Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996 49 AUGLYSINGAR TILKYNNINGAR Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna forsetakosninga 1996 er hafin og fer fyrst um sinn fram á skrifstofu embættsins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, frá 9.30-12.00 13.00-15.30 virka daga. Sýslumaðurinn í Reykjavík. og Auglýsing um styrk Félag íslenskra háskólakvenna auglýsir styrk að upphæð kr. 100.000 fyrir konu á lokastigi framhaldsnáms eða til rannsókna. Upplýsingar um nám og vottorð frá viðkom- andi menntastofnun nauðsynleg. Umsóknir sendist til félagsins í pósthólf 327, 121 Reykjavík, fyrir 15. júní 1996. Forsetakjör Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kjörs forseta íslands, sem fram á að fara laugar- daginn 29. júní 1996, er hafin hjá sýslumann- inum á Patreksfirði og hreppstjórum í um- dæminu, skv. XI kafla laga nr. 80/1987 um kosningartil Alþingis með síðari breytingum. Kosið verður á skrifstofutíma embættisins, mánudaga til föstudaga frá kl. 10.00-15.00, á kjördag 29. júní frá kl. 13.00-16.00 og hjá hreppstjórum eftir samkomulagi. Þeir, sem kjósa þurfa utan kjörfundar, eru hvattir til að gera það sem fyrst til að tryggja að atkvæði komist til skila á réttum tíma. Kjósandi, sem vill greiða atkvæði utan kjör- fundar, skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa fullnægjandi skilríkjum. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 4. maí 1996, Þórólfur Halldórsson. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Sóknarstarfsmenn Heimaþjónustufundinum, sem vera átti í kvöld, er frestað um óákveðinn ti'ma. Nánar auglýst síðar. Starfsmannafélagið Sókn. Fella- og Hólabrekkusóknir Aðalsafnaðarfundur Fella- og Hólabrekku- sókna verður haldinn í Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 14. maí kl. 20.00. Sóknarnefndir. Þingeyingafélagið Aðalfundur í Lækjarbrekku (Minnibrekku), Bankastræti 2, sunnudagskvöldið 12. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Veiðifélags Kjósarhrepps verður haldinn í Félagsgarði í Kjós föstudag- inn 10. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Fundarboð Aðalfundur Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. verður haldinn fimmtudaginn 23. maí nk. í húsi Slysavarnafélagsins á Eskifirði og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Gigtarfélags íslands 1996 Aðalfundur Gigtarfélags íslands verður hald- inn 11. maí nk. kl. 14.00 á Hótel íslandi, Ármúla 9 í ráðstefnusal á 2. hæð. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Eiríkur Líndal, sálfr., halda erindi um langvinna verki, sálfræðileg áhrifa þeirra og meðferð. Gigtarfélag Islands. Viðskiptabann á erlend skip - nauðsyn eða tímaskekkja? - Opinn fundur verður miðvikudagsmorgun 8. maí kl. 8.30-10.00 í Húsi iðnaðarins, Hall- veigarstíg 1. Stutt framsöguerindi flytja: Ágúst Einarsson, Stálsmiðjunni hf. Geir A. Gunnlaugsson, Marel hf. Kristinn Björnsson, Skeljungi hf. Þórður H. Hilmarsson, rekstrarhagfræðingur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður sjávar- útvegsnefndar Alþingis. Samtök iðnaðarins Útflutningsráð íslands Vinnuveitendasamband íslands TILBOÐ - UTBOÐ Útboð F.h. SR-MJÖLS hf. er óskað eftir tilboðum í uppsteypu verksmiðjuhúss í Helguvík. Verkið nær til mótasmíði, járnbendingar og stein- steypu auk nokkurra smærri verkþátta. Hins vegar eru jarðvinna, stálvirki og efni í klæðn- ingar veggja og þaka ekki með í útboði þessu. Helstu magntölur: Mótasmíði 9.000 m2 , bendistál 150 tonn, steinsteypa 2000 m3. Verkinu skal að fullu lokið 1. desember nk. en einstaka verkþáttum skal þó lokið mun fyrr. Útboðsgögn verða afhent hjá Forsjá ehf., verkfræðistofu, Skólavörðustíg 3, Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 8. maí nk. gegn kr. 20.