Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ SILDARSAMIMINGUR Hagsmunaaðilar í norskum sjávarútvegi óánægðir Saka stjórnvöld um að „falla á kné“ SAMTÖK hagsmunaaðila í sjávarútvegi, Norges Fiskarlag, og Samtök bátaútgerðarmanna, gagn- rýndu í gær harðlega nýgerða síldarsamninga Norðmanna, íslendinga, Rússa og Færeyinga. Sögðu þau norsk stjórnvöld hafa fallið á kné fyr- ir þjóðum sem umgengjust auðlindir hafsins af algeru ábyrgðarieysi. „Sá samningur sem Norðmenn hafa gert er dýrkeyptur friður sem norskir sjómenn verða að greiða fyrir,“ sagði Oddmund Bye, formaður Norges Fiskarlag. Utanríkis- og sjávarútvegsráð- herra Noregs, Bjorn Tore Godai og Jan Henry T. Olsen, lýstu hins vegar ánægju með samning- inn og vísuðu gagnrýni Norges Fiskarlag á bug. „Samningurinn er afar slæmur frá norskum sjónarhóli séð. Við höfum látið eftir sorglega stór- an hluta auðlindarinnar,“ sagði Audun Marák, framkvæmdastjóri Samtaka bátaútgerðarmanna. Gagnrýnir hann samninginn m.a. fyrir það að hann geri íslendingum, Færeyingum og Rússum kleift að landa í norskum höfnum. Aður hafi Ráðherrar lýsa ánægju með samninginn Norðmenn getað neitað þessum þjóðum um leyfi til löndunar og takmörkuð geta þeirra til að taka við síldinni á heimaslóð hafi takmarkað veiðarn- ar. Nú hafi þeirri hindrun verið rutt úr vegi. Ennfremur vísa Norges Fiskarlag og Samtök bátaútgerðarmanna til niðurstaðna alþjóðiegs hóps vísindamanna um að 86-89% af síldarstofnin- um séu norsk og halda því fram að Norðmenn muni tapa miklum fjármunum á samningnum, frá 5 milljörðum ísl. kr. til 15 milljarða kr. „Síldin sigurvegari“ Jan Henry T. Olsen sjávarútvegsráðherra var á allt öðru máli en talsmenn útgerðarmanna og sjómanna. „Hefðu Norðmenn farið að ráðum Fisk- arlag, hefðum við eyðilagt [síldarjstofninn. Ég vísa þessari gagnrýni á bug. Hana ber ekki að taka alvarlega. Þeir [Norges Fiskarlag] vita að kröfur þeirra eru algerlega óraunhæfar, sagði ráðherrann í samtali við Aftenposten. Olsen og Bjorn Tore Godal utanríkisráðherra telja samninginn byggðan á sögulegum grund- velli og að hann sýni fram á vilja þeirra til að nýta auðlindir á skynsamlegan hátt. „Síldin er hinn stóri sigurvegari, sagði Godal. Fagna samningi Dagblaðið Nordlys í Tromso lýsir í leiðara ánægju með samninginn. „Gamli samkeppnis- andinn milli sjómanna í öllum löndum lætur ekki að sér hæða. Því er það svo mikilvægt að Noregi skyldi takast að ná fram samkomulagi um síld- veiðar sem leiðtogar annarra landa samþykkja, samkomulagi sem getur orðið að fiskveiðistjórn- unarkerfi um innbyrðis skiptingu fiskistofna fyrir strandþjóðirnar. Þetta gefur okkur von um að það takist að vernda vorgotssíldina í framtíðinni." Samningnrinn talinn hagstæður í Færeyjum » "" . — , X ...r Þórshöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Einar H. Valsson DÖNSK skip hafa fengið ágætan afla í Síldarsmugunni að undan- förnu. Geysir HG-333 er með nótina úti á myndinni, sem tekin var úr flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í síðustu viku. VIÐBRÖGÐ við síldarsamningnum sem gerður var í gær hafa verið já- kvæð í Færeyjum. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi telja samninginn skyn- samjegan og bent er sérstaklega á að íslendingar hafi þurft að gefa mest eftir af ríkjunum sem að síldar- deilunni stóðu. Færeyingar höfðu tekið sér 85.000 tonna síldarkvóta og þurftu að láta af hendi 19.000 t fyrir samninginn. Kvótinn verður 66.000 t. Löndunarbanni aflétt Stein Owe, formaður norsku samninganefndarinnar, sagði við út- varpið í Færeyjum i gær að sam- komulagið fæli í sér að löndunarbann á síld gagnvart færeyskum og ís- lenskum skipum yrði afnumið. Samningurinn kveður á um að Færeyingar megi veiða 25.000 tonn af síld innan norskrar lögsögu. Af þeim má mest veiða 20.000 tonn meðfram ströndinni, þó ekki innan 12 sjómílna. Er þó