Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 29 LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJORG Marteinsdóttir og Jónas Ingimundarson. Ein rós í blómasafn Fagurhljóm- andi lofsöngur TONLIST Gcrdubcrg LJÓÐATÓNLEIKAR Inglbjörg Marteinsdóttir og Jónas Ingimundarson fluttu íslenskan og erlendan Lieder. Sunnudagurinn 5. mai, 1996. LJ ÓÐATÓNLEIKAR þeir sem menningarmiðstöðin í Gerðubergi hefur staðið fyrir í átta vetur eru merkilegt framlag, sem þakka ber þó Jónasi Ingimundarsyni sérstak- lega fyrir, því ekki einasta hefur hann verið samleikari flestra söngv- aranna, sem þar hafa komið fram, heldur og skipulagt tónleikana með þeim hætti, að flestir okkar bestu söngvarar hafa lagt til í þann menn- ingarsjóð, sem söngvasafn ljóðatón- leikanna er nú þegar orðið. A fimmtu tónleikum þessa vetrar var það Ingibjörg Marteinsdóttir sem bætti við þetta merkilega safn og hóf tónleikana með ágætu lagi eftir Pétur Sigurðsson. Ingibjörg og Jónas „sungu“ þetta einfalda en fallega lag mjög vel. Eftir Sigfús Halldórsson voru flutt tvö lög, Vorsól og Vorljóð, og síðan Vorvindur eftir Sigvalda S. Kaldalóns. Sem millispil við alla þessa vorsöngva, voru tvö lög eftir Skúla Halldórsson, Smaiadrengurinn og Smalastúlkan, en vorsöngskrá þessari lauk með meistaraverkinu Vorgyðjan kemur eftir Árna Thor- steinsson. Öll voru þessi vorfögru söngverk fallega flutt en sérstaklega þó Vorvindur Kaldalóns og Vorgyðj- an kemur eftir Árna Thorsteinsson. Fimm söngljóð eftir Gustav Mahl- er, við kvæði eftir Friedrich Rúckert, eru ákaflega sérstæðar tónsmíðar, þar sem Mahler reynir að nálgast ýmis blæbrigiði ljóðanna með sérlega fínlegu tónferli, bæði söngraddarinn- ar en þó sérstaklega í píanóundir- leiknum. Þessi undarlegu og við- kvæmu sönglög samdi Mahler árið 1902, sama ár og 5. sinfóníuna í cís-moll. Mahler var sérkennilegur og leitandi maður um ýmsa leyndar- dóma lífsins, þjáðist af trúarlegum efasemdum, var í raun „Welt- schmerz“ maður og kom þessi heims- þjáning hans mjög sterklega fram í verkum hans og birtist einnig í vali hans á ljóðaefni, eins t.d. Ijóðum Rúckerts, sem flest eru ákaflega inn- hverf og yfirfljótanlega viðkvæm. Þessa viðkvæmni er erfitt að nálgast og þó Ingibjörg gerði margt fallega vantaði enn nokkuð á að hún gæti í raun hamið mikla rödd sína til að ná virkilega tökum á hvíslandi inn- hverfu efni Ijóðanna. Jónas náði oft að gæða píanóleik sinn sérlega fal- legum blæbrigðum, einkum í síðasta ljóðinu Um Mitternacht, sem er und- arlega seiðmagnað tónverk. Fjórir söngvar eftir Samuel Ba'rber voru mjög vel fluttir, sérstaklega það síðasta, Næturljóð, sem var sérlega vel túlkað af Ingibjörgu. Í sex lögum eftir Richard Strauss reis söngur Ingibjargar hæst og þá sérstaklega í lögum eins og Du mein Herzens Krönelein og Stándchen, en einnig í Traum durch die Dámmerung þar sem Ingibjörg lék sér mjög fallega með viðkvæman „píanissmo" söng. Með þessum tónleikum hefur Ingi- björg Marteinsdóttir bætt einni rós í blómasafn sitt og tekið sér stöðu sem ljóðasöngkona. Jón Ásgeirsson TÖNLIST Langholtskirkju ÓRATORÍAN SKÖPUNIN Flytjendur: Söngsveitin Filharmonía, stjórnandi Ulrik Ólason, kanuner- sveit,konsertmeistari Szymon