Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 31 Opið í dag kl. 13-17 á Laugaveginum 10% sumarafsl. aðeins í dag Nýjar vörur frá: OBVIOUS CHARLY'S ALL SAINTS LIME HOUSE METHOD WORKS DIESEL LOAF REISS Herradeild, s. 511 1718 sem hann þurfti. Við ákváðum að freista þess að fara með hann til Bandaríkjanna á frægan skóla og greiningarstöð sem starfrækt er í Boston, ein deild hans kennd er við Helen Keller. Við reyndum að fá fjárhagsstyrk til þess arna hjá yfir- völdum en það fékkst ekki. Með hjálp ættingja og vina kostuðum við sjálf þessa ferð og það gekk nærri okkur efnahagslega. Hins vegar reyndist Varnarliðið okkur ákaflega vel. Viðhöfnin við okkur mæðgin var slík að það vantaði bara rauða dregilinn. Við fengum ókeypis far báðar leiðir, sérstakan fylgdarmann og menn stóðu má segja heiðursvörð þegar við gengum um borð. Loks lögðu þessir menn lykkju á leið sína til þess að koma okkur á áfangastað. Slíkur vinar- greiði gleymist aldrei. Er ég var komin á Greiningar- stöðina urðu alger straumhvörf í lífi okkar Ásgeirs. Okkur var tekið opmum örmum af yndislegu fólki - öllu hámenntuðu í sínum störfum. Ég mætti í fyrsta sinn frá fæðingu Ásgeirs mannlegum skilningi, það var talað við mig eins og vitræna veru, ástríka móður, manneskju. Ásgeir fékk afar vandaða og vel unna greiningu og ég fékk með heim allar skýrslur um niðurstöður og góðar leiðbeiningar að vinna úr. Við rannsókn var hann meðal ann- ars skoðaður í sérstökum spegli. Hann sneri baki í mig, eina kunnug- lega hlutinn þarna, ég var bara hlut- læg í hans augum þá, en hann var- aði sig ekki á að veggurinn á móti okkur, sem var fullur af hlutum og myndum, var í raun spegill, hinum meginn við vegginn sat fjöldi sé- fræðinga sem gátu fylgst með öllum hans gjörðum og augnhreyfingum. Venjulega ranghvolfdi hann í sér augunum til þess að komast hjá því að horfast í augu við fólk, slíkur var krafturinn í þessari sál að láta ekki ná til sín. Hann gerði sömu hreyfingarnar allan daginn ef hann fékk frið til þess. Ég gleymi aldrei þegar einn af sérfræðingunum, kona, kom hlaupandi inn og sagði: „He has got a soul, but what a soul he has.“ Þá daga sem hann var þarna til athugunar gengum við á milli séfræðinga og sálfræð- inga. Niðurstaðan varð að Ásgeir væri bæði heila- og taugaskemmdur og að auki með mjög sterk ein- kenni einhverfu. „Hvernig næ ég til hans?“ spurði ég. „Með ást og þolinmæði," var svarið. Mér var sagt að sinna honum mjög mikið og gefa honum afar mikinn kær- leika. Öðruvísi væri ekki unnt að koma honum til neins þroska. Auð- vitað vissi e'nginn hvort árangurinn yrðþ nokkur. Ég hafði alltaf sinnt honum vel en eftir að heim kom lögðum við foreldrar hans enn meira á okkur í þeim efnum. Nú hafði ég grein- ingu bandarísku greiningarstofnun- arinnar í höndunum og ýmsar ráð- leggingar og það hjálpaði til þess að fá þá þjónustu sem unnt var fyrir Ásgeir. Hann fékk í fyrstu inni á venjulegum leikskóla. Hann lærði smám saman að tala, þótt hann næði aldrei venjulegri tal- leikni. Ég gekk næstu árin á milli ráðamanna til þess að fá handa honum kennslu og aðra þjónustu. Enginn einn skóli gat sinnt þörfum hans. Þess vegna var ákveðið í sam- ráði við Gylfa Þ. Gíslason, sem þá var menntamálaráðherra, að fá handa honum kennslu hjá hinum ýmsu kennurum og þjálfurum og það tókst furðu vel að byggja upp slíkt kennslu- og meðferðarpró- gramm. Honum fór mikið fram þar til farið var að spara og hluti pró- grammsins skorinn niður. Öskju- hlíðarskóli tók þá við honum og gerði vel. Málsókn og Bandaríkjaferðir Meðan þessu vatt öllu fram und- irbjuggum