Morgunblaðið - 25.04.1996, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
áttað sig í tíma á tvíræðni í merk-
ingu orðsins og jafnvel átt fótum
sínum fjör að launa.
Nýgamlir vinir og nýir
Áratugir hafa liðið frá því sá
hluti Norður-Evrópubúa er nú býr
blómlegum búum í Skandinavíu
og aðliggjandi héruðum og eyjum
hóf með sér samstarf í nokkurri
eindrægni og af heilindum.
Þetta samstarf er nú orðið svo
viðamikið; ekki einasta á sviði
menningar, stjórnmálaásýndar
gagnvart hinum stóra og stundum
grimma heimi, umhverfismála,
vinnumarkaðsmála, svo og lög-
gjafar á sviði félags-, heilbrigðis-,
og menntamála, mannúðarmála,
landnýtingar- og landbúnaðar-
mála og að því er tekur til löggild-
inga, gæðakrafna og samræddra
staðla í hvívetna að í hugum okk-
ar sem yngri erum mynda þessi
ríki nánast eina heild; að ferðast
frá einu Norðurlandanna til ann-
ars er líkast því að bregða sér
milli sýslna í heimalandinu. Þessi
ímynd af Norðurlöndunum erjafn-
vel enn frekar ríkjandi annars
staðar í Evrópu og meðal Banda-
ríkjamanna.
Þessi mynd er vitaskuld ekki
rétt: allt er þetta háð atvinnuhátt-
um, fjölbreyttum og innbyrðis
ólíkum siðum, mállýskum og ekki
síst hugarfari þess fólks er þar
býr. Svíar, Danir,
Norðmenn og jafnvel
Finnar hafa farið
fram með sætsúrum
ófriði hver í annars
garð og skipst á að
hafa undirtökin; ráða
krúninni. A.m.k. að
forminu til. Mægðir
og giftingar milli kon-
unga og konungsbor-
ins fólks varpa þó vís-
ast skýrara ljósi á
kenndir skyldleika og
tengsla, sem oft hafa
borið hinn meinta
ágreining ofurliði.
Sú saga er orðin
löng sem felur í sér
afskipti Norðurlanda-
þjóða, einkum Svía af málefnum
Eystrasaltsríkjanna. Ekki síst
hafa hinir glæstu Svíar farið með
nokkrum ófriði á hendur Eistlend-
ingum; lítil nýlunda það, með hlið-
sjón af langvarandi yfirráðum
Svía yfir næstu nágrönnum Eista,
Finnum. Lítill vafi leikur á því að
Svíar eiga Ijölmennan frændgarð
í Eistlandi.
Jafnvel Litáar, en land þeirra
liggur syðst Eystrasaltsríkjanna,
næst Póllandi, eitt sinn stórveldi
og öflugra en Rússland, báru jafn-
an kvíðboga fyrir komu þessa fíl-
eflda stofns til landsins, stofns
hinna sænsku víkinga, sem engu
eirðu. Eitt helsta ljóðskáld Litáa,
af yngri kynslóð, stjórnmálamað-
urinn og Landsbergissinninn,
Kornelijus Platelis, hefur ort um
slíka heimsókn ljóð er hann nefnir
„Hefnd samkvæmt ritningunni".
Staddur í Litáen á næstliðnu sumri
dundaði ég mér m.a. við að snara
ljóði Platelis lauslega. Hér er birt
niðurlag ljóðsins en þá eru víga-
menn horfnir á braut og allt, a.m.k.
á yfirborðinu, í þann mund að falla
í ljúfa löð: „Einhver reyndi að
hrópa á Guð, en jörðin opnaðist
og gleypti hann. Einhver reyndi
að mæla, en af vörum hans barst
einungis hundgá. Þeir settust þar
sem þeir áður höfðu/ staðið,
byrgðu höfuð sín í steinhöndum í
rústum heims síns./ Framandlegur
vindur þaut um rifur himinsins./
Morgunstjarnan sem lýsti flótta-
mönnum leiðina, fann allt fólkið í
þorpinu frosið/ legsteinar þess úr
ís./ Og strákarnir úr sveitunum í
kring grófu langt díki,/ ruddu upp
frosnum moldarkögglum með
spjótum sínum./ Stelpurnar elduðu
mat á heimilum sínum,/ einbeitt
sér að verkunum líkt og helgiat-
höfn./ Og yngstu börnin/ ráku
hundana burt frá líkunum með
prikum/ og söngluðu eitthvað um
sólina.
Lárus Már
Björnsson
Grá silfrin elduð
Enskumúrinn er og verður; svo
og þær þekkingar- og vitsmuna-
legu tilvísanir sem vera hans með
okkur vekur og viðheldur í sífellu.
Það þarf þó vart, eitt sér, að
sæta þeim tíðindum að nægi til
að flæma álfa út úr hólum. Séu
þeir þó til, svo átthagafjötraðir
álfar, kann þeim að vera hollt að
signa álagahóla sína dagstund og
skyggnast um í heimum nýrra
mannvirkja og kenniteikna; má þá
vera að bæði Kína-
múra og Englamúra
beri fyrir sjónir. Ekk-
ert jafnast á við hreint
loft þar sem nýjar
hugmyndir og ný sýn
renna ljúflega saman
við_ fjölnota fjallaloft.
