Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÚSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mikilvægt skref til að ná stjórn á veiðunum Samið við Norðmenn, Færeyinga og Rússa um veiðar á norsk-íslensku síldinni Islendingar fá 17,2% af veiðikvóta ársins AÐ lokinni undirritun samningsins í gær. Þorsteinn Pálsson og Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, takast í hendur. Á milli þeirra stendur Halldór Ásgrímsson, en fjær takast þeir í hendur Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs og Vladimir Korelsky, formaður rússneska fisk- veiðiráðsins. Samningnrinn gæti aukið verð- mæti síldaraflans með vinnslu til manneldis —- - •» SAMNINGUR á milli íslands, Færeyja, Noregs og Rússlands um veiðar úr norsk-íslenska síldar- stofninum var undirritaður í Ósló í gærmorgun, en í samningnum er kveðið á um að heildarafli land- anna fjögurra verði 1.107 þúsund lestir í ár. Kvótinn skiptist þannig að hlutur íslendinga verður 190 þús. lestir, Færeyja 66 þúsund lestir, Noregs 695 þús. lestir og i>Rússa 156 þús. lestir. Talsmenn sjómanna og útvegs- manna gagnrýna samninginn og sama gildir um flesta talsmenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Viðbrögð voru jákvæð í Færeyjum, en hagsmunaaðilar í norskum sjávarútvegi eru óánægðir. Þá sagði talsmaður sjávarútvegs- deildar ESB að sambandið hefði ekki fallið frá kröfu sinni um 150 þúsund tonna veiði á þessu ári. Skipting aflaheimilda miðist við breytingar á stofni Aflahlutdeild íslendinga á árinu 1996 samsvarar 17,2% af heildar- aflanum, en samkvæmt samningn- úrh skulu aðilar í viðræðum sínum um skiptingu aflaheimilda á kom- andi árum taka mið af breytingum sem verða á dreifingu stofnsins. „Kostir samningsins eru að með honum náum við utan um stjórnun veiða, við tryggjum það til framtíð- ar að stofninn verði ekki eyðilagð- ur, við sameinumst gegn kröfum annarra aðila eins og t.d. ESB, og munum nú þegar snúa okkur til þeirra í von um að sambandið sýni skilning og víki frá óréttmæt- um kröfum í sambandi við veiði úr þessum stofni,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segir íslendinga hafa staðið frammi fyrir þeim veruleika að síldarstofninum væri stefnt í verulega hættu ef veiðar hefðu verið meira eða minna stjórnlausar á næstu árum eins og stefndi í. Ef ekki hefði verið samið nú hefði verið ólíklegt að hægt hefði verið að taka upp samninga á nýjan leik. íslendingar höfðu gert kröfu um að fá að veiða 244 þúsund tonn í ár. Halldór sagði það vera sam- eiginlega niðurstöðu íslendinga og Færeyinga að samningurinn þjón- aði hagsmunum þjóðanna og að þjóðhagslega mætti jafnvel ná meira út úr umsömdum 190 þús- und tonnum, en hefði verið hægt að fá úr 244 þúsund tonnum, með því að vinna hluta aflans til mann- eldis. Gagnrýna samninginn Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, og Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambandsins, gagnrýna samninginn og segja að Islendingar hafi gefið miklu meira eftir en Norðmenn og Rússar. Steingrímur Sigfússon sagði í umræðu á Alþingi í gær að lang- hættulegast í samkomulaginu væri að 17% aflahlutdeild úr stofn- inum nú yrði þröskuldur eða þak sem okkur mundi á komandi árum reynast mjög erfitt að yfirstíga. Alls sóttu 85 skip um leyfi til ráðuneytisins til veiða úr norsk- íslenska síldarstofninum sam- kvæmt þágildandi reglugerð um 244 þúsund tonna óskiptan heildarafla. Um er að ræða ýmsar tegundir skipa, m.a. togara, og átti ýmist að frysta aflann, bræða og salta. Nú er unnið að því að móta reglur um kvótaskiptingu sildarinnar og er að því stefnt að þær verði tilbúnar í vikunni þann- ig að veiðar geti hafist 10. maí. Ari Edwald, aðstoðarmaður ráðherra, sagði að dæmi væru um umsóknir fyrir skip sem ekki hefðu veiðileyfi í íslenskri lögsögu. í ljósi breyttra forsendna þyrfti að af- marka nánar hveijir fengju veiði- heimildir og hvernig þær skiptust á einstök skip. ■ Saka stjórnvöld/12 ■ Langtímamarkmið/32 JAKOB Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar segir að hefði verið tekið til við veiðar