Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 60
>0 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996
ÍDAG
MORGUNBLAÐIÐ
Fetag
endurskpðencfci
Endurskoðendadagur
Félag löggiltra endurskoðenda minnir félagsmenn
sína á ráðstefnu, sem haldin verður þann 26. apríl
á Hótel Loftleiðum.
DAGSKRÁ:
Kl. 12.00 Hádegisverður
Hádegiserindi: Friörik Sophusson, fjármálaráðherra.
Kl. 13.30 Setning ráðstefnu: Tryggvi Jónsson, formaður FLE.
Kl. 13.35
Professor Andrew J M Christie, partner of Arthur Andersen,
Edinburgh, specialising in tax and member of ICASC council
(skoska félagið): Relationship between Tax Authorities in UK and
Auditors.
Kl. 14.20 Þorsteinn Haraldsson, löggiltur endurskoðandi.
Samskipti skattyfirvalda við skattgreiðendur og umbjóöendur
þeirra.
Kl. 14.40 Umræður.
Kl. 14.55 Kaffihlé.
Kl. 15.15 Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Islandsbanka hf.
Fjármagnstekjuskattur.
Kl. 16.15 Garðar Valdimarsson, lögfræðingur og löggiltur
endurskoðandi.
Tvísköttunarmál.
Kl. 16.45 Umræður.
Kl. 17.00 Ráðstefnuslit: Tryggvi Jónsson, formaður FLE.
Ráðstefnustjóri: Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti.
■» «
UMHVERFISSJÓÐUR
VERSLUNARINNAR
Umsóknir um styrki úr
Umhverfissjóði verslunarinnar
Umhverfissjóður verslunarinnar var stofnaður
1. október 1995 og þátttakendur í honum eru
120 matvöruverslanir um land allt.
Tekjur sjóðsins eru af sölu plastpoka í
verslunum.
Umhverfissjóðurinn mun í byrjun sumars 1996
úthluta fé til verkefna, er falla að markmiðum
sjóðsins, sem er að stuðla að bættu umhverfi
landsins, fegrun þess og uppgræðslu.
Megináherslan er lögð á úthlutanir til stærri
verkefna en hluta af ráðstöfunarfénu mun
verða úthlutað til minni verkefna.
Félagasamtökum og einstaklingum, sem
hyggjast ráðast í verkefni á sviði umhverfis-
mála gefst hér með kostur á að sækja um styrki
til Umhverfissjóðs verslunarinnar og skal um-
sóknum skila á eyðublöðum sem fást á skrif-
stofu sjóðsins í Húsi verslunarinnar á 6. hæð.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 1996.
Umhverfissjóður verslunarinnar,
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík.
Simi: 568-7811, myndsendir 568-5569.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pctursson
Hvítur leikur og vinnur
STAÐAN kom upp á árlega
AEGON mótinu í Hollandi,
en þar keppa skákmeistarar
við skáktölvur. Bandaríski
stórmeistarinn Yasser
Seirawan (2.630) var með
hvítt og átti leik gegn tölvu-
forritinu COMET.
14. Rxh7! - Kxh7 15.
Dh5+ - Kg8 16. Bxg6 -
Bd4+ 17. Khl - Dd7 18.
f5 — Ra6 19. Bh6 og tölvan
gafst upp vegna afbrigðis-
ins 19. — Bg7 20. Bg5 —
Bxc3 21. f6! - Hxf6 22.
Bxf6 - Bxf6 23. Hxf6 og
mát fylgir í kjölfarið.
Seirawan var sá eini sem
vann allar sex skákir sínar
við tölvumar. Vaganjan,
Armeníu og Van der Wiel,
Hollandi, hlutu 5 V2 v., Spe-
elman, Englandi hlaut 5 v
og þeir Christiansen,
Bandaríkjunum, Cifuentes,
Chile og Hollendingarnir
Hartoch, Hoeksema og
Ligterink allir 4‘/2.
Tölvuforritin Capture,
Nimzo, Now, Quet og
Rebel 7 hlutu öll 4>A
vinning, en þekktari
forrit eins og Mchess
Pro, Mephisto Genius
og Hiarcs hlutu 4 v.
Forritið Quest stóð sig
best mælt í stigum og
náði stórmeistaraár-
angri.
Tölvunum gekk síst
betur en í fyrra- þrátt fyrir
framfarir í forritun og vél-
búnaði. Skýringin er sú að
skákmeistararnir eru orðnir
mun færari í að eiga við
tölvustílinn. Athygli vakti
að IBM sendi ekki „Djúp-
blá“ sína til keppni, en hún
vann eina skák af Kasparov
um daginn. Segja sérfræð-
ingar að þeirri ódýru aug-
lýSingu sem IBM fékk með
fjölmiðlafárinu sem þá greip
um sig væri stefnt í hættu
ef forritið yrði með. „Djúp-
blá“ ætti sáralitla mögu-
leika gegn Seirawan og öðr-
um sem hafa rannsakað
veikleika tölvanna.
ísland og Israel tefla
landskeppni í hraðskák í
dag frá 14-16 á Grand
Hótel Reykjavík.
Ó, HÆTTU að spyrja endalaust hvort það sé einhver
annar, þú ert næsturn eins slæmur og kærastinn minn!