við hjónin málsókn á hendur ríkinu. Það hjálpaði mikið að ég hafði samviskusamlega skráð niður hjá mér allt sem mér þótti máli skipta í sambandi við með- göngu, fæðingu og uppeldi Ásgeirs. Við höfðuðum mál og unnum það í undirrétti. Ríkið áfrýjaði dómnum SJÁ NÆSTU SÍÐU svolítill uppreisnarandi og ég ákvað að fara aðra leið, ég fór í Verslunar- skólann í Reykjavík og lauk þaðan verslunarprófi. Á sumrin vann ég lengst af í búðinni hjá pabba og eitt sumar í Landsbankanum á Sel- fossi en svo fór ég í húsmæðraskól- ann á Laugarvatni. Um þetta leyti rann upp stóra stundin í lífi mínu. Ég kynntist til- vonandi eiginmanni mínum, Krist- jáni Á. Ásgeirssyni, á dansleik á Selfossi. Hann var gestkomandi í bænum, hann var ísfirðingur. Mér fannst mjög gaman að dansa, var nánast dansfíkill, draumur minn í æsku hafði verið að verða ballerína. Það var eins gott að sá draumur rættist ekki, í ljósj þess sjúkdóms sem ég fékk síðar. Ég fór til Reykja- víkur og fór að búa með kærastan- um og fékk vinnu í stofnun sem þá hét Landsbankinn-Seðlabank- inn. Maðurinn minn var sjómaður fyrstu árin sem við vorum saman. Sjórinn átti hug hans allan, þótt hann yrði seinna að söðla um og fara að vinna í landi, aðstæðna okkar vegna. „Ég snerti hana ekki“ Við eignuðumst árið 1962 yndis- lega dóttur, Örnu Victoriu, en gift- um okkur árið 1964 og var Ásgeir sonur okkar skírður sama dag. Ég þráði heitt að eignast mörg börn í ljósi þess að ég saknaði alla tíð systkina er ég átti aldrei. Við Krist- ján bjuggum fýrst til að bytja með í einu herbergi við Laugaveginn hjá afa hans og ömmu. Síðan fengum við inni í leiguíbúð fyrir góðvild frænku minnar einnar. Þegar dóttir mín var á öðru ári varð ég ófrísk á nýjan leik. Skömmu eftir að ég varð ófrísk fékk ég rauðu hundana. Ég varð mjög veik og leitaði til kvensjúkdómalæknisins míns. í samráði við hann og manninn minn ákvað ég að sækja um fóstureyð- ingu. Ég hafði frá bernsku kynnst mjög náið högum vanheilla og skil- ið hversu óvelkomnir þeir voru í samfélaginu. Það herti mig í ákvörðun minni. Beiðni mín fór fyrir sérstaka nefnd sem heimilaði fóstureyðing- una og svo var rekið mjög á eftir að fá hana gerða sem fyrst en eigi að síður þurfti ég að bíða í nokkra daga. Þegar ég loks komst inn á kvensjúkdómadeildina skoðaði mig aðstoðarlæknir og hann staðfesti það sem ég vissi, að ég var ekki of langt gengin með. Að því loknu var ég undirbúin á allan hátt fyrir aðgerðina. Morguninn eftir var mér ekið af starfsfólki á skurðstofu og hafði þá fengið kæruleysissprautu. Ég var orðin dálítið vönkuð af sprautunni og var hjálpað af hjóla- borðinu yfir á skurðarborðið. Þá kom yfirlæknirinn inn. Ég gleymi aldrei því sem næst gerðist. Læknir- inn var reiður og æstur, æpti á mig og fólkið inni, tók af sér hanskana og þeytti þeim sitt út í hvert horn- ið. Hann skipaði starfsfólkinu að fara aftur með mig. „Ég snerti hana ekki, hún er komin of langt,“ æpti hann. Fólkið var eins og fros- ið og hann þurfti að æpa aftur á það til þess að fá það til að fjar- lægja mig. Það var farið með mig upp á stofu, mér var hent upp í rúm og enginn kom til þess að útskýra fyrir mér eitt eða neitt. Hver ástæð- an var fyrir þessu hefur aldrei kom- ið fram, ég var ekki komin of langt í meðgöngunni, það skýrðist svo endanlega þegar barnið fæddist, enda hafði yfirlæknirinn ekki fýrir því að athuga ástand mitt áður en hann tók sína ákvörðun. Ég barðist fyrir rétti mínum í tæpa viku á þessari deild en án árangurs og ég varð að fara án þess að aðgerðin væri gerð. Ég talaði daglega við kvensjúkdómalækni minn og hann reyndi