Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B «rgnnÞIflfeÍfe STOFNAÐ 1913 102. TBL. 84. ARG: ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kosningum frestað í KwaZulu Höfðaborg. Reuter. STJÓRNVÖLD í Suður-Afríku ákváðu í gær að fresta kosningum í KwaZulu-Natal héraðinu, sem fram áttu að fara 29. maí næstkomandi, til loka júnímánaðar. Sögðu tals- menn stjórnarinnar að nýta ætti tím- ann til að reyna að stilla til friðar í héraðinu en mikil ólga hefur verið þar að undanförnu. Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-hreyfingarinnar, sem búist er við að vinni sigur í kosningunum, sagðist í gær fallast á ákvörðun stjórnarinnar en með semingi. But- hel«zi, sem situr í ríkisstjórn, hafði áður hótað því að segja af sér, yrði kosningunum frestað. Hann kvaðst í gær myndu sitja áfram sem ráð- herra innanríkismála. Síðasta áratuginn hafa yfir 14.000 manns látið lífið í átökum fylgismanna Inkatha og Afríska þjóðarráðsins, flokks Nelsons Mand- ela, forseta landsins. Segja talsmenn síðarnefnda flokksins að ofbeldið hafi aukist svo að undanförnu að útilokað sé að tryggja frjálsar og óháðar kosningar. Barist þrátt fyrir vopnahlé BANDARÍSKIR hermenn gripu í gær til vopna til að verja banda- ríska sendiráðið í Monróvíu, höf- uðborg Líberíu. Hörð átök voru í borginni, þrátt fyrir að Charles Taylor, einn stríðsherranna sem takast á í landinu, hefði heitið vopnahléi sem taka átti gildi á hádegi í gær. Þúsundir manna hafa leitað skjóls við bandaríska sendiráðið. Á myndinni fylgjast liðsmenn Taylors með andstæð- ingum sírtum úr liði Roosevelts Johnsons í miðbæ Monróvíu. Zjúganov vill samning um að niðurstöðum forsetakjörs verði hlítt Jeltsín segir að frestun komi ekki til greina Moskvu, Washington, Bonn. Reuter. GENNADÍ Zjúganov, forsetafram- bjóðandi rússneskra kommúnista, fagnaði í gær heitstrengingum Borís Jeltsíns um að fyrirhuguðum forseta- kosningum í júní yrði ekki frestað. „Við verðum að tryggja að kosning- arnar verði fullkomlega lýðræðisleg- ar og heiðarlegar og jafnframt ættu fulltrúar allra flokka og samtaka að undirrita samkomulag um að niður- stöðu kosninganna verði hlítt," sagði Zjúganov. Talsmaður Bandaríkja- stjórnar lýsti ánægju með afstöðu forsetans; færi svo að Rússar kysu kommúnista á forsetastól í frjálsum kosniíigum væri það mál þeirra. Yfirmaður lífvarðar Jeltsíns, Alex- ander Korzhakov, mælti á sunnudag með því að kosningunum yrði frestað þar sem hætta væri á átökum í kjöl- far þeirra, hver sem niðurstaðan yrði. Margir stjórnmálaskýrendur álíta að ummæli Korzhakovs hafi verið sétt fram að undirlagi Jeltsíns sjálfs, hann hafi viljað kanna hver viðbrögð- in yrðu án þess að gefa höggstað á sér. Jeltsín snupraði Korzhakov í gær fyrir að skipta sér af stjórnmálum en bætti við að lífvarðarforinginn væri ekki einn um áhyggjur af því að til borgarastyrjaldar gæti komið ef Zjúganov ynni. „En ég trúi enn á skynsemi rússneskra kjósenda. Þess vegna munu kosningarnar fara fram samkvæmt ákvæðum stjómarskrár- innar". í viðtali við tímaritið Delovje Ljúdí bað Jeltsín þá sem segðu að of seint væri að hverfa frá umbótastefnu í efnahagsmálum, jafnvel þótt komm- únistar sigruðu í forsetakosningun- um, að hugsa sig um tvisvar. Hann sagði kommúnistaflokkinn vera „flokk hefndarinnar" og gaf í skyn að kommúnistar gætu einnig bundið enda á lýðræðisumbæturnar_ sem stjórn hans hefur unnið að. „Ég tel að ekkert geti hindrað öfl sem dreym- ir um fortíðina í að setja sínar eigin reglur ef þeim tekst að ná völdum," sagði forsetinn. Lebed einn á báti Alexander Lebed, fyrrverandi hershöfðingi og forsetaframbjóðandi, lýsti því yfír í gær að allar hugmynd- ir um samstöðu hans með tveim öðr- um frambjóðendum, umbótasinnan- um Grígorí Javlínskí og augnlæknin- um Svjatoslav