Morgunblaðið - 07.05.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VILT ÞÚ LÁTA
INNHEIMTUAÐGERDIRNAR
GANGA HRATT FYRIR SIG ?
Innheimtur s/f leggja áherslu á
faglega, hraða og góða þjónustu.
Ef þú leitar lögfræóilegra innheimtuaögeröa áttu rétt á aó fá:
HRAÐA ÞJÓNUSTU
Hraöar innheimtuaögerðir geta gert útslagið um hvort skuldin
innheimtist og það að ná peningunum sem fyrst inn í veltuna
getur verið áhrifavaldur á arðsemi fyrirtækis þíns.
GREIÐAN AÐGANG AÐ UPPLÝSINGUM
Þú verður að geta fengiö upplýsingar um gang og stöðu mála
á fyrirhafnarlausan hátt þegar þér hentar.
GÓÐAR SKILAGREINAR
Forsenda þess að þú getir haft nákvæmt eftirlit með
útistandandi kröfum og uppgjöri þeirra eru góöar
skilagreinar.
REGLULEGT UPPGJÖR
Þú átt rétt á að fá peningana þína tafarlaust eftir að greiðsla
hefur farið fram.
Ef þú eöa fyrirtæki þitt þarf á lögfræöilegum innheimtuaö-
geröum aö halda skaltu gera kröfur. Haföu samband viö
Einar Gaut Steingrimsson hdl. á skrifstofu okkar
og fáöu nánari upplýsingar um þjónustuna.
INNHEIMTUR SF
Eiðistorgi 13,170 Seltjarnarnesi, simi 561 0077, fax 562 3484.
VIÐSKIPTI
IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR
ÞAK- OG VEGGSTÁL
ÍSVAL-BORGA H/F
HÖFÐABAKKA 9-112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751
Afkoma Vátrygfflngafélagsins Skandia hf. í járnum á sl. ári
Iðgjöldjukust um
nær helming á árinu
VATRYGGINGAFELAGIÐ Skan-
dia hf. skilaði alls um 6 milljóna
króna hagnaði á síðasta ári borið
saman við um 3 milljóna kr. hagn-
að árið áður, samkvæmt ársreikn-
ingi sem staðfestur hefur verið af
móðurfélaginu í Svíþjóð.
Að sögn Friðriks Jóhannssonar
forstjóra var afkoma félagsins nei-
kvæð um 153 milljónir þegar frá
er talinn hluti endurtryggjenda og
umboðslaun til þeirra. „Hins vegar
höfum við aukið verulega öryggis-
álag í vátryggingaskuldinni og álag
fyrir ótilk'ynntum og vanáætluðum
tjónum. Vátryggingaskuldin er
núna mjög varlega metin. Þetta er
gert í ljósi þeirrar óvissu sem verið
hefur um afkomu í ökutækjatrygg-
ingum og vegna mikillar aukningar
í viðskiptum. Undanfarin þijú ár
nema iðgjöld í ökutækjatrygging-
um um 700 milljónum króna en
tjón 750 milljónum sem þýðir að
tjónahlutfallið er 106%, skv. árs-
reikningum. Þetta er versta hugs-
anlega afkoma en við reiknum með
því að tjónin komi betur út.“
Friðrik bendir hins vegar á að
rekstrarkostnaður félagsins hafí
lækkað lítillega milli ára þrátt fyrir
um 45% aukningu á iðgjöldum.
Kostnaður sem hlutfall af iðgjöld-
um fari því hraðlækkandi.
Harðnandi samkeppni í
fyrirtækjatryggingum
Mikill vöxtur hefur verið hjá fé-
laginu á síðustu misserum. Iðgjöld
ársins 1995 námu alls um 465
milljónum samanborið við 330
milljónir. Bókfærð iðgjöld námu
535 milljónum borið saman við 371
milljón árið áður, sem er um 45%
aukning. Þar af námu iðgjöld vegna
ökutækjatrygginga um 373 millj-
ónum. Félagið hefur nú náð um
6% markaðshlutdeild á vátrygg-
ingamarkaðnum, ef undan eru
skildar skipatryggingar, en það
hefur sett sér það markmið að
auka hlutdeildina um 1 prósentu-
stig á ári.
Skandia lét nokkuð að sér kveða
í fyrirtækjatryggingum á síðasta
ári. Þórður Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri vátryggingasviðs,
segir að samkeppni á því sviði hafi
harðnað verulega að undanförnu.
„Það voru nokkur stór útboð á
vátryggingum sem hafa skilað allt
að helmings lækkun á iðgjöldum
hjá viðkomandi fyrirtæki. Breyt-
ingin hefur verið sú að fyrirtæki
eru í vaxandi mæli að efna til form-
legra útboða á sínum tryggingum.
Það er ekki óalgengt að þau nái
þannig fram 20-30% lækkun á ið-
gjöldum."
