Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 17 ERLENT Opinber heimsókn Jeltsíns til Kína Leysa landa- mæradeilur Reuter DIANA Brooks, forseti Sotheby’s, býður upp ruggustól Johns F. Kennedys, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Sögulegt uppboð úr búi Kennedys hjá Sotheby’s New York. Reuter. Peking-. Reuter. RÁÐGERT er að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, undirriti allt að 14 samninga af ýmsum toga við Kínveija í þriggja daga opinberri heimsókn hans í Kína sem hófst í gær. Einn af mikilvægustu samn- ingunum kveður á um ráðstafanir til að binda enda á landamæradeil- ur milli Kína annars vegar og Rússlands, Tadzhíkistans, Kírgíst- ans og Kasakstans hins vegar. Ennfremur er gert ráð fyrir að undirrituð verði yfirlýsing, sem feli í sér sameiginlega afstöðu Kínveija og Rússa í ýmsum svæð- isbundnum og alþjóðlegum deilu- málum. Búist er við að Jeltsín staðfesti samning við Kínveija frá 1991 um afmörkun landamæra Rússlands að Kína þrátt fyrir mótmæli Jevg- enís Nazdratenkos, leiðtoga Prí- morskí-héraðs í austurhluta Rúss- lands, sem segir að samningurinn færi Kínveijum of stór landsvæði. Landamæri ríkjanna eru 4.300 km löng. Embættismaður í föruneyti Jeltsíns sagði að forsetinn myndi freista þess að fá kínverska ráða- menn til að fallast á ýmsar tilslak- anir, heimila til að mynda rúss- neskum bændum að halda áfram að rækta jarðir sem ná yfir til Kína samkvæmt samningnum. Jeltsín sagði áður en hann hélt í Kínaferðina að hann myndi ekki fallast á að Rússar afsöluðu sér þremur eyjum nálægt landamær- um ríkjanna. Rætt um kjarnorkutilraunir Ennfremur er stefnt að því að Jeltsín og æðstu embættismenn Kína undirriti í kvöld samninga um viðskipti, samvinnu á sviði kjarnorkuframleiðslu og samstarf í baráttunni gegn glæpum. Búist er við að samkomulag náist meðal annars um samstarf við lagningu gasleiðslna frá Síber- íu að Gulahafi. Þetta yrðu mestu sameiginlegu framkvæmdir ríkj- anna frá því Rússar og Kínveijar sömdu um smíði kjarnorkuvers með rússneskum kjarnakljúfum í norðvesturhluta Kína árið 1993. Áður en Jeltsín hélt til Kína kvaðst hann ætla að ræða deiluna um hvort banna ætti kjarnorku- sprengingar í tilraunaskyni á fundum sínum með kínverskum ráðamönnum. Jeltsín er hlynntur banni við kjarnorkutilraunum en kínverska stjórnin sagði í gær að það væri ekki tímabært nú, þótt hún hefði áður léð máls á slíku banni sem tæki gildi í lok ársins. Ólíklegt þykir þó að þetta mál varpi skugga á heimsókn Jeltsíns. MUNIR úr búi Jacqueline Kennedy Onassis seldust fyrir of fjár á upp- boði, sem hófst hjá uppboðshaldar- anum Sotheby’s í New York á þriðju- dag og stendur í fjóra daga. Hæsta verðið, 574.500 dollarar (um 39 milljónir króna), fékkst fyrir kassa til að halda vindlum rökum með árit- un frá Milton Berle til Johns F. Kennedys Bandaríkjaforseta. Ruggustóll, sem forsetinn notaði, seldist fyrir 442.500 dollara (um 30 milljónir króna) og var það níutíu sinnum hærra verð en búist hafði verið við. Eikarstóllinn var einn af mörgum, sem Kennedy sat í til að lina þjáning- arnar af bakmeiðslum, sem hann hlaut í ruðningsleik í háskóla og í átökum í heimsstyijöldinni síðari. Stóllinn var metinn á 66 til 80 þús- und krónur. Sérstök útgáfa af bókinni „Profi- les in Courage", sem Kennedy skrif- aði og fékk fyrir Pulitzer-verðlaun, seldist á 68.500 dollara (4,5 milljón- ir króna). Það var virðulegur hópur fólks, sem safnaðist saman í uppboðssal Sotheby’s á Manhattan á þriðjudag. Áður en byijað var að bjóða upp í salnum höfðu 80 þúsund boð borist símleiðis og í símbréfum hvaðanæva að úr heiminum. Uppboðið var skipulagt sam- kvæmt óskum Jacqueline Kennedy Onassis, ekkju forsetans fyrrver- andi og gríska skipakóngsins Arist- otelesar Onassis, en hún lést af krabbameini árið 1994. Börn henn- ar og Kennedys, John Kennedy Jr. og Caroline Kennedy Schlossberg skipulögðu uppboðið eftir að hafa tekið muni til eigin nota og ánafn- að forsetabókasafni Kennedys í Boston munum, sem hafa sögulegt vægi. Síðasti munurinn á uppboðinu verður BMW-bifreið Jackie Kennedy Onassis, árgerð 1992. BREKKUGÖTU 3, S.462-7708 KRINGLUNNI S: 568-6244 LAUGAVEGI 95,S: 552-1444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.