Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 53 I ----------------------------------- Frá Jóhönnu Þórdórsdóttur: ÞAÐ virðist nokkuð útbreiddur mis- skilningur á.íslandi að ekki sé hægt að gerast skiptinemi ef maður er orðinn eldri en 18 ára. Mig langar að reyna, í eitt skipti fyrir öll, að leiðrétta það. 35 ára reynsla AUS - Alþjóðleg ungmennaskipti hafa verið starfandi á íslandi í 35 ár og á þeim tíma sent til útlanda ■ og tekið á móti hundruðum ung- menna. Samtökin eru íslandsdeild alþjóðlegra samtaka (ICYE - Intern- ational Christian Youth Exchange) sem stofnuð voru af Þjóðveijum og Bandaríkjamönnum eftir síðari heimsstyijöldina og eru rekin án gróðasjónarmiða. Markmið samtak- anna hefur frá upphafi verið það sama: að stuðla að friði og skilningi milli einstaklinga og þjóða og vinna gegn fordómum og hleypidómum ! hvers konar. Það gera samtökin með því að bjóða ungmennum á aldrinum 18-30 ára tækifæri til ársdvalar í framandi samfélagi þar sem þau upplifa ólíka menningu og siði. Sjálfboðavinna AUS er frábrugðin öðrum skipti- nemasamtökum að því leyti að í flest- um tilfellum er ekki um námsmanna- skipti að ræða, heldur fer fólk til útlanda og vinnur sjálfboðavinnu. I Um er að ræða ársdvöl, (hægt er I að sækja um hálft ár) þar sem í flest- um tilvikum er búið hjá íjölskyldum en í stað þess að setjast á skólabekk tekur fólk beinan þátt í samfélaginu sem það býr í með vinnuframlagi sínu. 18-30 ára skipti- nemar Það er misjafnt eftir löndum í hverju sjálfboðavinnan _er fólgin. Þessa mánuðina er einn íslendingur að vinna á meðferðarstofnun fyrir heróínsjúklinga á Ítalíu, nokkrir eru að vinna með götubörnum í Hondur- as og Kolumbíu, einn vinnur á bóka- safni í Ghana, ein hjá Amnesty Int- ernational í Costa Rica og önnur á barnaheimili í Sviss, svo eitthvað sé nefnt. Flest af því sem unnið er við má flokka undir samfélagsþjón- ustu, yfirleitt hjá fijálsum félaga- samtökum. Er nauðsynlegt að kunna erlent tungumál? Það að sjálfsögðu skaðar ekki að kunna skil á málinu í því landi sem maður er að fara til, en er hins vegar alls engin nauðsyn. Sumir skiptinemanna sem hvað besta reynsiuna hafa haft kunnu ekki stafkrók í því tungumáli sem talað var í landinu. Öll lönd sem AUS skiptir við bjóða upp á tungumála- og kynningarráðstefnu í upphafi skiptiárs í 2-4 vikur. Þar er kennd undirstaðan í málinu og farið í gegn- um helstu siði og venjur landsins. Þar er líka lögð áhersla á hópefli svo að skiptinemar nái að kynnast vel innbyrðis. Eftir ráðstefnuna dreifist hópurinn og við tekur dvöl hjá fjölskyldunni eða vinnustaðnum og sjálfboðavinnan. Fyrir vinnuna fær maður lágmarksvasapeninga. Á miðju ári er haldin ráðstefna, þar sem farið er yfir reynslu fyrstu mánaðanna og þá nota sumir tæki- færið og skipta um verustað. í lok ársins er síðan haldin lokaráðstefna, áður en flestir leggjast í ferðalög fyrir heimferðina. Eykur sjálfstraust og víðsýni Fólki sem er tvítugt eða eldra eru því ennþá allir vegir færir vilji það komast sem skiptinemi til útlanda. Ársdvöl erlendis, fjarri vinum og fjölskyldu, er reynsla sem maður býr að allt sitt líf. Það eflir mann og þroskar að kynnast nýjum og ólíkum aðstæðum, fólki sem jafnvel er alið uppvið allt aðra menningu og siði en maður sjálfur og læra nýtt tungumál. Það eykur manni sjálfstraust að þurfa allt í einu að standa á eigin fótum í framandi landi. Og síðast en ekki síst. Það eykur hjá manni víðsýni, því „vana- bundnir fordómar hindra fijálsa hugsun og athöfn. Því getur það verið eins og að losna úr álögum að kynnast nýju umhverfi og nýju fólki.