COSPER
MAÐURINN minn er að bíða eftir áríðandi samtali.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: Iauga@mbl.is
Góður
veitingastaður
VIÐ hjónin fórum eitt
kvöldið á Fjörukrána í
Hafnarfirði að fagna 50
ára trúlofunarafmæli
okkar. Við nutum mjög
góðs kvöldverðar og
góðrar þjónustu svo ekki
er hægt að hugsa sér
betra. Svo var okkur ekið
heim til Reykjavíkur þeg-
ar við vildum fara heim.
Þetta finnst okkur sér-
lega góð þjónusta og við-
mót allt til mikillar fyrir-
myndar og erum afar
þakklát þessu öllu.
Anægð hjón
Tapað/fundið
Fjallahjól
tapaðist
SVART og fjólublátt ný-
legt fjallahjól af gerðinni
Treck tapaðist úr hjóla-
geymslu í Lautasmára
fyrir u.þ.b. tveimur vik-
um. Hjólið var með svört-
um brettum. Á hjólinu
höfðu líka verið glitaugu,
púlsmælir á stýri og aðr-
ir aukahlutir, en einhver
hafði séð ástæðu til að
bijóta þá af og hafa með
sér í sömu viku og þeir
voru festir á, en festing-
arnar gætu hafa verið á
ennþá. Ung fermingar-
stúlka átti hjólið og er
þetta annað hjólið sem
hún tapar, en hitt hvarf
fyrir nákvæmlega ári síð-
an úr sömu geymslunni.
Ibúar í hverfmu eru vin-
samlega beðnir að at-
huga hvort í geymslum
þeirra leynist nokkuð hjól
sem þeir kannast ekki
við, en þar sem margir
búa gæti bæst við hjól
án þess að fólk taki sér-
staklega eftir því. Allar
upplýsingar eru vel
þegnar í heimasíma
564-3938 (vinsamlega
talið inn á símsvara ef
enginn er heima) eða í
vinnusíma 569-1323.
Fundarlaun.
Úr tapaðist
ÉG VAR í leikfimi í
Stúdíó Rögnu 6. mars sl.
Ég hef líklega sett úrið
mitt í rangar buxur þeg-
ar ég fór í sturtu. Urið
er með gylltri keðju með
svartri skífu. Þetta er
mjög tilfínningalegt tap
þar sem ég fékk það í
morgungjöf fyrir tæpum
tveimur árum. Sá sem
er með úrið er vinsam-
lega beðinn að hringja í
mig í vinnusíma
581-3508 eða heimasíma
562-1216.
Gæludýr
Kettlingar
FALLEGA kettlinga
vantar gott heimili. Upp-
lýsingar í síma
565-2043.
Farsi
, Bg hbitafc /bú €C*ýt cÁ þú xt&u
he-/ma.-lej kJxús -kerfc."
Víkveiji skrifar...
EGAR þetta tölublað Morgun-
blaðsins berst lesendum í
hendur er sumar að ganga í garð.
Eflaust finnst fleirum en Víkverja
að sumarið sé reyndar komið, enda
hafa fjörbrot vetrarins verið svo
mild, að náttúran hefur þegar
gengið til sumarstarfa í hans
skjóli.
XXX
UM SUMARDAGINN fyrsta
segir svo í bók Árna Björns-
sonar um sögu daganna: „Sumar-
dagurinn fyrsti er á fimmtudegi,
nú 19. til 25. apríl, en 9. til 15. apríl
í gamla stíl fyrir 1700. Um fyrsta
sumardag er getið þegar í elstu
heimildum. Vikan var helsta tíma-
eining í gamla íslenska tímatalinu
og kann það að valda nokkru um
að nafn fyrsta sumarmánaðar,
Hörpu, er ekki þekkt fyrr en frá
17. öld. Nafnið virðist dregið af
vorhörkum en síðar tengist það
öðrum persónugerðum mánaðar-
heitum og er þá litið á Hörpu sem
yngismey sem piltar eiga að fagna
á fyrsta degi. Sumarblóta er lítillega
getið í frásögnum af heiðnum sið.
Þótt heimildir séu fámálar er líklegt
að íslendingar hafí alltaf haldið til
dagsins í mat 0g drykk eftir efnum
og ástæðum. Sumargjafir eru
þekktar frá 16. öld og eru miklu
eldri en jólagjafir. Ekki var unnið
nema nauðsynjastörf eða táknræn
sumarstörf og hafa börn nýtt dag-
inn til leikja. Víða var messað á
sumardaginn fyrsta til miðrar 18.
aldar en húslestrar héldust mun
lengur. Samkomur heljast í sveitum
og bæjum á 19. öld. Eftir aldamót
tengjast þær ungmennafélögunum
en frá þriðja áratugnum hefur dag-
urinn verið helgaður börnum með
skrúðgöngum, skemmtunum og út-
gáfustarfi. Fyrsti „barnadagurinn“
var í Reykjavík árið 1921. Ymis
þjóðtrú tengist sumarkomu og er
meðal annars talið vita á gott ef
sumar og vetur „frýs saman“ að-
faranótt sumardagsins fyrsta. Þeg-
ar maður sá fyrsta tungl sumars
átti hann að steinþegja þar til ein-
hver ávarpaði hann. Úr ávarpinu
mátti lesa véfrétt, og hét þetta að
láta svara sér „í sumartunglið".
Víkvétji óskar lesendum sínum
gleðilegs sumars!