Fjodorov, væru fjar- stæða og hann hygðist berjast einn. ¦ VangaveItur/23 Reuter ísraelar í vanda vegna blóðbaðsins í Qana Neita ásökun um vís vitandi dráp Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELAR vísuðu í gær á bug frétt- um um að myndband, sem fjölmiðlar hafa komist yfir, sýni að þeir hafi gert vísvitandi árás á flóttafólk í búð- um Sameinuðu þjóðanna í Qana í Líbanon sem kostaði 102 menn lífið. Á myndbandinu sést fjarstýrð njósna- fiugvél nálægt búðunum þegar árásin var gerð 18. apríl. Myndbandið kom ísraelum í vanda þar sem þeir höfðu, þar til þeim var skýrt frá myndbandinu, neitað því að hafa haft njósnavél yfir svæðinu. ísra- elar hafa nú verið beðnir um að veita Sameinuðu þjóðunum síðar í vikunni nákvæmar upplýsingar um árásina. Shimon Peres, forsætisráðherra, neitaði því að ísraelar hefðu farið með rangt mál þegar þeir sögðust ekki hafa sent njósnavél. „Okkur urðu á mistök. Okkur þykir það mjög mið- ur. En við áréttum að þær upplýs- ingar sem við veittum eru réttar." Timur Goksel, talsmaður friðar- gæsluliðs SÞ í Líbanon, sagði hins vegar að upplýsingarnar sem kæmu fram á myndbandinu væru í mótsögn við staðhæfingar ísraela. Stjórnarerindrekar sögðu að myjid- bandið væri á meðal gagna sem byggt væri á í óbirtri skýrslu sem Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, óskaði eftir um árásina. Niðurstaða skýrslunnar er að ísraelar hafi gert árásina af ásettu ráði. Að sögn stjórnarerindrekanna vilja Bandaríkjamenn ekki að hún verði birt. ¦ Sakaðir um vísvitandi árás/22 Reuter Davíð Oddsson í Eistlandi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kom í gær í þriggja daga heim- sókn til Eistlands. Átti hann við- ræður við Lennart Meri f orseta á fyrsta degi heimsóknarinnar og var myndin tekin við upphaf fund- ar þeirra í Kadriorg-kastala. Auk þess átti Ðavíð Oddsson fund með eistneska starfsbróður sínum, Tiit Víihi, Toomas Savi þingforseta og Jaak Tamm borgarstjóra í Tallin. I dag heldur hann til bæjarins Kuressaare en heimsókninni lýkur síðdegis á morgun. Njósnir í Rússlandi Bretum vísað úr landi London, Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR rússnesku öryggis- þjónustunnar (FSB), er annast gagnnjósnir, skýrði frá því í gær að sendiherra Breta hefðu verið afhent harðorð mótmæli vegna njósna sem rússneskur þegn hefði stundað fyrir bresk stjórnvöld. Yrðu nokkrir bresk- ir sendifulltrúar reknir úr landi vegna málsins. Rússinn á yfir höfði sér dauðadóm fyrir landráð. Grígorí Karasín, talsmaður rúss- neska utanríkisráðuneytisins, virtist síðdegis reyna að lægja öldurnar og sagði að atburðir af þessu tagi gætu stundum gerst. Hann sagðist vona að málið hefði ekki slæm áhrif á samskipti Breta og Rússa. Talsmaður FSB, Alexander Zdanovítsj, sagði fyrr um daginn að Rússi hefði verið handtekinn er hann átti fund með manni frá bresku leyni- þjónustunni, MI6. Rússinn hefði unn- ið á stjómarskrifstofum og haft að- gang að mikilvægum leyniskjölum er tengdust stjórnmálum og varnar- viðbúnaði. Tæki til njósna hefðu fundist á manninum og hann hefði lýst því í smáatriðum hvernig hann hefði verið ráðinn til starfans. Sagði Zdanovítsj Breta nota sendiráðið sem skálka- skjól fyrir njósnir. Fulltrúi utanríkis- ráðuneytisins í London sagði í gær að staðhæfingar stjórnvalda í Moskvu væru „algerlega tilhæfu- lausar". Mál af þessu tagi hafa verið fátíð síðan kalda stríðinu lauk en í fyrra var rússneskur blaðamaður rekinn frá Bretlandi, sakaður um njósnir. í febrúar var breskum kaupsýslu- manni, er áður hafði starfað fyrir sendiráðið í Moskvu, vísað úr landi og í sama mánuði ráku Rússar úr landi ísraelskan sendiráðsstarfs- mann. Var sagt að hann hefði reynt að kaupa leynileg skjöl af rússnesk- um borgara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.