Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 46
,46 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MARGRET JÓNSDÓTTIR + Margrét Jóns- dóttir fæddist á ísafirði 4. júlí 1945. Hún lést í Land- spítalanum 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oktavía Mar- grét Gísladóttir, f. 10.10.1904, d. 31.7. 1987, og Jón Ás- björn Jóhannsson, "f. 16.8. 1906, d. 7.9. 1992. Margrét átti tvær systur: Katr- ínu Bjarneyju, f. 23.4. 1941, hún er gift Grétari Þórðarsyni, eiga þau tvo syni og fjögur barna- börn, og Jóhönnu, f. 20.4. 1944, hún er gift Guðjóni Jónssyni og eiga þau þrjár dætur og eina dótturdóttur. Eigin- maður Margrétar er Cyril Edward Walt- er Hoblyn, f. 8.5. 1940, þau áttu tvö börn: Edvard Örn, f. 11.8. 1976, og Að- alheiði, f. 25.1. 1983. Margrét starfaði um árabil á sýsluskrif- stofu Isafjarðar og síðan hjá Vélbáta- ábyrgðarfélagi Isa- fjarðar. Útför Margrétar fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Kveðja og þökk „Litfríð og ljóshærð og létt undir brún.“ Þannig var hún Magga syst- ir okkar. Hún hafði einstaka frá- sagnargáfu og var ávallt létt í lund og átti auðvelt með að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Alltaf laðaði hún fólk að sér með sínu góða geði og gaf af sér eins og sagt er. Segja má að hún hafi lifað lífinu horfandi í sólina til að sjá ekki skuggana. Það fóru allir ríkari af hennar fundi. Við þökkum öllum vinum og ætt- ingum sem stóðu sem klettar við bak hennar og fjölskyldunnar í erf- iðum veikindum síðustu vikur og mánuði. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki á deild 11E á Land- spítalanum. Þar vildi hún vera og vgr á kveðjustundinni. Elsku Magga, nú alltof snemma hefur þú fengið friðinn langþráða. Þínar systur, Jóhanna og Katrín. Það er mikil sorg í hjarta mínu þegar ég fæ mér fyrsta kaffibolla morgunsins. Ég horfi út um eld- húsgluggann minn, náttúran á fullu í vorverkunum. Svo horfi ég á símann og hugsa til þín, en núna get ég ekki lyft upp tólinu, hringt og heyrt í þér hinum megin á lín- unni, því þú ert farin elsku, Magga mín. Ég sest niður og hugsa til baka yfir þau ár sem ég naut þess a_ð eiga þig að í lífinu. En ég hef ekki setið og hugsað lengi þegar munnvikin lyftast eitt af öðru í brosi, því minnigarnar sem þú skildir eftir hjá mér gera sorgina léttari. Ég væri ekki að hugsa til þín, elsku Magga, ef ég væri leið -I—U4-Kra,ssaar a leiði I viöarlit og móloojr. Mismunandi myns'iur, vönduo vinno. Síml BS3 B939 og BB3 B73B með hugsunum mínum, því þú varst léttleikinn holdi klæddur. Ég dáðist oft að því hvað þú gast tek- ið ýmsum uppákomum í lífinu á jákvæðan hátt og séð það besta í fólkinu í kringum þig. Við áttum margar góðar stundir saman hjá þér á ísafirði, á skíðum um páska eða á sumrin, þá var nú oft gott að sitja á svölunum hjá þér eða úti í garði og sleikja sólina. Borða góðan mat og vaka fram á nótt. Oft eyddum við sumarfríunum saman í ýmsum sumarbústöðum um landið. Þá var setið yfir „góðu“ kaffi og spilum og aldrei langt í hláturinn, oft svo mikinn að við vorum hálf skælandi. Þegar ég horfi á elstu stelpuna mína minnist ég þess að þú kennd- ir mér að baða hana og stýrðir mér inn á rétta braut í meðhöndlun á unganum. Oft hringdi ég í þig til að fá góð ráð varðandi uppeldið og kom þá aldrei að tómum kofunum hjá þér. Ég vissi svo sem hvert ég átti að leita því ég hafði svo oft gegnum árin horft á þig fara nær- gætnum höndum um Edda og Heiðu. Ég sé þig fyrir mér þegar þú komst í síðasta skipti til mín á Frakkastíginn. Við sátum eins og oft áður og hresstum okkur á kaffi og iíkjör og spjölluðum saman og ég þakka fyrir að vera svo lánsöm að kynnast þér. Þú tókst við mér inn í líf þitt eins og þér var einni lagið, með opnum örmum og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Líf allra sem kynntust þér er snauð- ara af gleði og hlátri núna þegar þú ert ekki lengur hjá okkur, en