Kuran og einsöngvararnir Sigrún Hjálmtý’s- dóttir, Bergþór Pálsson og Þorgeir Andrésson. Laugardagurinn 4. maí, 1996. SKÖPUN allra hluta er vaxin upp úr einhvers konar óreiðu og þörf mannsins að koma skikkan á umhverfi sitt er einn af frumþátt- um allra mannlegra umsvifa. Ha- ydn skynjaði sig sjálfan sem verk- færi Guðs, en sú hugmyndafræði, að Guð sé skapari alls, hefur verið máttugur aflvaki listsköpunar og margir telja að fagurfræði sé í raun samstofna allri siðfræði, að fagurmat og siðmat leiði til einnar niðurstöðu, hvað sé gott og fagurt og illt og ljótt. Margir gufræðingar vilja skilja þarna á milli og segja að trúin á Guð sé hafin yfir mannasetningar, eins og siðfræði og að tignun Hans verði að vera hrein og óum- deilanleg. Samkvæmt þessu er allt amstur manna óþarft. Bruni bóka- safnsins í Alexandríu í frumkristni byggðist á þessari afstöðu, því aðeins ein Bók skal vera til og allt andlegt umstang mannsins, nema lestur Hennar, er í raun syndsamlegt og tortímandi fyrir manninn. Hvernig liti heimurinn út í dag ef markmiðið með brunan- um í Alexadndríu, hefði ráðið gjörðum manna? Það er trú mín að ástæðuna fyrir niðurstöðum Þorgeirs ljós- vetningagoða er hann sagði upp þau lög að allir menn hér á landi skyldu játast undir kristni sé að finna í sköpunarsögunni. Hann vissi að goðin voru ofurseld lög- málum náttúrunnar, þ.e.dauðleg og þeirra biði tortíming er heimur- in færist. Anstætt þessu stendur Guð ofar sjálfu sköpunarverki sínu og Hann er alvaldur og eilífur og því hafi Þorgeir, sem vissulega þekkti til trúarhugmynda krist- inna manna, valið sér þann hlut að fylgja Guði kristinna manna. Það má vera að ýmis pólitísk atr- iði hafi einnig haft áhrif en þarna er að finna virkilegan grundvallar- mun sem mönnum hefur oftlega sést yfir en undir feldinum forðum hefur Þorgeir trúlega einnig lagt mat á siðfræði og fagurfræði kris- tinnar trúar. Já, hvernig liti heimurinn út í dag undir leiðsögn Alexandríu- manna, hefðum við sungið sköpun- arsöguna, tónsetta af Joseph Ha- ydn? Það er stór spurning og þá má bæta við, hvernig ber mannin- um að ávaxta sitt pund ef tónpred- ikun Haydns er syndsamleg og guðlast. Sköpunarsagan er glæsilega tónsett af meistara Haydn og einn allsheijar fagurhljómandi lofsöng- ur, er endar á því að allir skuli syngja Drottni og þakka „honum gjörvallt sköpunarverkið“ og veg- sama Hans „heilga nafn, því dýrð hans varir að eilífu". Flutningur- inn í heild var mjög góður, þó á köflum nokkuð um of kraftmikill, á kostnað hins glaðlega og hjarta- hlýja tónmáls meistarans, bæði af hálfu kórs og hljómsveitar. Ein- söngvararnir voru sérlega góðir. Sigrún Hjálmtýsdóttir í hlutverki Gabríels og Evu, Þorgeir Andrés- son sem Uríel og Bergþór Pálsson sem Rafael og Adam. Textafram- burður söngvaranna var góður og túlkunin í heild mjög fallega mót- uð. í svona stóru verki, þar áem mjög reynir á einsöngvarana, er erfitt að tiltaka eitthvað sérstakt. Einn skemmtilegasti þáttur þessa verks, er hlutverk Rafaels sem flytur leikrænustu kaflana um sköpunina og var túlkun Bergþórs aldeilis frábær. Úríel stýrir lof- söngvum og segir frá sköpun ljóss- ins og er sá þáttur einn af feg- urstu köflum verksins og var hann frábærlega vel fluttur af Þorgeiri. í Þorgeirs hlut kom einnig að syngja um sköpun mannsins og undir lok verksins ávarpar hann Adam og Evu. „ ... sæl um allan aldur, ef látið ekki af falsi blekkj- ast til að óska ykkur meira en þið hafið eða að vita meira en ykkur er ætlað.