í hinu nýja alþjóða-
samstarfi er okkur ís-
lendingum ærinn
vandi á höndum. Bæði
eigindlegt og megind-
legt eðli þessara sam-
skipta hefur breyst til
muna. Ekki er það
ásetningur minn að
rekja þá sögu í þaula:
Frumbyggjar þessa
lands, flestir af er-
lendu bergi brotnir fóru víða, hirtu
það sem augað gladdi, hvort heldur
manngert, eða kvikt. Svo virðist
sem tungumál og mállýskur hafi í
þennan tíma verið snöggtum skilj-
anlegri hópa í millum; einnig má
vera að ofríkið sem beitt var í sam-
skiptunum, sjálft meðalið að til-
ganginum; ránsfengnum hafi gert
æskileika munnlegra samskipta lít-
inn, jafnvel varhugaverðan.
Sjómenn og kaupmenn miðalda
vildu vinna þjóðum sínum, en þó
einkum fjölskyldum, nokkurt gagn
með því að nýta og koma í verð
náttúruafurðum sem unnt er að
festa hendi á innan viðráðanlegrar
seilingar.
Rit Björns Þorsteinssonar sagn-
fræðings, s.s. um „ensku öldina"
heimila fljótt á litið að dregin sé
sú ályktun að vöruskipti hafi að
talsverðu leyti farið fram með
merkjagjöfum „orðvana samstöðu“
um verðgildi hluta, svo og að í
málfarslegum verkfærakassa
manna hafi mátt fínna orð og orð
sem auðvelduðu þessi samskipti. I
kjölfar iðnvæðingar og upplýsingar
fjölgaði mjög þeim mönnum sem
höfðu á valdi sínu forn, virðuleg
tungumál svo sem latínu og grísku,
sem gerðu þeim kleift að eiga sam-
skipti við „skrælingja" með því að
draga nýjar orðmyndir af gömlum,
aðlaga gamlar orðmyndir nýjum.
Þessa áttu þeir kost með aðferðum
sem mál- og félagsvísindamenn
nefna gjarnan aðleiðslu (induction)
og afleiðslu (deduction).
Meðal hernuminna þjóða og her-
setinna einkennast tjáskipti að
öðru jöfnu af augljósu misvægi í
valda- og styrkleikahlutföllum.
Munnleg tjáskipti takmarkast þá
iðulega við stikkorð tengdum því
áþreifanlega og miður áþreifan-
lega er hugurinn girnist hverju
sinni: chocolate, sweets, candy ...
Einhveijir kunna að hafa verið svo
ósvífnir að biðja um „chicks“; ekki
Ferðalög og útivist innanlands í Perlunni
25. - 28. apríl 1996
Perlon stendur fyrir sýnlngunni Ferðalög og útivist.
Komdu a stórkostlega sýningu þar sem á dagskrá verður:
Kynning á íerðamöguleikum, gistingu, veitingum og
ctíþreyingu í áhugcrverðum landshlutum.
Skemmtilegur ratleikur á Bylgjunni með stórglœsilegum
vinningum.
Tívolí á staðnum íyrir börnin.
Skógaríerð um Öskjuhlíð á vegum Ferðctíélags íslands.
Frœðsluerindi í máli og myndum í fundarsal Perlunnar.
Stopp leikhópurinn með leikrit úr umíerðinni.
Vegagerðin kynnir upplýsingaþjónustu sína.
Stórglœsileg sýning og skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Opnunartímar verða:
Fimmtudag... 25. aprílkl. 13.30-18.00
Föstudag.... 26. aprílkl. 16.00-20.00
Laugardag... 27. apríl kl. 13.00-18.00
Sunnudag.... 28. aprílkl. 13.00-18.00
*
Ókeypis aðgangur
Ókeypis aðgangur
Búa Litháar í Litháen?
OKKUR mönnum er stundum
nokkur vandi á höndum er við
stöndum frammi fyrir því að heim-
færa ný eða framandi landaheiti
og þjóðerna að tungumálum okkar.
Þessar hugrenningar mínar
vöknuðu í tilefni af nánast dag-
legri umfjöllun íslenskra ritmiðla
og annarra miðla af málefnum
lands þess og þjóðar þeirrar er í
fornum íslenskum ritum skrýðist
hinu myndræna nafni Lithauga-
land; veit þó ekki gerla hvað þegn-
arnir voru nefndir í þann tíma,
varla Lithaugar? Mér virðist ein-
Á frummálinu, segir
Lárus Már Björnsson,
heitir landið Lietuva.
sýnt að við íslendingar höfum nú,
einu sinni sem oftar, vísast gegn
betri vitund, fallið í hina engilsax-
neska málgryfju.
I greinarkorni þessu mun ég í
ljósi málvísindalegra og sögulegra
raka, leitast við að sýna fram á
að ríkisheitið Litháen og þjóðernis-
heitið Lithái falli illa að málhefð
okkar íslendinga og sé í raun af
ensku bergi brotið, en til þess að
lenda þarf að fljúga og mun því
könnun þessi hefjast með stuttri
flugferð og ljúka, vona ég, með
fágætri mýkt.
Enskumúrinn
Með þessu vil ég ekki varpa
rýrð á óumdeilda þýðingu enskrar
tungu við að bijóta niður múra
milli manna sem kunna að hafa
firn að miðla, en fá ekki „tungu
sína hrært“ frammi fyrir múmum;
múr torkennilegra orða og tákna,
semantískra og syntaktískra; alls
þessa er Roland Barthes nefndi
vitifirringu tungumálsins, sem er
þó jafnframt rökvísi þess, vísindi
og fegurð.
Enskumúrinn er í okkar sam-
tíma snöggtum áhrifaríkari og í
þeim skilningi raunverulegri en
Kínamúrinn: til þess síðarnefnda
er um óraveg að fara, fáir líta
hann augum. Sá síðarnefndi er á
hinn bóginn innhverfður í vitundar-
lífið, áttaviti sem segir okkur að
áttimar séu til, hver stefna þeirra
sé og hvert sjónum og ferð skuli
beint.