við erum rík í minningunni um þig, því_ þú varst einstök perla. Ég bið Guð að vera með elsku Edda og Heiðu og létta þeim sorg- ina við að missa þig. Ég kveð þig nú, Magga mín, þangað til við sjáumst aftur hinum megin, þá skulum við setjast niður í stóra eld- húsinu og fá okkur himneskan kaffibolla saman. Guð blessi þig elsku vinkona. Anna Björk, Guðjón og dætur. Magga Jóns er dáin. Það var boðskapurinn, sem okkur barst sól- fagran, sunnudag á nýbyrjuðu sumri. Hún hafið barizt við illvígan sjúkdóm um nokkurt skeið. Krabba- mein leggur margan að velli langt um aldur fram. Þrátt fyrir framfar- ir í læknavísindum og góðan stuðn- ing margra dugar það ekki alltaf. Engu að síður kom kallið fyrr en okkur grunaði. Meðan enn er von heldur fólk í hana. Fyrstu kynni okkar af Möggu, Margréti Jónsdóttur, voru þegar ungur laganemi hóf störf á sýslu- skrifstofunni á Isafirði fyrir nærri tuttugu árum. Við vorum þá mun yngri en hún sem að vísu var ung, liðlega þrítug. Alltaf var létt yfir henni og snerpa til allra verka og vinsemd í garð samstarfsfólks voru fyrstu einkennin sem birtust manni. Starfsfólkið á skrifstofunni var þá sem endranær prýðisgóður hópur og margt smátt gert til þess að létta lundina að loknum erilsöm- um vinnudögum. Oftar en ekki átti Magga frumkvæðið. Sérstak- lega er minnisstæð ferð með gamla Fagranesinu norður að Hesteyri í Jökulfjörðum í góðu veðri, þar sem gamansemi ferðafélaganna réð ríkjum. Seinna sama sumar fæddist eldra bam þeirra Edwards, Edward Öm, og þeim atburði fylgdi mikil gleði. Eftir nærri tveggja ára tengsl vegna sýsluskrifstofunnar urðu samskipti okkar minni. En 1984, er við fluttum til ísafjarðar, tókust kynni að nýju. Ekki sízt varð það vegna vináttu Melkorku og Aðal- heiðar, Heiðu, yngra barns þeirra Margrétar, en þær vinkonur eru jafnöldmr og Melkorku tók hún nánast sem eigin dóttur. Það var okkur sérstakt ánægju- efni að vita hversu vel þau fylgdust með því sem okkur fylgdi og stuðn- ingur þeirra beggja í félagsmála- brölti var vel þeginn. Síðustu árin starfaði Magga hjá Vélbátaábyrgðarfélagi ísfirðinga og sinnti starfí sínu af mikilli prýði. Okkur vom það þungar fréttir að fá þegar veikindi hennar greindust. Nú er stríði hennar lokið og við kveðjum góða konu. Jafnframt sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til ættingja og vina. Sérstaklega biðjum við guð að blessa Edward eldra og yngra og Heiðu sem nú eiga um sárt að binda. Missir ykkar er mikill, en minningin um einstaka konu, góðan dreng í bezta skilningi þess orðs, verður ykkur styrkur í sorg ykkar. Fjölskyldan Urðarvegi 47, Isafirði í Spámanninum eftir Kahlil Gi- bran, sem var líbanskt kristið skáld, segir: „Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér. Því að hvað eru eig- ur þínar annað en hlutir, sem þú geymir og gætir af ótta við að þarfnast þeirra á morgun? Til em þeir, sem eiga lítið og gefa það allt. Þetta eru þeir, sem trúa á lífið og nægtir lífsins, og þeirra sjóður verð- ur aldrei tómur. Til eru þeir, sem gleðjast, þegar þeir gefa, og gleðin er laun þeirra. Og til eru þeir, sem þjást þegar þeir gefa, og þjáningin er skím þeirra. Og til em þeir, sem gefa og þekkja hvorki þjáningu þess né gleði og eru sér ekki meðvit- andi um dyggð sína. Þeir gefa eins og blómið í garðinum, sem andar ilmi sínum út í loftið. Með verkum þeirra talar guð til mannanna, og úr augum þeirra lýsir bros hans jörðinni. Svona var Magga. Hún bara gaf og gaf, geislandi hlý, létt og fynd- in. Ef hún Magga er ennþá til, veit ég að Guð gefur henni bæði stolt og gleði. Því skulum við vera sátt og bjartsýn, lífsglöð og þakklát; þakklát fyrir að hafa þekkt, og sum átt, hana Möggu. Víst er sorgin djúp og sár hjá þeim sem áttu Möggu mest, en Guð gefi að sorgin sé tær og söknuðurinn blíður því stærri gjöf er ekki hægt að gefa henni Möggu sé hún enn til. Lát ekki biturleika sverta hug og hjarta, eyð