50 milljóna hlutafjáraukning
líftryggingaf élagsins
Líftryggingafélag Skandia skil-
aði alls um 5 milljóna kr. hagnaði
á síðasta ári. Iðgjöld ársins námu
um 26 milljónum og höfðu aukist
úr um 20 milljónum. Hlutafé fé-
lagsins var aukið á síðasta ári um
50 milljónir króna til að uppfylla
kröfur Evrópusambandsins og
nemur nú um 72,5 milljónum. Frið-
rik segir að líftryggingafélagið
hafi ekki haft sig mikið í frammi
á þessum markaði en áhersla sé
t.d. lögð á að bjóða góð kjör fyrir
félaga í Fijálsa lífeyrissjóðnum og
viðskiptavini vátryggingafélagsins.
Svissneskir bankar
Uppsagnir
vofa yfir
ZUrich. Reuter.
BANKAKERFIÐ í Sviss stendur
frammi fyrir óhjákvæmiiegri og
kvalafullri endurskipulagningu, sem
mun leiða til þess að þúsundir munu
missa vinnuna. Talið var að slík
hagræðing næðist með samruna
UBS-bankans og CS-Holding, en
UBS hafnaði samrunanum sem
kunnugt er.
Sérfræðingar telja að störfum í
greininni kunni að fækka um að
minnsta kosti 10.000 fyrir árið 2002
vegna þess að útibúum, sem er of-
aukið, verði lokað og hætt verði við
aðra óarðbæra starfsemi.
En jafnvel UBS, sem er stærstur
þriggja aðalbanka Sviss, gerir ráð
fyrir að dregið verði úr útibússtarf-
semi. Um 30 útibúum hefur verið
lokað á síðustu þremur árum og
nýlega var tilkynnt að 30 til viðbót-
ar kynni að verða lokað þannig að
útibúin yrðu alls 250. Þá var því
spáð að 1.000 störf yrðu lögð niður
hjá bankanum.
Hljómplötusala jókst
um 15% árið 1995
Víö skiptum viö
n
félWinpr hér...
■ Vélfræðingar sinna fjölbreytilegustu störfum á sjó og landi.
B Vélfræðingar starfa meðal annars sem vélstjórar og yfirvélstjórar
á skipum með ótakmarkaða vélarstærð.
B Vélfræðingar stjórna viðhaldi á tækjum og búnaði fyrirtækja,
stýra tæknibúnaði þeirra, og annast ráðgjöf.
Vélfneðingur þar...
1$ Vélfræðingar sinna stjómunar-, eftirlits- og viðhaldsstörfum
á vélbúnaði raforkuvera, verksmiðja, og veitustofnana,
frystibúnaði frystitogara og frystihúsa.
■ Þeir annast almenna ráðgjöf á tæknisviði.
SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA
Borgartúni 18,105 Reykjavík
sími 552 5252
Síðumúla 1,105 Reykjavík
sími 588 5353
Rofabæ 39,110 Reykjavík
sími 567 7788
Atvinnurehendur!
Vanti ykkur traustan starfsmann
með víðtæka sérmenntun á tæknisviði,
bæði bókiega og verklega,
þá eru þið að leita að vélfræðingi.
Nánari upplýsingar veitir:
TÓNLISTARUNNENDUR
vörðu röskum 500 milljónum
króna á síðasta ári til kaupa á
hljómplötum, geisladiskum og
snældum. Þetta er rúmlega 15%
aukning frá árinu 1994 er heild-
arsalan nam tæpum 440 milljón-
um króna, að því er fram kemur
í niðurstöðum upplagseftirlits
sem Hagvangur hf. hefur unnið
fyrir Samtök hljómplötufram-
leiðenda. Tölur ársins 1994 eru
þó áætlaðar að hluta og því
ekki fyllilega samanburðarhæf-
ar.
Alls seldust tæplega 570 þús-
und eintök á síðastliðnu ári og
var hlutdeild innlendrar hljóm-
plötuútgáfu svipuð í fyrra og
árið þar á undan, eða 43%
samanborið við 42,4% hlutdeild
árið 1994.
Af einstökum hljómplötu-
framleiðendum er Skífan
stærsti aðilinn á markaðnum
með ríflega 38% markaðshlut-
deild. Því næst kemur Spor með
rúmlega 30% markaðshlutdeild
og Japis með tæplega 26%. Hlut-
deild félagsmanna í Samtökum
hljómplötuframleiðenda er um
95% af heildarmarkaðnum.
/ !§L Vélstjórafélag
jslands
Borgartúni 18,105 Reykjavík
Sími: 562-9062
Innritun hafin á
Heilsubótardaga
á Reykhólum
7 daga hvíldar- og hressingardvöl í júní og júlí.
Þar verða kynntar leiðir til að bæta heilsuna,
öðlast meiri frið og gleði.
........ ' •'V Sórsiakir fyrirlesarar pg
Tímabilin eru: ( tónlistamicnn veröa
23. júní - 3Ö. júní á liverjn nárnskeioi
8.JÚ1Í - 9.