Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 BREF • FORSETAKJOR Ekkí þennan mann á Bessastaði Kynni mín af Ólafi Ragnari Grímssyni I DAG SKAK Umsjón Margcir Pétursson SVARTUR Ieikur og vinnur STAÐAN kom upp í viður- eign tveggja stórmeistara á opnu meistaramóti Sánkti Pétursborgar í Rússlandi. Konstantin N. Asejev (2.530) va rmeð hvítt en Valery A. Loginov (2.525), Úsbekistan, var með svart og átti leik. Svartur hafði fórnað hrók fyrir allsendis ónógar bætur og við honum blasti tap þangað til hvítur lék sínum síðasta leik, 36. Be2-g4?? Það er lík- legt að hýrnað hafi yfir Loginov þegar hann fékk leikinn á sig: 36. — Dxg4! og nú var ekki um annað að ræða fyrir hvít en að gefast upp, því 37. Dxg4 — Hbl+ verður mát og ekkert þýðir að víkja drottningunni undan. Gott dæmi um and- varaleysi þegar vinningurinn virðist í höfn. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar í 2A, 3A og 3B í Melaskóla héldu basar nýlega og færðu Rauða krossi Islands ágóðann sem varð 8.273 krónur. Þau heita Hlynur Davíð, Steinar Atli, Steindór Dan, Davíð Már, Kristó- fer, Guðrún, Inga, Soffía og Sonja Huld. GEFÐU mér svolítið af kaffinu þínu, ég þarf að fylla blekpennan minn. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Dýrir plastpokar í Bónus MIG langar að vekja athygli á því hve dýrir plast- burðarpokarnir eru í Bónusverslunum, eða 9 krónur pokinn. Þar að auki er þetta útlend framleiðsla og handónýt í ofanálag. Þeir rifna um leið og maður setur eitthvað ofan í þá. Mér finnst einnig að þeir geti sýnt sóma sinn í því að selja íslenska poka. Bónusveldið ætti að geta það eins og aðrar verslan- ir, sem þar að auki selja þá ekki eins dýrt. Rut Farsi C1994 F>nu» CHoorn/DlrtiuHd by Untywl Pmw Syndtem___________UJAIZ&t-ASS (CóO CTUftfcT lÆXrpintC' Víkveiji skrifar... Frá Rannveigu Tryggvadóttur: DAGINN fyrir skírdag árið 1979 kom Walter Mondale, varaforseti Carters Bandaríkjaforseta, til landsins í stutta, opinbera heim- sókn. Á skírdagsmorgun, kl. 10, sat hann fund með ráðamönnum og var að honum loknum boðið til hádegisverðar í forsætisráðherra- bústaðinn í Tjarnargötu 32. Kl. 12.35 þann dag kom ég út úr húsi foreldra minna á Hávalla- götu 9 og sá þá Ólaf Ragnar Gríms- son aka hjá og beygja niður Hóla- vallagötu. Þar sem ég hafði þá nýverið tvívegis séð bíl hans lagt við hús 95 ára gamais manns, Jóns Halldórsonar, fyrrum söngstjóra Fóstbræðra, er bjó þá einn á Hóla- vallagötu 9, langaði mig til að vita hvert Ólafur væri að fara. Beið ég því aðeins með að fara af stað í bíl mínum áleiðis til míns heima á Seltjarnarnesi. Er ég svo ók niður Hólavalla- götu þá hafði Ólafur sem fyrr lagt bíl sínum við húsið nr. 9 og var á gangi niður götuna. Er ég beygði upp Túngötu og leit í afturspegil- inn sá ég hann smeygja sér inn um hliðið við bústað sovéska sendi- herrans í Túngötu 9,_sem er horn- hús í Hólavallagötu. í mörg ár átti ég úrklippu úr Morgunblaðinu, þar sem málgagn sovétstjórnarinnar greindi frá því sem Ólafur Gríms- son hafði að segja um ferð Monda- les til V-Evrópu. Friðargöngufundur Ólafs Ragnars 1980 eða 1981 efndu vinstri róttæklingar með Ólaf Grímsson í broddi fylkingar til fundar í Félags- heimili stúdenta við Hringbraut