Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Eiginmaður minn, STEINGRÍMUR ELÍASSON, lést á öldrunardeild Landakotsspítala sunnudaginn 5. mai. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Thorarensen. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HAFSTEINN GUÐBJARTSSON húsgagnasmíðameistari, Breiðagerði 15, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. maí. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, FINNBOGI ÁSBJÖRNSSON, Sæunnargötu 6, Borgarnesi, er látinn. Hann verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Sigríður Ásbjörnsdóttir, Þorbjörn Ásbjörnsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, SÓLVEIG MAGNÚSDÓTTIR (STELLA), Barðavogi 26, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavikur 6. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Einar Ingvarsson, Magnús Óskarsson, Þuríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur föðurbróðir og frændi, KONRÁÐ GUÐJÓNSSON trésmíðameistari, Bragagötu 33, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudaginn 7. maí, kl. 10.30. Guðbjörg M. Benediktsdóttir, Guðlaugur B. Arnaldsson. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Skipagötu 12, ísafirði, sem lést 28. apríl, verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkjku í dag, þriðjudaginn 7. maí, kl. 14.00. Edward Hoblyn, Edward Örn Hoblyn, Aðalheiður Hoblyn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANTON KRISTJÁNSSON löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í ensku, Ármúla 5, Reykjavík, lést 1. maí. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, fimmtudaginn 9. maí kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Styrktarsjóð hjartasjúklinga. Kristján Haukur Antonsson, Anna Ruth Antonsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Guðrún Antonsdóttir, Jón Rúnar Arilíusson og barnabörn. SIGRÍÐUR EGGERTSDÓTTIR + Sigríður Egg- ertsdóttir var fædd á Akureyri 13. ■ desember 1933. Hún lést 27. apríl sl. Foreldrar henn- ar voru hjónin Katr- ín B. Eiríksdóttir frá Hafnarfirði, f. 18. október 1904, d. 21. febrúar 1996, og Eggert Krist- jánsson, skipsljóri frá Akureyri, f. 20. apríl 1896, d. 1. júní 1967. Sigríður átti einn bróður. 28. nóvember 1959 giftist Sigríður Þorsteini Guðlaugs- syni, er rekur bókhalds- og endurskoðunarskrifstofu, f. 4. júní 1934. Sonur þeirra er Gylfi Þór, f. 11. september 1970. Hans kona er Guðrún J. M. Þórisdóttir, f. 11. júlí 1970, og eiga þau eina dóttur, óskírða, f. 25. mars 1996. Sigríður ólst upp á Akureyri til 12 ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Reykjavíkur og var heimili 27. apríl síðastliðinn bárust mér þær fréttir að hún Sigga tengda- mamma væri látin. Kynni okkur hófust fyrir rúmum átta árum og er erfitt að lýsa þeirri sorg sem ég fylltist þegar ég heyrði að við mynd- um ekki eyða fleiri stundum saman. Það leið ekki langur tími frá því að ég kynntist Siggu þar til hún tók mér sem sinni eigin dóttur. Þó að við værum ekki alltaf á sama máli þá reyndist hún mér mjög vel og mat ég vinskap okkar mjög mik- ils. Sigga hafði ákaflega gaman af því að leiðbeina mér í ýmsum mál- um og þá sérstaklega í tengslum við fatnað og framkomu. Hún var líka ákaflega smekkleg og glæsileg kona og var margt sem ég gat lært af henni. Sigga var ákaflega dugleg og ákveðin kona og sat hún sjaldan auðum höndum. Hún var mjög virk í hinum ýmsu félagsstörf- um og sjaldan voru pijónarnir langt undan. Það var sama hvaða störf hún tók sér fyrir hendur, þau voru unnin af mikilli samviskusemi og dugnaði og kom hún þeim ákaflega vel til skila. Dugnaður hennar og samviskusemi komu vel fram þegar hennar þar síðan, að undanskildum 7 árum, er heimili hennar var í Kópa- vogi. Að loknu gagn- fræðaprófi dvaldi hún í Bandaríkjun- um um þriggja ára skeið, en eftir að hún kom heim hóf hún störf á Hag- stofu íslands og síð- ar hjá Brunabótafé- lagi Islands, þar sem hún starfaði um 25 ára skeið. Síðustu árin var hún í hluta- starfi á skattstofunni í Reykja- vík í vorönnum auk heimilis- starfa. Sigríður tók virkan þátt í starfi ýmissa félagasamtaka m.a. í Kvenfélaginu Hringnum, var í stjórn þar um skeið, Kvennadeild Rauða kross ís- lands og í Heilsuhringnum. Var hún þar í stjórn er hún lést. Útför Sigríðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ég