Morgunblaðið - 07.05.1996, Page 45

Morgunblaðið - 07.05.1996, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 45 innilegar samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk í mikilli sorg. Það er huggun að eiga ljúfar minningar um góða og elskulega konu. Blessuð sé minning hennar. Þín vinkona, Elísabet. í ást til íslands búum við, konan mín, sem er fædd á íslandi, og ég, Dani frá Bornhólm, í Virum norður af Kaupmannahöfn. Einn þáttur í að rækta samskiptin við vini og ættingja á íslandi eru tíðar heim- sóknir þeirra sem okkur þykir vænt um á íslandi á heimili okkar hjóna. Að öllum öðrum ólöstuðum var Sigga vinkona- sú sem við ávallt hlökkuðum mest til að fá í heim- sókn og nú kemur hún ekki fram- ar. Það er óskiljanlegt. Hinar sorg- legu kringumstæður við andlát Siggu auka enn á sorg okkar og dýpka samúð okkar með þeim sem henni voru kærir á íslandi. Það er erfitt að eygja tilgang í slíkum ör- lögum og óbærileg tilhugsun að vinkona konu minnar frá barnæsku, sem af trúmennsku og þrátt fyrir vík milli vina, fylgdist með lífs- hlaupi hennar og þroska, og síðar okkar beggja, skuli vera að eilífu kvödd og ekki framar hægt að njóta með henni ánægjulegra samveru- stunda. Hlátur Siggu er hljóðnaður, gleði hennar yfir öllu sem gott er og fagurt hefur slokknað og eftir sitjum við með sorg í hjarta. Innra með okkur iifir minningin um hjálp- semi hennar og ræktarsemi við vini og vandamenn og þeirri minningu munum við hlú að. Hugur okkar á þessari sorgar- stundu er hjá eftirlifandi eigin- manni hennar, syni og tengdadóttur og ekki síst hjá nýfæddu sonardótt- urinni sem Sigga hlakkaði svo ósegjanlega til að kynnast og tengj- ast sterkum böndum. Minningin um Siggu mun þó alltaf verða hluti af þeim. Við sem söknum Siggu vinkonu erum fátækari við fráfall hennar en jafnframt rík að eiga minning- una um slíka konu. Það er tómarúm á heimili okkar hjóna sem enginn annar getur fyllt, en það tómarúm fyllum við með minningum um góð- ar stundir, hlátur og sannan vin- skap. Þannig minnumst við Siggu vinkonu. Elna og Ole Stangegárd. Hún Sigga er dáin. Svo snöggt, svo óvænt. Við sitjum hér eftir fjór- ar vinkonur sem haldið höfum sam- an síðan árið 1955 er við vorum saman á skóla í Danmörku, nánar tiltekið í Vordingborg. í upphafi vorum við sex. Sú fyrsta sem kvaddi, langt fyrir aldur fram, var Sísí og nú stöndum við frammi fyr- ir þeim óraunveruleika, að okkur finnst, tæpum þremur árum síðar, að Sigga er líka farin. Fyrirvara- laust. Okkur er orða vant, en það er okkur huggun í dag að eftir nokkurra ára hlé á því að við allar hittumst að staðaldri var Sigga aft- ur komin í hópinn og fyrir réttu ári héldum við upp á 40 ára útskriftar- afmæli okkar frá Vordingborg með pomp og pragt þar sem við rifjuðum upp ótal minningar frá liðnum árum s ERFI mtYkk.nit Látið okkur aunast erfidrykkjuna. Fyrstafiokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 og það var mikið hlegið. Þegar við nú sitjum hér saman til að minnast Siggu rifjast enn og aftur ýmislegt upp, góðar minningar. Það var í Vordingborg sem við hittum Dinna hennar Siggu fyrst, eins og við köllum Þorstein. Eftir að heim var komið og við hver af annarri stofn- uðum heimili, var eiginmönnum árlega boðið út að borða með saumaklúbbnum og það má með sanni segja að það hafi vérið sér- staklega líflegar samkomur. Ein okkar, Sigrún, hafði síðustu árin mikið og sérstaklega ánægjulegt samstarf við Siggu, en þær störfuðu báðar við Heilsuhringinn. Sigga var líka virk sem Hringskona og var mikið inni á sjúkrahúsunum á þeirra vegum. Eftir hressingardvöl á Reykjalundi vegna astma sem hijáði Siggu mikið, þá leið henni mjög vel í vetur og lék við hvern sinn fingur. Nýbúin að fá litla prins- essu í fjölskylduna, sonardóttur, og var alsæl. Sigga var alltaf hrókur alls fagn- aðar, hress, kát og