Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VILT ÞÚ LÁTA INNHEIMTUAÐGERDIRNAR GANGA HRATT FYRIR SIG ? Innheimtur s/f leggja áherslu á faglega, hraða og góða þjónustu. Ef þú leitar lögfræóilegra innheimtuaögeröa áttu rétt á aó fá: HRAÐA ÞJÓNUSTU Hraöar innheimtuaögerðir geta gert útslagið um hvort skuldin innheimtist og það að ná peningunum sem fyrst inn í veltuna getur verið áhrifavaldur á arðsemi fyrirtækis þíns. GREIÐAN AÐGANG AÐ UPPLÝSINGUM Þú verður að geta fengiö upplýsingar um gang og stöðu mála á fyrirhafnarlausan hátt þegar þér hentar. GÓÐAR SKILAGREINAR Forsenda þess að þú getir haft nákvæmt eftirlit með útistandandi kröfum og uppgjöri þeirra eru góöar skilagreinar. REGLULEGT UPPGJÖR Þú átt rétt á að fá peningana þína tafarlaust eftir að greiðsla hefur farið fram. Ef þú eöa fyrirtæki þitt þarf á lögfræöilegum innheimtuaö- geröum aö halda skaltu gera kröfur. Haföu samband viö Einar Gaut Steingrimsson hdl. á skrifstofu okkar og fáöu nánari upplýsingar um þjónustuna. INNHEIMTUR SF Eiðistorgi 13,170 Seltjarnarnesi, simi 561 0077, fax 562 3484. VIÐSKIPTI IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL ÍSVAL-BORGA H/F HÖFÐABAKKA 9-112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 Afkoma Vátrygfflngafélagsins Skandia hf. í járnum á sl. ári Iðgjöldjukust um nær helming á árinu VATRYGGINGAFELAGIÐ Skan- dia hf. skilaði alls um 6 milljóna króna hagnaði á síðasta ári borið saman við um 3 milljóna kr. hagn- að árið áður, samkvæmt ársreikn- ingi sem staðfestur hefur verið af móðurfélaginu í Svíþjóð. Að sögn Friðriks Jóhannssonar forstjóra var afkoma félagsins nei- kvæð um 153 milljónir þegar frá er talinn hluti endurtryggjenda og umboðslaun til þeirra. „Hins vegar höfum við aukið verulega öryggis- álag í vátryggingaskuldinni og álag fyrir ótilk'ynntum og vanáætluðum tjónum. Vátryggingaskuldin er núna mjög varlega metin. Þetta er gert í ljósi þeirrar óvissu sem verið hefur um afkomu í ökutækjatrygg- ingum og vegna mikillar aukningar í viðskiptum. Undanfarin þijú ár nema iðgjöld í ökutækjatrygging- um um 700 milljónum króna en tjón 750 milljónum sem þýðir að tjónahlutfallið er 106%, skv. árs- reikningum. Þetta er versta hugs- anlega afkoma en við reiknum með því að tjónin komi betur út.“ Friðrik bendir hins vegar á að rekstrarkostnaður félagsins hafí lækkað lítillega milli ára þrátt fyrir um 45% aukningu á iðgjöldum. Kostnaður sem hlutfall af iðgjöld- um fari því hraðlækkandi. Harðnandi samkeppni í fyrirtækjatryggingum Mikill vöxtur hefur verið hjá fé- laginu á síðustu misserum. Iðgjöld ársins 1995 námu alls um 465 milljónum samanborið við 330 milljónir. Bókfærð iðgjöld námu 535 milljónum borið saman við 371 milljón árið áður, sem er um 45% aukning. Þar af námu iðgjöld vegna ökutækjatrygginga um 373 millj- ónum. Félagið hefur nú náð um 6% markaðshlutdeild á vátrygg- ingamarkaðnum, ef undan eru skildar skipatryggingar, en það hefur sett sér það markmið að auka hlutdeildina um 1 prósentu- stig á ári. Skandia lét nokkuð að sér kveða í fyrirtækjatryggingum á síðasta ári. Þórður Þórðarson, fram- kvæmdastjóri vátryggingasviðs, segir að samkeppni á því sviði hafi harðnað verulega að undanförnu. „Það voru nokkur stór útboð á vátryggingum sem hafa skilað allt að helmings lækkun á iðgjöldum hjá viðkomandi fyrirtæki. Breyt- ingin hefur verið sú að fyrirtæki eru í vaxandi mæli að efna til form- legra útboða á sínum tryggingum. Það er ekki óalgengt að þau nái þannig fram 20-30% lækkun á ið- gjöldum." 