og skyldi hvatt til friðargöngu. Var salurinn þéttsetinn og stóðu marg- ir. Hafði einum manni úr hveijum flokkanna þriggja; Sjálfstæðis- flokki, Alþýðuflokki og Framsókn- arflokki, verið boðið að tala en einnig töluðu tveir eða þrír vinstri róttæklingar og Ólafur þeirra síð- astur. Meðan á ræðu hans stóð fór ég til fundarstjóra og bað um orð- ið. Skammtaði hann mér tvær mínútur. Ég hóf máls með því að fara með eftirfarandi hugrenningu An- dreis Sinjavskis, sovésks ljóðskálds sem þá var landflótta á Vesturlönd- um: „Við gleymum frelsinu eins og við gleymum vatninu sem við drekkum og jörðinni sem við göngum á en í raun er frelsið fá- gætur hlutur." Síðan skýrði ég frá ofannefndri heimsókn Ólafs Gríms- sonar til sovéska sendiherrans. Voru þá mínúturnar tvær sem ég fékk til umráða liðnar og í ræðu- stól vatt sér Ólafur Grímsson. Sagði hann „konu þessa“ erfingja Júpítersauðvaldsins. Það geta ekki allir verið börn rakara, Olafur. Friðargangan var aldrei farin. Friðarhreyfingar afhjúpaðar í Staksteinum í Morgunblaðinu 24. mars 1995 er vitnað í grein Andrew Neil í The Sunday Times sem seg- ir skjöl í Moskvu sýna að í vinstri- hreyfingunni á Vesturlöndum hafi verið margir nytsamir heimskingj- ar sem beint eða óbeint gengu er- inda Sovétríkjanna. „Nú höfum við það frá yfir- manni útbreiðslu sovésks áróðurs á alþjóðavettvangi, hvorki meira né minna, hvernig KGB stýrði friðarhreyfingunum með eigin hagsmuni að leiðarljósi, skrifar hann. „KGB-mönnum tókst sér- staklega vel upp þegar þeir skipu- lögðu vestræna „friðar“-herferð til að virkja almenningsálitið og þvinga hinn veikgeðja Bandaríkja- forseta, Carter, til að hætta við nifteindasprengjuna sem Kreml óttaðist að yrði áhrifarík fæling gagnvart árásargetu 25.000 sov- éskra skriðdreka í Austur-Þýska- Iandi. KGB studdi við bakið á fleiri „friðarhreyfingum" þegar Vestur- lönd ákváðu að setja upp stýriflaug- ar á níunda áratugnum. En þá voru Ronald Reagan og Margaret Thatc- her við völd. KGB tapaði. Á áttunda áratugnum, þegar Vesturlönd gáfu mest eftir, virtust völd og alþjóðleg áhrif sovétkommúnismans þvert á móti óstöðvandi. Sovétríkin hörfuðu ekki fýrr en Vesturlönd tóku á móti af fullri hörku. Við höfum nú þá vitneskju úr skjölum í Kreml að það var vestræn hernaðaruppbygg- ing, stýriflaugar og þróun Stjörnu- stríðsáætlunarinnar, sem hræddi Sovétmenn til að gefa friðnum tækifæri... Michael Foot, (fv. formaður Verkamannaflokksins breska), var mjög verðmætur fyrir Moskvu sem viljugur prédikari sovésks áróðurs. Það þurfti ekki að borga honum fyrir þetta, ekki einu sinni að sann- færa hann með rökum; hann trúði áróðrinum sjálfur. í sérhvert sinn þegar mikið lá við í kalda stríðinu gat Moskvuvaldið treyst á hættu- lega barnalega vinstrisinna á borð við Foot að láta Sovétríkin ævin- lega njóta alls vafa en trúa öllu því versta um Bandaríkin. Það er engin furða að KGB skuli hafa vilj- að leggja rækt við-þetta fólk.“ RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7, Reykjavík. AÐ ER ánægjulegt að fylgjast með því hvað flugsamgöngur á milli íslands og Þýzkalands eru að batna mikið. Flugleiðir eru að hefja áætlunarflug til Berlínar í fyrsta sinn nú í sumar og fljúga auk þess til Hamborgar og Frankfurt. Lufthansa heldur uppi reglulegu áætlunarflugi á sumrin og þýzka flugfélagið LTU auglýsir í Morgun- blaðinu um helgina áætlunarflug á milli íslands og fjögurra staða í Þýzkalandi í sumar þ.