frekar gert ráð fyrir að þessi tonn verði tekin við Jan Mayen. Síldin gengur út úr Síld- arsmugunni í júlí í átt til Jan Mayen og er þá yfirleitt væn til matar. Eilar Jacobsen, formaður Nóta- skipa, félags eigenda síldveiðiskipa, sagðist í gær telja að mikill áhugi yrði á þVí í Færeyjum að veiða við Jan Mayen. Verðmætið tvöfaldast Jákup Sólstein, formaður félags útgerðarmanna, kvaðst telja samn- inginn hagstæðan Færeyingum þótt þeir hefðu neyðst til að gefa eftir 19.000 tonn. Þar sem nú yrði unnt að veiða síldina í norskri lögsögu og landa henni í Noregi myndi verð- mæti afurðanna tvöfaldast miðað við það sem verið hefði ef samkomulag hefði ekki náðst. Segir Sólstein að krafan á fundum um síldardeiluna hafi gagnvart Færeyingum einvörð- ungu snúist um að heildarkvóti þeirra yrði skorinn niður. Edmund Joensen lögmaður kveðst telja að samkomulagið tryggi í senn skynsamlega nýtingu á stofninum og skapi forsendur fyrir vexti has. Hann telur einnig að síldveiðar við Noreg komi til með að auka tekjur í færeyskum sjávarútvegi. Löndunin færist til Noregs Nú eru það aðeins útlend skip sem landa síld í Færeyjum því færeysku skipin halda nú til íslands í því skyni. Þannig eru Júpíter og Finnur fríði á Vopnafirði og Norðborgin et' farin til Eskifjarðar. Atli Hansen, útgerð- armaður Júpíter, segir að færeysku sjómennirnir vilji heldur landa á ís- landi þar sem verðið sé betra en í Færeyjum. Þá segir Atli að venjuleg- ast þurfi að bíða eftir löndun í Fugla- firði en í íslenskum höfnum sé engin bið eftir þjónustu. Samkomulagið sem gert var í gær felur hins vegar í sér að færeysku skipin munu framvegis hvorki landa í Fuglafirði eða né íslandi heldur verða löndunarhafnir í Noregi. ESB mót- mælir „háif- leynilegum“ samningi MIKÍLLAR óánægju gætir hjá Evrópusambandinu með nýgerðan síldarsamning Norðmanna, Islend- inga, Færeyinga og Rússa og sögðu talsmenn þess að um „hálf- leynilegan" fund hefði verið að ræða. Filippo di Robilant, talsmað- ur Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál hjá framkvæmda- stjórn ESB, kvað sambandið afar ósátt við að því væri kynnt full- burða samkomulag, sem það hefði engin áhrif haft á. Di Robilant kvaðst telja það sjálf- sagt að þjóðirnar Ijórar myndu boða til sérstaks fundar í Norður-Ati- antshafsfiskveiðinefndinni til að gera grein fyrir samningnum. Sagði di Robilant að ESB hefði ekki fallið frá kröfu sinni um 150.000 tonn á þessu ári, en hún var samþykkt hjá ráðherraráði ESB fyrir skömmu. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra kvað ESB ekki hafa neinn sögulegan rétt til síldveiða á svæðinu og sagði 10.000 til 15.000 tonn raunhæfa kröfu. Vladimir Korelskíj, hinn rússneski starfsbróðir hans, nefndi hins vegar töluna 50.000 tonn og að sögn Aft- enposten bendir ýmislegt til þess að norsk yfirvöld séu á svipaðri skoðun og Rússar. -----» ♦ ♦----- Stjórn á veið- arnar mikil- vægast að mati Rússa VEF VIÐ berum saman hlutskipti Islendinga og Rússa getum við ekki verið ánægðir," sagði Vladimir Kor- elski, sjávarútvegsráðherra Rúss- lands, í samtali við Ríkissjónvarpið í gær. „Mikilvægast af öllu er að stjórn er komin á síidveiðárnar. Við hefð- um þó viljað að um leið og samning- urinn er undirskrifaður af þessum Ijórum þjóðum hefðu íslendingar fengist til að koma stjórn á fiskveið- ar sínar í Barentshafi. Ég veit að íslendingar eru að slíkum veiðum þar í dag þó engin önnur þjóð sé það,“ sagði rússneski ráðherrann í sjónvarpsviðtalinu. Bókun um verndun, skynsamlega nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síldarstofninum Sjálfbær nýting stofnsins tryggð HÉR á eftir birtist í heild bókun um nýtingu norsk-íslenska sfldarstofns- ins sem samkomulag tókst um í Osló í gær: Aðilar að bókun þessari, sem vilja stuðla að verndun, skynsamlegri nýtingu og stjórnun veiða á norsk- ísienska síldarstofninum og tryggja sjálfbæra nýtingu stofnsins til langs tíma, hafa komið sér saman um eftir- farandi: 1.1. Aðilar skulu starfa saman að verndun, skynsamlegri nýtingu og stjórnun veiða á norsk-íslenska síld- arstofninum á Norðaustur-Atlants- hafi og taka tillit til bestu vísindaráð- gjafar sem er fyrir hendi. 