Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN WWAUGL ÝSINGAR Prentari Skákprent óskar að ráða prentara, vanan Roland Praktika/Heidelberg GTO umhverfi, til starfa strax. Leitað er að traustum, reglu- sömum og vandvirkum einstaklingi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 9. maí. Guðni Tónsson RÁÐCIÖF & RÁDNINCARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 Hornafjörður Fræðslu- og fjölskylduskrifstofa Skólamálafulltrúi - sérkennslufulltrúi Fyrirhugað er að setja á stofn Fræðslu- og fjölskylduskrifstofu Suðausturlands (FFS). Hlutverk skrifstofunnar er að sinna þeirri þjónustu sem skólaskrifstofu bera að veita frá 1. ágúst 1996 og þeirri þjónustu sem nú er veitt af ýmsum aðiljum er tengjast félags- þjónustu og fjölskyldumálum á Suðaustur- landi. Starfssvæði skrifstofunnar verður væntan- lega Hornafjörður, Djúpivogur, Hofshreppur, Bæjarhreppur og Borgarhafnarhreppur. Hornafjarðarbær auglýsir eftirfarandi stöður við fyrirhugaða Fræðslu- og fjölskylduskrif- stofu Suðausturlands: Skólamálafulltrúi, sérkennslufulltrúi Skólamálafulltrúi skal hafa kennslufræði- lega menntun og reynslu á sviði skólamála. Meðal verkefna skólamálafulltrúa má nefna: • Almenn kennsluráðgjöf. • Umsjón með fagstjórnun. • Samstarf við skólastjórnendur og kennara um tengsl skólastiga. • Umsjón með vinnslu skólanámsskráa og sýslunámsskrár í samráði við skólastjórn- endur. • Skipulagning endur- og símenntunar. • Eftirlit með starfsrækslu kennslugagna- miðstöðvar og skólasafna. • Áætlanagerð og eftirlit með námi og kennslu í samvinnu við skólastjórnendur. • Eftirlit og umsjón með aðbúnaði, skipu- lagi og árangri skólastarfs. Sérkennslufulltrúi skal hafa menntun og reynslu í sérkennslu. Meðal verkefna sér- kennslufulltrúa er: • Aðstoð við skipulagningu sérkennslu inn- an grunnskólanna, mat á sérkennsluþörf og gerð tillagna um sérkennslustunda- magn. • Ráðgjöf vegna framkvæmdar og skipu- lagningu sérkennslu. • Umsjón þróunarverkefna í sérkennslu inn- an skólanna. • Mat á þörf á sérstuðningi í leikskólum. • Ráðgjöf um framkvæmd og skipulagningu sérstuðnings á leikskólum í samvinnu við sálfræðing og starfsmann svæðisstjórnar um málefni fatlaðra eða utanaðkomandi sérfræðinga eftir því sem við á hverju sinni. Nánari upplýsingar um störfin gefur félags- málastjóri Hallur Magnússon í síma 478 1500. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda undirrituðum fyrir föstudaginn 24. maí 1996. Hornafirði, 3. maí 1996. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði. REYKJALUNDUR Reykjalundur - Plaststeypudeild Reykjalundur óskar eftir að ráða starfsmann í plaststeypudeild. Starfið felst í vélgæslu og umsjón með áprentun plastumbúða og þarf umsækjandi að geta hafið störf sem allra fyrst. Upplýsinar gefnar á staðnum af verkstjóra steypudeildar og framleiðslustjóra. Frá Menntaskólanum íReykjavík Við Menntaskólann í Reykjavík eru eftirtaldar kennarastöður lausar til umsóknar: í eðlis- fræði, erfða- og líffræði, latínu, stærðfræði, tölvufræði og íslensku (hálf til ein staða). Einnig vantar forfalla- og stundakennara í íþróttum, spænsku, ensku og stærðfræði. Nánari upplýsingar fást hjá rektor í síma 551 4177. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Rektor. Grunnskólar Hornafjarðar Lausar eru til umsóknar eftirtaldar kennara- stöður við Grunnskóla Hornafjarðar: Heppuskóli: 8.-10. bekkur: Sérkennsla. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 478 1348. Hafnarskóli: 3.-7. bekkur: Almenn kennsla, handmennt, myndmennt, sérkennsla. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 478 1142. IMesjaskóli: 1.-7. bekkur: Almenn kennsla. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 478 1445. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda skólastjórum fyrir föstudaginn 17. maí 1996. Hornafirði, 6. maí 1996. Bæjarstjóri Hornafjarðar, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði. Skrifstofustarf óskast 22ja ára gömul stúlka, sem er að Ijúka námi frá Viðskipta- og tölvuskólanum, óskar eftir skrifstofustarfi. Góð tölvu- og málakunnátta. Vinsamlega hafið samband í síma 505 0129, eftir 8. maí í síma 587 6562. Meðmæli ef óskað er. Guðbjörg Eva. Leikskólakennari Búðahreppur, Fáskrúðsfirði, auglýsir eftir leikskólakennara við leikskólann Kærabæ. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launa- nefndar sveitarfélaga og Félags ísl. leikskóla- kennara. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Búða- hrepps, Hafnargötu 12, 750 Fáskrúðsfirði. Umsóknarfrestur er til 15. maí 1996. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Búða- hrepps í síma 475 1220 eða leikskólastjóri í síma 475 1223. Sveitarstjóri. FLUGLEIDIR INNANLANDS Viðskiptafræðingur óskast Á fjármálaviði Flugleiða er starf viðskipta- fræðings laust til umsóknar. Starf þetta felst m.a. í því að aðstoða for- stöðumann fjárreiðudeildar við innlenda og erlenda fjárstýringu félagsins. Félagið leitar eftir duglegum, samviskusöm- um og metnaðarfullum starfsmanni sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni. Viðkomandi þarf að geta sótt námskeið erlendis. Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi: ★ Þekkingu og reynslu á íslenskum fjár- magnsmarkaði. ★ Reynsla í erlendum gjaldeyrisviðskiptum æskileg. ★ Góð þekking á PC kerfum, svo sem Exc- el, er nauðsynleg. ★ Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði. Skriflegar umsóknir óskast sendar starfs- mannastjórn félagsins, aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, eigi síðar en 13. maí. Starfsmannaþjónusta Flugleiða. Matreiðslumaður og þjónn óskast til starfa á veitingastað í miðborginni. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „AM - 2230“, fyrir 9 maí. Matreiðslumaður Hótel á landsbyggðinni óskar eftir að ráða matreiðslumann í 3-4 mánuði í sumar. Upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Ingvason ísíma 477 1321 eða477 1608(hs.) Viðskiptamenntun Fyrirtæki í Reykjavík, umsvifamikið í útflutn- ingi sjávarafurða, leitar að áreiðanlegum starfsmanni í ýmis sérhæfð verkefni. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og starfsreynslu, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 10. maí nk., merktar: „Áreiðanleiki - 556“. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. KENNSLA Lærið spænsku á Spáni Colegie de ESPANA í Alicante býður upp á ýmsa möguleika, m.a. 100 klst. á mán. (Prog. SPACE). Utvegum húsnæði með og án fæðis. Leitið upplýsinga í síma 553 4923 (Margrét). Sláturhús, kjötvínnslur Vigtarmenn Námskeið til löggildingar vigtarmanna i kjötiðnaði verða haldin á Egilsstöðum dagana 13. og 14. maí 1996, á Akureyri dagana 29. og 30. maí 1996 og í Reykjavík dagana 3. og 4. júní 1996. Námskeiðinu lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýs- ingar í síma 568-1122. Löggildingarstofan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.