Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMIMIIMGAR
ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 43
HELGA STEINUNN
LÚTHERSDÓTTIR
+ Helga Steinunn
Lúthersdóttir
var fædd í Fischer-
sundi 3, Reykjavík,
3. júlí 1919. Hún
lést í öldrunar-
lækningadeild
Landspítalans 27.
april síðastliðinn.
Helga var dóttir
Lúthers Hróbjarts-
sonar, umsjónar-
manns Austurbæj-
arskólans, f. á Velli
í Hvolhreppi 24.
maí 1888, d. 14.
mars 1978, sonur
Hróbjarts Hróbjartssonar, sjó-
manns, f. 20.10. 1858, d. 10.12.
1934, og Bjarghildar Magnús-
dóttur, húsfreyju, f. 25. júlí
1861, d. 3. febrúar 1949. Þau
bjuggu í Simbakoti á Eyrar-
bakka. Móðir Helgu var Stein-
unn Jónsdóttir, húsfreyja í
Austurbæjarskólanum í
Reykjavík, fædd á Stærribæ í
Grímsnesi, 3.4. 1886, d. 15.7.
1942, dóttir Jóns Guðmunds-
sonar, stórbónda Stærribæ og
síðar í Hlíð, Grafningi, f. 17.12.
1861, og Hildar Filippusdóttur,
húsfreyju frá Laugarvatni, f.
19.7. 1854. Helga átti fimm
alsystkini og einn hálfbróður,
sem var elstur, Skarphéðinn
Jónsson, bifreiðastjóri, sem er
látinn, maki var Jóhanna Ingv-
arsdóttir þau áttu tvö börn,
slitu samvistum. Sigurbjört
Klara, f. 12.11. 1911, maki
Hermann Guðmundsson, skrif-
stofumaður, f. 27.4. 1916, d.
10.11. 1989. Fyrri maður Jón
Ingvi Guðmundsson, þau áttu
tvö börn saman. Hróbjartur,
heilbrigðisfulltrúi, f. 2.10.
1914, maki Svava Halldóra
Pétursdóttir, húsmóðir, f. 8.1.
1915, d. 1992. Þau áttu tvö
börn saman. Rebekka, hús-
móðir, L 27.1. 1917, maki Ósk-
ar D. Ólafsson, varðstjóri í
Slökkviliði Reykjavíkur, f.
22.6. 1912, d. 24.2. 1993. Þau
áttu þrjá drengi saman. Hilm-
ar Jón Hlíðar, pípulagninga-
meistari, f. 3.1. 1921, hann er
látinn, átti tvær dætur með
Guðrúnu Ólafsdóttur, þau slitu
samvistum. Björgvin, stöðvar-
sljóri Pósts og síma, f. 9.5.
1926, fyrri maki var Soffía
Eydís Júlíusdóttir, f. 17.9 1925,
d. 19.3. 1968, þau áttu fimm
börn saman. Seinni maki er
Bogga Sigfúsdótt-
ir, póstfulltrúi, f.
28.10. 1937. Þau
eiga eitt barn sam-
an. Helga var tví-
gift, fyrri maður
hennar var Sæ-
mundur Þórarins-
son sjómaður og
eignuðust þau son
31.5. 1941, Reyni,
hann er kvæntur
Þóru Sigurðardótt-
ir, f. 21.2. 1936, og
eiga eina dóttur.
Seinni maður
Helgu var Hákon
Kristgeirsson, verkstæðis-
formaður á bílaverkstæði
Steindórs í 40 ár, þau eignuð-
ust fjögur börn. Finnbjörg, f.
10.3. 1947, sjúkraliði, fyrri
maður Georg Ægisson, f. 5.3.
1945. Þau slitu samvistum,
barn þeirra, Helga f. 19.12.
1965, sambýlismaður Jón
Þórðarson, múrari, þau eiga
eina dóttur, óskírð, f. 2.4.1996.
Seinni maður Ólafur Sigurðs-
son, rafeindavirki, f. 20.6.
1945, d. 30.7.1995. Þau eignuð-
ust þrjá drengi þeir eru: Sig-
urður, f. 8.4. 1970. Sambýlis-
kona Bára Sif Pálsdóttir, f.
13.8. 1969. Barn Ólafur Már,
f. 28.9. 1990. Hákon Ólafsson,
f. 23.11. 1974. Lárus Ólafsson,
f. 28.5. 1979. Steinunn Hákon-
ardóttir, nuddkona, f. 26.6.