“ Gabriel, sem sunginn var glæsilega af Sigrúnu, syngur um gróandann í fagurlega gerðri aríu og í upphafi annars þáttar um að „Vötnin verði kvik af lif- andi skepnum og fuglar fljúgi yfir jörðina undir festingu himinsins" en á eftir fylgir ein frægasta aría verksins, um söng fugla himins- ins. í þriðja þætti er hlutverk Adams og Evu viðamikið og sér- lega í dúettinum með kórnum, sem var vel fluttur en þó vantaði nokk- uð á að gott jafnvægi væri í styrk hljómsveitar og kórs á móti ein- söngvurunum. Dúettinn á milli Adams og Evu er sérkennilegur ástarsöngur, sé tillit tekið til efni textans en tónlistin er falleg og var afburða vel mótuð af Sigrúnu og Bergþóri. Hljómsveitin var góð og af flutningnum í heild, mátti vel greina að Úlrik Ólason er vaxandi stjórnandi og í stjórn sinni orðinn töluvert krefjandi um sterka túlk- un. Það vantaði nokkuð á and- stæður í styrk en í sumum þáttun- um leggur Haydn áherslu á þessar andstæður, sem hann mun hafa lært í heimsókn sinni til Lundúna, er hann heyrði óratoríur Handels í fyrsta sinn. Tónleikarnir voru mikill sigur fyrir stjórnandann, Úlrik Ólason og kórinn hans, Söngsveitina Filharmoníu, sem söng sinn þátt nokkuð vel, þó hljómurinn hafí á köflum verið helst til harður. Jón Ásgeirsson GuðœunduK Rapt Gemóal „Þjóðfélagið getur aukið lýðræði í gegnum forsetann með því að forsetinn einbeiti sér að því að stuðla að umræðum um slíkt meðal manna og íhuga enn betri leiðir en hingað til. Verið getur að hægt sé að efla lýðræðið með því að auka til dæmis skoðanakannanir sem gerðar eru af óháðum fagaðilum, til dæmis Félagsvísindastofnun, og gefa þeim viðeigandi vægi við ákvarðanatektir í einstökum málefnum þjóðarinnar, jafnvel meir en hingað til. Einnig mætti athuga hvort nýta mætti síma- og tölvutækni nútímans til að framkvæma leynilegar kosningar, og ekki aðeins varðandi forseta- og alþingiskosningar, heldur einnig varðandi einstök málefni; en þessi hugmynd kom frá Ástþóri Magnússyni, framkvæmdastjóra." LAUGAÞRESTIR í heimsókn á Reyðarfirði. Mo^nblaðið/Hilmar Siguöónsson Laugaþrestir heimsækja Reyðarfjörð Reyðarfjörður. Morgunblaðiö. SÍÐUSTU helgina í apríl kom Tónlistarskólinn að Laugum í Reykjadal og Laugaþrestir, sem er skólakór Litlu-Laugaskóla, í heimsókn til Reyðarfjarðar. Tónlistarskóli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og skólakór Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku á móti hópnuni Markmið ferðarinnar var að gefa nemendum skólanna tæki- færi A að hittast, spila, syngja og skemmta sér saman. Sameig- inlegar æfingar voru á laugar- dag og eftir þær buðu krakkarn- ir á Reyðarfirði Norðlendingun- um heim til kvöldverðar. Um kvöldið var spilað og sungið fyr- ir bæjarbúa, seinna uni kvöldið var haldið diskótek í skólanum og þar gisti síðan allur hópurinn. Þaktækni ehf. símar 565 8185 og 893 3693. Vinnum um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.