á m. til Berlín- ar. Ef Víkveiji man rétt hefur Am- grímur Jóhannsson einnig haldið uppi reglulegu leiguflugi til Þýzka- lands á sumrin. Flugið til Berlínar er afar mikil- vægt. Á næstu árum og áratugum á -Berlín eftir að verða einn af helztu miðpunktum Evrópu á nýjan leik. Og Þýzkaland á eftir að verða enn mikilvægari viðskiptaaðili fyrir okk- ur íslendinga, þegar fram í sækir. Við höfum margt til Þýzkalands að sækja: viðskipti, menningu og meiri áhuga á menningu okkar og sögu en hjá flestum, ef ekki öllum öðrum þjóðum utan Norðurland- anna. Síðast en ekki sízt getum við sótt til Þýzkalands mótvægi við þeim ríku engilsaxnesku áhrifum, sem við höfum orðið fyrir á síðustu 50 árum. Það er merkilegt að sjá, hvað rótgró- in menning Mið-Evrópuþjóðanna hefur staðið rækilega af sér ásókn bandarískra og brezkra menningar- áhrifa. Sumir telja, að íslendingar hafi verið áhugalitlir um Þýzkaland og þýzka menningu frá lokum heims- styijaldarinnar síðari og skýringa megi m.a. leita til þeirra atburða, sem urðu á stríðsárunum af völdum þýzkra nazista. Það má vel vera. En það er liðin tíð. Við eigum að leggja mikla áherzlu á að auka samskipti okkar við Þýzkaland á næstu árum og áratug- um. Þýzkaland er eitt mesta efna- hagsveldi í heimi. Við getum ekki annað en notið góðs af því og áhuga Þjóðveija á menningu okkar og ell- efu hundruð ára sögu. Stórbættar samgöngur stuðla að því, að þessi samskipti aukist í náinni framtíð. XXX FRUMVARP, sem nú liggur fyr- ir Alþingi til upplýsingalaga gerir ráð fyrir, að almenningur geti fengið aðgang að upplýsingum um einkamálefni einstaklinga, þ.á m. að sjúkraskýrslum og skýrslum sál- fræðinga. Állsherjarnefnd Alþingis hefur lagt til, að þessi aðgangur verði ekki veittur að slíkum skýrsl- um. Þetta er skynsamleg tillaga hjá þingnefndinni. Það er erfitt að átta sig á, hvers vegna óviðkomandi aðilar ættu að fá slíkan aðgang að sjúkraskýrslum og skýrslum sál- fræðinga. Eðlilegt er, að sjúklingur og jafnvel nánustu aðstandendur geti fengið slíkan aðgang en í yfir- gnæfandi meirihluta tilvika eru þetta upplýsingar, sem öðrum koma ekki við. Undantekningar gætu verið frá því, ef sagnfræðingar framtíðarinn- ar væru að fjalla með einhveijum hætti um menn, sem komið hafa við sögu lands og þjóðar og aðgang- ur að slíkum skýrslum gæti varpað ljósi á athafnir þeirra eða athafna- leysi, sem erfitt væri að skýra með öðrum hætti. Og þó yrði að fara mjög varlega í það. xxx AÐ ER skemmtilegt að sjá, hvers konar áhrif væntanlegt beint flug Flugleiða til Halifax í Kanada hefur. Um helgina mátti sjá hér í blaðinu auglýsingar, sem bersýnilega voru frá kanadískum yfirvöldum, þar sem íslendingar eru hvattir til að notfæra sér bættar samgöngur og heimsækja Nova Scotia. I auglýsingum þessum kom fram, að síðar í maí megi vænta heimsóknar fólks frá þessum hluta Kanada til þess að kynna þá mögu- leika, sem í boði eru. Bættar sam- göngur opna alltaf nýjar víddir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.