Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Jón Yiktor og Sig- urður Páll Islands- meistarar í skólaskák SKAK Landsmót í skólaskák 1 9 9 6, cin - s ta k I i n j> s - k c p p n i EYRARBAKKA, 2.-5. MAÍ Jón Viktor Gunnarsson sigraði í eldri flokki og Sigurður Páll Steindórs- son í yngri flokki. Þeir eru báðir úr Reykjavík. ÞRÍR efstu keppend- urnir í eldri flokki, Jón Viktor, Bragi Þorfínnsson og Bergsteinn Einarsson, vom allir í sigursveit ís- lands á Ólympíumóti 16 ára og yngri á Kanaríeyj- um fyrir ári. Það var því ekki nema von að yfirburð- ir þeirra væru miklir. Mót- ið fór fram á Eyrarbakka og stóð frá fimmtudegi fram á sunnudag. I yngri flokki sigraði Sigurður Páll Steindórs- son, fékk 10 vinninga í 11 umferðum. Hjalti Rún- ar Ómarsson lenti í öðra sæti, fékk 9'A vinning og í þriðja sæti varð Guðni Stefán Pétursson með 9 vinninga. Góður árangur Sigurðar Páls og Hjalta Rúnars kemur ekki á óvart, enda hafa þeir teflt og æft stíft um árabil. Stutt er hins vegar síðan Guðni Stefán hóf keppni á mótum og árang- ur hans því eftirtektarverður. „Skákstjórar voru þeir Haraldur Baidursson, Baldvin Gíslason og Gunnar Björnsson. Eldri flokkur, 8.—10 bekkur: 1. Jón Viktor Gunnarss., Rvk. 10 '/•; v. af 11 2. Bragi Þorfinnsson, Rvk. 10 v. 3. Bergsteinn Einarsson, Rvk. 9 'A v. 4—5. Ingi Þór Einarsson, Hafnarfirði 7'A v. 4. -5. Davíð Ingimarsson, Rvk. 7 'A v. 6.-7. Gunnar Bj. Helgason, Selfossi 4 'h v. 6.-7. Guðjón Sveinsson, Blönduósi 4 'A v. 8. Halldór Bjarkason, Vestfjörðum 4 v. 9. Björgvin R. Helgason, Suðurlandi 3 v. Yngri flokkur, 1.—7. bekkur: 1. Sigurður P. Steindss., Rvk. 10 v. af 11 2. Hjalti Rúnar Ómarss., Kópavogi 9 'L v. 3. Guðni Stefán Pétursson, Rvk. 9 v. 4. -5. Gunnþór Kristinsson, Self. 6 h v. 4.-5. Guðjón H. Valgarðs- son, Rvk. 6'/j v. 6.-7. Skúli H. Sigurðarson, Reykjan. 6 v. 6. -7. Hlynur Hafliðason, Rvk. 6 v. 8. Stefán Bergsson, Nl. eystra 5 v. 9. Pálmar Jónsson, Eyrar- bakka 3 v. Voratskákmót Hellis Mótið fór fram mánu- dagana 22. og 29. apríl og voru tefldar sex um- ferðir eftir Monrad-kerfi. Andri Áss Grétarsson vann allar sínar, skákir. Úrslit urðu þessi: 1. Andri Ass Grétarsson 6 v. 2. Siguijón Sigurbjörnsson 5 v. 3. Sveinn Kristinsson 4 'A v. 4—6. Davíð Gíslason, Halldór G. Einarsson og Birgir Þor- valdsson 4 v. 7. Sigurður Áss Grétarsson 3 'h v. Alþjóðleg mót Taflfélagið Hellir hefur ákveðið að halda alþjóðlegt skákmót næsta haust þar sem hægt verður að keppa að áföngum að stórmeistara- og alþjóðlegum meistaratitli. Hellir hélt sitt fyrsta alþjóðamót árið 1992. Það eru einnig allar líkur á því að haldið verði annað Guðmundar Arasonar mót fyrir næstu jól. Það mót verður aftur sniðið fyrir yngri kynslóð íslenskra skákmanna og að- eins hægt að ná áfanga að alþjóðleg- um meistaratitli. Aðalfundur TR Taflfélag Reykjavíkur heldur að- alfund sinn 9. maí næstkomandi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum skákþáttarins eru allar líkur á að kjósi þurfi um það hver hreppi for- mannsembættið og þeir Olafur H. Olafsson, núverandi formaður, og Daði Örn Jónsson varaformaður gefi báðir kost á sér. Kosningarétt hafa félagsmenn sem gengið hafa í félagið fyrir a.m.k. sex mánuðum og skulda ekki ár- gjöld. Börn og unglingar 15 ára og yngri hafa hvorki atkvæðis- né til- lögurétt. Margeir Pétursson Jón Viktor Gunnarsson Sigrirður Páll Steindórsson Gildir mánudag, þriðjudag og miðvikudag Lítið kókglas kr. 60 Hamborgari Kr. 180 Píta með grænmeti Kr. 220 FIMM hlutu verðlaun í hverjum flokki og eru hér fimm vetra folar. Frá vinstri talið Jón Vilmundarson og Þorkell Bjarnason ráðunautar stöðvarinnar, þá Páll Bjarki Pálsson forstöðumaður stöðvarinnar situr hest sinn Kormák frá Flugumýri II og við hlið hans eru börn Páls. Næstur er Sigurður V. Matthí- asson á Valberg frá Arnarstöðum ásamt eigendum þeim Guðríði Valgeirsdóttur og Gunnari B. Gunnars- syni. Sigurður Sigurðarson situr Glað frá Hólabaki og við hlið hans er eigandinn Björn Magnússon, næstur er Þórður Þorgeirsson á Jarli frá