að hringja í yfirlækninn en án árangurs, hann lét ekki ná í sig. Yfirhjúkrunarkonan stóð yfir mér og kallaði mig öllum illum nöfnum, svo sem morðingja. Hún var ekki ánægð fyrr en ég fór að gráta. Loks sá ég að þetta var þýðingar- laust. Mér var nánast hent út í fe- brúarskaflana og lét þá fara með mig beint á skrifstofu landlæknis. Það var nefnd á hans vegum sem hafði gefið leyfi sitt til fóstureyðing- arinnar. Ég krafðist þess að þessu leyfi yrði framfylgt einhvers staðar annars staðar. Landlæknir reyndi það en án árangurs þar ti! það var loks orðið um seinan. Meðgangan var hrein martröð, mig dreymdi börn með alls kyns fatlanir, ég hafði því miður aflað mér vitneskju um allt það sem gæti amað að börnum í svona tilvikum. Þetta var hræði- legt. Þegar drengurinn minn fæddist spurði ég strax hvað væri að. Mér var sagt að það væri ekkert að. Drengurinn var mjög fallegt barn en ég fann strax og ég lagði hann á bijóst að eitthvað var að. Ég hafði samanburð, mér duldist ekki að eitthvað’ meira en lítið var að. Síðan hófst löng ganga á milli lækna. Það var næstum óvinnandi vegur að gefa drengnum brjóst, hann barðist á móti allri snertingu. Það mætti mér hræðilegt skilnings- leysi. Sumir læknar sögðu meira Passamynd af Asgeiri þegar hann fór með móður sinni fyrri ferð sína til Bandaríkjanna. Niðurstaðan varð að Ásgeir væri bæði heila- og taugaskemmdur og að auki með mjög sterk einkenni einhverfu. „Hvernig næ ég til hans?“ spurði ég. „Með ást og þolin- mæði,“ var svarið. að segja: „Þér var nær að fara ekki í fóstureyðingu. Svo kemur þú til okkar og ætlast til að við lögum þetta sem er að og Guð má vita hvað er.“ Þegar ég sagði þeim hvað gerst hafði, þurftu sumir læknar að fara út að jafna sig. Svo komu þeir inn aftur og sögðu: „Við skul- um ekki ræða þetta meira, en ég get ekki hjálpað þér.“ Drengurinn tók mjög hægum framförum, var mjög næmur fyrir öllum veikindum. Mér var sagt að hann væri blindur og heyrnarlaus og nánast „grænmeti", sem ætti að fara sem fyrst á stofnun. Það má rétt ímynda sér hvaða áhrif þetta hafði á hjónaband svo ungs og óþroskaðs fólks sem við hjónin vorum þá. Við vorum bæði rösklega tvítug. Maðurinn minn hætti á sjón- um til þess að geta aðstoðað mig með drenginn. Hann fór að læra trésmíði til þess að fá einhver starfsréttindi í landi, við vorum peningalítil meðan hann var að læra. Hann átti auk þess mjög erf- itt með að viðurkenna að eitthvað væri að drengunum okkar. Það var ekki fyrr en ég hafði farið í fyrri ferðina með drenginn til Bandaríkj- anna til þess að freista þess að fá greint hvað væri raunverulega að honum, að maðurinn minn gat horfst í augu við sannleikann. „He has got a soul“ Við bjuggum í kjallaraíbúð, ég fór út í garð og bankaði í gluggann yfir rúmi drengsins og ég sá að hann tók viðbragð, hann hrökk við og fór að leita eftir hljóðinu. Það sannfærði mig um að hann væri ekki heyrnarlaus eins og læknarnir vildu halda fram. Ég las mér til um alls konar sjúkdóma, meðal annars um það sem kallað var „autismi". Mér fannst margt í fari Ásgeirs minna á einkenni þess sjúkdóms. í dag er þessi sjúkdómum nefndur einhverfa. Ásgeir var einn úr hópi fiölmargra barna sem fæddust van- heil eftir umræddan rauðu-hunda- faraldur. Flest þeirra fæddust heyrnarskert, ég kynntist þeim vel þegar Ásgeir var í Heyrnleysinga- skólanum. Þrátt fyrir að ég hefði, ásamt fleiri foreldrum, barist fyrir nýja Heyrnleysingjaskólanum var Ásgeir útilokaður þaðan. Okkur foreldrum hans var ljóst að hann fengi ekki þá þjónustu hér á landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.