50 milljóna hlutafjáraukning líftryggingaf élagsins Líftryggingafélag Skandia skil- aði alls um 5 milljóna kr. hagnaði á síðasta ári. Iðgjöld ársins námu um 26 milljónum og höfðu aukist úr um 20 milljónum. Hlutafé fé- lagsins var aukið á síðasta ári um 50 milljónir króna til að uppfylla kröfur Evrópusambandsins og nemur nú um 72,5 milljónum. Frið- rik segir að líftryggingafélagið hafi ekki haft sig mikið í frammi á þessum markaði en áhersla sé t.d. lögð á að bjóða góð kjör fyrir félaga í Fijálsa lífeyrissjóðnum og viðskiptavini vátryggingafélagsins. Svissneskir bankar Uppsagnir vofa yfir ZUrich. Reuter. BANKAKERFIÐ í Sviss stendur frammi fyrir óhjákvæmiiegri og kvalafullri endurskipulagningu, sem mun leiða til þess að þúsundir munu missa vinnuna. Talið var að slík hagræðing næðist með samruna UBS-bankans og CS-Holding, en UBS hafnaði samrunanum sem kunnugt er. Sérfræðingar telja að störfum í greininni kunni að fækka um að minnsta kosti 10.000 fyrir árið 2002 vegna þess að útibúum, sem er of- aukið, verði lokað og hætt verði við aðra óarðbæra starfsemi. En jafnvel UBS, sem er stærstur þriggja aðalbanka Sviss, gerir ráð fyrir að dregið verði úr útibússtarf- semi. Um 30 útibúum hefur verið lokað á síðustu þremur árum og nýlega var tilkynnt að 30 til viðbót- ar kynni að verða lokað þannig að útibúin yrðu alls 250. Þá var því spáð að 1.000 störf yrðu lögð niður hjá bankanum. Hljómplötusala jókst um 15% árið 1995 Víö skiptum viö n félWinpr hér... ■ Vélfræðingar sinna fjölbreytilegustu störfum á sjó og landi. B Vélfræðingar starfa meðal annars sem vélstjórar og yfirvélstjórar á skipum með ótakmarkaða vélarstærð. B Vélfræðingar stjórna viðhaldi á tækjum og búnaði fyrirtækja, stýra tæknibúnaði þeirra, og annast ráðgjöf. Vélfneðingur þar... 1$ Vélfræðingar sinna stjómunar-, eftirlits- og viðhaldsstörfum á vélbúnaði raforkuvera, verksmiðja, og veitustofnana, frystibúnaði frystitogara og frystihúsa. ■ Þeir annast almenna ráðgjöf á tæknisviði. SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA Borgartúni 18,105 Reykjavík sími 552 5252 Síðumúla 1,105 Reykjavík sími 588 5353 Rofabæ 39,110 Reykjavík sími 567 7788 Atvinnurehendur! Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bókiega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Nánari upplýsingar veitir: TÓNLISTARUNNENDUR vörðu röskum 500 milljónum króna á síðasta ári til kaupa á hljómplötum, geisladiskum og snældum. Þetta er rúmlega 15% aukning frá árinu 1994 er heild- arsalan nam tæpum 440 milljón- um króna, að því er fram kemur í niðurstöðum upplagseftirlits sem Hagvangur hf. hefur unnið fyrir Samtök hljómplötufram- leiðenda. Tölur ársins 1994 eru þó áætlaðar að hluta og því ekki fyllilega samanburðarhæf- ar. Alls seldust tæplega 570 þús- und eintök á síðastliðnu ári og var hlutdeild innlendrar hljóm- plötuútgáfu svipuð í fyrra og árið þar á undan, eða 43% samanborið við 42,4% hlutdeild árið 1994. Af einstökum hljómplötu- framleiðendum er Skífan stærsti aðilinn á markaðnum með ríflega 38% markaðshlut- deild. Því næst kemur Spor með rúmlega 30% markaðshlutdeild og Japis með tæplega 26%. Hlut- deild félagsmanna í Samtökum hljómplötuframleiðenda er um 95% af heildarmarkaðnum. / !§L Vélstjórafélag jslands Borgartúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062 Innritun hafin á Heilsubótardaga á Reykhólum 7 daga hvíldar- og hressingardvöl í júní og júlí. Þar verða kynntar leiðir til að bæta heilsuna, öðlast meiri frið og gleði. ........ ' •'V Sórsiakir fyrirlesarar pg Tímabilin eru: ( tónlistamicnn veröa 23. júní - 3Ö. júní á liverjn nárnskeioi 8.JÚ1Í - 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.