ákveðin. Hún lagði mikið upp úr því að vera vel til höfð og það var alveg sama undir hvaða kringumstæðum maður hitti Siggu, hún var alltaf glæsileg. Elsku Þorsteinn, Gylfi, Guðrún og litla prinsessa. Guð gefi ykkur styrk og æðruleysi í þessari miklu sorg ykkar. Tíminn græðir aldrei öll sár, en það er huggun harmi gegn að eiga góðar minningar sem þið öll og við vinkonurnar getum yljað okkur við. Elsku Sigga. Við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir allt og allt og óskum þér blessunar Guðs í nýjum heimkynnum. Drottinn gefi dánum ró og hinum líkn sem lifa. Guð blessi minningu Sigríðar Eggertsdóttur. Sigrún, Karólína, Elísabet og Ingibjörg. Að kveldi laugardagsins 27. apríl hringdi síminn og okkur tilkynnt að hún Sigga, eins og hún var ævinlega kölluð, væri dáin. Ég varð harmi slegin, gat það verið, Siggá sem var svo hress aðeins nokkrum dögum áður þegar ég kom til þeirra hjóna, Siggu og Þorsteins. Við sát- um yfir kaffibollum og spjölluðum saman, umtalsefnið snerist mest um væntanlega skírn litlu ömmu- og afastelpunnar og framtíð hennar. Þessi litli sólargeisli var hennar fyrsta barnabarn. En skyndilega er Sigga tekin frá okkur, hún sem ætlaði að gera svo margt fyrir litlu sonardótturina sem fæddist 25. mars sl. Hún var svo hamingjusöm þegar hún varð amma. Elsku Sigga, þú sem ætlaðir virkilega að njóta þess að sjá hana dafna og þroskast í faðmi fjölskyldunnar. Eg veit að þú vakir yfir henni og verndar þar sem þú ert komin til æðri heima. Það var árið 1987 sem ég kynnt- ist þeim góðu hjónum, Siggu og Þorsteini, en þá höfðu Gunný og Gilli, eins og þau eru kölluð, fellt hugi saman, fljótt náðum við vel saman og varð Sigga mér góð og traust vinkona. Við áttum alltaf góðar stundir saman hvort sem ég heimsótti hana í Espigerði eða sum- arbústaðinn og ekki stóð á veiting- unum. Við gátum alltaf spjallað og hlegið saman, pijónana mátti held- ur aldrei vanta, en Sigga var mikil hannyrðakona, hún pijónaði mikið af lopapeysum og það var ótrúlegt hversu fim hún var með pijónana. Ég gat aldrei skilið hversu fljót hún var með hvetja peysu og voru þær hver annarri fallegri, engan mátti vanta peysu. Sigga var örlát kona og var alltaf að færa sínum eitt- hvað sem gladdi. Sigga var skyn- söm kona, traust, ákveðin, dugleg og drífaridi, hún hikaði aldrei við það sem hún tók sér fyrir hendur, að töfra fram hvers kyns veislur var hennar yndi og það varð enginn svikinn í veislu sem hún hafði kom- ið nálægt. Sigga var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd hvar sem hún mátti koma að og er mér minnis- stætt þegar hún málaði alla íbúðina sem börnin okkar höfðu fest kaup; á hún var ekkert að hika með pen- silinn. Þetta lýsir vel þeirri Siggu sem ég þekkti. Ég veit að Sigga fær hlýjar móttökur fyrir handan en fyrir aðeins tveimur mánuðum missti hún móður sína. Það er víst að hún hefur umvafið hana örm- um. Elsku Sigga, ég hefði viljað njóta vináttu þinnar miklu lengur, við áttum svo margt ógert eins og við höfðum rætt um. En ég er þakklát Guði fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér. Þótt þú sért mér horfin mun minningin um góða vinkonu lifa. Elsku Þorsteinn, Gilli, Gunný og barnabarn, ég bið algóðan Guð að styrkja ykkur á þessari sorgar- stundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hinsta kveðja, Guðmunda. Kveðja frá Heilsuhringnum Horfin er mæt kona og góður félagi, sem við minnumst með virð- ingu og þökk. Eiginleikum Sigríðar er erfitt að lýsa í fáum orðum, en Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 Crfisdryklijur 'VoitlflQahú/lð con-inn Sími 555-4477 og 562 7575 FLUaUEIÐIR HOTEL LöFTLElBlil Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BiS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677 hún var sú manngerð er alltaf gaf sér tíma til að leggja góðum málum