Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ GERPLA í KÓPAVOGI Á 25 ÁRA AFMÆLI í DAG Sorg og gleði Síðasta sýning- arhelgi SÝNINGIN Blóð Krists í Ingólf- stræti 8 lýkur nú um helgina. Stein- grírnur Eyfjörð, Sara Björnsdóttir, Börkur Arnarson og Svanur Krist- bergsson eiga verk á sýningunni. KVIKMYNDIR ÓPAVOGS Grant), en kemst að því um síðir að hann er iofaður annarri. Marianne verður bálskotin í hinum glæsta Willoughby (Greg Wise), hann lúrir á sínum leyndarmáium, en heiðurs- maðurinn Brandon ofursti (Alan Rickman) bíður jafnan vongóður álengdar. Ramminn utanum atburða- rásina er reisulegt umhverfí aðalsins, misvel timbrað að vísu, með sínum óaðskiljanlega rógburði og kjaftasög- um. Rómantíkin liggur í loftinu og fer allt á besta veg að lokum. Það sem greinir Vonir og vænting- ar (óvenju góður, íslenskur titill) frá öðrum, nýlegum myndum af þessari gerð og stærðargráðu, er léttleikinn sem jafnan er skammt undan. Það er aldrei nein deyfð yfír frásögninni, þakka ber líflegu handritinu og ámóta frísklegum vinnubrögðum leikstjórans og leikaranna. Útkoman er afbragðs skemmtun, gamaldags rómantísk ástarsaga um meinleg ör- lög og ástir sem aldrei er leiðinleg né væmin, fjarri því. í hina röndina er hún ádeila á misréttið í þjóðfélag- inu, skorðurnar sem það setur þegn- um sínum, hyldýpið milli ríkra og snauðra, ættstórra og -smárra. Tveggja alda raust Austen hljómar til okkar jafn kraftmikil sem fyrr í meðförum allra þeirra listamanna sem koma við sögu. Það vakti undrun er tævanski leikstjórinn Ang Lee var valin til að stjóma þessari hábresku klassík, slíkt var ástæðulaust. Fyrri myndir hans (Brúðkaupsvöndurinn, Etum, drekkum, maður, kona) fjalla einmitt um ástamál, ójöfnuð og útskúfun úr fjölskyldunni, þó um- hverfí og tímasetning sé önnur. í stuttu máli skilar Lee hlutverki sínu með miklum ágætum enda húmoristi og sögumaður góður. Áður hefur verið fjallað um afrek Thompson sem handritshöfundur, henni bregst heldur ekki bogalistin sem hin örvæntingarfulla Elinor. Höfundurinn Thompson heldur nokk- uð aftur af henni til að Marianne hin yngri sjáist betur. Það þiggur stór- stjömuefnið Kate Winslet með þökk- um og á ámóta stórleik og í frum- raun sinni Himneskar verur. Þá em Elizabeth Spriggs, sem allsheijar- reddarinn frú Jennings, og Alan Rick- man sem hinn þrautseigi ofursti, fremst í flokki ágætisleikara í auka- hlutverkum. í það heila tekið vönduð og minnisstæð skemmtun sem nán- ast er óaðfinnanleg en nær þó ekki hæstu hæðum. En kemst nærri því. Sæbjörn Valdimarsson stýrimanns JÓNAS Guðmundsson stýrimaður sem á ættir að rekja til Eyrarbakka fæddist í Reykjavík 15. október 1930 og lést 9. júní 1985. Jónas var afkastamikill penni og myndlistar- maður. Eftir hann vom gefnar út á annan tug bóka, þar á meðal skáld- sögur, Ijóð, leikrit, smásögur og blaðagreinar. Jónas lét einnig að sér kveða í útvarpi með þáttum þar sem hann skoðaði lífið frá ýmsum hlið- ‘ um. Dagskráin, sem varð að aflýsa vega veðurs á skírdag, hefst með málverkasýningu kl. 15 í félags- heimilinu á Eyrarbakka. Kl. 16 verða flutt brot úr ýmsum verkum Jónasar og leiklesinn einþáttungur- inn Heiðvirt fólk deyr í ágúst. Flytj- endur eru; Baldvin Halldórsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Jón Símon Gunnarsson, Herborg Drífa Jónas- dóttir og Jónína Herborg Jónsdóttir. Tónlistaratriði: Börkur Karlsson gít- ar og Pétur Jökull Jónasson píanó. Aðgangur er ókeypis. ------» » ♦----- Stjörnubíó VONIR OG VÆNTINGAR („SENSE AND SENSIBILITY “) ★★★'/2 Leikstjóri Ang Lee. Handritshöfund- nr Emma Thompson, byggt á sam- nefndri skáldsögu Jane Austen. Kvikmyndatökustjóri Michael Coult- er. Tónlist Patrick Doyle. Aðalleik- endur Emma Thompson, Kate Winsl- et, Alan Rickman, Hugh Grant, Harriet Walter, Greg Wise, Imogen Stubbs. Bresk/bandarísk. 