og Gylfi Þór gengum í hjóna- band þann 7. október síðastliðinn. Hún tók af skarið í undirbúningnum og lagði sig alla fram til þess að allt væri eins og best yrði á kosið. Það var gaman að fylgjast með henni svo mikill var áhugi hennar á því sem hún var að gera. Sigga varð ákaflega spennt þegar við sögðum henni að hún ætti von á fyrsta barnabarni sínu, loksins yrði hún amma. Ég var einungis komin 2-3 mánuði á leið, þegar hún var strax farin að versla fyrir litla sólar- geislann sinn. Þann 25. mars síðast- liðinn eignuðumst við litla dömu og var amma ákaflega stolt. Það voru margir sem töluðu um það þegar ég var á spítalanum hvað geislaði af Siggu þegar hún leit á litlu Snúllu. Sigga hlakkaði mikið til að fá að eyða tíma með henni og ætl- aði að fá að láni rúm og barnastól svo að hún gæti fengið að sofa hjá ömmu og afa. Það er svo sárt að horfa á Snúllu í dag og hugsa til þess að amma fái ekki að njóta hennar. Við vitum þó að hún vakir yfir henni og mun gæta hennar þaðan sem hún er. LEGSTEINAR Á GÓÐU VERÍ)! HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði Groníl Elsku Sigga, með þessum fátæk- legu orðum kveð ég þig og vil þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman og allt það sem þú gerðir fýrir mig. Ég mun varðveita minn- ingu þína í hjarta mínu og leyfa Snúllu litlu að njóta hennar með mér. Megir þú hvíla í friði. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (S.J.) Guðrún J.M. (Gunný). Kær og góð vinkona er fallin frá langt um aldur fram. Við snöggt og ótímabært andlát eins og hér átti sér stað verðum við, sem eftir stöndum, flemtri slegin. Okkur set- ur hljóð og minningarnar streyma fram í hugann. Vinskapur okkar hófst fyrir rúmum 20 árum er við bjuggum í sama raðhúsinu í Foss- vogi. Lítill drengur opnaði lúguna á útihurðinni og kallaði: „Halló, er Andri heima?“ Á eftir honum kom ung og ljóshærð kona. Þetta var einkasonurinn, Gylfi, að spyrja eftir syni mínum. Þannig hófst góður vinskapur með þeim og okkur. Við áttum mörg áhugamál og gerðum margt saman. Fórum í leik- hús, kvikmyndahús, göngutúra, sund, listsýningar o.m.f., en aðal- atriðið var, að okkur leið vel í ná- vist hvor annarrar. Gott er að eiga athvarf með góðum vini, þar sem hægt er að ræða málin, skiptast á skoðunum og hjálpa hvor annarri þegar á reynir. Við vorum saman í leikfimihópi í Kramhúsinu, en hún gat ekki stundað leikfimina sem skyldi vegna öndunarsjúkdóms, sem háði henni verulega. Samt tók hún þátt í sameiginlegri ferð okkar til Lond- on fyrir nokkrum árum, sem var ógleymanleg. Bjuggum við saman í hótelherbergi og áttum góðar stundir. Nú í haust byrjaði hún aft- ur af krafti og tók þátt í jólasýn- ingu okkar, þar sem við dönsuðum og hafði hún mikla ánægju af. Sigga starfaði ötullega með Hringskonum og var í ýmsum nefndum innan félagsins, eins og jólakortanefnd, basarnefnd og skemmtinefnd. Hún vann sitt starf af mikilli samviskusemi og dugnaði og var vel liðin af öllum. Einnig var hún í stjórn Heilsuhringsins, en hún hafði mikinn áhuga á hugrænum málum, svo og öllu sem varðaði heilbrigt líferni. Sigga var einstaklega smekkleg í klæðnaði og hafði næmt auga fyrir litasamsetningum. Hún gat gert einfaldan klæðnað að glæsileg- um bara með fallegu belti, klút eða skarti, enda aðstoðaði hún við inn- kaup hjá versluninni Gullfossi og verður mikill söknuður að henni þat. Gott var að heimsækja Siggu og Þorstein upp í sumarbústaðinn við Gíslholtsvatn. Katrín, móðir henn- ar, dvaldi oft hjá henni og voru þær duglegar við að pijóna fallegar peysur. Katrín lést fyrir 2 mánuðum og var það Siggu þungbær sorg. Hún vildi sjá vel um útför móður sinnar með fallegum söng og góðum veitingum. Stóð hún svo sannarlega við það. Héldu þau hjónin veglega matarveislu fyrir ættingja og vini. Fyrir mánuði fæddist lítil sonardótt- ir. Sólargeislinn í lífi Siggu. Hún ljómaði þegar hún tilkynnti að lítil „prinsessa" væri fædd. Var ákveðið að hittast fljótlega og heimsækja barnið og ungu hjónin, Gunnýju og Gylfa. Þegar ég nú kveð Siggu er efst í huga mínum þakklæti fyrir að hafa átt því láni að fagna að kynn- ast henni og átt hana fyrir vinkonu. Elsku Þorsteinn, Gylfi og Gunný, ég og fjölskylda mín sendum ykkur ERFIDRYKKJUR Næg bílastæði P E R L A N sítni 562 0200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.