fara ætti með lífeyr- ismál starfsmanna hans. Samkvæmt kjarasamningi SÍB ber einkabönkum að tryggja starfsmönnum sín- um sambærileg lífeyrisrétt- indi og ríkisbankamir veita sínum starfsmönnum. Ágreiningur varð milli íslandsbanka og SÍB um hvernig bæri að túlka þetta ákvæði og vísaði bankinn málinu til Félags- dóms, sem staðfesti skilning banka- manna á ákvæðinu. Eftir að þessi niðurstaða lá fyrir gerðu SÍB og íslandsbanki með sér samning um að nýir starfsmenn hættu að greiða í Lífeyrissjóð Is- landsbanka. Starfsmenn, sem ráðnir vora eftir 1. janúar 1994, era í Líf- eyrissjóði verslunarmanna, og greiða 4% iðgjald í hann á móti 6% iðgjaldi bankans. Greiðslurnar eru af föstum Iaunum, en ekki heildarlaunum. Til viðbótar greiðir bankinn 7% iðgjald af föstum launum í séreignarsjóðinn ALVÍB. Þetta iðgjald er greitt inn á einkareikning starfsmanns, sem hann hefur rétt til að taka út af þegar hann kemst á ellilaun. Það var mat beggja aðila að með þessu við- bótariðgjaldi væru lífeyrisréttindi nýrra og eldri starfsmanna sambæri- leg. Starfsmenn íslandsbanka, sem ráðnir voru fyrir 1. janúar 1994, þiggja eftirlaun úr Eftirlaunasjóði starfsmanna íslandsbanka og njóta Iífeyrisréttinda í samræmi við reglur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. í samkomulagi SÍB og íslands- banka er ekki að finna ákvæði um að eldri starfsmenn geti fært sig úr gamla kerfinu yfir í nýja kerfið, en Friðbert Traustason, formaður SÍB, sagði að stjórnendur íslandsbanka hefðu rætt um að taka síðar til skoð- unar óskir um að starfsmenn, sem ráðnir vora eftir stofnun Íslands- banka árið 1991, gætu fært sig yfir í nýja kerfið. Margir yngri starfs- menn hefðu áhuga á því að færa sig yfir í nýja kerfið. Friðbert sagði að einnig væri áhugi meðal stjórnenda sparisjóð- anna að færa lífeyrismál starfs- manna þeirra í svipað horf og er í íslandsbanka, en starfsmenn spari- sjóðanna greiða í nokkra Iífeyris- sjóði, m.a. greiðir hluti þeirra í LSR. Umdeild tilraun í V estmannaeyjum Að margra mati fela þær breyting- ar sem gerðar voru á lífeyrismálum starfsmanna Vestmannaeyjabæjar í sér tilraun, sem stjómvöld og stjóm- endur annarra bæjarfélaga horfa til. Um er að ræða umdeilda breytingu, sem samtök opinberra starfsmanna gagnrýna harðlega. Fyrir tæpum tveimur áram ákváðu stjómendur Vestmannaeyja- bæjar að loka Lífeyrissjóði starfs- manna Vestmannaeyjaþæjar fyrir nýjum félögum. Þá var staða sjóðsins þannig að eignir hans námu 80 millj- ónum, áfallnar skuldbindingar 520 milljónum og heildarskuldbindingar námu tæplega einum milljarði króna. Ákvörðunin fól í sér að starfsmenn Vestmannaeyjabæjar, sem vora ráðnir fyrir árslok 1994, héldu áfram að greiða í sjóðinn með sama hætti og héldu öllum Iífeyrisréttindum sín- um. Starfsmenn sem ráðnir voru eftir 1. janúar 1995 greiða hins veg- ar í almenna lífejrrissjóði, flestir í Lífeyrissjóð Vestmannaeyja. Þeir greiða líkt og aðrir launþegar 4% iðgjald af launum og Vestmanna- eyjabær 6%. Munurinn er sá að þetta er greitt af heildarlaunum, en starfs- menn sem eru í gamla kerfinu greiða hins vegar iðgjald eingöngu af dag- vinnulaunum. Hörð átök urðu um þessa ákvörð- un milli stjómenda bæjarins og BSRB. BSRB hélt því fram að þessi ákvörðun fæli í sér verulega skerð- ingu á Iífeyrisréttindum hjá nýjum starfsmönnum. Að sögn Guðjóns Hjörleifssonar bæjarstjóra þauð Vestmannaeyjabær upp á viðræður um að nýir starfsmenn yrðu ráðnir á hærri launum en aðrir og kom fram með tillögu um að greiða nýráðnum starfsmönnum eingreiðslu í átta ár. BSRB hafnaði þessu og hafa nýráðn- ir starfsmenn verið ráðnir á sömu kauptöxtum og aðrir, að sögn Guð- jóns. Hann sagði að það hefði verið mat tryggingastærðfræðinga að maður sem fengi 40% launa sinna greidda í yfirvinnu kæmi út með sama lífejrisrétt og sá sem greiddi í gamla kerfmu lífejrisiðgjald af dagvinnulaunum. Þetta hlutfall væri nærri meðalyfirvinnugreiðsium hjá Vestmannaeyjabæ. Þeir sem hefðu minni yfirvinnu væru því að vinna sér inn minni lífejrisrétt en ef þeir væra í gamla kerfinu, en þeir sem ynnu meiri yfirvinnu fengju meiri Iífeyrisrétt. Ogmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að BSRB væri alfarið á móti þessari leið enda fæli hún í sér beina kjaraskerðingu. Lífeyris- réttur starfsmanna væri skertur án þess að laun væru hækkuð. Óvissa ríkir um ábyrgð hvers launa- greiðanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.