Búðardal og Elías Þórhallsson situr Hrók frá Glúmsstöðum. Stóðhestar í Gunnarsholti Galsi og Hjörvar á háu nótunum HESTAR Stöóhcstastöóin G ii n n a r s h o 11 i KYNBÓTADÓMAR STÓÐHESTA Stóðhestar voru metnir af kyn- bótadómnefnd á þriðjudag og mið- vikudag í síðustu viku. Yfirlitssýning var haldin á fimmtudag og hæst metnu hestamir voru sýndir gestum stóðhestastöðvarinnar á laugardag þar sem mættu þúsundir. STÓÐHESTARNIR Galsi frá Sauðárkróki og Hjörvar frá Ketils- stöðum styrktu vel stöðu sína í dóm- um og gerðu enn betur á yfirlitssýn- ingunni á fimmtudag. Báðir bættu þeir einkunnir fyrir tölt og brokk frá síðasta dóm og Galsi bætti einnig skeiðið en slíkt var erfitt fyrir Hjör- var sem hafði áður fengið 10. All nokkur breyting hefur orðið á vorsýningu stöðvarinnar með breyttu rekstrarformi og má ljóst vera að nú stefnir í eina allsherjar stóðhestasýningu á vorin því hag- stæðast er að stóðhestar séu metnir áður en vinnutíð þeirra hefst. Þjálfun fyrir sýningu á miðju sumri dregur mjög úr nýtingu á bestu hestunum. Einnig þykir hagstætt að sem flestir stóðhestar séu dæmdir við sömu aðstæður. Þá spilar ferðamennska inn þetta líka því sífellt færist í vöxt að erlendir hestamenn geri sér ferð á sýningu stóðhestastöðvarinnar. Átta yfir átta Nú voru stóðhestar sýndir í þrem- ur flokkum og stöðvarhestar ekki verðlaunaðir sérstaklega eins og ver- ið hefur. Af hestum sex vetra og eldri hlutu 19 fullnaðardóm, flestir þeirra að bæta sig heldur fyrir hæfi- leika og sumir að lækka örlítið fyrir byggingu eða öfugt. Átta hlutu fyrstu verðlaun af þessum nítján. Galsi og Hjörvar voru í sérflokki hvað hæfi- leika varðar. Þorri frá Þúfu var nú sýndur og biðu margir eftirvæntinga- fullir eftir að sjá hann eftir langvinn fótaméiðsl. Hann hlaut hæstu bygg- ingareinkunn í þessum flokki 8,25 en stóð ekki undir vonum hvað hæfi- leika varðar og hlaut aðeins 8,14 sem er minna en aðdáendur hans höfðu búist við. Knapinn á Þorra, Vignir Siggeirsson, sagði hestinn hafa hálf umturnast þegar hann tók hann af kerrunni í Gunnarsholti og ekki sýnt sína réttu hlið hvorki í dómum né á yfírlitssýningu. Af öðrum hestum í þessum flokki má geta Asks frá Keldudal sem er flugvakur gæðingor. Kormákur í sérflokki Af fimm vetra hestum skar Kor- mákur frá Flugumýri II sig nokkuð úr og ljóst að þar er á ferðinni efni í mikinn gæðing. Fara þar saman góðir kostir ásamt góðri byggingu, meðal annars 9,5 fyrir bak og lend. Valberg frá Arnarstöðum kom næst- ur og Glaður frá Hólabaki varð þriðji. Alls hlutu átján hestar fullnaðardóm í þessum flokki og hlutu fimm þeirra fyrstu einkunn, Jarl frá Búðardal var með hæstu einkunn fyrir hæfi- leika, 8,44, en Stefnir frá Kirkjubæ hlaut hæstu byggingareinkunn, 8,32. Orrasynir efstir í fjögurra vetra flokki voru tveir Orrasynir í efstu sætum, báðir skeið- lausir á þessu stigi málsins en mjög efnilegir folar. Sá er varð í öðru sæti Skorri frá Blönduósi, minnir um margt á föður sinn en ósagt skal látið hvort hér séu á ferðinni föður- betrungar þótt báðir lofi þeir góðu. Hvorugur náði yfir átta en sá er ofar varð Roði frá Múla hlaut 8,10 fyrir byggingu og var hann með hæstu einkunn íjögra vetra hesta fyrir byggingu ásamt Heljari frá Gullbera- stöðum sem varð í þriðja sæti. Sá er undan Pilti frá Sperðli en stóðhest- ar undan honum virðast nú ætla að fara að kveða sér hljóðs en segja má að Piltur hafi verið frekar seinn til að skila stóðhestsefnum frá sér. Ekki framtíðar fyrirkomulag Nú í fyrsta sinn gáfu dómararnir sjálfstæðar einkunnir þannig að Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GALSI frá Sauðárkróki náði þeim einstæða árangri að ná yfir níu fyrir hæfileika sem er að líkindum þriðja hæsta hæfileika einkunn sem gefin hefur verið hér á landi. Knapi er Baldvin Ari Guðlaugsson. HJÖRVAR frá Ketilsstöðum hélt sinni tíu fyrir skeið en bætti sig um hálfan fyrir bæði brokk og tölt og gerir það hestinn mun álitlegri sem kynbótahest, knapi er Atli Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.