1949. Maki Páll Guðmundsson,
f. 18.2. 1946. Þau eiga þijú
börn, þau eru: Guðrún Björg,
f. 13.12. 1968, maki Magnús
Valberg Óskarsson, barn
Steinunn Ósk, f. 13.12. Guð-
mundur Pálsson, f. 9.7. 1973,
Helga Pálsdóttir, f. 11.8. 1978.
Kristborg Hákonardóttir,
sjúkraliði, f. 3.6. 1953. Fyrr-
verandi maki Lárus Þór Páls-
son, f. 3.6.1952. Þau eignuðust
tvö börn, Evu Björk, f. 15.6.
1974. Maki Jósep Hjálmar Sig-
urðsson, f. 5.8. 1961. Börn
þeirra Arnar Freyr, f. 4.10.
1992, og Hákon Már, f. 21.3.
1995. Hildur Sif Lárusdóttir,
f. 5.10. 1978. Kristgeir Há-
konarson, stýrimaður, f. 28.1.
1956. Maki Sigríður Brynja
Pétursdóttir, f. 29.1. 1956 d.
18.2.1994, barn Berglind Krist-
geirsdóttir, f. 1.6. 1978.
Utför Helgu fer fram frá Nes-
kirkju og hefst athöfnin kl.
13.30 í dag.
Ég heyri mig gráta, ég get
þurrkaA tár mín, en ég get ekki
lýst tilfinningum mínum. Ég trúi
að þú vitir hvemig mér líður,
mamma mín, það er sárt að kveðjast.
Ég veit að þér var tekið fagn-
andi þar sem þú ert nú. Ég veit
að pabbi beið þín, hann sem var
alla tíð þinn besti vinur. Við sem
eftir erum fögnum endurfundum
ykkar, þrátt fyrir sáran söknuð
okkar.
Mamma mín, þú varst veik síð-
ustu árin. Vegna veikinda þinna
átti ég erfitt með að vita hug þinn
og hugsanir. Ég gleymi ekki tárum
þínum að loknum heimsóknum til
þín. Sorgin leyndi sér ekki, þú
þurftir ekki að segja neitt, ég fann
hvernig þeir leið. Tár þín sögðu
mér að þú skynjaðir þótt þú gætir
ekki tjáð þig.
Það var erfitt þegar við urðum
að fara með þig á öldrunarlækn-
ingadeild Landspítalans í Hátúni.
Þá var pabbi orðinn það mikið veik-
ur að ekki var hjá því komist að
sundurskilja ykkur. Það var erfitt
fyrir okkur öll, nú er ég viss um
að þið hafið hist og þau löngu, en
fáu ár sem liðin eru frá kveðju-
stund ykkar pabba, gleymast í
gleðilégum endurfundum ykkar.
Að vita af ykkur aftur saman
riljar upp minningar, margar góð-
ar minningar. Þið eruð góðir for-
eldrar. Þótt þið séuð ekki lengur
hér hjá okkur lifir allt það góða
sem þið kennduð okkur bömunum
ykkar.
Þú áttir marga góða kosti. Þeir
sem einna hæst báru voru gleði
þín og hlátur sem ég aldrei gleymi.
Þrátt fyrir veikindin hvarf ekki
brosið'. Það er svo margt og svo
margt mamma, sem mig langar
að segja á þessari stundu, kannski
er það óþarft þar sem ég veit þú
lest huga minn. Mitt lán er að eiga
þig sem móður. Minn grátur og
mín tár eru blönduð sorg og gleði.
Ég syrgi þig, mamma mín, um leið
og ég sætti mig við vistaskipti þín.
Þín
Kristborg.
Helga systir mín er látin. Síminn
hringir, í símanum er Steinunn,
dóttir Helgu, og tjáir okkur að
mamma hennar hafi dáið kl. 16.15.
Þetta var laugardaginn 27. apríl.
Mig var farið að gruna að stundin
nálgaðist eftir langvarandi veikindi
hennar, hún lagðist inn á öldrunar-
lækningadeild Landspítalans 12.
mars 1993 með alzheimer-sjúk-
dóm, Hákon gat ekki lengur hugs-
að um hana, helsjúkur af krabba-
meini. Hann lést tæpu ári seinna,
24. febrúar 1994. Tengdasonur
þeirra lést úr krabbameini 30. júlí
1995, rétt fimmtugur. Tengdadótt-
ir þeirra lést 18. febrúar 1994, 38
ára. Sorgin hefur knúið dyra í þess-
ari fjölskyldu.