ekki tíma í að spyrja spurning- anna sem engu okkar er ætlað að svara. Rækta bestu minningarnar mest. Eða hvað getum við ekki lært af þessum orðum? „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður; kærleikurinn öfundar ekki; - hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sann- leikanum; hann breiðir yfir allt, trú- ir öllu, vonar allt, umber allt. - En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I.Kor.13, 4-13.) Hanna Gréta. Myndin sem kemur í huga minn á þessum tímamótum er af því hvernig sandur rennur á milli fingra barns og handfylli verður á auga- bragði að engu. Það eru fimmtán ár frá því að ég kynntist Margréti. Hún var sú fyrsta sem ég kynntist er ég flutti til Isafjarðar fyrir utan fjölskyldu Jóhanns, eiginmanns míns. Þó árin séu orðin fimmtán þá er það ekki langur tími. Tíminn getur einmitt verið kyndugur og sumir segja afstæður enda fannst mér eins' og við hefðum alltaf þekkst. Margrét vann hjá Vélbáta- ábyrgðarfélagi ísafjarðar í Hafnar- stræti og það var einmitt þar sem við kynntumst. Fjölskylda mín bjó í sama húsi, einni hæð fyrir ofan. Skiljanlega varð allmikill samgang- ur þar á milli. Áttum við margar ánægjulegar stundir, ýmist kom Magga í kaffi upp til mín eða að smakka baksturinn fyrir jólin. Var það nokkurs konar innra gæðaeftir- lit. Eftir því sem tíminn leið kynnt- umst við betur og urðum vinkonur. Því er það sárt og erfitt að þurfa að kveðja nú enda fannst mér að hún ætti mörg ár framundan. Þegar jafn náinn og góður vinur hverfur á brott finnst glögglega hve stórt skarð hefur verið höggvið. Þannig er erfitt að hugsa sér að eiga ekki eftir að heyra glaðlega rödd hennar aftur eins og þegar hún stakk upp á að við tækjum okkur hlé frá störf- um og ræddum málin yfir kók- eða kaffisopa. Reyndar var alltaf eins og við værum samstíga í því að hringja í hvor aðra, aðeins tilviljun réð hvor varð á undan til þess. Magga var alltaf reiðubúin að rétta fram hjálparhönd og nú undir það síðasta þegar yngsta barn mitt var veikt bauðst hún til þess að gæta hans til þess að létta undir. Hver önnur? Þeir sem þekktu hana eru auðvitað ekki undrandi á þess- ari lýsingu enda er hún sennilega dæmigerð fyrir hana. Er það nokk- uð skrýtið að við sem vorum svo lánsöm að kynnast þessari yndis- legu konu skulum nú lúta höfði? Það gerum við að sjálfsögðu af virð- ingu við minningu hennar. Ég hef undanfama daga reynt að gera mér ljóst hvers vegna sam- verustundirnar með Möggu voru mér svo mikils virði. Þegar ég reyni að festa á blað einhveijar skýringar á því verður það hálf ídaufalegt og ófullnægjandi finnst mér. Sennilega verður kostum Möggu aldrei lýst nægilega vel í svona grein. Ég tel það hins vegar gæfu mína að hafa fengið að kynnast henni því að hún gaf svo mikið. Elsku vina mín, Margrét, nú verð ég að kveðja með þessum fáu orð- um. Það var margt sem þú áttir ógert eins og þú hafðir lýst svo vel fyrir mér. Nú verða aðrir að halda uppi merki þínu. Vita máttu að við gleymum þér aldrei. Ég votta eiginmanni og börnum Margrétar samúð mína. Þau hafa misst góða eiginkonu og móður og vin. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Helga Sigmundsdóttir og fjölskylda. Margt er það og margt er það, sem minningarnar vekur, þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Þegar við fréttum af veikindum Möggu í lok síðasta árs óraði okkur ekki fyrir því að hún ætti aðeins fáeina mánuði eftir ólifaða, hún sem geislaði af lífi. Hún ætlaði að beij- ast og hún barðist þar til allt þrek var búið og dauðinn sigraði lífið. Það koma ótal minningar upp í huga okkar skólasystkina frá ísafirði er eitt okkar er kallað burt úr þessum heimi. Það var stór hóp- ur sjö ára barna, sem mættu í „vor- skólann“ í gamla Barnaskólann á ísafirði vorið 1952 til sinnar fyrstu skólagöngu. Við vorum feimin, bæði við húsið, kennarana og hvert annað. Fljótlega varð þetta allt saman