Morgunblaðið - 25.04.1996, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 25. APRÍL 1996 59
BREF TIL BLAÐSIIMS
Til vemdar lýðræði
fyrir þingræði
Frá Halldóri Kristjánssyni:
MORGUNBLAÐIÐ birti 14. þ.m.
langt viðtal við Davíð Oddsson for-
sætisráðherra. Hluti þess er um for-
setaembættið og að því verður vikið
hér.
Forsætisráðherra segir m.a. í sam-
bandi við rétt forseta að skjóta laga-
samþykkt undir þjóðaratkvæða-
greiðslu:
„Það yrði um leið hálfgerð stríðs-
yfirlýsing við þingið andstætt öllum
hugmyndum um þingræði í landinu
og fjarri öllum hugmyndum sem
menn gerðu sér um forsetaembættið
í upphafi."
Trúlega verður það forsætisráð-
herra ofraun að færa rök að því að
þetta ákvæði hafi verið tekið inn í
stjómarskrána „Qarri öllum hug-
myndum sem menn gerðu sér um
forsetaembættið".
Á það skal minnt að Alþingi skip-
aði nefnd til að gera breytingar á
stjómarskránni svo að forseti kæmi
í stað konungs. Þá vom ijórir flokk-
ar á þingi og tveir frá hveijum flokki
í þessari átta manna stjómarskrár-
nefnd. Þar komu við sögu ágætir og
virtir lagamenn.
Hitt má til sanns vegar færa að
neitun forseta að staðfesta samþykkt
Alþingis með undirskrift sinni „yrði
um leið hálfgerð stríðsyfirlýsing við
þingið". Þó er á það að líta að slíkt
myndi ekki gerast nema þegar skoð-
anir eru mjög skiptar innan þings og
utan. Forseti þarf ekki að taka af-
stöðu í deilunni. Hans hlutur gæti
verið sá einn að skjóta deilunni undir
atkvæði almennings. Davíð Oddsson
kallar það „andstætt öllum hugmynd-
um um þingræði í landinu".
Þjóðaratkvæðagreiðslan getur
ekki farið nema á tvo vegu. Annað-
hvort verður löggjöfinni hafnað eða
hún er staðfest. Verði hún staðfest
má meirihluti Alþingis vel við una.
Forseti hefur þá orðið til þess að
meirihluti kjósenda samþvkkir verk
þingsins.
Yrði löggjöfinni hins vegar hafnað
ættum við Iíklega að taka svo til
orða að forseti hafi með málskoti
sínu orðið til þess að veija lýðræðið
fyrir þingræðinu.
Það er ógætilega sagt hjá forsæt-
isráðherra að málskot forseta til al-
mennings sé „andstætt öllum hug-
myndum um þingræði í landinu".
Þetta ákvæði er í stjómarskránni
vegna þess að sú hugmynd er og
hefur verið til að það sé einskonar
öryggisventill til vemdar lýðræðinu
ef svo kynni að fara að því stæði
hætta af þingræðinu.
HALLDÓR KRISTJÁNSSON
frá Kirkjubóli.
Hjálpum bömunum
heim
Frá Berglind Magnúsdóttur:
SAMÚÐARLEYSI það sem einkenn-
ir núverandi stjómvöld í málum
þeirra sem minna mega sín, hefur
sannarlega bitnað á Sophiu Hansen.
Mér og nokkrum vinkonum mínum
líst ekki á ef stjómvöld taka sig ekki
á í mannúðarmálum.
Það sem mest er í fréttum frá
Tyrklandi, eru mannréttindabrot og
grimmd gagnvart minnihlutahópum.
Þeim virðist næsta eðlilegt að leggj-
ast svo lágt að aðstoða margbrotleg-
an mann við að níðast á útlendri
móður með að ræna bömum hennar.
í utanríkisráðuneytinu virðast fáir
hjálplegir utan Óiafur Egilsson sem
við höfum heyrt að sé einstaklega
góður maður og hefur hann reyndar
margsýnt það. En valdsvið hans er
takmarkað. Því skorum við á Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra að
beita sér til hjálpar Sophiu Hansen
og bömum hennar á erlendum vett-
vangi og svo fjárhagslega. Ef við
ættum peninga mundum við hjálpa.
Margt smátt gerir eitt stórt. Þau
með meðallaunin og minna eru lík-
legust til að leggja þessu góða máli
lið. Allir bankar taka við slíkri hjálp
fyrir Sophiu. Hjálpum bömunum
heim.
BERGLIND MAGNÚSDÓTTIR,
Flúðaseli 67, Reykjavík.
- kjarni málsins!
Þökkum eftirfarandi aðilum stuðninginn: spennubreytar
Tandur sf Hjaltí Einarsson
n[ý|f[o]r|m
STEINAR WAAGE ðiu
Sjöfn, efnaverksmiðja skóveíslun ÁlfaslieiSi31
Súfistinn
Rafmætti ^Sigga & Timo
Miðb* Gullsmiði
JfivÁiarAot
hrilu
Vcrslunin Embla
Hvalur hf. Þvottahús og ctnaiaug, Hraunbrún 40. Hópferðabílar K. Willatzen Skóhöllin
Ostohusið Filmur og tramköllun firsT Bœjarbakari
Fjarðargetu Búkabúð Btiðvars ú Guðmundur
Innréttingar og húsgögn Tryggvi Ólafsson, úrsmiður MBÍStarínil Arason ehf.
i sumar verða flokkarnir sem hér segir:
DRENGIR
f. fl. 5. júní - 12. júní 7-12 ára
2. fl. 12. júní - 20. júní 7-12 ára
3. fl. 20. júní - 27. júní 7-12 ára
4. fl. 27. júní - 4. júlí 7-12 ára
HLÉ
STULKUR
5. fí. 9. júlí - 16. júlí 7-12 ára
6. fl. 16. júlí - 23. júlí 7-12 ára
7. fl. 23. júlí - 31. júlí 7-12 ára
HLÉ
8. fl. 6. ágúst-13. ágúst 7-12 ára
HLÉ
9. fl. 14. ágúst-19. ágúst12-15 ára
Verð fyrir eina viku er kr. 14.500 og er þá fargjald innifalið. Innritun fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK við Floltaveg
í Reykjavík, sími 588 8899 kl. 8-16 á virkum dögum. Einnig er skráð á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl.
17-19 á Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði til 10 maí. Síminn er 555 3362.
Kaldársel
Sumarbúðir KFU/Vt og KFUK • Hafnarfirði
Sumarbúðirnar eru á fallegum stað skammt fyrir
ofan Hafnarfjörð í nágrenni Helgafells. Þar
rennur Kaldá sem gefur tækifæri til bátsferða og
hraunið í kring býður upp á fjölbreytt leiksvæði
þar sem virki eru reist og farið í búleiki.
Umhverfis er stórfengleg náttúra, vinin Valaból,
eldstöðin Búrfell og Helgafell, spennandi hellar
og margt fleira sem hægt er að skoða og njóta.
íþróttir og leikir eru eðlilegur þáttur í
. Daglega er veitt fræðsla um kristna trú
Biblíuna, kenndar bænir og vers og sungnir
fjörugir söngvar.