“ JÓHANNA ÞÓRDÓRSDÓTTIR, skiptinemi í Ghana 94-95. Til vísnavinanna GG I Frá Tryggva V. Líndal: í FYLGISMENN bundins kveðskapar þurfa ekki að skammast sín; slíkur skáldskápur hefur verið ríkjandi í borgum og meðal bændamenninga á útjöðrum þeirra í þúsundir ára. Það er því ekki undarlegt þótt mörg- um þyki að sú uppfynding Vestur- landa sem hefur verið útbreidd í minna en hálfa öld, og kallast óbund- | in ljóð, sé með einhveijum óásættan- | legustu afsprengjum evrópskrar | menningar. Sérhæfingaráráttan eltra ljóðskaparhátta. Menn eru hvattir til að flytja inn búfénað, fólk og bókmenntir, í nafni almannaheill- ar og framfara. Helst er að stað- næmst sé við kröfuna um að allt fari þetta fram á góðri íslensku, til að veija sjálfstæðisímynd þjóðarinn- ar. Ég vil trúa pennavinum mínum, Grími Gíslasyni og Guðmundi Guð- mundarsyni, að ganga á vit nútím- ans og koma til okkar í Norræna kórinn í Norræna húsinu. En þar syngjum við og spilum gömul íslensk þjóðlög, í bland við grænlensk, finnsk, lettnesk, og önnur ágætis lög; jafnvel þau gömlu góðu dönsku. Einnig að þeir gangi til liðs við okkur í Vináttufélagi íslands og Kanada, þar sem við sinnum ekki bara arfleifð Vestur-íslendinga, heldur öllu því sem víðfeðmt megin- land hefur upp á að bjóða, að fornu og nýju. Því heimurinn snýst, og við verð- um öll að snúast með honum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Jafnvel Indveijum og Kínveijum; gömlum borgarmenningarþjóðum, þykir gjarnan undarlegt hvað Evr- ópumenn eru gefnir fyrir að binda bagga sína flóknum hnútum: Fyrst kom heimspekin hjá Forn-Grikkjum, næst fagurbókmenntirnar hjá Róm- { veijum, þá myndlistin hjá end- 4 urreisnarmönnum, tónlistin hjá | skynsemisaldarmönnum, raunvís- I indin hjá upplýsingaraldarmönnum, og loks var reynt að breyta öllum hlutum í háskólafög á nítjándu öld. Bundna ljóðið fékk hins vegar að vera í friði langt fram á raftækniöld. Þetta dálæti vestrænnar menn- ingar á hinu flókna og sérhæfða hefur orðið til þess að jarðarbúar eru margfalt fleiri og miklu langlíf- ( ari en annars hefði verið. En þó eru | Asíubúar og aðrir tregir til að fórna , sínum hefðbundnu bókmenntum, ' tónlist og myndlist á altari vestrænn- ar hámenningar. Og það sama á við um alþýðuna á Vesturlöndum, þ.m.t. á íslandi. Veijendur alþýðlegs sem og bund- ins kveðskapar hér uppi á íslandi eru því í góðum félagsskap; þeir færu létt með að ganga af óbundnum ljóðum dauðum, ef meirihlutinn 4 fengi alltaf að hafa rétt fyrir sér. I Offramleiðslan En allir fá að hafa til síns ágætis nokkuð: Rímaða ljóðið og ferskeytl- an eiga eftir að lifa með Islendingum langt fram á næstu öld, ekki síður en alþýðumenningin og bænda- menningin. Reyndar má vera að sér- stæðustu perlur þessa alls muni varðveitast æ meira í kvæðamanna- félögum, byggðasöfnum, húsdýra- ( görðum og safnritum; í heirni þar ( sem framleiðsla á hefðbundnum af- , urðum er stimpluð sem offram- ' leiðsla: Hvort sem hún er á sviði sauðfjárbúskapar, vinnuafls eða úr- Bylting? Endurskoðun útvarpslaga Samband ungra sjálfstæðismanna og menningar- nefnd Sjálfstæðisflokksins standa fyrir fundi um nýútkomna skýrslu nefndar um endurskoðun útvarpslaga. Fundurinn verður haldinn í Korn- hlöðunni við Lækjarbrekku þriðjudaginn 7. maí og hefst kl. 17.00 og stendur til kl. 18.30. Dagskrá fundarins: 17.00 Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. 