1995. RITHÖFUNDARFERILL bresku skáldkonunnar Jane Austen stóð í hvað mestum blóma un aldamótin 1800. Nú, tveim öldum síðar, er hún ein eftirsóttasta uppspretta kvik- myndagerðarmanna. Á árinu sem leið voru a.m.k. þijár myndir frum- sýndar sem byggðar voru á sögum hennar; Persuasion kom fyrst, síðan Clueless, hin vinsæla nútímaútgáfa Emmu, og síðast en ekki síst Vonir og væntingar, sem jafnan er talið eitt besta ritverk skáldkonunnar. Engin önnur en ágætisleikkonan Emma Thompson sýndi á sér nýja hlið og samdi kvikmyndagerðina, og það með framúrskarandi árangri. Handrit Vona og væntinga er óvenju slípað, látlaust, þó krassandi, drama- tískt, en engu að síður dýrðlega fyndið á köflum. Persónumar fjöl- skrúðugar og allar skýrum línum dregnar, smáar sem stórar. Sam- ræðurnar á óvenju eðlilegu máli, greinilega skrifaðar af penna sem þekkir slíkan texta af eigin raun. Thompson er semsagt ekki við eina fjölina felld sem hæfileikamanneskja og hefur bersýnilega margt gott numið af heimskunnum samstarfs- mönnum sínum á undanförnum árum, fólki einsog Ruth Prawler Jhabvala og ekki síst fyrrum bónda sínum, Kenneth Branagh. Sögusviðið er England á átjándu öld. Höfuð Dashwood-ættarinnar fell- ur frá og samkvæmt þeirra tíma lög- um fær elsti sonurinn arfmn. Ekki nóg með að hann skilji systur sínar þijár, Elinor (Emma Thompson), Marianne (Kate Winslet) og Fanny (Harriet Walter), 0g stjúpu (Gemma Jones) eftir félitlar, heldur áttu fá- tækar konur (þá sem nú) litla von um efnaða vonbiðla. Eldri systumar eiga sér þó sínar vonir og vænting- ar. Elinor hrífst af Edward (Hugh SÍÐASTA sýning á Ævintýrabókinni verður á laugardag. Síðasta sýning á Ævintýrabókinni SÍÐ ASTA sýning á Ævintýra- bókinni verður í Möguleikhúsinu við Hlemm laugardagin 27. apríl kl. 14. Höfundur og leikstjóri er Pétur Eggerz, tónlist er eftir Guðna Franzson, Mesíana Tóm- asdóttir hannar leikmynd og búninga, David Walters sér um lýsingu og Lára Stefánsdóttir samdi og æfði dansa. Leikarar eru Stefán Sturla Sigurjónsson, Ingrid Jónsdóttir, Guðni Franz- son, Erla Ruth Harðardóttir, Bjarni Ingvarsson og Alda Arn- ardóttir. SAMKÓR Trésmiðafélags Reykjavíkur Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur SAMKÓR Trésmiðafélags Reykja- víkur heldur vortónleika í Bústaða- kirkju næstkomandi laugardag kl. 17. Á tónleikunum verða flutt þjóð- lög frá ýmsum löndum og íslensk lög Qg negrasálmar. Kórinn hefur starfað í 24 ár en kemur nú fram í fyrsta skipti undir handleiðslu Jóhönnu V. Þórhalls- dóttur sem hefur stjómað kórnum í vetur. ■" Einsöngvari á tónleikunum er að þessu sinni Margrét Jóhanna Pálmadótir sópransöngkona, sem margir þekkja sem stjórnanda Kvennakórs Reykjavíkur. Undirleikari með kórnum er Að- alheiður Þorsteinsdóttir. Dagskrá í minningu Jón- asar Guð- mundssonar Lofthræddi örninn flýgur til Lúx- emborgar EINLEIKURINN Lofthræddi örn- inn hann Örvar, sem sýndur hefur verið á vegum Þjóðleikhússins, í leikskólum og skólum er nú á leið til Lúxem- borgar. Þar skemmtir hann börnum íslend- inga í tengslum við sumardaginn fyrsta. Það er Björn Ingi Hilmarsson sem flytur þennan einleik með lát- bragði, leik og' söng. Fjallar verk- ið um ungan örn sem er svo óheppinn að vera loft- hræddur en tekst með hjálp lítils vinar síns að yfirvinna óttann og heija sig á flug. Lofthræddi örninn er farandsýn- ing sem hefur verið sýnd yfir sex- tíu sinnum út um borg og bí og víða um landið. Verður hann áfram á ferðinni þegar heim verður komið úr Lúxemborgar heimsókninni. BJORN Ingi Hiimarsson sem Loft- hræddi Örn- inn hann Örvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.