Hjónaband Helgu og Konna var
farsælt, þau samrýnd og mikið
saman. Þegar frístundir voru ferð-
uðust þau um landið með Lóu syst-
ur og Óskari, sem nú er látinn,
hann lést ári áður en Konni, sama
dag, 24. febrúar 1993. Oft þurfti
ég að fara til Helgu og Konna á
þeim árum þegar allar bifreiðir sem
voru notaðar voru árgerð 1926 og
yngri og þurfti mikið að gera við.
Alltaf voru þau boðin og búin að
hjálpa í vandræðum mínum.
Ég minnist spilakvöldanna okk-
ar systkina og maka þegar Helga
var búin að baka og við komum
og spiluðum vist einu sinni í mán-
uði með miklum hlátri og gleði,
yndislegur tími.
Það kom upp í huga minn atvik
sem gerðist fyrir rúmum 40 árum.
Ég var að vinna að símalögnum í
Skerjafirði þegar vindur sér að
mér maður sem er að vinna með
okkur og segir: Ég lék mér oft á
Bergþórugötunni og ég gleymi
aldrei henni systur þinni, Helgu,
hún ein af fegurstu konum, sem
ég hef séð, ljóst hárið niður á herð-
ar, þykkt og mikið, hláturinn
hreinn og tær, brosið fallegt og
góðlegt kallaði á bros á móti, hlýj-
an og vinsemdin í andlitinu og
augun, sem vissu mikið en sögðu
aldrei frá.
Þessa mynd af systur minni hef
ég alltaf geymt í hugskoti mínu því
hún er sönn, svona var Helga systir.
Farðu í friði, Helga systir, nú
ert þú komin til hans, sem þú hef-
ir þráð svo lengi, og búið þér um-
hyggju og ást.
Björgvin Lúthersson.
Nú er amma mín farin til afa
en það þráði hún ábyggilega mest
af öllu. Þó að ég hafi búist við
þessu var þetta samt áfall og í
leiðinni ákveðinn léttir, hún var
loksins komin á öruggan stað þar
sem henni liði betur. Elsku amma
mín, ég vil með þessum orðum
þakka þér fyrir allar þær stundir
er við áttum saman:
Vertu sæl, vor litla hvíta lilja.
Lögð í jörð með himnafóður vilja,
leyst frá lífi nauða
Ljúf og björt í dauða,
lést þú eftir litla rúmið auða.
(M. Joch.)
Vertu sæl, amma mín.
Eva Björk.
+
Elskuleg eiginkona min,
ELÍSABET SVEINSDÓTTIR,
Bauganesi 30,
andaðist á hjartadeild Borgarspítalans aðfaranótt sunnudagsins
5. maí.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Davið S. Jónsson.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN ÞORBERGSSON,
Vopnafirði,
varð bráðkvaddur sunnudaginn 5. maí.
Útförin auglýst síðar.
Björk Sigurjónsdóttir, Þorgils Sigurðsson,
Ari Sigurjónsson,
Snorri Sigurjónsson, Sævar Árnason,
og barnabörnÁsta Sigurjónsdóttir,
+
Astkær eiginmaður minn, faðir okkar, og sonur,
SIGURÐUR KR. SIGURÐSSON,
Þinghólsbraut 21,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 4. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Birthe Sigurðsson,
Anna Karína Sigurðardóttir,
Magnús Kr. Sigurðsson,
Rósa Magnúsdóttir.
+
Frænka min og systir okkar,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Dvalarheimili aldraðra,
Stykkishólmi,
andaðist 1. maí.
Jarðarförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 11. maí
kl. 14.00.
Unnur Torfdóttir,
Fjóla Jónsdóttir,
Kristján Jónsson.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Prestbakka,
Kópavogsbraut 77,
Kópavogi,
lést í Landakotsspítala 5. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Ármann Steinsson, Gunnhildur Hreinsdóttir,
Halldór Guðmundsson, Maria Julisa Orongan
og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HALLBERA PETRÍNA
HJÖRLEIFSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
í Erluhrauni 11,
Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
6. maí.
Guðbjörg Jónsdóttir,
Hjörleifur Jónsson, Erna Guðlín Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
1
Opið kl. 1 3- 1 8 alla virka daga og iaugardaga kl. 13-17.
Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐNI KRISTÓFERSSON
frá Fögruvöllum,
Vestmannaeyjum,
lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 5. maí.
Jarðarförin fer fram fró Stóra-Dalskirkju undir Vestur-Eyjafjöllum
laugardaginn 18. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björgvin Guðnason, Erna Alfreðsdóttir,
Vignir Guðnason, Martea Guðmundsdóttir,
Nína Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.