lið og var ósérhlífin í öllu sam- starfi. Hún dreif hlutina af og var vel vinnandi, að hveiju sem hún gekk. Við minnumst gleðinnar er fylgdi henni og gáskans sem bjó undir alvarlegu yfirbragðinu. Samstarfsfólk í Heilsuhringnum þakkar henni vel unnin störf á liðn- um árum. Við sendum eiginmanni, syni, tengdadóttur og barnabarni innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Sigfúsdóttir. Lífi Sigríðar Eggersdóttur er skyndilega lokið. Vinir og vanda- menn standa harmi slegnir yfir frá- falli hennar og fá aldrei svör við spurningunni af hveiju hennar tími var kominn. Bundinn er endir á tuttugu ára ánægjuleg kynni, sem hófust í Bandaríkjunum á tímum mikilla en jákvæðra atburða í lífi okkar beggja. Sigríður var ekki allra og var frekar dul og jafnvel hlédræg. Samt var hún að öðrum þræði félagslynd og var hrókur alls fagnaðar, þegar svo bar við. Það var alltaf ánægju- legt að mega taka þátt í einstökum og oft frumlegum gleðistundum fjölskyldu hennar, sem náðu há- punkti í glæsilegu brúðkaupi sonar- ins á sl. ári. Nákvæmni hennar var mikil og svo vel hugsað fyrir hveij- um hlut og hveiju smáræði þegar hún tók sér eitthvað fyrir hendur, að allt varð eins og best var á kos- ið. Ávallt var gestum komið á óvart með einhveiju óvæntu og skemmti- legu við þessi tækifæri. Þá voru samverustundirnar hjá sameigin- legum vinum í Danmörku alveg ógleymanlegar. Sigríður var gáfuð kona og hæfi- leikarík og bar fágaður smekkur hennar og listfengi þess ríkulegt vitni. Hún gekk ung að eiga góðan dreng, Þorstein Guðlaugsson end- urskoðanda, og reyndust þau hvort öðru vel í blíðu og stríðu. Oft heij- uðu veikindi á þeirra litlu fjöl- skyldu, en ekkert gat bugað hana. Augasteini þeirra hjóna, einka- syninum Gylfa Þór, og tengdadótt- urinni, Guðrúnu Þórisdóttur, sem Sigríður unni svo mjög, fæddist fyrsta barnið, dóttir, 25. mars sl., sem átti svo margt ógert með ömmu sinni þegar kallið kom. Sigríður var<», harðdugleg kona og vann oft við endurskoðunarstörfin með manni sínum og á Skattstofu Reykjavíkur á þeim árstíma sem annir eru þar mestar. Við Hringskonur nutum þess að starfa með henni í kvenfélagi okkar í mörg ár og þar sýndi Sigríður mikla ósérhlífni og dugnað. Hlýlegt var að sjá hve fagurlega þau hjón höfðu búið heimili sitt og hve mikla alúð þau lögðu í sumarbústað sinn og umhverfi hans við Gíslholtsvatn. Nú verðum við ekki samferða lengri veg að sinni. Hennar er og verður sárlega saknað af okkur ferðafélögunum. Sigríður Eggerts- dóttir er því kvödd í kærri þökk fyrir vináttuna og ómetanlega sam- veru. Megi Guð styrkja fjölskyldu hennar. Vilborg G. Kristjánsdóttir. t Ástkær móðir okkar, SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Múla við Suðurlandsbraut, síðast til heimilis á Norðurbrún 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 7. maí, kl. 13.30. Auður, Bergljót, Hörður og Hildigunnur Gunnarsbörn og aðrir vandamenn. t Við þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og veittu okkur styrk við andlát og útför dóttur okkar, systur og barnabarns, SIGRÍÐAR HULDAR KJARTANSDÓTTUR, Sæbólsbraut 17, Kópavogi. Guðrún Sigurðardóttir, Kjartan Stefánsson, Stefán Kjartansson, Sigríður Sigurðardóttir, Stefán Friðbjarnarson, Þorgerður Sigurgeirsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafað- ir og afi, ÁRNIJ. FANNBERG, lést á heimili sínu laugardaginn 27. april síðastliðinn. Útförin hefur farið fram íkyrrþey að ósk hins látna. Sigriður J. Fannberg, Gunnhildur Fannberg, Jón Fannberg, Þuríður Fannberg, Jóhann Á. Fannberg, Gísli Fannberg, Ólafur Fannberg, Rannveig Fannberg, Arndís Fannberg, tengdabörn og barnabörn. Lokað Vegna útfarar EIRÍKS ÓLAFSSONAR verður skrif- stofa okkar lokuð í dag, þriðjudaginn 7 maí, frá kl. 14.30-17.00. Könnun hf., Draghálsi 14-16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.