1.2. Aðilar skulu gera ráðstafanir til að tryggja að hrygningarstofnin- um sé haldið ofan við örugg líffræði- leg mörk þar sem nýliðun er tryggð til að gera sjálfbæra nýtingu til langs tíma mögulega. 2.1. Aðilar skulu á árinu 1996 tak- marka veiðar sínar úr síldarstofnin- um við 1.107.000 lesta hámarksafla samkvæmt eftirfarandi aflahlut- deild: Færeyjar og Island 256.000 lestir Noregur 695.000 lestir Rússn. samb.ríkið 166.000 lestir Rússneska sambandsríkið fram- selur Noregi 5.000 lestir. Noregur mun heimila rússneskum skipum með tvíhliða samningi að veiða til- tekið magn af aflahlutdeild Rúss- lands í fiskveiðilögsögunni við Jan Mayen. 5.000 lestir af aflahlutdeild Rússlands eru teknar frá fyrir veiðar í efnahagslögsögu Rússlands. Nor- egur og Rússneska sambandsríkið munu láta framangreindar 10.000 lestir óveiddar í verndunarskyni. 2.2. Aðilar koma sér tvíhliða saman um heimildir til veiða í fiskveiðilög- sögu hver annars og önnur skilyrði fyrir veiðum þar. 3.1. Aðilar skulu skiptast á afla- skýrslum mánaðarlega og skulu upp- lýsingar sundurliðaðar eftir undir- svæðum Alþjóðahagrannsóknar- ráðsins (ICES) og/eða fiskveiðilög- sögu og svæðum utan fiskveiðilög- sögu aðila. 3.2. Aðilar skulu hefjast handa um að setja samræmdar verndunarregl- ur um veiðar úr stofninum. 3.3. Aðilar skulu auðvelda og efla samstarf við eftirlit til að tryggja að verndunarreglum verði fylgt. 4.1. Aðilar skulu leitast við að ná samkomulagi við aðra aðila, sem hlut eiga að máli, til að koma á heildarstjórnun veiða úr stofninum. 4.2. Aðilar skulu, í samræmi við réttindi þeirra og skyldur að þjóða- rétti, starfa saman að því að koma í veg fyrir athafnir skipa, er sigla undir fána annarra ríkja, sem grafa undan áhrifum verndunar- og stjórn- unarráðstafana er aðilar hafa komið sér saman um. 4.3. Aðilar skulu starfa saman að því að koma á stjórnun veiða úr stofn- inum á svæðum utan fiskveiðilögsögu á vettvangi Norðaustur-Atlantshafs- fískveiðinefndarinnar (NEAFC) í samræmi við ákvæði samnings frá 4. desember 1995 um framkvæmd ákvæða hafréttarsamnings Samein- uðu þjóðanna frá 10. desember 1982 um vemdun deilistofna og víðförulla fískstofna og stjórnun veiða úr þeim. 5. Aðilar skulu starfa saman að því að efla vísindarannsóknir sem varða stofninn. 6.1. Aðilar skulu koma á fót vinnu- hópi vísindamanna til að fylgjast með og meta þróun og dreifingu stofnsins í samræmi við samþykktar líffræði- legar viðmiðanir. Vinnuhópurinn skal eiga samstarf við Alþjóðahafrann- sóknaráðið (ICES). 6.2. Aðilar skulu nota niðurstöður vinnuhópsins sem grundvöll samn- ingaviðræðna í framtíðinni um vernd- un stofnsins, skynsamlega nýtingu hans og stjórnun veiða úr honum, m.a. vegna hugsanlegra breytinga á leyfilegum heildarafla og aflahlut- deild aðila að svo miklu leyti sem dreifing stofnsins réttlætir breytingar á gildandi fyrirkomulagi. Við sér- hveija endurskoðun skal tekið til- hlýðilegt tiilit til dreifingar allra hluta stofnsins. 7. Bókun þessi, sérstaklega að því er varðar aflahlutdeild fyrir árið 1996, hefur ekki fordæmisgildi gagn- vart samningum milli aðila í framtíð- inni. 8. Bókun þessari skal beitt til bráða- birgða frá þeim degi sem hún er undirrituð og öðlast hún gildi þegar allir aðilar hafa tilkynnt hver öðrum um að nauðsynlegri málsmeðferð sé lokið. Undir samninginn rita lögmaður Færeyja, utanríkisráðherra og sjáv- arútvegsráðherra Islands, utanríkis- ráðherra og sjávarútvegsráðherra Noregs og formaður fiskveiðiráðs Rússneska sambandsríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.