17.15 Heimir Steinsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, Hljóðvarps og Sjónvarps. 17.30 Laufey.Guðjónsdóttir, dagskrárstjóri Stöðvar 3. 17.45 Fyrirspurnir og umræður. 18.30 Fundarslit. Fundarstjóri: Áslaug Magnúsdóttir. Allir velkomnir. Samband ungra sjálfstæðismanna og menningarmálanefnd Sjálfstæðisflokksins. Halldór Asgrímsson með fólkið í fyrirrúmi? Frá Hrafnhildi Guðmundsdóttur: MARGRÉT Frímannsdóttir alþing- ismaður greinir frá því í fjölmiðli að fulltrúar allra flokka hafi sent, síðastliðið vor, bréf til utanríkisráð- herra, Halldórs Ásgrímssonar, og beðið um fund til að ræða mál Sophíu Hansen og dætra hennar; mál sem þjóðin gjörþekkir og hefur sýnt móður og dætrum mikla sam- úð og stórhug, þeim til hjálpar. Því bréfi hefur ráðherra ekki haft fyrir að svara og virðist þjáning og mannréttindabrot sem þessir ís- lensku ríkisborgarar hafa þolað á erlendri grund ná ekki ýkja vel til ráðherrans, sem gefur þingmönn- um ekki færi á að ræða við hann þetta hræðilega mál, sem snýst um fólk. Til hvítra og grænna embættis- mannabústaða renna milljarðar hindrunarlaust úr vasa landsmanna og skrifar forstæisráðherra, Davíð Oddsson, orðaluast upp á reikninga hönnunar og steinsteypu. Þar drag- ast mál ekki á langinn, en erfiðleik- ar og fjárhagsvandi Sophíu og dætra hennar er stjórnvöldum afar erfitt viðfangs og flókið, þrátt fyrir hversu býsna klár þau eru að sinna vel höldnum embættismönnum, þörfum þeirra og ímynd út á við. Enginn kotbúskapur þar eða fjár- hagsvandi sem vefst fyrir ráðherr- um. Fólk skal vera í fyrirrúmi sagði Halldór Ásgrímsson þegar hann vildi ná lengra á framabraut stjórn- málanna og þurfti til þess stuðning landsmanna, en kannski var það bara grín, a.m.k. kemur það svo fyrir í máli Sophíu og dætra henn- ar sem eru fólk ef það skyldi vefj- ast fyrir háttsettum, eða merk- ingarlaust og innantómt orðagjálf- ur. Islenskir ráðherrar draga ekki af sér á Evrópuþingi og lýsa heil- agri vandlætingu á mannréttinda- brotum sem erlent fólk verður fyr- ir og er það vel, en hvar er bijóst- vörn þeirra fyrir dætur Sophíu síð- astliðin sex ár? Þær varnir eru ekki sýnilegar. Sagt er að mikið sé unnið í máli þeirra baksviðs, trúi því hver sem vill, staða málsins eftir allan þennan tíma segir eitt- hvað annað. Áhugaleysi utanríkis- ráðherra á venjulegu fólki er orðið nokkuð ljóst, þótt annað hafi verið látið í veðri vaka og var kannski aðeins átt við fyrrnefnda embættis- menn með kosningaloforðinu „fólk í fyrirúmi“. Ef svo er er þjóðinni illa brugðið. Nýfallinn dómur í Tyrklandi krefst þess að dætur Sopíu mæti í dómsal til að svara spurningum dómara og nú er spurt: Ætla ís- lensk stjórnvöld að sjá til þess að telpurnar verði teknar úr umsjá föður fram að næsta réttarhaldi? í hendur fagfólks sem ef til vill getur upprætt eitthvað af þeim hræðilega ótta, sem þær sjálfar hafa sagst búa við í garð föður síns. Þá væri örlítil von til þess að þær gætu tjáð sig eins og ætl- ast er til af dómi eða verður niður- læging íslenskra stjórnvalda síð- astliðin sex ár í þessu máli endan- leg? Og algjör? HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Markarflöt 37, Garðabæ. Grand Cherokee V-8 Limited 93, grænsans., sjálfsk., ek. aöeins 42 þ. km., rafm. í öllu, leðurinnr. o.fl. V. 3.350 þús. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan '92, sjálfsk., ek. aðeins 54 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler, 2 dekk- jagangar o.fl. V. 930 þús. MMC Pajero V-6 '91, blár, 5 g., ek. 90 þ. km., rafm. i rúðum o.fl. Fallegur jeppi. V. 1.490 þús. Hyundai Sonata GLSi '92, ek. 60 þ. km., silf- urgrár, 5 g., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 1.050 þús. Sk. ód. Mazda 323 1.6 GLX 4x4 station '94, steingrár, 5 g., ek. 58 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.090 þús. Toyota Corolla XLi '94, 3ja dyra, hvitur, ek. 39 þ. km., 5 g. V. 990 þús. Mazda MX-3 V6 '92, sportbíll, 5 g., ek. 60 þ. km., rauður, sóllúga, álfelgur o.fl. V. 1.650 þús. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut_ Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bflasala MMC Colt GLXi '91, hvítur, 5 g., ek. 59 þ. km„ rafm. í öllu, spoiler o.fl. Sportlegur bíll. V. 730 þús. Nissan Patrol langur '83, rauður, 7 manna, 3.3 diesel, 35" dekk, sk. á fólksbíl. V. 950 þús. Toyota Corolla XL Sedan ‘92, vínrauður, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km. Bein sala. V. 870 þús. Subaru Legacy 1.8 station '91, 5 g., ek. 79 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.150 þús. Sk. ód. Mazda E-2000 húsbíll ‘85, 5 g., ek. að eins 67 þ. km., vel innréttaður. V. 690 þús. Volvo 240 GL '88, sjálfsk., ek. 123 þ. km. Gott eintak. V. 690 þús. Nissan Sunny GTi 2000 '91, 5 g., ek. 83 þ. km., sóllúga, álfelgur, saml. stuðarar, spoiler, ABS bremsur o.fl. V. 980 þús. Sk. ód. Isuzu Sport Cap 2.4 (bensín) '91, grás ans, 5 g., ek. 69 þ.km., álfelgur, veltigrind o.fl. V. 1.100 þús. Chevrolet Lumina APV 7 manna V-6 '92, rauður, sjálfsk., ek. 70 þ. km., rafm. í öllu o.fl. V. 2,1 millj. Nissan Sunny SLX 4x4 station '93, grá- sans., ek. 77 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum, topp- grind, dráttarkrókur o.fl. V. 1.190 þús. Daihatsu Feroza SX '91, vinrauður, ek. 88 þ. km. Fallegt eintak. V. 890 þús. MMC Pajero V-6 langur '91, 5 g., ek. 75 þ. km., góður jeppi. V. 1.890 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX Sedan '92, sjálfsk., ek. 53 þ. km. V. 900 þús. Toyota Corolla XLi Hatchback ‘96, 5 dyra, 5 g., ek. 4 þ. km., spoiler o.fl. V. 1.230 þús. Toyota Corolla 1.6 Si '94, hvítur, 5 g., ek. 39 þ. km., álfelgur, spoilersett, geisla spilari o.fl. V. 1.200 þús. Toyota Carina II GLi Executive ‘90, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 108 þ. km., rafm. í öllu, spoiler o. fl. V. 890 þús. Dodge Caravan LE 4x4 '91,7 manna, sjálfsk., ek. 91 þ. km., rafm. í öllu o.fl. V. 1.980 þús. Toyota Corolla GL Special series '91,5 g., ek. 93 þ. km., 5 dyra, rafm. í rúðum, samlæsingar, blár. V. 690 þús. Húsbíll M. Benz 309 '86, hvítur, 5 cyl., dísel, sjálf- sk., 7 manna, svefnpláss, elda vél, gasmiðstöð, stórt fortjald o.fl. o.fl. V. 1.490 þús. Sk. ód. Toyota Tercel 4x4 station '88, rauöur, ek. 147 þ. km. V. 530 þús. Sk. ód. Toyota Landcruiser diesel '87, 5 g., ek. 190 þ. km., drif og gírkassar ný uppt., loftlæstur aftan og framan. Nýl. 38" dekk. Toppeintak. V. 1.870. Nissan Sunny 1.3 LX '90, 3ja dyra, blár, 4 g., ek. 84 þ. km. V. 460 þús. Subaru Legacy 2.0 Station '92, grár, 5 g., ek. aðeins 49 þ. km. V. 1.490 þús. Toyota Carina E '93, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 55 þ. km. V. 1.450 þús. MMC Colt GLXi '92, rauður, 5 g., ek. 85 þ. km., álfelgur, spoiler, rafm. í öllu o.fl. V. 860 þús. Mazda 323 1.6 GLX 4x4 station '94, steingrár, 5 g„ ek. 58 þ. km„ álfelgur o.fl. V. 1.180 þús. Cherokee Country 4.0 L High Output '93, grænsans., sjálfsk., ek. 80 þ. km. Gott eintak. V. 2.350 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.