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14 þann 21. maí nk. (jjÚTBOÐ F.h. Árbæjarsafns er óskað eftir tilboð- um í rekstur Dillonshúss. Safnið er opið frá 27. maí til 1. september og þrjá sunnudaga í desember 1996, og frá kl'. 10.00 til 18.00 alla daga nema mánu- daga. Rekstur Dillonhúss þarf að vera í takt við aðra starfsemi safnsins, og er áhersla lögð á að Dillonshús bjóði upp á þjóðlegar veitingar. Áhugasamir sæki útboðsgögn á skrifstofu vora á Frí- kirkjuvegi 3, 101 Reykjavík. Opnun tilboða: Þriðjud. 14. maí 1996 kl. 15.00 á sama stað. árb 64/f Innkaupastofnun REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 OO - Fax 562 36 16 BESSASTAÐAHREPPUR Bessastaðahreppur Fráveita - stofnlögn Bessastaðahreppur óskar eftir tilboðum í fráveitulagnir, dælubrunna, útrásarlögn ásamt tilheyrandi jarðvinnu. Helstu magntölur eru: Steinsteyptar lagnir 540 m. Plastlagnir 1.450 m. Brunnar 11 stk. Dælustöðvar 2 stk. Útrásarlögn 250 m. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar ehf., Borgartúni 20, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Bessastaða- hrepps 24. maí 1996, kl. 11.00. Verklok eru 15. september 1996 og 15. maí 1997. Sveitarstjórinn í Bessastaðahreppi. Utboð Fyrir hönd Hraðfrystihúss Eskifjarðar er óskað eftir tilboðum í verkið sandblástur og málun á byggingum fiskimjölsverksmiðjunn- ar. Verkinu er skipt í fjóra verkhluta og felur í sér m.a. sandblástur og málun mjöltanka samtals 6.400 m2, málun tankhúsa samtals 660 m2 , sandblástur og málun hráefnis- geymslutanka samtals 2.000 m2 og málun hluta þaks og veggja verksmiðjunnar sam- tals 4.400 m2. Óskað er eftir tilboðum í einstaka eða alla verkhluta. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 30. ágúst 1996. Væntanlegir bjóðendur skulu kynna sér verkið á staðnum fyrirtilboðsgerð. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hönn- unar og ráðgjafar hf., Austurvegi 20, á Reyð- arfirði frá og með þriðjudeginum 7. maí 1996. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Hönnunar og ráðgjafar hf., Austurvegi 20, Reyðarfirði, mánudaginn 20. maí 1996 kl. 11.00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra sem þess óska. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. hönnun ost ráðgjöf M ATVINNUHUSNÆÐI Skrifstofa 425 fm Til leigu er fullinnréttuð skrifstofuhæð (efri-) með sérinngangi í Ármúla 18. Skiptist hæðin í 14 skrifstofuherbergi, afgreiðslu, lítinn sal, tölvuherbergi, 2 geymsluherbergi, eldhús, tvö salerni og sér stigahús. Miklar tölvulagnir eru í húsnæðínu. Möguleiki er á leigu með forkaupsrétti. Upplýsingar í síma 515-5500 á daginn eða 557-7797 á kvöldin. Frjálst framtak, fasteignastarfsemi, Seljavegi 2, sími 515 5500. YMISIEGT Málverk og postulín Okkur vantar málverk eftir gömlu meistarana í sölu. Einnig óskum við eftir að kaupa postul- ínsstyttur og aðra skrautmuni. BÖRG við Ingólfstorg. Sími 552 4211. Opið virka daga 12-18, laugardaga 12-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.