eðlilegt og við þroskuðumst saman í barnaskólanum og áfram upp í „Gaggó“ haustið 1958. Þessi ár liðu svo hratt að áður en við vissum af vorum við elstu krakkarn- ir í Gaggó. Þetta voru yndisleg æskuár á ísafirði. Þegar við lítum til baka þá munum við Möggu, geislandi af lífi og hrókur alls fagn- aðar í öllu sem við gerðum saman, og aldrei fór Magga í fýlu. Síðan var haldið í skóla lífsins og hópurinn tvístraðist vítt og breitt um landið, en ekki slitnaði sam- bandið alveg. Nú var komið að fermingarafmæli og öllum stefnt á ísafjörð og það var' ekki laust við að við værum jafnfeimin og í vor- skólanum forðum, er við hittumst á ísafjarðarflugvelli, en feimnin fór af við fyrsta bros og er það ekki síst Möggu að þakka, því alltaf var stutt í glettnina hjá henni. Aftur var haldið fermingarafmæli 1992 og nú mætti nær allur árgangur- inn, enda hafði spurst út hvað hefði verið gaman í fyrra skiptið og ætl- aði nú enginn að missa af þessu. Síðasta ár var merkum áfanga náð í lífi okkar allra, en þá áttum við hálfrar aldar afmæli og var tal- að um að hittast og minnast þess- ara tímamóta. Á afmælisdegi Möggu, 4. júlí sl., var stormað, óundirbúið, til eins skólabróður, sem einmitt átti sama afmælisdag og Magga, og þar sest inn í stofu og minningar liðinna ára rifjaðar upp. Þá varð Möggu að orði að svona ættu afmæli að vera. í sama mánuði var aftur stormað af stað og þá upp í Stórurð og gróðursettar tijáplöntur, sem við ætluðum svo að hlúa að næstu árin. Því miður komst Magga ekki með í það skipt- ið, en hún ætlaði að koma með næst. Þetta næst verður ekki og er nú stórt skarð höggvið í árganginn okkar. Minningin um Möggu mun lifa með okkur og erum við þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari glaðværu og vel gerðu skólasystur. Við biðjum góðan guð að styrkja eiginmann, börn og alla ástvini Möggu á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning hennar. Skólasystkinin. Ágætur vinur og samstarfsmað- ur, Margrét Jónsdóttir, er látin eft- ir erfið veikindi. Magga, eins og hún var ávallt kölluð af vinum sín- um, háði hetjulega baráttu til hinstu stundar, umvafin fjölskyldu sinni og vinum. Ég þekkti Möggu frá barnsaldri. Hún var bekkjarsystir Auðar systur minnar og ég var því oft nálægur þegar þær og vinkonur þeirra komu saman í Hafnarstrætinu, en mikil læti fylgdu þeim blessuðum eins og gengur gerist með unglinga, alla- vega á þessum árum. Skildu nú leiðir um sinn, hver fór í sína áttina. Leiðir okkar lágu síðan saman að nýju á árinu 1979 þegar hún hóf störf hjá Vélbátaábyrgðarfélagi Isfírðinga. Magga reyndist einstak- lega vel, bæði vinnuveitendum sín- um og viðskiptavinum, þar sem oft og tíðum er um erfið og viðkvæm verkefni að fást, sem eru trygging- ar á skipum og áhöfnum þeirra. Samviskusemi hennar var við brugðið, svo að stundum fannst mér nóg um. Magga mín bar vel- ferð mína og fjölskyldu minnar sér- staklega fyrir bijósti alla tíð, en sérstaklega sýndi hún sinn innri mann þegar við hjónin fórum með Kristínu okkar til Bandaríkjanna í erfiða aðgerð í upphafi sl. árs. í þrjá og hálfan mánuð sem við vor- um ytra vann hún mín störf með mikilli prýði. Magga varð fimmtug í fyrrasum- ar og var ég svo lánsamur að kom- ast vestur til þeirra Edwards og samgleðjast þeim. Engan grunaði þá að glaðværðin sem ávallt ríkti í kringum Möggu væri á enda og við tæki erfiður tíma veikinda og erfið- leika samfara þeim. Edward var öllum stundum hjá henni og reynd- ist Möggu sinni einstaklega, sem og systur hennar og fjölskyldan öll. Nú að leiðarlokum biðja foreldrar mínir henni blessunar Guðs og þakka henni samfylgd og tryggð á liðnum árum. Ég og fjölskylda mín vottum Edward og börnunum Edw- ard Erni og Aðalheiði, systrum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að geyma Möggu okkar og blessa minningu hennar. Hinrik Matthiasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.