úr norsk-íslenska síldarstofnin- um án samkomulags um stjórn- un, hefði það verið viðkom- andi ríkjum til ævarandi skammar. „Ég tel þenn- an samning ákaflega mik- ilvægt skref í þá veru að ná heildarstjórn á veiðunum en án þess hefði það verið gjörsamlega vonlaust," segir Jakob. Hann minnti á að langtíma- hagsmunir íslendinga í þessu sambandi eru talsvert aðrir en t.d. Norðmanna, þar sem þeir fá síldarstofninn til sín þegar hann hrygnir. fslendingar verði hins vegar að fá mikið af eldri árgöngum, 7-17 ára, en uppi- staða stofnsins nú er 4-5 ára gömul síld, þannig að hagsmun- ir okkar felist í að sem allra minnst verði veitt næstu 2-3 árin til að síldin sem væntanlega gangi hingað þá verði á réttum aldri. Lifandi auðlind „Ég held að þessi langtíma- sjónarmið og ábyrgð séu lykil- atriði í afstöðu okkar til skipu- lagðrar veiðistjórnunar á þess- ari stærstu lifandi auðlind Norð- ur-Atlantshafsins,“ segir Jakob. Norsk-íslenski síldarstofninn hrygnir við Noreg og elst upp í Barentshafi. Hann gekk áður fyrr á íslandsmið í ætisleit og hafði vetursetu út af Austfjörð- um fram yfir áramót en þá hélt hann aftur til Noregs til að hrygna. Elstu árgangar stofnsins fóru alla leið til Norðurlands og fylltu þar flóa og firði um áratuga- skeið. Eftir að stjórnlausar veið- ar höfðu verið stundaðar úr stofninum í mörg ár, einkum á 7. áratugnum, hrundi hann. Tekið hefur nær 30 ár að byggja veiðistofninn upp að nýju. Flugleiðir og Air China í viðræðum FLUGLEIÐIR og kínverska ríkis- flugfélagjð Air China hafa ákveð- ið að taka upp viðræður um sam- starf í flugmálum. Ferðaþjónustu- fyrirtækið China International JTravel Service Group hefur milli- göngu um viðræðurnar en fulltrú- ar þess eru staddir hér á landi. Halldór Blöndal samgönguráð- herra kveðst sannfærður um að heimsókn Kínverjanna leiði til þess að samstarf geti tekist milli Flugleiða, China International Travel Service Group og Air Ghina um flug- og ferðamál og um fargjöld milli Kína og íslands. * Velta Islenzkra sjávarafurða jókst um 61% fyrstu fjóra mánuði ársins Framleiðslan þrefaldast ÍSLENZKAR sjávarafurðir hafa þre- faldað heildarframleiðslu sína á fyrsta þriðjungi þessa árs. Heildar- framleiðslan í ár er um 77.000 tonn en var 25.400 t á sama tíma í fyrra. Mest er aukningin vegna samstarfs- samnings IS og útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækisins UTRF í Petropavlovsk á Kamtsjatka. Heild- arvelta fyrirtækisins þetta tímabil varð 8.150 millj. kr., sem er rúmlega 60% aukning frá sama tíma í fyrra. Framleiðsla ÍS hér heima varð um 35.500 tonn fyrstu fjóra mánuði árs- ins, sem er aukning um 12.600 tonn. í Rússlandi varð framleiðslan alls um 38.000 tonn, sem er aukning um 37.500 tonn og í Namibíu voru fram- leidd 3.500 tonn, sem er 1.500 tonn- um meira en á sama tima í fyrra. Á íslandi varð mest framleiðslu- aukning á frystri loðnu, frystri síld og rækju. Alls voru fryst um 21.000 tonn af loðnu þetta tímabil í ár, en 9.320 tonn í fyrra. 2.250 tonn af síld voru fryst nú, en aðeins 330 í fyrra. Loks nam rækjufrysting 1.920 tonnum á móti 1.110 tonnum í fyrra. Samningur ÍS og UTRF gekk í gildi fyrsta desember síðastliðinn og tekur hann til allra veiða og vinnslu á vegum UTRF, alls 26 skipa. Fyrir þann tíma var samningur milli fyrir- tækjanna, sem tók til eins frystiskips. Framleiðsluaukningu í Namibíu má meðal annars rekja til frystitog- arans Seaflower, sem hóf veiðar og vinnslu undir lok ársins 1995. Fyrir- tækið Seaflower Whitefish, gerir tog- arann út auk fleiri skipa. Velta ÍS fyrstu fjóra mánuði ársins nam um 8,2 milljörðum króna á móti 5,1 milljarði á sama tíma í fyrra. Velta vegna frystra sjávarafurða nam rúmlega 7,1 milljarði króna og jókst um 49% miðað við sama tíma í fyrra. Mjöl og lýsi skilaði nú 695 milljónum, en engu í fyrra. (SLENSKAR SJÁVARAFURÐIR: Verðmæti afurðaflokka janúar-apríl 1996 Bolfiskur, landfryst Bolfiskur, sjófryst Rækja 5%, rækja, sjófryst Loðna Mjöl og lýsi 4%, síld -AfurðirfráKamchatka 5%, afurðirfráNamibíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.